Morgunblaðið - 18.02.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
41
>
I
*
>
'
J
I
i
i
f
Deilt um þróunarhjálp
Frá Árna Björnssyni:
Umræðuþættir ríkissjónvarpsins
hafa verið mikið ræddir að undan-
förnu, bæði af öðrum fjölmiðlum
og almenningi.
Eins og fleiri sjónvarpsglápendur
hef ég horft á suma þessara þátta,
en því miður oftast verið jafnnær
eftir sem áður.
Þannig var það líka sunnudaginn
6. þ.m. að ég lokaðist inni í húsi
vegna kvefpestar og varð á að
kveikja á sjónvarpinu. Umræddur
þáttur var byijaður, svo ég missti
af kynningunni, en hann virtist
fjalla um utanríkismál (a.m.k. var
utanríkisráðherra einn af þátttak-
endum), viðskipti og menningu.
Stjórnandi þáttarins hafði augljós-
lega ekki gert upp við sig fyrirfram
á hvað af þessu ætti að leggja
megináherslu, enda flaut þátturinn
útum víðan völl, eins og flestir
samskonar þættir.
Að lokum var mér ekki ljóst hvort
þátturinn hafði fjallað um menning-
arviðskiptautanríkismál, utanríkis-
viðskiptamenningarmál eða við-
skiptautanríkismenningarmál.
En það var ekki þátturinn sjálfur
heldur ummæli eins af þátttakend-
um um þróunarhjálp, sem varð til
þess, að ég get ekki orða bundist.
Þessi ummæli voru, að við ættum
ekki að leggja fram krónu til þróun-
arhjálpar, nema fá tvær í staðinn.
Sá sem lét sér þessi ummæli um
munn fara var augljóslega valinn í
þáttinn sem fulltrúi viðskiptalífsins.
Það undarlega skeði, að enginn
þátttakenda virtist hafa neitt sér-
stakt við þessi ummæli að athuga.
Þó virtist mér eina konan í þættin-
um ætla að gera athugasemd, en
þá sló stjórnandinn yfir í aðra
sálma.
Nú er það svo, að mjög hefur
verið og er deilt um þróunarhjálp
og ljóst er, að hún nær ekki nærri
alltaf tilgangi sínum, og getur haft
öfug áhrif.
Það segir þó ekki, að hún sé til-
gangslaus og enn síður er henni
ætlað að skila tvöföldu framlaginu
til gefandans.
Ekki veit ég hvort téður þáttar-
þátttakandi hefur fengið hefðbund-
ið kristilegt uppeldi, en ef ég man
rétt var einhvers staðar minnst á
miskunnsama Samveijann og
minnsta bróðurinn í fermingarund-
irbúningnum. Efnahagslögmálin
hafa víst verið önnur á dögum
Krists.
Sé þetta lífsskoðun þátttakenda
eða jafnvel íslenskrar verslunar-
Frá Páli Bergþórssyni:
Síðustu fjögur ár hefur hitinn á
landinu verið mjög nærri meðaltali
þess sem hann var á hlýindaskeið-
inu 1931-1960. Allan þann tíma
hefur hitinn á Jan Mayen einnig
verið við meðallag sama hlýinda-
skeiðs og eftir því hefur spáin verið
í byijun hvers árs. Hafís hefur ver-
ið lítill og til dæmis var árið 1993
minni háttar ísár þrátt fýrir nokkuð
þrálátan ís út af Vestfjörðum á
mjög óvenjulegum tíma síðsumars,
en íslaust var um vorið. Hitinn í
stéttar hlýtur sama viðhorf að gilda
gagnvart bágstöddu fólki hér á
landi, sem sagt, að þær stofnanir
og félög, sem stunda hjálparstarf,
eigi ekki að gera það nema að fá
framlagið tvöfalt til baka. Eða
hvað? Er einhver munur á rétti
sveltandi barns í Reykjavík, New
York eða Addis Ababa, til að fá
satt hungur sitt? Af hveiju á ekkjan
í Sómalíu að borga mæðrastyrkinn
tvöfaldan til baka frekar en ekkjan
í Vestmannaeyjum? Hvorug á sök
á örlögum sínum.
