Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 7
t MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 B 7 rir 19árum Allir sigurvegararnir í 12 ára flokki á Andrésarleikunum fengu skíði í verðlaun frá Head- umboðinu í mótslok. Þau sem fengu verðlaunin eru Kolbrún J. Rúnars- dóttir og Helga Jóna Jónasdóttir frá Seyðisfirði, Kristinn Magnússon, Akureyri og Hávarður Olgeirsson frá ísafirði sem unnu í alpagreinum og Hann D. Maronsdóttir, Ólafs- firði, Ólafur Th. Árnason, ísafirði , og Rögnvaldur Björnsson, Ólafsfirði sem sigruðu í göngu. Neskaupstaður sendi 40 kepp- endur á leikana og hafa þeir aldrei verið fleiri. Mikill uppgangur virðist vera í skíðaíþróttinni á Aust- fjörðum og hefur góð skíðaaðstaða - í Oddskarði hjálpað þar til. Seyð- firðingar sendu 26 keppendur, Esk- firðingar 29, Reyðfirðingar 14 og Egilstaðabúar sendu 10 keppendur. Dalvíkingar náðu að vinna einu gullverðlaun sín í síðustu grein leikanna. Það var Fjölnir Finnbogason sem sá til þess í svigi 11 ára drengja á laugardag. Snorri P. Guðbjörnsson 7 ára Dalvíkingur, sem varð annar í stórsviginu, gat ekki tekið þátt í sviginu vegna þess að hann tognaði er hann var að ' leika sér með félögum sínum niður í bæ. Reykjavíkingar voru með flesta keppendur á Andrésarleikun- um, eða 170 talsins. En reykvísku börnin kepptu öli undir nafni síns félags. Reykjavíkurfélögin voru fimm að þessu sinni; Ármann, KR, ÍR, Fram og Víkingur. Eg bytjaði að æfa skíði að alvöru í vetur. Ég á heima í Bolungar- vík og æfi með ísfirðingum, sagði Hávarður Olgeirsson sem sigraði í stórsvigi 12 ára drengja. Hann sagði að sigurinn hefði komið sér verulega á óvart. „Það var erfitt - að æfa síðustu dagana fyrir mótið eftir snjóflóðið féll á Seljalandsdal. „Við fórum upp á Botnsheiði og æfðum þar og eins í Stór-urðinni, en við höfðum enga lyftu,“ sagði Hávarður. Siglfirðingar hafa ávallt verið sigursælir á Andrésarleikun- um og þessir leikar voru engin und- antekning. Nú unnu þeir flest gull- verðlaun, 11 talsins. í fyrra voru þeir einnig efstir með 12 gullverð- laun eins og Akureyringar. — . f II börnin fengu skrautritað við- urkenningarskjal fyrir þátt-' töku sína í mótslok. Eins fengu þau : bol með merki Andrésar-leikanna' , og poka sem innihélt ýmsan varning ") sem tilheyrir Andrési önd og félög- \ um hans. p Norðan strekkingur og frost var ■ í Hlíðarfjalli á fimmtudag og *. föstudag. Veðrið lagaðist til muna á laugardag og var orðið frábært i á sunnudag, en þá var leikunum reyndar lokið! Dagurinn er yfirleitt langur hjá -- yngstu keppendunum á And- résarleikunum. Vaknað er klukkan : sjö á morgnana því keppendur þurfa , að vera mættir upp í fjall klukkan ' rúmlega átta. Eftir keppni er farið í sund og síðan verðlaunaafhending á kvöldin sem stendur yfir frá klukkan 20 til 21. Það eru því þreytt börn sem leggjast á'koddann að • kvöldi hvers keppnisdags. Samrýmdar vinkonur frá Seyðisfirði Efnilegar göngukonur Morgunblaðið/Rúnar Þór íér á fullri ferð í stórsvigi 10 ára drengja. Morgunblaðið/Rúnar Þór íaupstað er tilbúinn að leggja af stað niður Morgunblaðið/Valur Stúlkurnar frá Olafsfirðl Freydís H. Konráðsdóttir, Hanna D. Maronsdótt- ir og Elsa G. Jónsdóttir