Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 C 11 Fyrirtæki Reynt að bjarga Metallgesellschaft Frankfurt. Reuter. TILRAUNIR til að bjarga þýska fyrirtækinu Metallgesellschaft, MG, sem er samsteypa málmvinnslufyrirtækja, frá gjaldþroti voru í mikilli óvissu í gær þegar einn að taka þátt í þeim eins og þær Tap á rekstri Metallgesellschaft 1992/93 nam tæpum 73 milljörð- um ísl. kr. og útlit er fyrir freakar tap upp á 60 milljarða kr. Hefur fyrirtækið af þeim sökum farið fram á rúmlega 130 milljarða kr. lán hjá lánardrottnum sínum en í gær sagði talsmaður Norddeutsche Landesbank, að bankinn myndi ekki taka þátt í björgunaráætlun- inni eins og hún lægi fyrir. Metallgesellschaft hafði frest þar til í gær til forða sér frá gjald- þroti en haft var eftir þýskum bankamönnum, að þeir tryðu því ekki, að Norddeutsche Landesbank myndi einn allra lánardrottna fyrirtækisins neita að bjarga því fyrir horn. Ef hann gerði það helsti lánardrottinn þess neitaði lágu fyrir. myndi framvegis verða bent á hann sem bankann, sem hefði sett Metallgesellschaft á hausinn og svipt þúsundir manna atvinnunni. Errfiðleikar MG stafa aðallega af mistökum, sem einu dótturfé- lagi þess urðu á í olíuviðskiptum í Bandaríkjunum, og hafa tveir frammámenn þess fengið að fjúka af þeim sökum. Verðurhugsanlega höfðað mál á hendur þeim. í gær voru fréttir um, að fulltrú- ar Deutsche Bank væru að reyna að telja fulltrúum Norddeutsche Landesbank hughvarf en þeir setja það einna helst fyrir sig, að hlut- hafar í MG leggi sjálfir ekki nógu mikið af mörkunum við að bjarga fyrirtækinu. Flug Símaþjónusta ífarþega- flugi hjá Air France TILRAUNIR með síma til afnota fyrir farþega hafa staðið yfir í um eitt ár í tveimur Boeing 747 flugvélum hjá Air France á flug- leiðinni París-Tókíó. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær þessi nýjung verður í boði á lengri flugleiðum Air France, en hugsanlega verður það á þessu ári. í fréttabréfi verslunardeildar Franska sendiráðsins þar sem skýrt er frá tilrauninni með símana í flugvélum Air France segir enn- fremur að á meðan notkun síma í flugvélum sé mikil í Bandaríkjun- um sé tvennt sem haldi aftur af þróuninni í Evrópu. í fyrsta lagi sé þar um að ræða tæknilegar ástæður þar sem mismunandi regl- ur eru í gildi á milli landa og í öðru lagi þurfi að sækja um leyfi í hveiju landi sem flogið er yfir. í fréttabréfinu segir að minni kostnaður og meiri afköst náist með fleiri móttökustöðvum á landi og því hafi frönsku, bresku og sænsku símafyrirtækin unnið saman við þróun kerfis sem nefn- ist TFTS (e. Terrestrial Flight Telephone Service). Áætlað er að 40 TFTS-stöðvar þurfi á megin- landi Evrópu. Sex stöðvar eru nú þegar í uppsetningu og Air France ætlar að verða fyrsta flugfélagið til að bjóða þjónustu á styttri flug- leiðum. Síðastliðinn september hófust tilraunir á flugleiðinni París-Lon- don í flugvélum af gerðinni Airbus A310. Franska fyrirtækið Alcatel sem hefur séð um hönnun kerfis- ins í Frakklandi mun hafa yfirum- sjón með uppsetningu þess á Bret- landi, ítalíu og í