Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 B 5 JUDO / ISLANDSMOTIÐ Tvísýn barátta í opna flokknum Vernharð Þorleifsson, Akur- eyringurinn ungi sem varð tvö- faldur Norðurlandameistari á dögunum, fagnaði aftur sigri í þyngdarflokki sínum og opnum flokki á íslandsmótinu, sem fram fór í heimabæ hans á laug- ardag. Sigurinn f þyngdar- flokknum var auðveldur, en úr- slitaglíman vlð Sigurð Berg- mann f opna flokknum tvísýn og Vernharð sigraðl á dómara- úrskurði. Á myndinni að neðan situr Sigurður á Vernharð, eftir að hafa náð honum í gólfið en Grindvíkingurinn náði bragðinu utan vallar, og hann fékk því ekki stig fyrir það. Vernharð fagnar sigri f glímunni hér til hliðar og á neðstu myndinni afhendir Bjarni Friðriksson arf- taka sínum sem besta júdó- manni íslands, bikarínn fyrir sigur í opna flokknum. Geriþað semþarf - segir Vemharð Þorleifsson, tvöfald- ur íslandsmeistari Vernharð Þorleifsson var að vonum sigurreifur er Morgun- blaðið náði tali af honum eftir verð- launaafhendinguna. „Þetta er hlut- ur sem ég hef stefnt lengi að. Ég ætlaði að gera þetta í fyrra en tókst ekki. Það hefði verið skemmtilegra að vinna Bjarn’a, en Siggi er alltaf erfiður. Hann er svo ofboðslega hraustur, karlinn." Vernharð sagði að framundan væri Evrópumeistaramótið í Pól- landi 19. maí og fleiri mót erlendis sem hann myndi reyna að komast á. „Það er aðallega fjárhagshliðin sem dæmið strandar á. Júdósam- bandið er sennilega fátækasta fé- lagið innan ÍSÍ, og það er slæmt til þess að hugsa að maður komist kannski ekki út til að keppa vegna auraleysis. Það er einna helst að leita til fyrirtækja með stuðning, en mér finnst bara mjög niðurlægj- andi að gánga á milli og betla. Hins vegar fá fyrirtækin afar góða auglýsingu út úr þessu, sérstak- lega þau sem eiga hagsmuna að gæta erlendis." Aðspurður um glímustíl sinn sagði Vemarð: „Ég glími kannski ekki fallega, en ég gerði það sem þarf til að vinna. Maður þarf ekki að vera að taka ipponköst þvers og krass. Ég er búinn að læra það að glíma mína glímu af öryggi fremur en að vera með einhver trix og tapa á áhættu og klaufa- skap. Það jafnast ekkert á við að vinna,“ sagði meistarinn. FOLK ■ BJARNI Friðriksson var að venju mjög áberandi á íslandsmeist- aramótinu. Ekki kastaði hann þó neinum í gólfíð og enginn lenti í al- ræmdum armlás Bjarna, heldur var hann kynnir mótsins og skilaði því verki með sóma. ■ ANNAR þekktur kappi, Freyr Gauti Sigmundsson íslandsmeistari í -78 kg flokki í fyrra, var fjarri góðum gamni vegna slæmra axlar- meiðsla. Hann var nú samt ekki svo ýkja fjarri, því tímavarsla á mótinu var í hans höndum. ■ SIGUR Vemharðs í opna flokknum markar ákveðin tímamót í sögu íþróttarinnar hér á landi því þetta er í fyrsta sinn síðan á áttunda áratugnum að einhver annar en Bjarni Friðriksson vinnur. ■ ÞAÐ kom mjög á óvart er Þor- valdur Biöndal lagði Halldór Haf- steinsson að velli í -86 kg flokki. Var Þorvaldi vel fagnað en af eng- um þó eins mikið og skólafélögum hans úr MA. Ætlaði sigurhrópum þeirra seint að linna. ■ ÞESSI hópur menntskælinga lét mikið til sín taka á áhorfendabekkj- unum og setti mjög mjög skemmti- legan svip á mótið. ■ FRIÐRIK Blöndal silfurverð- launahafi í -78 kg flokki fékk væg- ast sagt þungt prógramm í opna flokknum. Þar glímdi hann bæði við Jón Jakobsson félaga sinn i KA og Sigurð Bergmann frá UMFG, efstu menn í þungavigtarflokknum. Frið- rik velgdi þeim þó báðum undir ugg- um og glímdi af mikilli glettni við stóru mennina, þrátt fyrir tap í báð- um viðureignunum. ■ MEÐAL