Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 + SKÍÐÍ / ANDRÉSAR ANDAR-LEIKARNIR 1994 Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðrún Eyþórsdóttir frá ísafirði er hér í keppni í svigi 12 ára stúlkna. Sveinn Tjörvi Viðarsson 8 ára frá Ne: svigbrautina. Jafn gaman og fy - sögðu systurnarÁsta og Marta Óskarsdætur vaknar um helgar heimtar hún að fara á skíði, ef það er ekki hægt vegna veðurs fer hún í fýlu. Skíða- íþróttin er frábær fjölskylduíþrótt. Það er ofsalega mikill plús að geta farið saman á skíði um helgar eft- ir vinnuvikuna. Ég næ svo góðu sambandi við hana,“ sagði Ásta. Systurnar sögðust reikna með að koma á afmælisleikana næsta vetur. „Við verðum að mæta og halda upp á tuttugu ára afmælið, þó það sé ótrúlegt til þess að vita að svo langur tími sé liðinn frá því við vorum í sporum barnanna okk- ar.“ Þær sögðu þetta búið að vera góðan tími á Akureyri þó svo að veðrið hafi ekki verið eins og best verður á kosið. „Hér höfum við verið að skottast saman og leikið okkur. Það er liægt að sameina fjölskylduna á skíðunum, jafnvel afinn og amman geta tekið þátt.“ Ásta sagðist eiga einn verð- launapening frá Andrésar-leikun- um, fyrir sjötta sæti í svigi. Marta sagðist hins vegar ekki hafa unnið til verðlauna, „en ég skilaði mér í mark og það var aðalatriðið." Sys 7 ár; Fjör á Andrés Siglfirðingar og Akureyringar sigursælir Jón Víðir Þorsteinsson frá Akureyri er t SYSTURNAR Ásta og Marta Óskarsdætur úr Reykjavík kepptu á fyrstu Andrésarleikunum fyrir 19 árum. Nú voru þær mættar aftur — með börnin sín til keppni. Marta með tvo stráka, Ósk- ar (8 ára) og Bjarna (6 ára) og Ásta með Brynju (7 ára). „Þetta er mjög svipað og við upplifðum sjálfar á sínum tíma - sama skemmtilega stemmningin," sögðu þær. Það er alveg jafn skemmtilegt að koma hingað núna og fyrir nítján árum.“ Þær segja að krakkarnir þeirra stefni að þessu móti allan vetur- inn. „Þetta mót heldur þeim gang- andi. Ef þau eru þreytt og vilja sleppa æfingu hjá Ármanni þá seg- ir maður, ,jæja, þá verði þið að sleppa Andrésaríeikunum." Þá eru þau fljót til svars; „við skulum drífa okkur á æfingu." Þau vilja sko ekki missa af Andrésarleikun- um — því þeir eru hápunkturinn á skíðavertíðinni." Marta segir að hún hafi farið með strákana sína fyrst á skíði þegar þeir voru tveggja ára gaml- ir. Ásta fór fyrst með dóttur sína fyrir tveimur árum. „Hún hefur ofsalega mikinn áhuga. Þegar hún SIGLFIRÐINGAR unnu flest gullverðlaun, eða 11 talsins, á 19. Andrésar andar-leikunum sem fram fóru á Akureyri í frekar leiðinlegu veðri um helgina. Akureyrinar hlutu flest verðlaun allra héraða, 31 talsins. En það var ekki bara verið að keppa um verðlaun því flestir krakkarnir fóru á leikana með því hugarfari að vera með í þessari miklu skíðahátíð barnanna. Alls voru 793 þátttakendur skráðir tii leiks frá 16 héruð- um og hafa þeir aldrei verið fleiri. Krakkarnir eru á ValurB. aldrinum 6 til 12 Jónatansson ára og voru flestir skrifar frá Reykjavík, 170 talsins en fæstir frá Grundarfirði, fjórir. Mótið var vel skipulagt og að- dáunarvert hve allt gekk snurðu- laust fyrir sig. Allir starfsmenn gengu til verka eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það