Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 1
BÍLAR: Bílaumboðin berjast um síminnkandi köku /4
SVÍÞJÓÐ: Wallenberg-veldið stendur á tímamótum /10
JHergtmMfi&fö
Fyrirtæki
íslenska útvarpsfélagið
með um 142 millj. hagnað
— samkvæmt milliuppgjöri fyrir-fyrstu 10 mánuði ársins
HAGNAÐUR íslenska útvarpsfélagsins fyrstu 10 mánuði ársins nam
alls um 142 milljónum króna samanborið við um 117,6 milljóna hagn-
að á sama tíma árið áður. Þrátt fyrir bætta afkomu á þessu tímabili
er gert ráð fyrir að hagnaður síðasta árs í heild verði svipaður og
árið 1992 eða um 170 milljónir króna. Þetta stafar af því að auglýs-
ingatekjur í desember drógust saman frá sama tíma í fyrra m.a.
vegna þeirrar ákvörðunar bókaútgefenda að auglýsa ekki í ljósvaka-
miðlum. Skuldir félagsins hafa lækkað nokkuð vegna góðrar afkomu
þrjú sl. ár en eru þó enn miklar eða um 1 milljarður króna, skv. 8
mánaða milliuppgjöri á síðasta ári.
Rekstrartekjur félagsins fyrstu
tíu mánuði ársins námu alls um
1.261,8 milljónum og jukust þær
um 7,4% frá árinu áður. Þar vegur
þyngra aukning á auglýsingatekj-
um en áskriftartekjum, að sögn
Páls Magnússonar, forstjóra Is-
lenska útvarpsfélagsins. „Við höf-
um boðið betra snertiverð heldur
en keppinauturinn, þ.e.a.s. það er
ódýrara að ná til hverra 10 þúsund
áskrifenda hjá okkur en hjá RÚV.
Einnig höfum við lagt meiri áherslu
á að upplýsa auglýsendur okkar um
snertiverð og hvaða markhópa þeir
ná til. Allar kannanir og fleiri upp-
lýsingar eru settar inn í svokallað
Telmar-tölvukerfi og þannig höld-
um við uppi mjög öflugu upplýsinga-
streymi til viðskiptavina okkar.“
Rekstrargjöld íslenska út-
varpsfélagsins námu 1.046,5 millj-
ónum fyrstu tíu mánuði ársins og
jukust um 8,22%. „Stærsta einstaka
skýringin á þessu er einfaldlega
dýrara dagskrárefni,“ sagði Páll.
„Á árinu 1993 lukum við samning-
um við þau fyrirtæki sem dreifa
langstærstum hluta kvikmynda í
heiminum t.d. Walt Disney og
Warner Brothers. Þetta þýðir að
kvikmyndirnar sem við erum að
sýna eru betri og nýrri og þarafleið-
andi dýrari en áður. Stærstur hlut-
inn af kostnaðaraukningunni felst
einfaldlega í vandaðri og dýrari
dagskrá.“
Aðspurður um hvernig áskriftir
hefðu þróast hjá félaginu sagði
Páll að áskrifendum fækkaði jafnan
yfir sumarmánuðina. Núna hefði
hins vegar bæst við 14% vii'ðisauka-
skattur á áskriftargjaldið 1. júlí.
„Við merktum aukið brottfall við
það og sömuleiðis tóku margir sér
lengra hlé um haustið. Stækkun á
dreifikerfinu úti á landi og nýir
áskrifendur í tengslum við það hef-
ur hins vegar gert meira en að vega
það upp. Þess vegna voru áskriftar-
tekjurnar um 100 milljónum meiri
fyrstu 11 mánuðina heldur en þær
voru árið 1992. Auk þess kom tölu-
verður kippur í áskriftir þegar við
byrjuðum að lána áskrifendum
myndlykil."
Pjármagnskostnaður lækkaði
milli ára hjá félaginu úr um 89
milljónum í 74,9 milljónir þar sem
tekist hefur að greiða niður skuldir
undanfarin tvö ár vegna góðrar
afkomu. Á móti kom að félagið
varð fyrir nokkru gengistapi vegna
gengisfellingarinnar í júní.