áhorfenda var Guð- laugur Halldórsson Islandsmeistari í -86 kg flokki í fyrra. Guðlaugur, sem ér KA-maður hefur ekkert æft í vetur. ■ KA og Ármann fengu þtjá ís- landsmeistara hvort félag, en UMFG •og Baldur hlutu einn titil hvort. Jg§ .... mi WM/ . \ Morgiinblaðið/Rúnar Þór Vemharð getur náð mjög langt - segir Bjarni Friðriksson ^^ernharð er orðinn mjög öflugur júdómaður nú þeg- ar, en hann er nátturlega ungur, bara 21 árs. Ef hann heldur áfram á sömu braut, æfir vel og skipulega og kemst á mót erlendis, helst sjö til tíu sinnum á ári, þá getur hann komist mjög langt, jafnvel náð í allra fremstu röð. En til þess þarf hann fjárhagslegan stuðn- ing. Það sem hann vantar er reynsla fyrst og fremst, sagði Bjarni Friðriksson er Morgunblaðið innti hann álits á arftaka sínum. „Kostir Vernharðs sem júdómanns eru þeir að hann er sterkur og mjög stöðugur. Hins vegar finnst mér hann kannski ekki sækja nóg, og hann þarf því að bæta tæknina," sagði Bjami. Vemharð sterkastur VERNHARÐ Þorleifsson, 21 árs KA-maður, er arftaki Bjarna Frið- rikssonar í íslensku júdói. Það sannaði hann á íslandsmeistara- mótinu sem var haldið í KA-húsinu á Akureyri á laugardaginn. Vernharð sigraði auðveldlega í -95 kg flokki og lagði Sigurð Bergmann frá Grindavík að velli í úrslitaglímu opna flokksins. Þessi ungi afreksmaður er því nýkrýndur konungur íslenskra júdómanna. Hátindur mótsins var vitanlega úrslitaglíman í opna flokkn- um milli þeirra Vernharðs og Sig- urðar. Báðir höfðu glímt afbragðsvel fram að því og unnið viðureignir sínar mjög örugglega. Rimman varð löng og hörð og hvor- Pálmi Úskarsson skrifar frá Akureyri ugur sótti mikið. Tökin voru þó bæði föst og þétt, enda mennirair engir aukvisar. Kapparnir skoruðu báðir koka og fengu einnig dæmt á sig eitt víti hvor. Að lokinni glím- unni stóðu þeir jafnir og þurfti því dómaraúrskurður að ráða um úr- slit. Vernharð þótti hafa sótt heldur meira og var honum dæmdur sigur. Sigurður Bermann var ekki alveg sáttur við dóminn: „Ég taldi mig hafa átt eina góða sókn sem hefði átt að ráða úrslitum. Það var nátt- úrlega vitað fyrirfram hvernig hornadómararnir myndu dæma, þar sem annar var þjálfarinn minn og hinn þjálfarinn hans, en ég var ekki sáttur við vallardómarann. En maður verður búinn að gleyma þessu á morgun.“ Sigurður getur samt þokkalega við unað því auk silfurs í opna flokknum hlaut hann gull í +95 kg flokki þar sem hann sigraði með yfirburðum. Jón Jak- obsson varð annar og hinn ungi Gísli Jón Magnússon lenti í þriðja sæti sem og í opna flokknum. Bæði Jón og Gísli eru KA-menn. Vern- harð vann svo -95 kg flokkinn eins og áður kom fram, en þar voru keppendur aðeins þrír. I -86 kg flokki kom Þorvaldur Blöndal, KA, mjög á óvart og lagði Halldór Hafsteinsson úr Árananni í úrslitaglímu á wasa-ari. Þorvaldur er aðeins 19 ára gamall og gríðar- legt efni. Glíma þeirra tveggja var líklega skemmtilegasta glíma móts- ins. Jón Kr. Þórsson úr Ármanni vann Friðrik Blöndal KA í úrslitum -78 kg flokksins og kom það nokk- uð á óvart þar eð Frirðik hafði glímt afar vel fram að því. Daníel Reynisson úr júdófélaginu Baldri á Hvolsvelli sigi’aði Jónas Jónasson, KA, í úrslitaglímu í -71 kg flokki og er þetta fyrsti íslands- meistaratitill félagsins. Vignir Ste- ánsson, Ármanni, vann í -65 kg flokki annað árið í röð og Sævar Sigursteinsson, KA, varð annar. í -60 kg flokki sigraði svo Höskuldur Einarsson úr Ármanni eftir sigur á íslandsmeistaranum frá því í fyrra, Rúnari Snæland úr KA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.