þarf mikinn og góðan undirbúning til að 800 manna mót geti gengið áfalla- laust. Akureyringar sönnuðu það enn einu sinni að þeir kunna til verka. Sem dæmi um það var keppt samtímis á fimm stöðum í fjallinu. Veðrið fyrstu tvo keppnisdagana var ekki gott, skafrenningur og töluvert frost. En krakkarnir létu það ekki á sig fá — klæddu sig bara betur og renndu sér eða gengu á skíðum með bros á vör. Framfarirnar hafa verið miklar og þau ráða yfirleitt yfir góðri tækni, sérstaklega elstu krakkarnir í 12 ára flokki. Það er skemmtileg stemmning sem hefur myndast í kringum þessa miklu skíðahátíð barnanna. Keppnin skipar auðvitað stóran sess hjá þeim, en það sem skiptir mestu máli er að vera með. Eins og einn af yngri keppendunum sagði er ég spurði hvernig hefi gengið? „Jú, bara mjög vel.“ Hvar endaðir þú í röðinni? „Það veit ég ekki, en ég datt ekki,“ sagði þessi ungi skíðamaður. Dagskráin er í nokkuð föstum skorðum. Að loknum hverjum keppnisdegi fer fram verðlaunaaf- hending í Iþróttahöllinni þar sem allir keppendur og fararstjórar mæta og samfagna þeim sem skar- að hafa framúr. Einnig eru dreng- in út aukaverðlaun á hveiju kvöldi þannig að allir gátu átt von á glaðningi. Eins voru uppákomur þar sem KK-bandið skemmti, bíó- sýningar og diskótek. Sundlaugin var einnig mjög vinsæl á meðal barnanna þegar komið var úr fjall- inu. Næstu Andrésarleikar verða af- mælisleikar því þá verða 20 ár frá því að leikarnir voru fyrst haldnir. Fyrirhugað er að hafa enn meiri reisn yfir leikunum og brydda þá upp á nýjungum. Rætt hefur verið um að lengja leikana um einn dag og bæta við samhliðasvigi. Þær sögðu að mesta breytingin frá því að þær voru að keppa væri að þátttakendur væru nú orðnir mun fleiri. „Ég man að þeg- ar ég keppti gátu allir búið í Skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli. Núna er miklu meiri skemmtun fyrir krakk- ana utan skíðanna. Þegar ég var í þessu voru verðlaunin afhent út í snjóskafli, en verðlaunaafhend- ingin í íþróttahöllinni setur skemmtilegan svip á þetta,“ sagði Maita. „Ég man að það var rosleg upp- lifun að keppa á Andrés. Við kom- um með rútu frá Reykjavík og þetta var svona fyrsta alvöru keppnin — var allt svo gaman, eins og að fara til útlanda. Ég hafði aldrei farið í stólalyftu og það var viss sigur að fara upp í stólnum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Einbeittur göngumadur PÁLL Þór Ingvarsson frá Akureyri keppti í flokki 9 ára drengja í göngu. Hér er hann að koma í markið eftir að hafa gengið 1,5 km með hefðbundinni aðferð þar sem hann varð í þriðja sæti. Hann gerði enn betur í keppni með fijálsri aðferð — náði öðru sæti. Verðlaunaskipting Gull silfur brons Siglufjörður.....11 11 4 Akureyri.........10 10 11 Ólafsfjörður..... 8 5 7 ísafjörður....... 3 3 4 Seyðisfj......... 3 0 5 Ármann........... 2 3 2 Víkingur......... 2 0 0 Breiðablik....... 2 0 0 \j Húsavík......... 14 2 Dalvík........... 1 3 3 KR............... 1 2 1 Neskaupst....... 0 12 ÍR............... 0 1 1 Haukar.......... 0 10 Eskifjörður...... 0 0 1 ^^■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■Hfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.