Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994
37
Minning
Jakob Vilhjálmur
Þorsteinsson
Fæddur 1. júní 1912
Dáinn 15. apríl 1994
í dag er til moldar borinn tengda-
faðir minn, Jakob Þorsteinsson frá
Akureyri, sem andaðist að Sólvangi
í Hafnarfirði 15. þ. m. á 82. aldurs-
ári.
Hann fæddist að Bakkagerði í
Borgarfírði eystra, sonur hjónanna
Siguijónu Jakobsdóttur og Þor-
steins M. Jónssonar. Faðir hans var
þar þá skólastjóri barna- og ung-
lingaskóla og hafði með höndum
mörg önnur trúnaðarstörf, rak auk
þess búskap og útgerð, stýrði kaup-
félagi byggðarinnar og varð brátt
alþingismaður. Móðir hans var hús-
freyja á stóru og umsvifamiklu
heimili, kirkjuorganisti og kennari,
og saman unnu þau hjón ómetan-
legt starf að félags- og menningar-
málum ýmiss konar. En þar kom
að þeim þótti þröngt um sig á Borg-
arfirði, og 1921 fluttist fjölskyldan
til Akureyrar. Börn þeirra voru þá
fimm á lífí, og var Jakob Vilhjálm-
ur, sem heitinn var eftir móðurafa
sínum, næstelstur þeirra. Alls urðu
börnin átta sem upp komust.
Þorsteinn tók fyrst við kennara-
starfi við barnaskólann á Akureyri,
en var síðar skólastjóri Gagnfræða-
skóla Akureyrar frá 1935 til 1955
er hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Eins og fyrr hafði hann mörg
járn í eldinum: rak um tíma stórbú
á Svalbarði á Svalbarðsströnd, setti
á stofn bóka- og ritfangaverslun á
Akureyri og gerðist brátt einn mik-
ilvirkasti bókaútgefandi á landinu.
Jafnframt gegndi hann marghátt-
uðum trúnaðarstörfum. Hann var
einnig bókasafnari mikill, ekki síst
eftir að hann fluttist til Reykjavíkur
1956, og varð safn hans að lokum
svo mikið og vandað að það þótti
eiga best heima í einhverri æðstu
menntastofnun þjóðarinnar. Svo fór
að það varð stofninn í bókasafni
Árnastofnunar í Reykjavík. Á Akur-
eyri ekki síður en á Borgarfirði tóku
þau hjón virkan þátt í margs konar
félags- og menningarstarfi. Sigur-
jóna var um árabil ein helsta leik-
konan á Akureyri, og urðu þau
og við óskuðum okkur, þrátt fyrir
heitar bænir. Þú varst bara svo
mikið lasin. Að kvöldi 19. apríl sl.
fórstu á vit skapara þíns og skild-
ir okkur hin eftir, svo aum, svo
dofin, svo skilningsvana. Þetta gat
ekki verið satt.
Elsku Annabella, þessir fáu
dagar sem ég átti hér með þér
hafa kennt mér ýmislegt og ég
vona að ég hafi þroska til að nýta
mér þá reynslu til góðs. Elsku litli
engillinn minn, þegar ég kveð þig
núna veit ég og trúi að þú sért í
faðmi skaparans umvafin kærleik
og hlýju. Stelpurnar mína fimm
sakna þín sárt svo og við öll hin.
Á þessari stundu dettur mér í hug
bænin sem veitti mér alltaf hugg-
un þegar ég var barn og ég vona
að verði einhverjum huggun í dag.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku Annabella, sofðu rótt.
Elsku María, Hörður, Benný,
Einar Hannes og Benóný. Ég,
Regin og stelpurnar sendum ykkur
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum algóðan Guð að styrkja
ykkur í þessari miklu raun.
Ellen frænka.
í dag kveðjum við hana Önnu-
bellu litlu sem numin var á brott
frá okkur aðeins fimm mánaða
Þorsteinn bæði heiðursfélagar Leik-
félags Akureyrar. Hún var einnig
ein af máttarstoðum Kantötukórs
Björgvins Guðmundssonar og for-
maður hans um skeið.
Þótt Jakob Þorsteinsson væri al-
inn upp á miklu menningarheimili
fetaði hann ekki menntaveginn.