Samkvæmt efnahagsreikningi
eftir fyrstu 10 mánuðina var eigin-
fjárstaðan jákvæð um nálægt 200
milljónir. Eftir átta mánaða uppgjör
voru heildarskuldir kringum 1 millj-
arður. „Ef gert er ráð fyrir að árið
endi með svipuðum hætti og 1992
ætti eiginfjárstaðan að vera jákvæð
um 230 milljónir í árslok. Hins veg-
ar hefur ekki gengið eins mikið á
skuldirnar eins og við vildum vegna
þess að við fjárfestum talsvert í
dreifikerfinu. Það bættust við 20
nýir þéttbýlisstaðir í dreifikerfið
fyrir Stöð 2 og síðan tjárfestum við
í Fjölvarpinu."
Páll sagði að íjjölvarpið hefði
farið rólega af stað og stofnkostn-
aður hefði reynst nokkur þröskuld-
ur. „Pjöldi þeirra sem keypt hafa
búnaðinn til að taka á móti Fjöl-
varpinu er kringum 600 en fjöldi
áskrifenda er kringum 400. Ennþá
þarf ekki myndlykil til að ná send-
ingunum en auðvitað reiknum við
með því að þeir sem fjárfest hafi í
mótttökubúnaðinum gerist áskrif-
endur.“
Innlán og uenðbrefautgafa
banka og spanisjoða
31.12.1993, míllj. kn Bráðabirgðatöiur SPARISJÓÐIR: W Innlán 31.12.93 Aukning 1993 Innlán og verðbréfa- útgáfa Aukning 31.12.93 1993
Sparísj. Reykjavíkur og nágr. 6.074,4 12,4% 7.123,6 12,7%
Sparísj. í Kefiavík 4.603,6 8,8% 5.361,5 3,3%
Sparisj. Hafnarfjarðar 3.914,0 6,6% 4.765,7 5,2%
Sparísj. vélstjóra 3.058,0 15,5% 3.627,5 15,9%
Sparisj. Mýrasýslu 1.850,8 7,4% 1.995,7 15,8%
Sparisj. Kópavogs 1.434,8 -1,4% 1.549,1 6,5%
Sparisj. V-Húnavatnssýslu 778,8 9,2% 778,8 9,2%
Sparisj. Vestmannaeyja 778,1 6,9% 1.241,1 19,7%
Sparisj. Svarfdæla 754,0 4,5% 866,8 9,3%
Sparisj. Bolungarvíkur 707,9 , 7,7% 918,9 15,9%
Sparisj. Siglufjarðar 670,8 8,6% 670,8 8,6%
Sparisj. Ólafsfjarðar 639,3 26,2% 866,5 20,4%
Eyrasparisjóður 451,6 8,7% 564,7 15,8%
Sparisj. Norðfjarðar 404,9 5,8% 404,9 5,8%
Sparisj. Glæsibæjarhrepps 368,0 10,2% 368,0 10,2%
Sparísj. S-Þingeyinga 363,3 10,8% 363,3 10,8%
Sparisj. Þórshafnar og nágr. 310,2 15,3% 310,2 15,3%
Sparísj. Akureyrar og Árn.hr. 285,0 10,6% 285,0 10,6%
Sparisj. Hornafjarðar og nágr. 280,2 63,6% 280,2 63,6%
Sparísj. Ólafsvíkur 245,8 4,7% 268,7 14,4%
Sparisj. Þingeyrarhrepps 231,6 8,3% 231,6 8,3%
Aðrir 1.080,7 - 1.080,7 -
Sparisjóðir alls: 29.285,8 9,7% 33.923,3 10,5%
BANKAR: ti
Landsbanki 61.548,3 9,0% 70.136,7 8,2%
Búnaðarbanki Upplýsingar fengust ekki
íslandsbanki 34.895,0 5,4% 42.310,0 6,2%
Vandi
fylgir vegsemd hverri
Nú geta íslendingar fjárfest erlendis án fjárhæðatakmarkana. Okkur
bjóðast því aukin tækifæri til áhættudreifingar og ávöxtunar sparifjár. En
gengi erlendra verðbréfa getur sveiflast mikið og því ber að fara varlega
af stað og kynna sér vel það sem í boði er. Ráðgjafar VÍB veita frekari
upplýsingar um ávöxtun í erlendum verðbréfúm í afgreiðslunni í
Ármúla 13a eða í síma 91-68 15 30.
Sigurður É. Stefánsson,
framkvœmdastjóri VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aöili aö Veröbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.