Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 17 Leysa verður verkfall meinatækna án tafar eftir Reyni Tómas Geirsson Verkfall meinatækna hefur nú staðið í þijár vikur. Starfsemi stóru bráðasjúkrahúsanna byggist á vinnu meinatækna, en því miður hefur hægt miðað í átt til samkomulags deiluaðila. Verkfallið hefur leitt til verulegra og vaxandi erfiðleika á sjúkrahúsunum, því aðeins eru gerð- ar bráðnauðsynlegustu rannsóknir, sumar samkvæmt takmarkandi sam- komulagi við undanþágunefnd meinatækna, en aðrar einungis þegar undanþága er veitt. Önnur starfsemi silast áfram með töfum, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Afgreiðsla undanþágubeiðna gengur sífellt hægar, þrátt fyrir vilja til að leysa brýnasta vanda. Síðustu daga hefur tekið allt að tvo sólarhringa að fá svör við því hvort unnt sé að gera umbeðnar rannsóknir, þ. á m. sýkla- ræktanir. Allar skurðaðgerðir sem ekki teljast bráðatilvik liggja niðri. Deildimar eru víða reknar _með hálf- um afköstum eða minna. Á kvenna- deild Landspítalans hefur orðið að fresta bæði löngu fyrirhuguðum að- gerðum og aðgerðum sem við venju- legar kringumstæður þætti nauðsyn- legt að láta ekki tefjast, s.s. hjá kon- um með forstigsbreytingar leghál- skrabbameins. Aðrar aðgerðir eru gerðar og meðferð er gefin án þess að unnt sé að koma við öllum þeim forathugunum eða sérrannsóknum sem samkvæmt góðum vinnureglum þykja sjálfsagðar af öryggisástæð- um. Vefjarannsóknum á sýnum sem tekin eru við skurðaðgerðir seinkar. Hætt er við að „sénsar“ verði teknir „Algjör nauðsyn er að deiluaðilar leggi sig fram um að finna skjóta lausn á verkfallinu, svo afstýra megi frekari og jafnvel enn alvarlegri skaða á sjúkrahúsum landsins.“ í vaxandi mæli, sem síðar gætu lejtt til vandkvæða fyrir sjúklinga. Án möguleika til að gera allar þær marg- víslegu rannsóknir sem meinatæknar gera, verður veruleg hætta á að rétt sjúkdómsgreining fáist ekki eins skjótt og vera skyldi eða ef til vill alls ekki. Reynir Tómas Geirsson Önnur starfsemi, sem engu síður er fjölmörgum nauðsynleg, getur tafist eða beðið alvarlegan hnekki. Dæmi um slíkt eru glasafijóvganir á kvennadeild Landspítalans, en þar hefur árangur jafnast á við það sem best gerist annars staðar. Það fólk sem þarf að leita í glasafijóvgun til að geta átt von um barneign, hefur oftast áralanga bið að baki. Ekki er unnt að slá slöku við í vinnu á deild- inni. Ailt er skipulagt langt fram í tímann. Þegar meðferð loks hefst þarf 4-8 vikna undirbúning með gjöf hormónalyfja, fram að því að hægt er að ná eggfrumum úr konunni og fijóvga þær. Til að ákveða magn hormónalyfjanna og tímann sem taka þarf eggin á, verður að styðjast við hormónamælingar sem meina- tæknar spítalans hafa framkvæmt. Þessar rannsóknir hafa stöðvast og þar með er árangri meðferðar stefnt í voða. Algjör nauðsyn er að deiluaðilar leggi sig fram um að fínna skjóta lausn á verkfallinu, svo afstýra megi frekari og jafnvei enn alvarlegri skaða á sjúkrahúsum landsins. Háif afköst annars heilbrigðisstarfsfólks á fullum launum eru þjóðfélaginu mjög dýr, en slys á fólki í harðnandi verkfalli gætu orðið óbætanleg. Höfundur er prófessor og forstöðulæknir á kvennadeild Landspítaians. Nafn með rentu eftir Sigurð Guðmundsson Árangur af kosningunum um sameiningu sveitarfélaga 20. nóv- ember í fyrra varð ekki sá sem menn vonuðust til. í kjölfarið er þó smám saman að sýna sig að fólk gerir sér grein fyrir því að mjög víða á landinu eru mörk sveitarfélaga leifar liðins tíma. Allvíða hafa farið fram viðræður og sums staðar kosningar sem