Morgunblaðið - 18.02.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994 19 Atriði úr myndinni Flótti sakleysingjans. Flótti sakleysingj- ans í Regnboganum REGNBOGINN frumsýnir föstudaginn 18. febrúar ítölsku myndina „La Corsa dell’Innocente“ eða Flótti sakleysingjans. Þetta er spennumynd sem fjallar um ungan dreng, Vito, sem verður fyrir því einn fagran sunnudags- morgun að fjölskyldu hans er hrein- lega slátrað. Hann einn sleppur og leggur á flótta en morðingjamir fylgja fast á eftir. Á flóttanum ■ ÞAÐ verður austurlensk stemmning i Geysishúsinu laug- ardaginn 19. febrúar. í tengslum við sýningu íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar mun Upplýsinga- og menninga- miðstöð nýbúa standa fyrir kynn- ingu á indverskri matargerð. Eldað verður að hætti indverskra götu- kokka og gestum og gangandi boð- ið upp á smökkun á hinum ýmsu réttum sem framreiddir verða í Geysishúsinu kl. 12-16. kemst Vito að því að fjölskylda hans hafði stundað mannrán og haft í haldi son auðkýfings nokk- ums. Mennimir sem drápu fjöl- skyldu hans voru keppinautar í bransanum. Eftir því sem á líður kemur fleira og fleira í ljós, hroða- legir atburðir fara að gerast sem engum var ætlað að kynnast, hvað þá ungum saklausum drengum. Flótti sakleysingjans markar ákveðin tímamót í ítölskum kvik- myndabransa því að þetta var síð- asta myndin sem Franco Cristaldi framleiddi áður en hann lést en hann vann til allra æðstu hugsan- legra verðlauna í kvikmyndaheimin- um m.a. þrennra Óskarsverðlauna, gullpálma í Cannes o.fl. Leikstjór- inn Carlo Carlei hefur verið nefndur undrabarn í kvikmyndaheiminum og líkt við sjálfan Steven Spielberg. Háskólabíó sýnir kvik- myndina Sag- an af Qiuju HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir kín- versku verðlaunamyndina Sag- an af Qiuju eftir leiksjtórann Zhang Yimou. Hann hefur m.a. gert myndirnar Rauði lampinn og Judou sem einnig voru sýnd- ar í Háskólabíói. Aðalhlutverkið í öllum þessum myndum leikur eiginkona leikstjórans, Gong Li, en hún er þekktasta leikkona Kínveija. Sagan af Qiuju lýsir baráttu ungrar konu við alræði kommún- ista í Kína. Qiuju á von á fyrsta barni sínu og framtíðin virðist björt þegar eiginmaður hennar lendir upp á kant við þorpshöfð- ingjann. Þeir lenda í átökum með þeim afleiðingum að eiginmaður- inn stórslasast. Hann er ekki mik- ill bógur og Qiuju tekur af skarið og freistar þess að ná réttlætinu fram og heimtar að höfðinginn biðjist afsökunar. Hann er of stolt- ur til þess, býður einungis fébætur og kerfið snýst á sveif með honum. Qiuju gefst ekki upp og reynir að þvælast í gegnum miðstýrt kerfið í Kína körlunum til skapraunar. Þetta er í fyrsta skipti sem við- fangsefni leikstjórans er Kína nú- tímans en í fyrri myndum hans hefur oft verið skotið undir rós á alræðiskerfið. Konur leika stórt hlutverk í myndum Yimou og hefur Gong Li hlotið mikið hrós fyrir túlkun sína á hinni staðföstu Qiuju. Myndin sigraði á kvikmyndahátíð í Feneyjum í fyrra. Atriði úr myndinni Sagan af Qiuju Vitni vantar Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á Kringlumýrarbraut sunnan Sléttu- vegar skömmu fyrir hádegi föstu- daginn 11. febrúar síðast liðinn. Opel fólksbifreið og Subaru sendi- ferðabifreið, sem voru báðar á norð- urleið, rákust saman með þeim af- leiðingum að Subaru bifreiðin valt. Eru sjónarvottar að árekstrinum beðnir um að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar. ------» ♦ «---- ■ STARFSMAT - lykill að bætt- um lífskjörum kvenna er yfirskrift laugardagskaffis Kvennalistans 19. febrúar. Guðný Björg Hauks- dóttir og Jóhanna Magnúsdóttir kynna niðurstöður BA-verkefnis um starfsmat sem þær unnu í stjóm- málafræði við Háskóla íslands á liðnu ári. Kaffið er á Laugavegi 17, 2. hæð og hefst kl. 11. Allir velkomnir. GEFÐl) HENNI BLOM... ...ó konudaginn ALEXANDRA Skólavörðustíg 1A Sími 10899 BLÓM 0 G EGYPSKAR VQRUR ÍJtsöluvörurnara aötumarkad glunn ar v E R SLAHj R H*i* Vt|ö L U_R N A R Rvmuni fyrir MCIIS [irn^rj nrr 11- 7 Bava fastaddff ag h , _ VÖRURNAR ÚTÁ6QT11' QífflW NIÐURIIR OUöMDI KRIMGMH - gatan mín - | O P I Ð FÖSTUPAG FRÁ K L . 10-19, LAUGARDAG FRÁ K L . 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.