Engu að síður setti uppeldið á hann
svip sinn, sem fylgdi honum alla
tíð. Hann var hógvær maður og
hlédrægur, sóttist ekki eftir neinum
mannvirðingum og ætlaði sér ekki
meiri hlut en hann réð við. Hann
starfaði að búi foreldra sinna á
Svalbarði, var annars sjómaður
framan af ævinni, en stundaði eftir
það ýmis störf, síðast við verkstjórn
á vegum íslenskra aðalverktaka á
Keflavíkurflugvelli.
Jakob varð ungur fyrir þeirri
þungu sorg að missa unnustu sína,
Kristínu Valdimarsdóttur, sem lést
af barnsförum, og mun skuggi
þeirra atburða hafa fylgt honum
alla tíð. Síðar kvæntist hann Þór-
dísi Ingimarsdóttur frá Þórshöfn á
Langanesi, einni hinna glæsilegu
dætra Ingimars Baldvinssonar og
Oddnýjar Árnadóttur af Thoraren-
sensætt. Þau eignuðust þrjár dæt-
ur, Hildi Kristínu sem gift er Gunn-
ari Sigurðssyni kaupfélagsstjóra á
Hvammstanga, og tvíburana
Oddnýju, gifta Gretti Pálssyni, o£
Siguijónu sem gift er þeim sem
þetta ritar. Þær systur eiga alls
átta börn, og barnabörn þeirra eru
orðin tíu.
Þau Þórdís og Jakob slitu sam-
vistir eftir skamma sambúð, og
Þórdís giftist aftur Karli Hjálmars-
syni kaupfélagsstjóra á Þórshöfn
og síðar á Hvammstanga. Ólust
dæturnar að mestu upp hjá þeim,
nema Siguijóna sem alinn var upp
hjá afa sínum Þorsteini og ömmu
sem var alnafna hennar.
Löngu síðar kvæntist Jakob öðru
sinni, Lilju Guðmundsdóttur frá
ísafírði, og eignuðust þau þijú börn:
Sigríði húsfreyju á Akureyri, Þor-
stein og ísleif, en þeir eru báðir
prentarar í prentsmiðjunni Odda í
Reykjavík. Þessi yngri systkini hafa
eignast tíu börn.
gömul. Þrátt fyrir stuttan líftíma
skilur hún eftir sig stórt skarð í
hjörtum okkar allra sem aldrei
verður fyllt.
Ýmsar spurningar um lífið og
tilveruna vakna þegar svo lítið
barn er tekið frá fjölskyldu sinni,
eins og til dæmis hver sé tilgang-
urinn með þessu lífi og hver stjórni
því hveijir deyja ungir og hveijir
fá að lifa heila mannsævi. En þess-
um spurningum verður aldrei svar-
að.
Það er sagt að þeir deyi ungir
sem guðirnir elska og því verðum
við að trúa. Önnubellu litlu hefur
sjálfsagt verið ætlað stærra hlut-
verk annars staðar heldur en hér
meðal okkar.
Meðan á spítalavistinni stóð
naut hún ástar og ummhyggju
foreldra sinna sem aldrei viku frá
henni. Þrátt fyrir ungan aldur og
mikil veikindi geislaði af henni lífs-
krafturinn og ég var alltaf viss
um að hún myndi lifa aðgerðina
af og ná heilsu, en þegar til Eng-
lands var komið og einni aðgerð
lokið kom í ljós að hjartagalli henn-
ar var meiri en haldið hafði verið
og ekki miklar lífslíkur.
Nú er hún Annabella litla farin
frá okkur, en ég er viss um að
henni líður vel og hann Óli gamli
vinur minn hefur tekið vel á móti
henni og passar hana.
Elsku Hörður, María, Benný,
Einar og Benóný, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og bíð Guð
að styrkjavykkur í þessari miklu
sorg.
Jóhann Orn Kristinsson.
Þó að Jakob væri lengst af ekki
samvistum við börn sín nema hin
yngri lét hann sér mjög annt um
þau öll og afkomendur þeirra. Hann
var einstaklega barngóður maður,
örlátur og hugulsamur. Meðal sam-
starfsmanna sinna og þeirra sem
undir hann voru gefnir var hann
vinsæll og mikils metinn. Hann var
prúðmenni í framkomu, glaður í
bragði jafnan og gamansamur en
hafði ekki hátt um sorgir sínar og
áhyggjur sem þó munu oft hafa
verið ærnar.
Ég sem þetta skrifa kynntist
Jakobi Þorsteinssyni fyrst þegar ég
var skólapiltur á Akureyri fyrir um
það bil 60 árum. Þau kynni rifjuð-
ust svo upp og urðu nánari eftir
að leiðir okkar Siguijónu dóttur
hans lágu saman upp úr 1960.