Hvar er menning þjóðar á vegi
stödd, sem elur upp menntamenn
með slíkan hugsunarhátt?
Sú menning er- tæplega nýtileg
til heimabrúks, hvað þá til útflutn-
ings. ÁRN! BJÖRNSSON,
læknir,
Blátúni 4, Bessastaðahreppi.
Stykkishólmi var tæpu hálfu stigi
lægri en 1931-1960.
I ágúst-janúar hefur verið svipað
ástand hitafars á Jan Mayen og var
1931-1960 og því má enn vænta
þess að veðurfar verði fremur hlýtt
og lítill hafís við landið.
Eftir þessu að dæma er útlit fyr-
ir heldur gott árferði í landbúnaði
og sjávarútvegi. Heyfengur ætti að
verða í góðu meðallagi og ekki er
ólíkiegt að hlýindi undanfarinna ára
1990-1993 fari að skila sér í aukn-
ingu þorskstofnsins. Sú ályktun er
byggð á athugun á hitafari liðinna
alda og rannsókn Jóns Jónssonar
fiskifræðings á samhengi fiskafla
og hitafars á sama tíma.
PÁLL BERGÞÓRSSON.
LEIÐRÉTTINGAR
Setningar féllu
niður
í grein Alberts Jensens, Opið
bréf til viðskiptaráðherra, sem birt-
ist í blaðinu sl. þriðjudag féllu niður
tvær setningar, þannig að máls-
greinarnar urðu illskiljanlegar. Um
leið og þessar tvær málsgreinar eru
birtar aftur, og nú réttar, eru hlut-
aðeigandi beðnir velvirðingar á mis-
tökunum:
„Einkavæðing sem er að verða
allsheijar ógeð og birtist meðal
annars í að félög og einstaklingar
kaupa ríkisfýrirtæki fyrir lítið og
bjóða í allskonar rekstur hjá ríki
og borg, nú síðast Strætisvögnum
Reykjavíkum, í flestum tilfellum á
sér brottrekstur og geðþótta endur-
ráðningar en alltaf launalækkun og
aukið vinnuálag...
Þá var eins og hann rankaði til
raunveruleikans, séð að verið var
að eyðileggja það sem hann hafði
barist fyrir þegar hann var flokkur
alþýðunnar. Verst hvað er langt
síðan, allir búnir að gleyma því, til
í gömlum skjölum."
Misritun
Þau leiðu mistök urðu í grein um
kostnað á brauðskurði á Neytendas-
íðu á fimmtudag að Sveinsbakarí
var ritað í stað Sveins bakara. Hjá
Sveini bakara er ekki hægt að fá
Omegabrauð og brauðskurður kost-
ar 10 kr. Sveinsbakarí Arnarbakka
bakar hins vegar Omega brauð og
kostar hvert brauð 155 kr. Kostnað-
ur við brauðskurð er 5 kr. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
Rangt föðurnafn
1 frétt um íþróttamenn ársins á
Fáskrúðsfirði sem birtist í sl.
fimmtudags1)laði misritaðist föður-
nafn Reynis Svavars, en hann er
Eiríksson. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
VELVAKANDI
„GLÆPASKÓLI
ÞJÓÐARINNAR“
NÝLEGA hafa óyggjandi fregn-
ir borist af því frá Englandi og
Bandaríkjum Norður-Ameríku,
að ábyrgir menn þar hafí miklar
áhyggjur af sívaxandi glæpa-
störfum í þeim löndum meðal
bama og unglinga.
Ber þeim öllum saman um að
tíðar glæpa- og afbrotamyndir
í sjónvarpi sem berist daglega
inn á flest heimili eigi stærstan
þátt í þeim ósköpum. Þar hefur
því verið krafist af stjórnvöldum
að þau beiti sér fyrir því að slík-
um sýningum verði tafarlaust
hætt.
Akveðnar kröfur um það
sama hafa einnig borist frá
Páfagarði.
Eins og öllum hugsandi
mönnum er kunnugt hefur
margs konar hryðjuverka- og
glæpastarfsemi einnig farið
mjög í vöxt á síðustu missirum
hér á landi. Svo sem geta má
nærri hafa allir foreldrar og
aðrir uppalendur af þessu miklar
áhyggjur.
