Morgunblaðið - 18.02.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1994
15
*
Islenskt nautakjöt laust við aðskotaefni
N autgripabænd-
ur sækja á Banda-
r íkj amarkaðinn
ÍSLENSKT nautakjöt hefur fengist gæðavottað í Bandaríkjunum sem
laust við aðskotaefni, og hefst útflutningur á fullunnum Iqötvörum
þangað á vegum Landssamtaka kúabænda og Kaupsýslunnar hf. að
öllum líkindum í lok næsta mánaðar, en samningaviðræður við versl-
anakeðju í Bandaríkjunum eru nú á lokastigi. íslenska nautakjötið
verður markaðssett og merkt sem laust við hormóna, fúkkalyfjaleifar,
illgresiseitur og skordýraeitur, en búist er við að allt að því sama verð
fáist fyrir kjötið í Bandaríkjunum og nautgripabændur fá greitt fyrir
kjötið hér á landi. Nánast öll nautakjötsframleiðslan hér á landi fellur
undir gæðavottunarkerfið og er útlit fyrir að flutt verði út á bilinu 200
til 300 tonn til Bandaríkjanna á þessu ári.
Að sögn Erlends Garðarssonar hjá
Kaupsýslunni hf. fæst um 30% hærra
verð en ella hefði fengist í Bandaríkj-
unum fyrir íslenska nautakjötið
vegna hreinleikastimpilsins, og er
það 40-45% hærra verð en fæst fyr-
ir nýsjálenskt nautakjöt í Bandaríkj-
unum. Mikið magn umframbirgða
af nautakjöti er til víða erlendis í
frystigeymslum, og eru þær birgðir
seldar með útflutningsbótum og rík-
isstyrkjum á mjög lágu verði. Af
samkeppnisástæðum hefur því
reynst nauðsynlegt að vinna að
markaðssetningu á íslenskum búvör-
um eftir öðrum leiðum, en ljóst þyk-
ir að hefðbundnir erlendir nauta-
kjötsmarkaðir skila ekki ásættanlegu
verði til íslands.
Samninghar á lokastigi
Undanfarna mánuði hafa staðið
yfir samningar við verslanakeðju í
bandaríkjunum með aðstoð banda-
rískra milliliða, en bæði verslanakeðj-
an og milliliðirnir sérhæfa sig í sölu
á svokallaðri „hreinni“ vöru. Samn-
ingar þessir eru nú á lokastigi, og
sagðist Erlendur gera ráð fyrir að
fyrsta sendingin færi utan í lok mars,
en allur skrokkurinn verður nýttur í
framleiðsluna og verður þar um að
ræða steikur, hakkefni og hamborg-
ara. Nautakjötið verður selt í Banda-
ríkjunum sem aðskotaefnalaus vara
samkvæmt leyfi frá bandarískum
yfirvöldum, en gengið er út frá því
að kjötið verði að mestu unnið í neyt-
endapakkningar hér á landi, og í
fyrstu mun sláturhúsið á Húsavík
annast vinnslu kjötsins.
Bændur borga mismun
Að sögn Guðmundar Lárussonar
formanns Landssambands kúa-
bænda munu íslenskir bændur sjálfir
taka á sigg þann mismun sem kann
að verða á kjötinu til Bandaríkjanna
og því kjöti sem selt er á innanlands-
markaði, en hugsanlega lægra verð
í Bandaríkjunum verður ekki til þess
að kjötið hér á landi hækki í verði.
Varan sem seld verður til Bandaríkj-
anna verður unnin samkvæmt eftir-
liti frá Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, en Rala, landbúnaðarráðu-
neytið og fleiri aðilar hafa verið í
samvinnu við landssamband kúa-
bænda og Kaupsýsluna hf. um að
koma á útflutningnum til Bandaríkj-
anna.
Gæðavottað nautakjöt
iviorgunuiaoio/ övernr
GUÐMUNDUR Lárusson formaður Landssamtaka kúabænda og Erlend-
ur Garðarsson hjá Kaupsýslunni hf. við auglýsingaskilti sem komið
verður fyrir í þeim verslunum í Bandaríkjunum sem selja munu íslenskt
nautakjöt.
Samstarfshópur um sölu á lambakjöti undirbýr aðgerðir
Neytendur fái lambakjöt
á sem hagstæðustu verði
Samstarfshópurinn
SAMSTARFSHÓPUR um sölu á lambakjöti er samstarfsvettvangur framleiðenda og sláturleyfishafa til að
vinna að sölu og markaðsmálum sauðfjárafurða, en hópurinn hefur samráð við kaupmenn þegar um er
að ræða aðgerðir til lækkunar á smásöluverði. A myndinni sést samstarfshópurinn samankominn, en talið
frá vinstri eru Jón Ragnar Björnsson frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Björn Jónsson framkvæmda-
sljóri samstarfshópsins, Árni Helgason frá Kjötumboðinu hf., fulltrúi Landssamtaka sláturleyfishafa, Arnór
Karlsson, formaður, frá Landssamtökum sauðfjárbænda, Gunnlaugur Júliusson frá Stéttarsambandi bænda,
og Finnur Árnason frá Sláturfélagi Suðurlands, fulltrúi sláturleyfishafa.