Hann var þá sestur að á Suðurnesj-
um og vann á Keflavíkurflugvelli,
en átti stundum leið til höfuðborg-
arinnar og leit þá einatt inn til okk-
ar. Einnig heimsóttum við hann í
Sandgerði og Keflavík. Hann var
oft mjög skemmtilegur viðtals, kom
víða við og var fróður um margt,
einkum ættir manna og persónu-
sögu. Hann las mikið um slík efni,
að minnsta kosti á efri árum sínum,
var athugull og minnugur og hafði
gaman af að ræða málin og segja
frá. En aldrei heyrði ég hann leggja
misjafnt orð til nokkurs manns.
Jakob Þorsteinsson var einn
þeirra manna sem ekki lét mikið á
sér bera í þjóðlífinu, en kom ætíð
fram til góðs þar sem hann mátti
eitthvað til mála leggja. Hans er
gott að minnast, og þeir sem honum
voru nákomnir og þekktu hann best
munu minnast hans lengi og með
söknuði.
Jón Þórarinsson.
Faðir minn Jakob Vilhjálmur
Þorsteinsson andaðist að morgni
15. apríl á Sólvangi í Hafnarfírði.
Þorsteinn Magnús hálfbróðir minn
hringdi og tilkynnti mér látið stuttu
eftir að ég var komin í vinnuna.
Lát hans kom mér ekki á óvart því
að hann var búinn að vera mjög
veikur og rænulítill undanfarna sól-
arhringa. En einhvern veginn er það
samt svo að maður er sjaldnast við-
búinn er andlátsfregnin kemur. Ég
finn að sjálfsögðu fyrir tómarúmi
og sárum söknuði því að það var
mjög kært á milli okkar pabba. Þó
að ég hafi ekki alist upp hjá honum
nema til þriggja ára aldurs þá hélst
sambandið alltaf mjög vel hvar sem
hann bjó á landinu og heimsóttum
við hvort annað þegar tími gafst
til og var þó oft kátt á hjalla.
Pabbi hafði skemmtilega frá-
sagnargáfu, hann var mikill húmor-
isti og að eðlisfari afar geðgóður.
Var því ávallt spjallað mikið og
hlegið í návist hans. Pabbi var þrí-
kvæntur. Hann missti fyrstu konu
sína, Kristínu Sveineyju frá ísafirði,
og fyrsta barn sitt. Móðir mín var
önnur kona hans, hún heitir Hólm-
fríður Þórdís Ingimarsdóttir, frá
Þórshöfn, ekkja Karls Hjálmarsson-
ar, f.v. kaupfélagsstjóra á Hvamms-
tanga. Þriðja kona hans var Lilja
Guðmundsdóttir frá ísafirði, þau
slitu samvistir. Pabbi var því búinn
að ganga í gegnum harðan skóla,
kvartaði samt aldrei og var sáttur
við lífið og tilveruna þó að lífið
væri ekki alltaf dans á rósum. Það
má með sanni segja að hann sá
yfirleitt björtu hliðarnar á lífinu og
tilverunni og var því mjög þrosk-
andi að vera í návist hans.
Pabbi var sonur Þorsteins M.
Jónssonar, skólastjóra Gagnfræða-
skóla Akureyrar, og Siguijónu Jak-
obsdóttur húsmóður og leikkonu.
Hann eignaðist 11 systkini. Pabbi
eignaðist sjö börn, eins og áður
segir, eitt með Kristínu, þijú með
móður minni og er ég elst, alsystur
mínar eru tvíburarnir Oddný og
Siguijóna, og þijú börn með þriðju
konu sinni: Sigríði, Þorstein Magn-
ús og ísleif Óla. Tengdabörn pabba
eru Gunnar V. Sigurðsson, kaupfé-
lagsstjóri á Hvammstanga, kvænt-
ur undirritaðri; Grettir Pálsson ráð-
gjafi hjá SÁÁ; Jón Þórarinsson tón-
skáld, Reykjavík, kvæntur Sigur-
jónu, hún vinnur hjá héraðsdómi
Reykjavíkur; Kristján Vernharðs-
son, sjálfstæður átvinnurekandi,
Austurbergi, Eyjafirði, kvæntur
Sigríði; Anna Guðmundsdóttir, hús-
móðir, Hafnarfírði, gift Þorsteini
Magnúsi prentara; Metta Markan
var gift Isleifi Óla, en þau slitu
samvistir. Barnabörnin eru 19 á lífi,
þijú dóu í fæðingu.
