Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 3
B 3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 HANDKNATTLEIKUR / UNDANURSLIT 11. DEILD KARLA Sigurjón í stuði SIGURJÓN Bjarna- son, línumaður Sel- fyssinga, var í miklu stuði gegn Vals- mönnum í gær- kvöldi. Hér skorar hann eitt af sex mörkum sínum í leiknum, en hann fiskaði einng fjögur vítaköst. Jón Kristj- ánsson Valsmaður hefur hér misst Sig- uijón fram hjá sér, en Jón var besti leik- maður Vals og skor- aði 8 gullfalleg mörk með langskot- Morgunblaðið/RAX SeKóss knúði fram oddaleik SELFYSSINGAR fögnuðu sigri, 23:22, á heimavelii sínum gegn Valsmönnum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um meistara- titilinn í gærkvöldi. Liðin standa því jöfn að vígi og ræður odda- leikurinn sem fram fer að Hlíðarenda annað kvöld hvort liðið leikur til úrslita. Sigur Selfyssinga stóð tæpt þó svo að þeir hafi náð fimm marka forskoti þegar rúmlega sex míntúr voru eftir. Sigurinn var þó sanngjarn því Valsmenn léku lengst af undir getu. „Við höfum átt erfitt með að halda forskoti á lokamínútun- um og það var einnig í þessum leik,“ sagði Sigurður Sveinsson, leikmaður Selfoss. SOKNARNYTING Iþróttahúsið á Selfossi, annar leikur f undan- úrslitum fslands- mótsins, mánu- daginn 25. apríi. Selfoss Valur Mðrk Sóknif % Mörk Sóknir % 13 24 54 F.h 13 23 48 10 20 50 S.h 10 25 48 23 44 52 Alls 23 48 48 10 Urslitakeppnin í handknattleik 1994 7 Langskot 2 Qegnumbrot 1 2 Hraðaupphlaup 2 1 Hom 4 4 Lína 3 7 Víti .2 Leikurinn var lengst af spenn- andi eins og flestir leikirnir hafa verið í úrslitakeppninni. Enn _____________ og aftur var það heimavöllurinn sem ValurB. hafði betur. Jafn- Jonatansson ræði var með liðun. um í fyrri hálfleik. Menn tókust á og það var ekkert gefið eftir. í síðari hálfleik breyttu heima- menn varnarleiknum úr 5-1 í flata vörn, eða 6-0. Þá áttu Valsmenn erfítt með að finna glufur og klúðr- uðu hverri sókninni á fætur ann- arri. Selfoss nýtti það og náði yfir- höndinni, gerði sex mörk á móti tveimur fyrsta stundarfjórðunginn í hálfleiknum og komust í 19:14 og síðan í 22:17 og úrslitin nánast ráðin. Þorbjörn, þjálfari Vals, tók það þá til bragðs að taka Einar Gunnar og Sigurð Sveinsson úr umferð og það virkaði vel. Hinir útileikmennirnir voru ráðlausir og misstu boltann klaufalega hvað eft- ir annað í hendur Valsmanna. En tíminn var aðeins of naumur fyrir Valsmenn í þetta sinn. Selfossliðið var kraftmeira og átti mjög góðan leikkafla í byijun síðari hálfleiks og lagði þá grunninn að sigrinum. Siguijón Bjarnason átti stórleik og Hallgrímur varði vel í markinu. Skyttumar, Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar, voru óvenju daufír. Það var eins og einhvem neista vantaði í Valsmenn. Sóknarleikur- inn var þungur og það vora aðeins þrumufleygar Jóns Kristjánssonar sem glöddu augað. Guðmundur Hrafnkelsson var einnig í stuði í markinu. Þessir tveir leikmenn báru leik Vals uppi. Landsliðsmennirnir, Dagur og Olafur, fundu sig ekki. „Þetta var mjög erfíður leikur, en við náðum að bæta vömina í síðari hálfleik — Hallgrímur fór í gang og ég held að það hafi ráðið úrslitum,“ sagði Sigurður Sveins- son. „Þriðji leikurinn leggst vel í mig. Það verður spuming um hvort liðið nær sér fyrr af þreytunni. Svona leikir taka á, sérstaklega fyrir mig. En ég á von á því að við komust áfram.