Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 12
máaR „Get ekki annað en ver- ið ánægður með silfrið“ MAGNÚS Scheving varð í öðru sæti á heimsmeistaramótinu í þolfimi, sem fram fór í Japan um helgina. Magnús og heima- maðurinn Kenichiro Momura voru í algjörum sérflokki, en Momura hafði betur — varði heimsmeistaratitil sinn frá því ífyrra. í úrslitakeppninni á sunnudag fékk Magnús 9,12 í einkunn en Japaninn 9,16. Munurinn var aðeins 0,04 stig. Magnús fékk besta einkunn allra þátttakenda í undan- keppninni á laugardag, 8,77, en það var hæsta einkunn sem nokkru sinni hafði verið gefin á heimsmeist- aramóti, að sögn Magnúsar, sem fékk 15 stigum meira en heims- meistarinn. „Fyrri daginn snýst málið bara um að komast í úrslitin og maður byrjar á núlli daginn eft- ir. Þá var ég fyrstur á svið og fékk 9,12 í einkunn — og var alveg 100% viss um að ég myndi sigra eftir að hafa fengið svo háa einkunn,“ sagði Magnús við Morgunblaðið. „Eg flýtti mér fram á klósett eftir að ég var búinn, þar sem ég settist niður til að hugsa. Ég hélt að það yrði nánast ómögulegt fyrir Japan- ann að hækka sig nógu mikið frá því daginn áður til að vinna, en það tókst þó. Það má segja að ég hafí verið heimsmeistari í einn dag og átta keppendur! Ég var fyrstur á svið seinni daginn, en hann var níundi og næst síðastur og það var verra fyrir mig að koma fram svona snemrna." En þrátt fyrir allt sagði Magnús að úrslitin hefðu verið sanngjöm. „Hann var mjög góður,“ sagði hann um heimsmeistarann; „betri en ég, held ég, en það kom mér á óvart hve langt við tveir vorum fyrir ofan hina. En ég get ekki annað en ver- ið ánægður með silfrið." Hann sagði þróunina í þolfími vera gríðarlega. MAGNÚS Scheving sýndi glæsileg tilþrif á heimsmeistaramótinu í þolfími í Japan. Hér er hann á sviðinu í úrslitakeppninni í Tókýó á sunnudag. Hann varð að sætta sig við silfurverðlaun, og segist verða að vera ánægður með það. „Með æfíngunum mínum núna, hefði ég til dæmis bakað þessa karla á heimsmeistaramótinu í fyrra.“ Hann sagðist sá einu sem hefði verið með snúnings-spíkat- hopp í keppninni, en í því atriði hafði hann gert smávægileg mistök sem hefðu dregið hann niður. Hann hefði hins vegar fengið 10 í einkunn fyrir framkomu. Það sem hefði hins vegar skipt miklu máli væri að Jap- aninn hefði miklu meiri reynslu. „Hann hefur keppt á mörgum íieimsmeistaramótum, en þetta var aðeins í þriðja sinn sem ég er með. Yfirdómarinn, sem var Japani, sagði við mig að minn tími kæmi næsta ár, en það verður ekki. Ég ætla að hætta að keppa; hef hrein- lega ekki efni á þessu lengur. Þetta hefur verið erfítt peningalega, en ég vil þó fá að taka fram að ákveð- in fyrirtæki heima hafa stutt mig. Ég vil fá að þakka sérstaklega fyr- ir það,“ sagði Magnús Scheving. Glæsileg tilþrif Magnúsar Reuter KNATTSPYRNA ÞOLFIMI / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Magnús Scheving í sérfiokki ásamt Japananum Momura, en varð annar Góður sigur í Bandaríkjunum ÍSLENSKA landsliðiö í knatt- spyrnu vann góðan sigur á því bandaríska, 2:1, í vináttulands- leik í Kaliforníu á sunnudaginn. Helgi Sigurðsson og Bjarki Gunnlaugsson gerðu mörk ís- lands. að er mjög sterkt að fara til Bandaríkjanna og vinna þar. Þetta er allt annað en áður, þegar það þótti sjálfsagt að vinna Banda- ríkjamenn," sagði Eggert Magnús- son formaður KSÍ í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Þess má geta að Bandaríkjamenn und- irbúa sig nú af kappi fyrir lokaátök- in á HM í Bandaríkjunum eftir tæpa tvo mánuði og hefur lið þeirra aðeins tapað þremur leikum af síð- ustu tólf þannig að það er ekkert sjálfgefíð að vinna þá. Að sögn Eggerts var leikurinn nokkuð harður enda völlurinn þröngur en leikið var í Chula Vista. „Þetta var nokkuð góður leikur hjá okkur og mjög mikilvægt að sigra eftir slakan leik gegn Saudi-Aröb- um á miðvikudaginn. Bandaríkja- menn leika ágætlega úti á velli og eru nokkuð liprir en þeir eru ekki beittir þegar nálgast markið. Við fengum tvö dauðafæri undir lok leiksins, Bjarki skaut rétt framhjá af markteig og Haraldur skaut beint á markmanninn úr sannköll- uðu