voru sigursælar í skíðagöngu. Morgunblaðið/Valur turnar Ásta og Marta Oskarsdætur með börnin sín. Frá vinstri Brynja Ingimarsdóttir i og bræðurnir Óskar og Bjarni Árnasynir. Göngustúlkurnar frá Ólafsfirði; Elsa G. Jónsdóttir, Freydís H. Konráðsdóttir og Hanna D. Maronsdóttir voru sigursælar á leikunum. Þær byijuðu allar að æfa í vetur og kom árangur þeirra því nokkuð á óvart. Hanna D. sigraði í báðum göngu- greinunum, með hefðbundinni að- ferð og fijálsri, í flokki 11 og 12 ára stúlkna. Hún tók einnig þátt í stórsviginu og hafnaði í 44. sæti. „Ég hef aðeins æft göngu í fjóra mánuði og bjóst ekki við að sigra. Ég er ákveðin í að æfa gönguna áfram næsta vetur,“ sagði Hanna. Freydís H. Konráðsdóttir vann í flokki 9 ára með frjálsri aðferð og hafnaði í 7. sæti með hefðbundinni aðferð. „Ég er ofsalega ánægð. Ég hef æft í þijá mánuði og átti því ekki von á að vinna. Þetta er búið að vera ofsalega skemmtilegt," sagði Freydís. Elsa var sigurvegari í flokki 8 ára stúlkna með frjálsri aðferð og eins í keppni með hefbundinni að- ferð en deildi því með Katrínu Árna- dóttur frá Akureyri, sem fékk sama tíma. „Það er skemmtilegast að keppa á Andrés," sagði Elsa. Vinkonurnar Kolbrún J. Rúnars- dóttir og Helga Jóna Jónas- dóttir frá Seyðisfirði kepptu í fiokki 12 ára stúlkna og tóku því þátt í Andrésarleikunum í síðasta sinn. Þær stóðu sig vel, Kolbrún sigraði í stórsviginu og Helga í sviginu, en þær hafa báðar komist á pall á fyrri leikum. Kolbrún sagði að Helga hefði oftar unnið því hún væri sjálf gjörn á að detta. „Við höfum æft mjög vel í vetur heima á Seyðisfirði. Við komum hingað til að gera okkar besta en gerðum okkur smá vonir um verðlaun," sögðu þær og voru staðráðnar í því að halda áfram að æfa næsta vetur þó að þær væru komnar upp í unglingaflokk. „Við byijuðum að æfa fimm ára gamlar og tókum fyrst þátt í leikskóla- móti,“ sagði Kolbrún. „Það er gam- an að við náðum að vinna sitt hvora greinina. Við fengum báðar skíði í verðlaun." Þær hafa stofnað með sér einskonar leynifélag sem þær kalla „Heko-jójó.“ Morgunblaðið/V alur Aldís Axelsdóttir úr Vlkingi og Björn Þór Ingason úr Breiðabliki voru sigur- sæl í flokki 7 ára. Mogunblaðið/V alur Seyðfirsku stúlkurnar Kolbrún J. Rúnarsdóttir og Helga Jóna Jónasdóttir voru að keppa á Andrés í síðasta sinn. Þær skiptu með sér gullverðlaununum eins og vinkonum sæmir. Aldís og Björn Þór unnu tvöfalt Björn Þór Ingason úr Breiðabliki og Aldís Axelsdóttir úr Vík- ingi voru að keppa á Ándrés í fyrsta sinn og sigrðu tvöfalt í 7 ára flokki. Björn Þór sagði að hann hefði aldr- ei áður unnið bikar en oft fengið verðlaunapening. „Ég bjóst ekki við að sigra. Ég byijaði að æfa sex ára og þetta er rosalega gaman,“ sagði Björn Þór. Hann sagði að Ketil Andre Aamodt væri uppáhalds skíðamaðurinn. „Ég ætla að reyna að vera eins góður og hann.“ Aldís sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hún sigrar. „Það er ofsa- lega gaman hér og skemmtilegt að vinna. Ég byijaði að æfa skíði þeg- ar ég var fimm ára,“ sagði þessi unga og upprennandi skíðastjarna. Hún segist ætla að reyna að kom- ast aftur á Andrés næsta vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.