Svíþjóð. Raforkuútflutningur Nýtt fyrirtæki í Icenet-hópn um UM áramótin sameinuðust hollensku orkudreifingarfyrirtækin nv PGEM og nv PEB Friesland í nýtt fyrirtæki undir heitinu nv NUON. PGEM var eitt liollensku fyrirtækjanna þriggja sem stofn- uðu ICE-net hópinn með Reykjavíkurborg en þar er unnið að könnun á hagkvæmni þess að flytja raforku um sæstreng frá ís- landi til Hollands. NUON hefur tekið við hlutverki PGEM í Icenet- hópnum en hin fyrirtækin eru nv EPON og NKF Kabel bv. Hið nýja orkudreifingarfyrir- tæki NUON, sem hefur höfuð- stöðvar sínar í Arnheim í Hol- landi, hefur 3.400 starfsmenn og þjónar 2,7 milljónum Hollendinga í héruðunum Gelderland, Friesland og Flevoland. Sameiginleg velta PGEM og PEB nam 93,4 milljörð- um íslenskra króna árið 1993. NUON selur og dreifir raforku, gasi og drykkjarvatni til viðskipta- vina sinna. Það hefur markað sér sömu umhverfisstefnu og PGEM og PEB og leggur áherslu á að selja vistvæna orku sem framleidd er með vatnsafli, sólarljósi eða vindorku. Einnig leggur NUON áherslu á að nota nýjustu tækni til orkusparnaðar. Hafa umhverf- isdeildir PGEM og PEB verið sam- einaðar í eina deild sem heitir NUON Milieubedrijf. I síðasta mánuði var lögð fram skýrsla í borgarráði með niðurstöð- um forathugunar Icenet og eru þær taldar jákvæðar fyrir íslend- inga. Haldið verður áfram í ár að kanna málið ofan í kjölinn. í skýrslunni er lagt til að lokið verði við hagkvæmniathugunina og að lögð verði sérstök áhersla á áhættugreiningu, styttingu fram- kvæmdatíma, val á bestu lausnum og ítarlegri markaðsathugun. Einnig verður leitað að fleiri sam- starfsaðilum til að styrkja grund- völl verkefnisins og kanna fjár- mögnun verkSins mjög vandlega. Vantar betri .... Sendu traustan starfsmann í nómið TÖIVUNOTKUN < FYRIRTÆKJAREKSTRI. Á 19 vikum (má.-fi. kl. 16:10-19:10) mun þessi starfsmaður öðlast heiidaryfirsýn yfir möguleika einmenningstölva í rekstri fyrirtækja og alhliða þjálfun í notkun þess búnaðar sem algengastur er í dag og um næstu framtíð. 62 10 66 STJÓRNUNARFÉLAGS (SLANDS OG NÝHERJA í fyrirtækið? Þegar hann útskrifast er hann reiðubúinn til að nýta sér tölvuna til lausnar á margvíslegum verkefnum og að veita öðrum ráðgjöf og aðstoð. Slíkan starfsmann vantar í mörg tölvuvædd fyrirtæki. Leitaðu nánari upplýsinga. Góðan daginn, Evrópa! Vantar þig upplýsingar umnýútboð áEES-svæðinu? Daglega eru auglýst um 150 ný útboð í útboðsbanka EB og EFTA (TED, Tender Electronic Daily). Dæmi um útboð: Mannvirkjagerð, vegagerð, verkfræði- þjónusta, hugbúnaðargerð, kaup á matvælum svo sem fiski, osti og fleiru. Meðal annars er hægt að leita eftir löndum, landsvæð- um og efnisflokkum. í bankanum er einnig að finna upplýsingar um GATT- útboð. Öll íslensk fyrirtæki og einstaklingar geta tengst útboðs- bankanum í gegnum Skýrr. Allt sem þarf til að tengjast er einmenningstölva, sím- tæki, mótald og samskiptaforrit. Nánari upplýsingar veitir ráðgjafar- og markaðsdeild Skýrr \ síma 695100 eða bréfasíma 695251. siýrr ÞJÓÐBRAUT UPPLÝSINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.