Börn okkar Gunnars eru Þórdís,
gift Benedikt G. Grímssyni húsa-
smið á Hólmavík, þau eiga eina
dóttur, Söru; Valur, smiður á
Hvammstanga, kvæntur Hermínu
Gunnarsdóttur, þau eiga þijú börn,
Ólöfu sem er stjúpdóttir hans, Hildi
og Gunnar, áður eignaðist Valur
dótturina Birgittu Maggý; Örn,
verslunarstjóri hjá KVH, Hvamms-
tanga, kvæntur Ingimundu Maren
Guðmundsdóttur, þau eiga soninn
Gunnar Mána, sonur hennar er Jó-
hann Sigurðarson. Barn Oddnýjar
og Grettis er Þórdís Karla, gift
Heimi Jónssyni sjómanni í Vest-
mannaeyjum, börn þeirra eru Grett-
ir og Oddný, áður eignaðist Þórdís
Karla dótturina Sigrúnu Ýr. Börn
Siguijónu og Jóns eru Anna María,
hennar börn eru Magnús Þór og
Sigrún; Þorsteinn Metúsalem; Hall-
gerður og Benedikt Páll. Börn Sig-
ríðar eru Jakob V. Arnarson, Einar
Hermann Einarsson og Elísabet
Ingunn Einarsdóttir og saman eiga
Sigríður og Kristján soninn Almar
Daða. Sigríður var áður gift Einari
Inga Einarssyni. Börn Þorsteins og
Önnu eru Rakel Rut, Steinar, Hild-
ur Lilja og Arnar Gauti, áður eign-
aðist Þorsteinn soninn Guðjón og
stjúpdóttir hans er Elín. Börn ísleifs
Óla eru Hermann og Guðrún María.
Pabbi var sannarlega stoltur af
hjörðinni sinni. Hann sá mikla feg-
urð og gáfur í barnabörnunum sín-
um, þau voru í hans augum falleg-
ustu og gáfuðustu börn í víðri ver-
öld. Gladdist hann mikið með afa-
og langafabörnunum. Hann hafði
skemmtilega frásagnargáfu og bjó
til heilu ævintýrin bæði fyrir okkur
sem börn og síðan fyrir barnabörn-
in. Við vorum að sjálfsögðu aðal-
sögupersónurnar í ævintýrunum.
Því miður er ekkert af þessu til á
prenti, en verður varðveitt í endur-
minningunni. Hann sagði eitt sinn
er ég hitti hann: Barnabörnin mín
eru svo gáfuð að það liggur við að
ég verði að fá mér alfræðiorðabók
til að skilja allt sem þau eru að
segja mér, orðaforðinn er svo mik-
ill og mörg nýyrði. Hann sagði mér
oft frá smá prakkarastrikum sem
hann gerði bæði sem barn og eftir
að hann varð fullorðinn. Hann gat
verið meinstríðinn án þess að særa,,
þetta var allt saman meinlaust grín
og passaði hann sig með það að
skemmta aldrei á kostnað annarra,
hann var alltaf með inni í myndinni.
Pabbi hafði áhuga á ættfræði og
kom maður ekki að tómum kofun-
um ef við þurftum að spyija um
hvernig þessi og þessi ætt tengdist.
Pabbi var einnig afar músíkalskur,
spilaði sér og öðrum til mikillar
ánægju bæði á píanó og harmon-
iku. Þegar hann stundaði sjóinn við
strendur Noregs spilaði hann oft á
böllum á hinum ýmsu stöðum í
Noregi. Hann og amma voru bæði
í Kantötukórnuin á Akureyri. Ég
man eftir að hann sagði mér frá
söngferðalagi kórsins til Noregs þar
sem þau sungu á mörgum stöðum
og þótti vel til takast. Voru í því
ferðalagi skoðuð söfn, farið í tívoli
og margt, margt fleira gert sér til
skemmtunar og fróðleiks.
Pabbi kom nokkrum sinnum í
heimsókn til okkar hér á Hvamms-
tanga. Fylltist þá húsið af birtu og
yl. Ef ég var döpur eins og ég er
því miður alltof oft, þá kom hann
með eina af sínum skemmtilegu
frásögnum og lyfti mér upp úr
drunganum og var ég farin að hlæja
og komin í afar gott skap eftir smá
stund. Pabbi hafði ákveðnar skoð-
anir á þjóðmálum og vorum við þar
samstiga. Á yngri árum sagðist
hann hafa verið mjög vinstrisinnað-
ur og fýlgt stefnu sósíalista, en svo
hefði hann þroskast og séð í gegn-
um rauða þráðinn og farið yfir á
þann græna og aldrei séð eftir því.