SAMSTARFSHÓPUR um sölu á lambakjöti mun beita sér fyrir ýmsum
aðgerðum á næstunni til að stuðla að því að neytendur geti fengið
lambakjöt á sem hagstæðustu verði, en eins og greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu stendur sauðfjárframleiðslan heldur höllum fæti á
markaðinum um þessar mundir vegna verðlækkana sem orðið hafa á
öðrum kjöttegundum. Fyrstu aðgerðir samstarfshópsins er sala sem
nú er nýhafin á hálfum skrokkum af fyrsta flokks lambakjöti niðursö-
guðum í poka, sem selt er undir vörumerkinu „Bestu kaupin", en
bændur veija sjálfir fé til lækkunar á verði kjötsins og er auglýst
smásöluverð 398 kr. kilóið.
Með vorinu verður nokkru fé varið
til verðlækkana á dilkakjöti á svo-
nefndum lambakjötsdögum, en versl-
anir verða þá hvattar til að hafa
sérstaka lambakjötsdaga þar sem
kjötinu verður gerð sérstaklega góð
skil. Afurðastöðvar og verslanir gera
þá með sér samkomulag um sölu á
ákveðnu magni af lambakjöti á lækk-
uðu verði. í sumar verður síðan sér-
stök lækkun á kryddlegnu grillkjöti,
sem tilbúið verður beint á grillið, og
þá hefur kindahakk verið á boðstól-
um undanfarið á mjög hagstæðu
verði. Gert er ráð fyrir að Samstarfs-
hópurinn muni á þessu ári taka þátt
í ýmsum öðrum verkefnum tengdum
sölu á lambakjöti, ýmist sem styrkta-
raðili eða þátttakandi í auglýsingum.
Fé til verðlækkana kemur frá
bændum
Sérstaða sauðíjárframleiðenda í
harðnandi samkeppni á kjötmark-
aðnum felst í því að verðlagning á
kindakjöti er opinber, en frjáls verð-
lagning er á öðrum kjötttegundum
sem stjórnast af framboði og eftir-
spurn. Heildsöluverð kindakjöts er
ákveðið af fímmmannanefnd sem
skipuð er fulltrúum neytenda og slát-
urleyfíshafa með verðlagsstjóra sem
formann, en verð til bænda er ákveð-
ið af sexmannanefnd þar sem fulltrú-
ar bænda og fulltrúar neytenda
semja um verðið. Afurðastöðvar
greiða síðan bændum skráð verð fyr-
ir framleiðsluna, en síðastliðið haust
samþykktu bændur og afurðastöðvar
að greiða hluta af tekjum sínum í
sameiginlegan sjóð, sem notaður yrði
til lækkunar á heildsöluverði. Því
kemur allt fé til verðlækkana á
lambakjöti frá bændum og afurða-
stöðvum en ekki úr ríkissjóði.
Verðlækkun nauðsynleg á
öllum stigum
Ótti er meðal sauðfjárframleið-
enda um að við óbreyttar markaðsað-
stæður megi fastlega búast við
áframhaldandi samdrætti í sölu
kindakjöts, en síðustu 15 árin hefur
salan dregist saman um rúmlega 2%
á ári. Salan innanlands á síðasta al-
manaksári var liðlega 8.000 tonn,
en með áframhaldandi þróun sem
verið hefur þykir margt benda til
þess að salan verði komin í 6.000
tonn um næstu aldamót. Til þess að
koma megi í veg fyrir þessa þróun
telja sauðfjárbændur frumskilyrði að
þeir sitji við sama borð og aðrar kjöt-
greinar, og nauðsynlegt sé að ná
fram meiri sveigjanleika í verðlagn-
ingu kjötsins þar sem að öðrum kosti
verði það alltaf undir í samkeppn-
inni. Þá sé nauðsynlegt sé að raun-
verðslækkun náist fram á næstu
misserum til samræmis við aðrar
kjötvörur og önnur matvæli, og þurfi
iækkunin að koma fram á öllum stig-
um framleiðslunnar, þ.e. á fram-
leiðslustigi, slátrun, heildsölu,
vinnslu og einnig í smásölu, en ljóst
sé að verðlækkun til bóndans skili
ekki neysluaukningu nema tryggt sé
að lækkunin nái alla leið til
neytandans.
Kentucky Eríed Chicken
5 daga kjúklingaveisla «. w 22“
Alrbitar á
Venjulegir bitar, barbecue bítar og kryddvængir
Opiðípa 11-22
^rúar
Kentucky Frfed Chlcken
Faxafeni 2 • S: 680588
Hjallahrauni 15 • S: 50828
Shellskálarium Selfossi • S: 98-23466
7»
Kentucky Frled Chlcken
Kentuckv Frieci Chlcken Kentucky Fried Chicken Kentucky Fried Chicken Kentucky Frled Chicken