Morgunblaðið - 26.04.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
B 9
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
KNATTSPYRNA
Robinson
gerði 71 stig
DEILDARKEPPNINNI í NBA lauk um helgina og það bar hæst
að David Robinson hjá Spurs varð stigahæsti leikmaður deildar-
innar en hann gerði sér lítið fyrir og gerði 71 stig í síðasta leikn-
um. Atlanta tryggði sér sigur í Austurdeildinni, en úrslitakeppn-
in hefst á fimmtudaginn.
Frá Gunnarí
Valgeirssyni í
Bandaríkjunum
Robinson og Shaquille O’Neal hjá
Orlando börðust um að verða
stigahæstir en Miehael Jordan hafði
verið stigahæstur
síðustu sjö árin. Fyr-
ir síðustu leiki lið-
anna hafði O’Neal
gert 0,4 stigum
meira að meðaltali en Robinson
átti „stórleik" og gerði hvorki meira
né minna en 71 stig í leiknum.
Hann gerði því 29,79 stig að meðal-
tali í vetur en O’Neal 29,35 stig.
O’Nea! vissi hvað hann þurfti að
gera því leikur Orlando og New
Jersey hófst nokkru seinna en leik-
ur Spurs og LA Clippers. En O’Ne-
al átti ekkert svar við stórleik Rob-
insons, lék raunar mjög vel og gerði
32 stig auk þess sem hann tók 22
fráköst, en það dugði ekki.
Robinson gerði 18 af 20 stigum
liðsins í fyrsta íjórðungi, gerði síðan
aðeins sex stig í öðrum fjórðungi
og 19 í þeim þriðja. En í fjórða leik-
hluta má segja að hann hafi farið
í gang því þá gerði hann 28 stig.
Hann varð með þessu fjórði leik-
maður NBA til að gera yfir 70 stig
í leik. Hinir eru Wilt Chamberlain,
David Thompson og Elgin Baylor.
Oriando í fyrsta sinn í úrslit
Orlando sigraði í 50 leikjum á
tímabilinu og komst í úrslitakeppn-
ina í fyrsta sinn, en félagið hefur
aðeins leikið í fimm ár í NBA.
Seattle vann tvívegis um helgina
og er með bestan árangur allra liða
í vetur. Liðið sýndi mikinn styrk í
Portland og vann 108:110 eftir að
hafa verið 15 stigum undir um t.íma.
Liðið sigraði því í 63 leikjum í vet-
ur. George Karl, þjálfari Seattle var
ánægður eftir veturinn og gaf öllum
leikmönnum sínum NEC-ferðatölv-
ur, sem fyrirtækið hafði reyndar
gefið honum.
Atlanta best í Austurdeild
Atlanta tryggði sér sigur í Aust-
urdeildinni með 93:89 sigri á Or-
lando og vann liðið því í 57 Ieikjum
í vetur sem er besti árangur félags-
ins til þessa. New York sigraði einn-
ig í 57 leikjum en Atlanta hafði
betur í leikjum liðanna f vetur. New
York er á mikilli siglingu þessa
dagana og vann síðustu þijá leiki
sína, síðast Chicago 76:92 á sunnu-
daginn í einum besta leik liðsins í
vetur. Búist er við að John Starks,
bakvörðurinn snjalli, verði orðinn
heill strax eftir fyrsta leik í úrslita-
keppninni.
Chicago tapaði síðustu tveimur
leikjunum, fyrst fyrir Boston í tví-
framlengdum leik og svo fyrir New
York og verður að sætta sig við
þriðja sætið í Austurdeildinni. „Ég
er ánægður með árangur liðsins
miðað við að Jordan hætti. Við erum
tilbúnir í úrslitakeppnina og að
veija titilinn," sagði Phil Jackson
þjálfari Chicago, meistara þriggja
síðustu ára.
PKinótil Lakers?
„Magic“ Johnson, þjálfari LA
Lakers hefur ákveðið að hætta sem
slíkur og hefur stjórn Lakers rætt
við Rick Pitinó fyrrum þjálfara
Knicks og núverandi þjálfara
Kentucky og er rætt um að hann
eigi að fá 21 milljónir dollara fyrir
fimm ára samning en það eru tvö-
falt hærri laun en nokkur annar
þjálfari hefur. Jerry West, fram-
kvæmdastjóri Lakers sagði tíma-
bært að greiða þjálfurum góð laun.
„Leikmenn eru með svo góð laun
að þeir eru hættir að hlusta á þjálf-
arana. Því verða þjálfararnir að fá
almennilega borgað,“ sagði West.
Pat Riley, þjálfari New York á
ekki við þessi vandamál að etja.
