Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Ætlum ekki að leika um bronsið sagði Bjarki Sigurðsson, sem átti stórleik í sigri Víkings á Haukum. Félögin mætast í oddaleik í kvöld VÍKINGAR létu tapið gegn Haukum í Hafnarfirði s.l. föstudags- kvöld ekki setja sig útaf laginu heldur þvert á móti þjappaði það þeim enn betur saman íVíkinni ífyrrakvöld. Sigurviljinn leyndi sér ekki, Haukar áttu ávallt á brattann að sækja og svo fór að heimamenn sigruðu með fimm marka mun, 28:23, eft- ir að hafa náð sjö marka forystu undir lokin. „Við vissum að það var að duga eða drepast, en við höfum alla tíð stefnt á að fara alla leið og ætlum ekki að spila um þriðja sætið,“ sagði Bjarki Sigurðsson við Morgunblaðið. Hann var nær óstöðvandi í sókn Víkings og gerði alls 11 mörk. Haukar höfðu undirtökin í fyrsta úrslitaleik liðanna, en lykilmenn liðsins, Páll Ólafsson, Petr Baumruk og Halldór Ingólfsson, Guðbjartsson voru hikandi til að skrífar byrja með í fyrra- kvöld og aðrir fylltu ekki upp í götin eins og svo oft áður. Þetta ásamt sterkri vörn Víkinga gerði það að verkum að heimamenn náðu fljótlega þriggja marka forystu — forskot, sem Haukar náðu reyndar nokkrum sinnum að jafna en ekki meir. Víkingar ætluðu sér sigur og sýndu hug sinn í verki. Þeir gerðu sjö mörk með langskotum í fyrri hálfleik, en skoruðu þá hvorki úr horni né af línu. Eftir hlé breyttu Haukar úr 6-0 vöm í 3-2-1 vörn og heimamenn svöruðu að bragði — Birgir Sigurðsson gerði fimm mörk af línu og jafn mörg mörk komu úr hornunum í stað lang- skotanna, sem gáfu ekki mark. Með öðrum orðum var breyting Hauka sem v'atn á myllu Víkings. „Við fengum á okkur 14 mörk í fyrri hálfleik og það hafði áður gefið góða raun að breyta um varnaraðferð, til dæmis gegn Aft- ureldingu,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, að- spurður um varnarleikinn í seinni hálfleik. Víkingar voru ákveðnari og hungraðri, en Páll Ólafsson fór á kostum í sókn gestanna um miðj- an seinni hálfleik, tók af skarið, gerði íjögur mörk í röð og jafnaði 20:20. Bjarki náði aftur foryst- unni fyrir heimamenn, en þá var Jóni Erni Stefánssyni vikið af velli í tvær mínútur — dómur útí hött að því er virtist — og einum fleiri gerðu Víkingar tvö mörk. Haukar gáfust upp og eftirleikurinn var auðveldur. Víkingar voru mun beittari en í fyrsta leiknum og uppskáru eins og til var sáð. Bjarki, Birgir og Slavisa Cvijovic voru mjög öflug- ir, en Gunnar þjálfari Gunnarsson hugsaði fyrst og fremst um spilið og komst ekki á blað að þessu sinni. Magnús Ingi Stefánsson kom á góðum tíma í markið og stóð sig vel, en Reynir Reynisson, sem byijaði illa, tók sig á undir lokin. Bjarni Frostason varði vel hjá Haukum, en náði ekki að halda boltanum eins vel og síðast. Vörn- in var óörugg og þegar spurning- in var um að minnka muninn var óðagotið oft mikið í sókninni. Þetta var annað tap liðsins í deild- inni í vetur og það var óumflýjan- legt, en í kvöld ræðst hvort liðið leikur um íslandsmeistaratitilinn. Morgunblaðið/Bjarni ísinn brotinn á línunni BIRGIR Sigurðsson, línumaðurinn sterki hjá Víkingi, skoraði ekki af iínu í fyrri hálfleik, en fékk aukið svigrúm eftir hlé og fagnar hér eftir að hafa brotið ísinn af línunni. SÓKNARNÝTING íþróttahús Vals að Hlföarenda, fyrsti leikur I undan- úrslitum (slands- mótsins, laugardag- inn 23. apríl. Víkin, annar leikur í undan- úrslitum, sunnudag- inn 24. april. Valur Mörk Sóknir % Setfóss Mdrk Sóknir N/ V Víkingur Haukar 11 11 22 50 F.h 12 22 55 14 23 61 F.h 13 23 57 10 20 50 S.h 9 20 45 14 25 56 S.h 10 25 40 6 10 60 Framl. 