Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 1
KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR: SELFYSSINGAR LÖGÐU VALSMENN AÐ VELLI / B3 1994 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL BLAD Eyjólfur hafnaði eins árs tilboði frá Stuttgart Er með tilboð frá öðrum þýskum félögum og einnig frönskum Eyjólfur Sverrisson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hafnaði fyrir helgina eins árs samningi frá Stuttgart, en Dieter Höness, fram- kvæmdastjóri félagsins, vill hafa hann áfram hjá félaginu. „Ég var ekki ánægður með það tilboð sem mér var boðið,“ sagði Eyjólfur, en hann og Höness hittast aftur næstu daga til að ræða málin. „Ég ætla ekki að ana að neinu. Stuttgart verður að bæta tilboð sitt verulega til að ég taki því. Þá hef ég lítinn áhuga að vera að taka tilboði, til að vera stöðugt að keppa um sæti við fjölda útlend- inga, en aðeins þrír geta leikið hér í einu. Það sem ég hef fengið fimm önnur tilboð frá félögum í Þýska- landi og Frakklandi, er ég í þeirri stöðu að ég þarf ekki að örvænta. Þetta iítur vel út,“ sagði Eyjólfur, sem getur vel hugsað sér að breyta til og leika í Frakklandi. „Knatt- spyrnan í Frakklandi er mun sókn- djarfari en í Þýskalandi, þar sem leikinn er leikur hinna sterku varna. Ég hef orðið Þýskalands- meistari og get vel hugsað mér að reyna eitthvað nýtt — fara í sóknarboltann í Frakklandi." Krislján skoraði íNoregi Bjami lék vel í mark- inu hjá Brann Kristján Jónsson gerði annað mark Bodö/Glimt þegar liðið sigraði HamKam 3:1 á útivelli um helgina í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mark- ið kom eftir horn- spyrnu; Kristján stóð við fjærstöng- ina og skallaði knöttinn glæsilega í netið. Kristján var sterkur í vöminni hjá Bodö/Glimt og var einn af bestu mönnum liðsins. Antony Karl Gregory lék ekki með Bodö/Glimt. Bjarni Sigurðsson var í aðal- hlutverki í leik Brann og Start, en iiðin skildu jöfn, 1:1, í Kristian- sand. Start var mun betra liðið í leiknum og sótti grimmt að marki Brann, en Bjarni bjargaði öðru stiginu fyrir lið sitt með mjög góðri markvörslu. Lilleström, sem Teitur Þórðar- son þjálfari, gerði 2:2 jafntefli við meistarana í Rosenborg, eftir að hafa haft forystu, 2:0, þar til 10 mín. voru eftir. Erlingur Jóhannsson skrifar frá Noregi Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þorvaldur Örlygsson er hér ásamt Joe Jordan, framkvæmdastjóra Stoke og Stanley Matthews, sem var knattspyrnu- maður Evrópu 1956 og Knattspymumaður Englands 1948 og 1963, en hann krýndi Þorvald í glæsilegu hófi hjá Stoke. Frægir kappargegn íslendingum í Brasilíu Carlos Alberto Parreira, lands- liðsþjálfari Brasilíu, mun í dag tilkynna landsliðshóp sinn sem mætir Islendingum 4. maí. Þegar er ljóst að nokkrir snjallir leikmenn frá Evrópu mæta í slaginn, eins og Jorginho, Bayem Múnehen, Mozer, Benfica, Aldair, Roma, Sergio, Bayer Leverkusen og Dunga, Stuttgart. Litlar líkur eru á að þeir Rai, París St. Germain, Romario, Barcelona, Sa Silva og Bebeto, La Coruna, geti komist í leikinn, en það kemur í ljós í dag þegar Carlos Alberto tilkynnir landsliðshópinn á blaðamanna- fundi. Hlynur og Amór hafa leikið vel Arnór Guðjohnsen lék vel þegar Örebro sigraði Hammerby 1:0 á útivelli á sunnudaginn. Eina mark leiksins var gert eftir horn- spyrnu frá Arnóri. Hlynur Stefánsson hefur einnig leikið vel á miðjunni og eftir fimm umferðir er hann í hópi efstu manna í punktagjöf Sænska dag- blaðsins. IFK Gautaborg hefur náð þriggja stiga forskoti í úrvalsdeild- inni, en þtjú stig eru gefin fyrir sigurleik. Liðið er með 15 stig, Öster 12, Malmö og Örebro 11. Grétar Þór Eyþórsson skrifar frá Svíþjóð Þorvaldur bestur hjá Stoke Þorvaldur Örlygsson tók á fimmtudaginn við bikar sem viðurkenningu fyrir að vera valinn besti leikmaður Stoke á keppnis- tímabilinu. Það er félag fyrrum leik- manna, styrktaraðila og heiðurs- félga Stoke sem kusu Þorvald best- an. „Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir mig og þá sérstaklega að ég er fyrsti útlendingurinn til að vera valinn bestur hjá Stoke. Ég fékk bikar fyrir og einnig fylgja þessum titli ýmis fríðindi. Mér var afhentur bikarinn í mik- illi veislu á fimmtudaginn þar sem 300 karlmenn voru samankomnir. Gríðarlega fín veisla en maður kíkti nú bara inn, tók við verðlaununum og fékk sér að borða en fór strax eftir það,“ sagði Þorvaldur í sam- tali við Morgunblaðið um helgina. Þorvaldur nefbrotnaöi Stoke gerði markalaust jafntefli við Notts County á laugardaginn og tapaði liðið þar mikilvægum stig- um í baráttunni um að komast í úrvalsdeildina. „Við vorum miklu betri og feng- um fullt af færum sem við nýttum ekki þannig að þeir komust í burtu með eitt stig. Við eygjum þó enn von um að komast upp, en tvö lið fara beint og næstu fjögur leika um tvö önnur sæti. Ég nefbrotnaði í leiknum, en lét mig hafa það að halda áfram. Ég held að þetta liafi verið óviljandi, við stukkum upp til að skalla og hann var dálítð seinn. Ég er mikið bólginn en á von á að ég leiki með í næstu leikjum," sagði Þoiwaldur. adidas Sporthús Reykjavíkur Laugavegi 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.