Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 C 9 ESA — Eftirlitsstofnun EFTA: Skipting ábyrgðarsviða á stjórnarráðsfulltrúa @ EFTA l Knut Almestad Björn Friðfinnsson Nic Grönvall Pekka Sáilá Heinz Zourek Noregi íslandi Svíþjóð Finnlandi Austurríki Stjórnarformaður Ríkisstyrkir Almenn Fjármagnshreyfingar Samkeppnismál Frjál vöruviðskipt Opinber innkaup stefnumörkun og fjármálaþjónusta Félagsmál (þ.m.t. tæknilegar Fólksflutningar Samræming Samgöngur Neytendavernd viðskiptahindranir, vegna frjáls Samskiptinútávið Fjarskipti Umhverfismála önnur viðskipta- vinnumarkaðar Stjórnskipulag Ný tækni mál, heilbrigðis- (þ.m.t. gagnkvæm Lögfræðiþjónusta eftirlit vegna viðurkenning próf- Framkvæmdastjórn matvæla o.fl.) og starfsréttinda, almannatrygginga o.fl.) beitingu, eftirliti og túlkun sameig- inlegra samkeppnisreglna. Sam- starfið nær bæði til umfjöllunar um einstök mál og til almennrar stefnu- mótunar og markar um margt tíma- mót í samvinnu þeirra ríkja sem hér eiga hlut að máli. Hægt er að skjóta ákvörðunum ESA í samkeppnismálum til dóm- stóls EFTA í Genf. Opinber innkaup EES-samningurinn hefur í för með sér sameiginlegan markað fyr- ir opinber innkaup í aðildarríkjun- um, sem talið er að nemi á bilinu 250-300 milljörðum ECU, 20 til 24 billjónir íslenskar krónur. ESA hefur verið falið að tryggja fram- kvæmd þeirra reglna sem hér um gilda í þeim EFTA-ríkjum sem að- ild eiga að samningnum. í þessu skyni mun stofnunin fylgjast með því að reglurnar hafi verið settar í ríkjunum og hafa síðan umsjón með því að þeim sé fylgt. Einstök fyrir- tæki eða hagsmunasamtök fyrir þeirra hönd geta borið fram kvart- anir eða sent formlegar kærur til ESA og stofnunin getur einnig grip- ið til aðgerða að eigin frumkvæði. Bókun 2 með samningnum um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA veitir eftirlitsstofnuninni rétt til beinna afskipta af opinberum inn- kaupum áður en samningur um það hefur verið gerður, ef stofnunin telur augljóst að um brot á settum reglum sé að ræða. Stofnunin mun þá hafa samband við stjórnvöld í viðkomandi EFTA-ríki og óska eftir því að tekið sé í taumana. Skal þessari málaumleitan svarað innan þriggja vikna. Þriggja vikna frest- urinn í þessu tilviki er styttri en almennt er í umfjöllun samkeppnis- mála, en hann er styttur í þessu tilviki sökum þess hvað tíminn er mikilvægur, þegar ákvörðun skal taka um opinber innkaup. Það ríki sem i hlut á getur svar- að óskum ESA á þrennan hátt, þ.e. leiðrétting hafi verið gerð á fyrir- huguðu fyrirkomulagi innkaup- anna, að það hafi ekki verið gert af nánar tilgreindum ástæðum eða að ákvörðun um innkaupin hafi verið frestað. Ef EFTA-ríkið veitir ekki fullnægjandi svör innan þriggja vikna frestsins, getur ESA höfðað mál gegn því fyrir dómstóli EFTA. Sama er ef samningur hefur þegar verið gerður um innkaupin. Þessum reglum er ætlað að tryggja það, að ESA geti haft virkt eftirlit og viðurlagavald í tengslum við framkvæmd þeirra ákvæða EES-samningsins sem ijalla um opinber innkaup. Ríkisstyrkir Björn tiltekur í þriðja lagi regl- urnar í 61.-64. greinunum um rík- isstyrki og eftirlit með þeim sem séu mikilvægur þáttur EES-samn- ingsins, en þær miða að því að tryggja að þær hagsbætur sem hertum reglum um samkeppni er ætlað að hafa í för með sér glatist ekki sökum þess að samkeppnis- stöðunni sé raskað með styrkveit- ingum til einstakra fyrirtækja eða atvinnugreina, sem samningurinn nær til. Skilgreining á ríkisstyrkjum er mjög víðtæk og getur hún bæði náð til stuðnings annarra aðila en viðkomandi ríkissjóða svo sem sveitar- og landshlutastjórna og eins til hvers konar opinbers stuðn- ings sem fólginn er í öðru en bein- um styrkveitingum. Má þar nefna skattahlunnindi, eigendaframlög og ábyrgðir. Frá þessu eru undantekn- ingar og er í EES-samningnum að finna skilyrði og meginreglur fyrir slíkum undantekningum. Eftirlit með framkvæmd ríkis- styrkja er annars vegar hjá fram- kvæmdastjórn EB að því er EB-ríki varðar og hins vegar hjá ESA að því er EFTA-ríkin varðar og er hlut- verk og vald ESA á þessu sviði sambærilegt við hlutverk og vald framkvæmdastjórnar EB. Stofnun- unum er ætlað að vinna í nánu samstarfi í því skyni að tryggja einsleita framkvæmd og túlkun reglnanna. Við gildistöku EES-samningsins verður ESA að fara yfir þá ríkis- styrki, sem í gildi eru