4 9 44 28 48 58 Alls 23 48 48 27 52 52 AJIs 25 51 49 'S 14 Langskot 11 7 Langskot 11 6 Gegnumbrot 2 4 Gegnumbrot 2 í m, 1 Hraðaupphlaup 1 li 3 Hraðaupphlaup 2 4 Horn 3 5 Horn 4 S 1 Llna 4 É <f 5 Lína 3 1 Vfti 4 4 Viti 1 Þannig vörðu þeir Markvarslan á laugardag (innan sviga er hve oft knötturinn fór I aftur til mótheija) Guðmundur Hrafnkelsson, Val - 9(2); 7(2) langskot, 1 af línu, 1 I úr horni. Axel Stefánsson, Val - 4(1); 4(1) langskot. Hallgrímur Jónasson, Selfossi - 11(4) langskot, 3(1) úr horni, 2 I af línu, 1 víti, 1 eftir gegnumbrot, 1 hraðaupphlaup. Markvarslan á sunnudag (innan sviga er hve oft knötturinn fór aft- I ur til mótheija) Reynir Reynisson, Víkingi - 11(3);7 langskot, 2(1) úr horni, 1(1) I af línu, 1(1) hraðaupphlaup. Magnús Ingi Stefánsson, Víkingi - 6(3);3(1) langskot, 2(1) eftir I hraðaupphlaup, 1(1) úr horni. Bjarni Frostason, Haukum - 6(3) langskot, 5(3) eftir gegnum- B brot, 4(2) af línu, 4(2) úr horni, 2(2) hraðaupphlaup, 1(1) víti. Valsmenn viljasterkari LEIKUR Vals og Selfoss að Hlíðarenda á laugardag — fyrsti bardagi félaganna í undanúrslitunum — var ótrúlega jafn. Eftir að gestirnir höfðu eins marksforystu íleikhléi, var jafntá öllum tölum íseinni hálfleik, frá 12:12 uppí 21:21. Selfyssingar stóðu reyndar með pál- mann í höndunum undir lokin, en klúðruðu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir er þeir voru einum fleiri, og Valsmenn náðu að jafna. Því var gripið til framlengingar, þar sem Valsmenn voru miklu ákveðnari og sigruðu 27:25 í stórskemmtilegum leik. ^Je'fyss'nSar voru betri ' fyrr' hálfleiknum, og í raun klaufar að hafa aðeins eins marks forystu í hléinu. Þeir mættu Skapti mjög ákveðnir til Hallgrimsson leiks, sóknarleikur- skrifar jnn var fjölbreyttur og flöt vörnin, sem þeir stilltu upp aftarlega, var góð. Meiningin var greinilega að fá Vals- menn helst til að skjóta utan af velli, og sú varð raunin. Þeir skoruðu sjö mörk af ellefu með langskotum í fyrri hálfleik, en Hallgrímur Selfoss- markvörður, sem var í miklum ham, varði tíu skot — þar af sjö utan af velli, og fyrsta mark Valsmanna öðru vísi en með langskoti gerði Valgarð úr horni (9:10) er þijár mín. voru til leikhlés, og þá voru þeir einum fleiri. Seinni hálfleikur var, eins og töl- urnar gefa til kynna, griðarlega jafn og að sama skapi spennandi og bar- áttan eins og hún gerist mest. Vals- menn gerðu tvö fyrstu mörkin, kom- ust þannig í 13:12, og voru síðan alltaf á undan að skora, en gestirnir jöfnuðu jafn óðum. Þannig gekk bar- áttan allt þar til rúmar átta mín. voru eftir er Selfyssingar komust yfir í fyrsta skipti í hálfleiknum, 20:19, og þrátt fyrir klaufaskap Valsmanna í sókninni og frábæra takta Hallgríms i markinu náði „Mjaltavélin" ekki að komast tveimur mörkum yfir. Baráttan var hörð og ekki yar skorað í rúmar fjórar mínút- ur; Ólafur Stefánsson jafnaði fyrir Val er tæpar fjórar mín. voru eftir. Einar Gunnar kom gestunum aftur yfir og er hálf þriðja mínúta var eft- ir var Sveinn Sigfinnsson Valsari rekinn af velli. Selfyssingum tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt, Axel Stefánsson Valsari varði glæsi- lega skot frá Einari Gunnari er ein og hálf mín. var eftir, og einni mín. fyrir leikslok jafnaði Jón Kristjánsson eftir gegnumbrot, þrátt fyrir að Vals- menn væru einum færri. Dagur Sigurðsson var rekinn af velli á síðustu sekúndu leiksins, þannig að hann var illa fjarri góðu gamni fyrstu tvær mínútur fram- lengingarinnar. Þrátt fyrir það og kannski þess vegna var sigurviljinn miklu meiri hjá Valsmönnum; þeir gerðu tvö fyrstu mörkin, höfðu tveggja marka forystu í hléinu og gerðu fyrsta markið í seinni hluta framlengingarinnar þannig að segja má að þar með hafi úrslitin verið ráðin. Selfyssingar náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark er tæpar tvær mín. voru eftir, er Sigurður Sveinsson skoraði úr víti, en segja má að Ólafur Stefánsson hafi tryggt Val sigur er 59 sek. voru eftir með laglega marki úr hægra hominu. Jón Þórir minnkaði muninn reyndar aftur í eitt mark er 18,6 sek. voru eftir en Valgarð skoraði hinum megin er 11,8 sek. voru til leiksloka. Bæði lið léku mjög vel lengstum. Liðsheildir beggja sterkar og ósann- gjarnt að nefna einhveija sérstak- lega, nema Hallgrím markvörð Sel- foss sem var frábær. Selfyssingar voru með vænlega stöðu þegar skammt var til leiksloka, en tókst ekki að knýja fram sigur, og það verður að segjast eins og er að þeir fóru illa að ráði sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.