leitt hafa til sameiningar beint og óbeint á grundvelli þeirrar undir- búningsvinnu sem unnin var. Eitt vita allir sem að sameining- armálum hafa unnið og það er að þetta er mörgum mikið tilfinninga- mál. Mörgum finnst þó að slíkum málum hafi óþarflega verið haldið á iofti. Sveitarfélögin eru stjórn- sýslueiningar sem annast hluta af því velferðarkerfi sem rekið er í landinu. Það ættu ekki að vera miklar tilfinningar bundnar því fyrirkomulagi. En þarna blandast saman tvenn hugtök. Annars veg- ar sveitarfélag en hins vegar samfélag. Ég hygg að viðkvæmnin nái til síðara hugtaksins en sé í þessum umræðum breidd yfir hið fyrra sem alls ekki má gera. Eitt af því sem gerist víða við sameiningu er að hið nýja sveit- arfélag verður stærra en það sam- félag sem íbúarnir telja sig til- heyra. Hægt er að taka dæmi sem reyndar er frá landsvæði þar sem sameining var felld og ef til vill af þeim orsökum sem hér um ræðir. Gnúpveijar búa í Gnúp- veijahreppi og líta á hann sem sitt samfélag. Ef sveitarfélögin í ofanverðri Árnessýslu hefðu sam- einast í eitt hefðu Gnúpveijar hald- ið áfram að vera það og Hruna- menn einnig. Þeir voru að kjósa um breytt sveitarfélag en ekki breytt samfélag. Þegar tveir eða fleiri þéttbýlis- staðir verða saman í sveitarfélagi og þéttbýli er í sama sveitarfélagi og sveitabyggð getur verið vandi á höndum varðandi nafngift. Ég held að affarasælast sé að hin nýju sveitarfélög beri nöfn sem enda á -byggð, -hérað eða -sveit ef því verður við komið. Almenna reglan ætti að vera sú að hið nýja sveitarfélag taki nafn sem héraðið hefur gengið undir, t.d. Skaga- fjarðarbyggð eða -hérað. Ef svo er ekki er sennilega bezt að tekið sé mið af þeim þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni hins nýja sveit- arfélags eða þá náttúrufyrirbæri sem er svæðinu sameiginlegt. Þéttbýlisstaðirnir eiga síðan að sjálfsögðu að halda sínum nöfnum þrátt fyrir sameiningu. Nú hefur verið samþykkt að hið Sigurður Guðmundsson. * „Eg held að affarasæl- ast sé að hin nýju sveit- arfélög beri nöfn sem enda á -byggð, -hérað eða -sveit.“ nýja sveitarfélag á Suðurnesjum heiti Suðurnes, sem samkvæmt þessu ætti þá að kallast Suður- nesjabyggð en ekki Suðurnesja- bær eins og heyrst hefur. Það gengur að mínu mati ekki upp enda er um fleiri en einn bæ að ræða. Deilur um það hvort það fái staðizt að Suðurnesjanafnið nái yfir stærra svæði en þau sveitarfé- lög sem nú hafa ákveðið að sam- einast eru að mínu mati léttvæg- ar. Fyrr en síðar verður allt svæð- ið eitt sveitarfélag þótt niðurstaða kosninganna síðastliðið haust tefji það mál nokkuð. Höfundur hefur setið í nefndum félagsmálaráðuneytis um sameiningu sveitarfélaga. -------» 4..♦....... ■ SIÐMENNT, félag áhuga- fólks um borgaralegar athafnir, gengst fyrir opnum fundi á Bú- mannsklukkunni við Lækjar- götu, í kvöld, miðvikudaginn 27. apríl kl. 20.30. Jórunn Sörensen mun hefja umræðuna með erindi sem hún nefnir: Tökum dauðann í sátt. Helgi Sigurðsson mun reifa annað mál; útfararathafnir, en Siðmennt hefur látið það til sín taka, m.a. gefið út bækling um borgaralega útför. fríQodast FljótlegMétt-Braðgott BIRYANI - ÍNDVERSKT: HRÍSGRIÓN MEÐ GRÆNMETI, KJÚKLING OG KRYDDI. TORTIGLIONI - ÍTALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETI, NAUTAKIÖTl OG KRYDDl. FARFALLE - ÍTALSKT: PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETI, SKINKU OG OST. Ein msk. smjör á pönnuna, rétturinn út í og allt tilbúið á 5 mín. Skyndiréttir sem bragðast og hta út cpm hpctn cprrpttifl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.