dauðafæri. Ég fer ekkert ofan af því að við vorum betri aðilinn í leiknum," sagði Eggert. Helgi Sigurðsson gerði fyrra mark Islands á 20. mínútu. Harald- ur Ingólfsson átti þá skot sem markvörðurinn Friedel missti af og Helgi fylgdi vel á eftir og ýtti knett- inum yfír marklínuna. Bandaríkja- menn jöfnuðu á 47. mínútu og þar var Frank Klopas á ferðinni með annað mark sitt í jafn mörgum leikj- um, en hann skoraði eitt mark í 3:0 sigri Bandaríkjanna á Moldavíu á miðvikudaginn. Sigurmarkið kom á 86. mínútu. Ólafur Þórðarson náði knettinum þegar Bandaríkjamenn voru að reyna að hreinsa frá marki sínu, vippaði laglega yfír varnarmann og til Bjarka, sem kom inná fyrir Arn- ar bróður sinn á 71. mínútu. Bjarki skaut og Friedel markvörður náði að koma höndum á knöttinn en hélt honum ekki og boltinn fór í stöngina og inn. Þetta er í annað sinn á átta dög- um sem Bandaríkjamenn fá á sig mark á lokamínútunum. „Við verð- um að halda vöku okkar allan leik- inn. Við sóttum of mikið því við sættum okkur ekki við jafntefli, það varð okkur að falli,“ sagði Alexi Lalas vamarmaður Bandaríkjanna. Markvörður þeirra, Friedel sagði: „Knattspyrna snýst oft um senti- metra, við vorum vitlausu megin við reglustikuna að þessu sinni.“ ÍÞRÚmR FOLK ■ KYLFINGAR héldu uppskeru- hátíð sína á föstudaginn, nokkuð síðbúin en góð engu að síður. Þar voru afhent verðlaun fyrir ýmis afrek síðasta sumars. ■ ÞORSTEINN Hallgrímsson stal senunni því hann hlaut Júlíus- arbikarinn fyrir lægsta meðalskor sumarsins, 73,83 högg að meðal- tali og félagar hans í F.M.Í, félagi meistarkylfinga, kusu hann einnig besta kylfing ársins. Þá var hann einnig kjörinn vinsælasti kylfíngur- inn. ■ ÞORSTEINN og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili urðu stiga- meistarar síðasta sumars. I SIGURJÓN Arnarsson úr GR var með næst lægsta meðalskorið í fyrrasumar, 74,5 og Úlfar Jóns- son, Keili varð þriðji með 74,83 högg. ■ KAREN Sævarsdóttir úr GS var kjörin besti kylfingurinn úr röð- um kvenna og Ragnhildur Sigurð- ardóttir úr GR vinsælust. ■ EFNILEGASTI kylfingur síð- asta sumars var valinn Þorkell Snojrri Sigurðsson úr GR. Stjórn FMÍ útnefndi Örn Ævar Hjartar- son úr GS björtustu vonina. ■ TÖLFRÆÐIN hjá félögum FMÍ síðasta sumar sýndi að Sig- urður Hafsteinsson úr GR hitti brautimar oftast úr upphafshöggi, og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann lekur það. _Hann hitti 64,4% af brautum og Ólöf María gerði enn betur hjá stúlkunum, hitti 73,5%. ■ ÚLFAR Jónsson lék mest á „regulation" eða 60,7% og hjá stúlkunum var það Ragnhildur með 38%. ■ Björgvin Sigurbergsson úr Keili notaði fæst pútt, 30 að meðal- tali á hring en Þórdís Geirsdóttir einnig úr Keili var með 32 pútt að meðaltali hjá stúlkunum. ■ SIGURJÓN Arnarsson fékk flesta fugla að meðaltali, 2,83 á hring og Þórdís fékk 1,20 hjá stúlk- unum. ■ ROY Evans, stjóri Liverpool, hyggst reyna að næla í Tomas Brolin, sænska framheijann hjá Parma. Evans fylgdist með Brolin í leik Svía og Walesbúa í vikunni. ■ MARK Hately, enski framherj- inn hjá Glasgow Rangers, hefur verið kjörinn knattspyrnumaður ársins af knattspyrnublaðamönnum í Skotlandi. ■ JOHN Jensen, danski miðvall- arleikmaðurinn sterki, var borinn meiddur af velli í vináttuleik Dana og Ungverja í síðustu viku; liðbönd í hné tognuðu illa og hann verður frá í átta vikur. Jensen verður því illa fjarri góðu gamni er Arsenal mætir Parma í úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa 4. maí í Kaup- mannahöfn. HNEFALEIKAR Moorer lagði Holyfield Michael Moorer sigraði Evander Holyfield á úrskurði meiri- hluta dómara eftir 12 lotur aðfara- nótt laugardagsins þegar kapparnir mættust í bardaga um heimsmeist- aratitilinn hjá tveimur hnefaleika- samböndum, WBA og IBF. Holyfíeld, sem er 31 árs, lamdi Moorer, sem er 26 ára, í gólfið undir lok annarrar lotu en Moorer tókst að vinna sig út úr þeim vandræðum og í fímmtu lotu kom skurður á auga- brún Holyfields sem virtist fara dálít- ið í taugamar á honum. SVIÞ./ENGLAND: 212 122 X X 2 1212 ITALIA: 1 1 X X 2 X XXX X X X 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.