Hann setti Anthony Mason fram-
vörð í ótímabundið leikbann á dög-
Aðmírállinn frábær
DAVID Robinson, sem kallaður er Aðmírállinn, var frábær með San Antonio
Spurs gegn LA Clippers — gerði hvorki meira né minna en 71 stig og skoraði
mest allra leikmanna í deildinni í vetur að meðaltali.
Þessi mætast í úrslitakeppninni
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst 28. apríl, og í fyrstu umferð
þurfa lið að sigra í þremur leikjum til að komast áfram. Viðureign-
irnar verða sem hér segir — liðin sem talin eru upp á undan leika
fyrst tvo leiki á heimavelli, og eiga síðan oddaleik heima ef með þarf.
Austurdeild
Atlanta - Miami, New York - New Jersey, Chicago - Cleveland,
Orlando - Indiana.
Spekingarnir spá því að Atlanta, New York og Orlando komist
áfram en setja síðan spurningamerki við meistarana frá Chicago.
Vesturdeild
Seattle - Denver, Houston - Portland, Phoenix - Golden State, San
Antonio - Utah.
Búist er við að Seattle, Houston og San Antonio komist áfram
en viðureign Phonix og Golden State verði jöfn og spennandi en
bæði lið hafa leikið ágætlega að undanförnu.
unum en Mason gagnrýndi opinber-
lega hve lítið hann fengi að spila.
Hætta Thomas og Parish?
Líkur eru á að tveir gamalreynd-
ir leikmenn hætti eftir þennan vet-
ur. Isiah Thomas, hinn 32 ára gamli
leikmaður Detroit sleit hásin í leik
gegn Orlando fyrir tæpri viku og
hefur hann látið að því liggja að
hann sé hættur en hann hefur ver-
ið með Detroit í 13 ár og valinn í
stjörnuliðið 12 sinnum. Hinn er
Robert Parish hjá Boston en samn-
ingur hins 38 ára gamla baráttu-
jaxls rennur út núna. Hann segist
þó ætla að hugsa málið um að halda
áfram í eitt ár en ólíklegt er talið
að Boston endurnýji samninginn.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Cantona er mættur
United með tveggja stiga forystu á Blackburn og á leiktil góða
ERIC Cantona var hetja Manchester United þegar liðið sigraði
granna sína í City 2:0 og gerði Cantona bæði mörkin. Þetta var
fyrsti leikur Frakkans eftir fimm leikja bann og greinilegt að
hann hafði góð áhrif á leik liðsins.
Reuter
Barátta
HART var barist á Old Trafford í við-
ureign Manchester liðanna. Paul
Walsh hjá City hefur hér betur í viður-
eign við Paul Parker hjá United, en
leikmenn United fögnuðu í leikslok.
Manchester United fékk aðeins
þrjú stig af níu mögulegum
í deildinni á meðan Cantona var í
banni, en tryggði sér að vísu sæti
í úrslitum bikarkeppninnar án hans.
Cantona virðist kunna vel við sig í
leikjum gegn City því þegar United
vann 3:2 í nóvember gerði hann
einnig tvö mörk. í leiknum á laugar-
daginn var það hann sem réði
baggamuninn.
Blackburn átti möguleika á að
minnka muninn á félögunum í bar-
áttunni um meistaratitilinn niður í
eitt stig með því að sigra QPR. Það
tókst ekki því liðin skildu jöfn, 1:1,
og munurinn er því tvö stig. United
hefur 82 stig en Blackburn 80 og
United á einn leik til góða því Black-
burn á aðeins þrjá leiki eftir.
Baráttan á botninum er einnig
■mikil. Leikmenn Tottenham geta
andað rólegar eftir að liðið vann
fyrsta heimaleikinn í hálft ár. „Við
þurftum á þessum sigri að halda,“
sagði Osvaldo Ardiles þjálfari Tott-
enham eftir að liðið vann Sout-
hampton 3:0, en þetta var þriðji
sigur liðsins í síðustu 16 leikjum.
Everton er annar stórklúbbur
sem á í erfiðleikum þessa dagana.
Liðið gerði markalaust jafntefli við
Coventry og er stigi á eftir Totten-
ham, í bullandi fallhættu. „Við erum
alveg á brúninni," sagði Mike Walk-
er þjálfari liðsins. Sheffield United
vann annan heimasigur sinn á tíma-
bilinu er liðið lagði Norwich 1:0.
Liðið er samt enn í mikilli fall-
hættu, er í þriðja neðsta sæti.