í þeim EFTA- ríkjum sem aðilar eru að samningn- um og sem snerta þær atvinnu- greinar er samningurinn nær til. Stofnunin þarf síðan að fjalla um hvort styrkirnir samrýmast EES- samningnum og ef svo er ekki tal- ið, þarf hún að bera fram tilmæli við viðkomandi stjórnvöld um að þeir verði felldir niður. Verði ágrein- ingur milli stjórnvaldanna og ESA um málið, skal það iagt fyrir dóm- stól EFTA í Genf til úrskurðar. Ný áform um ríkisstyrki öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa verið lögð fyrir ESA til athugunar. Þar sem ólögmætir styrkir hafa verið teknir upp eftir gildistöku EES- samningsins getur eftirlitsstofnunin lagt fyrir viðkomandi ríkisstjórnir að endurkrefja þá frá þeim aðilum, sem styrkina hafa hlotið. ÉG VAFLA MG VHD/ L áttu ekki það sama koma fyrir þig og hann Láka frænda á skrifstofu sinni um daginn. Hann var aö fara á mikilvægan viöskiptafund, var í því að Ijúka útprentun á skýrslu sinni um fjármál fyrirtækisins ásamt kynningu á væntingum ársins 1994 þegar allt í einu... (blanc)! Duft/'ð var búið á prentaranum og út komu aðeins auðar blaðsíður. Nú voru góð ráð dýr. Hann gatjú reddað sér á síðustu stundu, en fundarmenn voru mikið að velta fyrir sér eldrauða andlitinu og svitaperiunum á enni Láka frænda þegar hann mætti á svæðið. Hvílíkt stress á einum manni. Og skýrslan hans. Fyrstu síðurnar voru daufar þar til kom að nær ólæsilegum texta um rekstrarmöguleika fyrirtækisins, og svo allt í einu dökkt letur um hugsanleg fjárframlög fjárfesta á árinu 1994. Er maðurinn og fyrirtæki hans kannski komið á síðasta snúning? Hvernig fundarmenn að taka slíkri viðkynningu? ég vara þig við: Láttu ekki árið 1994 verða AR SÍÐUR í þínum rekstri! (Þessi stutta saga er meö öllu skáldskapur og er ekki stuöst viö nein raunveruleg atvik úr tslensku viöskiptalífi - ennþð!) attu Jé. Við'bjóðum prentduft (toner) í alla Hewlett Packard prentara á besta verbinu / bænum. Og meira en það: Við kaupum afþér gömlu prenthylkin! Njóttu öryggis meö rekstrarvörum frá... Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 VIÐURKENNDUR W’a« HEWLETT Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐIU PACKARD Ht i | Metsölubloð á hverjum degi! H Verðbréfaviðskipti Vísbending útnefnir fjárfestí ársins 1993 VIKURITIÐ Vísbending út- nefndi í síðustu viku Sigurð Sig- urkarlsson fjármálastjóra hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. „Fjárfesti ársins 1993“ í kaffis- amsæti sem haldið var á Holiday- Inn hótelinu, en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Sigurður hlýtur útnefninguna fyrir framúrskarandi árangur í verðbréfakeppni sem ritið stóð fyrir á siðastliðnu ári og áskrif- endur Vísbendingar hafa fylgst með. A fundinn mættu fulltrúar frá verðbréfafyrirtækjunum ásamt keppendum og aðstand- endum ritsins. Fulltrúar verðbréfafyrirtækjanna voru inntir álits á því hvernig ís- lenskur fjármagnsmarkaður myndi hugsanlega þróast á árinu 1994. Það var samhljóma álit þeirra að ekki væri mikils að vænta á hluta- bréfamarkaði m.a. vegna þess sam- dráttar sem spáð er í efnahagslífinu á árinu, að því er segir í frétt frá Vísbendingu. Varðandi verðbréfa- markaðinn töldu flestir að sú lækk- un sem orðið hefur á vöxtum verði varanleg og jafnvel megi búast við lítilsháttar lækkunum á þeim þegar líða tekur á árið. Þó væri óvist um lánsfjárþörf opinberra aðila, sem gætu breytt myndinni. Fundarmenn voru allir sammála um, að litlar lík- ur væru á fjármagnsflótta til út- landa þrátt fyrir að opnað hafi ver- ið fyrir kaup á erlendum langtíma- verðbréfum nú um áramótin. Lík- lega yrði eitthvað um slíkar íjárfest- ingar en þá einkum í gegnum ís- lensku verðbréfafyrirtækin. Sigurður Sigurkarlsson Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa Húsbréf 1. flokkur1994 Kr. 5.500.000.000,- krónur fimm og hálfur milljarður 00/100 Útgefandi: Útgáfudagur: Vextir: Lokagjalddagi: Einingar bréfa: Umsjón meö útgáfu: Byggingarsjóöur ríkisins, húsbréfadeild 15. janúar 1994 4,75% 15. janúar 2019 kr. 10.000, 100.000, 1.000.000, 5.000.000 Landsbréf hf. Skráning á Verðbréfaþing íslands hefst 14. janúar 1994 m LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Raykjavfk, sfmi 91-679200, fax 91-678598 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Verðbréfaþingi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.