Var hann því dyggur stuðnings-
maður Framsóknarflokksins til
dauðadags.
Ég veit að hann hefur fengið
góða heimkomu í faðmi látinna ást- •
vina. Pabbi var afar trúhneigður
maður, las oft í okkar lífsins bók,
Biblíunni. Hann vitnaði oft í ýmsa
texta úr guðspjöllunum og vissi
nákvæmlega á hvaða blaðsíðu þeir
voru. Á sínum yngri árum fór hann
oft á kristilegar samkomur á Sjón-
arhæð á Akureyri og naut ég góðs
af er ég var í heimsókn hjá honum,
en ég var alin upp hjá móður minni
og stjupa á Þórshöfn. Ég var mjög
leitandi á þessum árum og hafði
því þörf fyrir þessar ágætu sam-
komur. Það væri í raun og veru nóg
að lýsa pabba í einni setningu:
Hann var hjartahlýr, gjafmildur og
sáttur við allt og alla.
Ég vil sérstaklega þakka mág-
konu minni Önnu fyrir ómælda að-
stoð og hlýju við pabba frá fyrstu
kynnum. Það eru ótalin viðvikin
hennar í hans þágu og hún taldi
þau ekki eftir sér. Einnig eiga hálf-
bræður mínir þakkir skildar fyrir
þeirra umhyggju í hans garð. Því
miður bjó ég það langt frá honum
að ég gat ekki veitt honum þá hjálp
og kærleika sem ég hefði gjarnan
viljað. En það verður ekki á allt
kosið í þessu lífi. Lífíð er stundum
harður skóli, en er þó visst þroska-
stig sem við ættum að reyna að
læra af.
Mín heitasta ósk er að á næsta
tilverustigi er við sameinumst á ný
þá geti ég e.t.v. veitt honum þá
hjálp og væntumþykju sem ég hefði
viljað að hefði verið meiri í lifanda
lífí.
Ég er afar stolt af öllum mínum
hálfsystkinum sem í raun og veru
gætu verið börnin mín hvað aldur
snertir, hálfbræður mínir eru prent-
arar og systir mín vinnur við að-
hlynningu þroskaheftra á Akureyri.
Þau eru öll mætir þjóðfélagsþegnar
og það eru alsystur mínar svo sann-
arlega líka.
Minningarnar hrannast upp og á
ég svo sannarlega góðar endur-
minningar um góðan og kærleiks-
ríkan föður sem var sáttur við hlut-
skipti sitt þó að hann hefði ekki
búið í höllum nema í ævintýrunum
forðum sem hann lét okkur upplifa
á svo einlægan og raunverulegar
hátt og lýsti okkur sem prinsessum
í voða stórri höll. Ég veit að ég
mæli fyrir munn okkar systkinanna
og tengdabarna og annarra að-
standenda, þegar ég segi að okkur
þótti innilega vænt um þennan lít-
illáta mann. Það mátti svo margt
af honum læra í blíðu og vona ég
að ég líkist honum sem mest er
árin færast yfír mig og ég rækti
minn eigin garð eins og hann gerði.
Það er jákvætt að hafa löngun
til að ná góðum og glæsilegum
árangri á flestum sviðum. Best
væri að geta upprætt allan ótta og
vonbrygði innra með okkur og láta
frekar jákvæða hvatningu reka
okkur áfram í átt að markmiðum
okkar. Oft eru þær hindranir í gangi
sem erfitt er að vinna bug á, en
það er mögulegt ef vilji, vit og trú
eru samhæfð. Ætla ég því að reyna
að takast á við þá erfiðleika svo sem
eins og andlegt ofbeldi og biðja
fyrir þeim sem líður illa. Það gerði
pabbi ávallt.
Það fór vel um pabba á Sólvangi
og er ég þakklát öllum sem önnuð-
ust hann í veikindum hans. Ég vona
að góður Guð styrki okkur öll. Ég
veit að Guð varðveitir góðan föður.
Guð blessi minningu pabba míns.
Hildur Kristín Jakobsdóttir, fmm
Hvoli, Hvammstanga.