Eina liðið sem er fallið er lið
Swindon Town, sem hefur verið á
botninum síðan fyrsta umferðin var
leikinn í haust. Liði féll endanlega
um helgina þegar það tapaði 4:2
fyrir Wimbledon. Ipswich tapaði
stórt, 5:0, fyrir Sheffield Wed-
nesday og er í fallhættu því liðið á
eftir að mæta Manchester United
og Blackburn.
Bayern
ennefst
Bayern Múnchen heldur tveggja
stiga forystu á Kaiserslautern
legar tvær umferðir eru eftir og
er liðið nú fetinu nær að krækja í
13. meistaratitil sinn. Liðið getur
lakkað markverði sínum, Raimond
Aumann, fyrir stigin gegn Núrn-
berg en hann átti stórleik og varði
vítaspyrnu frá Manfred Schwabl á
82. mínútu og kom í veg fyrir að
gestirnir jöfnuðu, en þeir höfðu
minnkað muninn í 2:1 aðeins tveim-
ur mínútum fyrr.
Landsliðsmaðurinn Thomas Hel-
mer skoraði tvívegis fyrir meistara-
efnin og Svisslendingurinn Alain
Sutter gerði mark gestanna á 80.
mínútu. Helmer var á því, eins og
flestir á vellinum — nema dómarinn
— að boltinn hefði aldrei farið yfir
marklínuna í fyrra marki hans. En
dómarinn ræður og Bæjarar voru
betri aðilinn í leiknum. Sú umræða
fór þegar af stað eftir leikinn, að
Bayern og Núrnberg þyrftu jafnvel
að mætast aftur; fordæmið var
gefíð 1978 í 2. deild þegar mark
var dæmt er greinilegt var að bolt-
inn fór ekki yfir línuna, og viðkom-
andi félög þurftu að mætast aftur.
Það gengur allt á afturfótunum
hjá Frankfurt. Liðið var lengi vel
með forystu í deildinni en glataði
henni og eftir tap fyrir Dortmund
um helgina virðist von um UEFA
sæti m.a.s. orðin lítil.
Leikmenn Stuttgart voru slakir
er þeir tóku á móti Freiburg, sem
er í þriðja neðsta sæti. Gestirnir
sigruðu 4:0 á Neckar-leikvangin-
um.
Vonir leikmanna Leverkusen um
Evrópusæti minnkuðu verulega á
sunnudaginn þegar félagið varð að
láta sér nægja 1:1 jafntefli gegn
Dynamo Dresden, liði Sigfrieds
Held. Heimamenn komust yfir í
upphafi síðari hálfleiks en gestirnir
jöfnuðu skömmu fyrir leikslok. Le-
verkusen er nú í fímmta sæti og
má ekki fara neðar í töflunni ætli
það sér sæti í Evrópukeppninni.
Þess má geta að Bernd Schuster
hjá Leverkusen var rekinn útaf í
leiknum.
Barcelona sækir á
Deportivo Coruna tapaði mikil-
vægu stigi er liðið gerði marka-
laust jafntefli við Lerida, næst
neðsta lið deildarinnar. Barcelona
vann hins vegar öruggan sigur,
0:4, á útivelli gegn Celta. Nú mun-
ar aðeins tveimur stigum á liðunum
og þrjár umferðir eru eftir þannig
að það má ekki mikið útaf bera
hjá Coruna-mönnum ætli þeir sér
meistaratitilinn.
„Við erum tveimur stigum á eft-
ir Deportivo og það eru sex stig í
pottinum. Þetta er ekki búið,“ sagði
Johan Cruyff þjálfari Barcelona en
Arsenio Iglesias, þjálfari Deportivo,
tók þessu létt. „Ég er ánægður
með stigið sem við fengum. Það
eru enn þrír leikir eftir og við erum
með forystu í deildinni, og þannig
verður það,“ sagði hann.
Nær Napolí Evrópusæti?
Þrátt fyrir að fjárhagsstaða Na-
polí sé afleit og félagið hafí ekki
getað greitt leikmönnum laun í
langan tíma, standa þeir sig vel
inni á vellinum og sigruðu Parma
2:0 í ítölsku 1. deildinni. Liðið er
í sjötta sæti og stendur vel að vígi
í baráttu um UEFA-sæti.
AC Milan, sem þegar var orðið
meistari, gerði markalaust jafntefli
við Cagliari í leiðinlegum leik. Liðið
mætir Mónakó í undanúrslitum Evr-
ópukeppninnar á morgun og Sebast-
iano Rossi, markvörður, fyrirliðinn
Franco Baresi og Allessandro
Costacurta, hinn miðvörðurinn,
fengu að hvíla sig gegn Cagliari.
Meistararnir voru þó mun betri, en
voru klaufar upp við markið.