“ Þorbjörn Jensson var ekki sáttur við dómgæsluna í leiknum. „Þeir verða að fara að hugsa sinn gang. Þeir klikkuðu ferlega í þessum leik. Það bitnaði ekki á okkur frekar en Selfyssingum. Þeir vita ekki einu sinni hvenær á að dæma ruðning," sagði Þorbjörn. „Við verðum að taka okkur sam- an í andlitinu fyrir þriðja leikinn. Þegar lykilmenn í liðinu leika langt undir getu er ekki hægt að búast við miklu. Við ætlum okkur í úr- slit. Er ekki komin hefð fyrir sigri á heimavelli í þessari úrslita- keppni?“ Þannig vörðu þeir Markvarslan í leiknum (innan sviga varið, en knötturinn aftur til móthera). Hallgrímur Jónasson, Selfossi - 17 (3) 9(1) langskot, 5(1) úr horni, 1(1) gegnumbrot, 1 af línu og 1 hraðaupphlaup. Guðmundur Hrafnkelsson, Val - 16 (5) 5(1) langskot, 3(2) af línu, 2(1) úr homi, 2 gegnumbrot, 2 hraðaupphlaup og 2 víti. BLAK Morgunblaðið/Kristinn íslandsmeistarar! Fyrirliði ÍS, Þórey Haraldsdóttir, hampar íslandsbikarnum í blaki kvenna. Stúdínur meistarar Guðmundur H. Þorsteinsson skritar Stúdínur tryggðu sér íslands- meistaratitilinn á eftirminni- legan hátt þegar þær skelltu Vík- ingsstúlkum í fjórða leik liðanna á sunnudagskvöldið. Víkingsstúlkur byij- uðu þó betur og unnu fyrstu hrinuna, en liðsvinnan og kar- akter Stúdína var sterkari í lokin. Stúdínur náðu góðu forskoti strax í fyrstu hrinu, leiddu 7:2 en þegar hver uppgjöfín á fætur annari fór forgörðum þá fór Víkingsvélin að mala, og það var eins og við mann- inn mælt að þær knúðu fram sigur í hrinunni 15:11. Á þessum kafla var enn nokkur ró yfir leik Víkings- stúlkna og ágæt móttaka skilaði sterkum sóknum á köntunum, en á þessu varð breyting strax í annari hrinu. Leikur Stúdína small saman og þær skelltu Víkingsstúlkum 15:7 en þar voru sannkallaðar „dúndur upp- gjafir'* í aðalhlutverki. I þriðju hrin- unni leiddu Vikingsstúlkur 12:9 en Stúdínur vora langt í frá búnar að segja sitt síðasta. Þær jöfnuðu og komust yfír 13:12, og rétt í þann mund þegar Stúdínur voru að kom- ast á beinu brautina sneri fyrirliði þeirra Þórey Haraldsdóttir sig illa og þurfti að fara út af, og útlitið var ekki gott en Stúdínur héldu haus og kláruðu hrinuna 15:13. Án Þóreyjar hefði mátt ætla að Stúdínur myndu mæta „vængstífð- ar“ til leiks í fjórðu hrinunni en því var ekki fyrir að fara. Liðsvinnan og karakterinn var aðalsmerki Stúd- ína þegar þær gerðu út um viður- eignina á lokasprettinum 15:11. Þórey Haraldsdóttir fyrirliði Stúd- ína var kampakát eftir leikinn. „Mér leið illa fyrir utan en ég sá það á stelpunum að þær myndu klára þetta, þær voru svo einbeittar. Við eigum einnig þjálfara okkar Zdravko Demirev mikið að þakka en hann er tvímælalaust besti þjálfarinn sem við höfuni haft, rólegur og yfirveg- aður. Hann breytti leikskipulagi liðs- ins eftir fyrsta tapleikinn gegn Vík- ingi og það hefðu ekki allir þorað að gera það í úrslitakeppni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.