Þeir gera sér líka fulla grein
fyrir, eins og Bretar og Banda-
ríkjamenn, að margvíslegar
glæpa- og afbrotamyndir sem
Ríkissjónvarpið sýnir allt'af í
hverri viku eigi þar stóran hlut
að máli. Býsna oft nægir ráða-
mönnum sjónvarps ekki að sýna
eina slíka mynd á kvöldi heldur
tvær. Síðasta sönnun þess var
í gærkveldi, laugardaginn 12.
febrúar.
Ýmsir kunnir íslendingar,
karlar og konur, hafa rætt opin-
berlega um þetta mikla alvöru-
og vandamál á síðustu mánuð-
um o§ missirum og farið ákveð-
ið fram á við ráðamenn sjón-
varpsins að hætt verði að sýna
slíkar myndir. En það hefur enn
ekki haft nokkur minnstu áhrif.
Þeir hvorki sjá né heyra neitt
sem við þá er rætt um þetta
mikla alvörumál. Sýningarnar í
gær bera síðast um það glöggt
vitni þegar tvær slíkar myndir
voru sýndar.
Nú er mælirinn fullur, góðir
ráðamenn — með þjóðkunnan
skólamann og þjóðkirkjuprest í
broddi fylkingar. Látið ekki
lengur sannast að Ríkissjón-
varpið verði kallað „glæpaskóli
þjóðarinnar" eins og kunnur
landi okkar nefndi það fyrir
nokkru.
Gamall skólamaður
VERÐLAUNA-
LAGIÐ
MIG HEFUR lengi langað til
að fá að vita hvað varð af laginu
sem fékk fyrstu verðlaun í til-
efni af 200 ára afmæli Reykja-
víkur 18. ágúst 1986. Þetta
gullfallega lag og texti heyrist
aldrei. Ég man ekki lengur hver
samdi lag og texta en gaman
væri að fá að heyra lagið í út-
varpi því ekki trúi ég að það sé
ekki lengur til. Að endingu vil
ég þakka Svanhildi fyrir sína
skemmtilegu fóstudagsfléttu.
Hún er alveg frábær.
Soffía
TAPAÐ/FUNDIÐ
Bók tapaðist
SÁ SEM fann bókina Sjálfstætt
fólk í einum af strætisvögnum
Kópavogs 14. febrúar sl. er vin-
samlega beðinn að skila henni
í bókasafnið við Bústaðakirkju
gegn fundarlaunum.
Seðalveski tapaðist
BRÚNT seðlaveski með skilríkj-
um Jónínu tapaðist fyrir röskum
hálfum mánuði. Skilvís finnandi
vinsamlega hringi í síma 74335.
Horfur á góðu
árferði 1994
Vinningstölur
miövikudaqinn: 16. febr. 1994
VINNINGAR FJÖLDi VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
[R 6a,e 2/0 á ísl. 17.571.000
CT| 5 af 6 L33+bónus 1 383.364
Sl 5 af 6 6 50.202
H 4af6 230 2.083
n 3 af 6 CÆ+bónus 930 221
Aðaltölur:
®@(§)
(32) (35) (43)
BÓNUSTÖLUR
@(g)@
Heildarupphaeð þessa viku
36.511.196
á fsi.: 1.369.196
gjujnningur fór tíl: Danmerkur oq Svíbióðar
UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 6815 11
LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
RUSSELL ATHLETIC
Sendum í
póstkröfu:
Skeifan 19, 108 Reykjavík,
Laugarvegi 51, sími 17717 Símió81717
Renndu
hettu-
peysurnar
komnar
aftur
Verö kr.
4.990
Stæröir: S-XXL
Litir: Ljósgrár
dökkgrár
dökkgrænn
dökkblár
vínrauöur
svartur
Vissir þú
að í Valhúsgögn færð þú amerísk sófasett
fiá aðeins kr. 90.000 stgr.?
Stórglæsileg sófasett í áklæði og leðri,
hornsófar, stakir sófar og stólar á
frábæru verði.
Valhúsgögn
ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375