Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994
Tókýó. Reuter.
LÍKLEGT er, að Tsutomu Hata, nýkjörinn forsætisráðherra í Japan,
neyðist til að mynda minnihlutastjórn eftir að sósíalistar, stærsti
flokkur samsteypustjórnarinnar, hættu samstarfinu. Þá þykir einnig
sennilegt, að fljótlega verði boðað til nýrra kosninga. Margir hag-
fræðingar óttast, að þessi síðasta uppákoma í japönskum stjórnmál-
um geri að engu vonir um efnahagsbata og aukna einkaneyslu á
þessu ári og fresti enn úrbótum i skatta- og viðskiptamálum.
Sósíalistar sögðu sig úr stjóminni
þegar samstarfsflokkar þeirra í
stjórn tilkynntu, að þeir hefðu
myndað með sér einn þingflokk eða
blokk án þess að hafa einu sinni
rætt um það við sósíalista. Hata
og Ichiro Ozawa, bandamaður hans
og mikill valdamaður á bak við
tjöldin, hafa hins vegar ekki farið
dult með, að þeir hygðust stofna
nýjan flokk til mótvægis við Fijáls-
lynda lýðræðisflokkinn, sem farið
hefur með völd í Japan lengst af
frá stríðslokum, og er litið á stofn-
un nýja þingflokksins sem fyrsta
skrefið í þá átt. Sósíalistar telja
aftur á móti, að með honum sé
verið að ýta þeim til hliðar í stefnu-
mótun stjómarinnar.
í gær hafði ekki verið tekin nein
ákvörðun um myndun minnihluta-
stjómar undir forsæti Hata, þeirrar
fyrstu í Japan frá 1955, en verði
það ofan á mun örugglega verða
boðað til nýrra kosninga fljótlega
en að réttu lagi ættu þær ekki að
fara fram fyrr en 1997. Talsmenn
Fijálslynda lýðræðisflokksins hafa
gefíð í skyn, að þeir vilji hafa sam-
starf við sósíalista um vantrauststil-
lögu á stjórnina.
Sósíalistar segjast munu standa
að afgreiðslu fjárlaganna, sem he^
ur dregist í meira en mánuð, en
allt er á huldu um framgang ann-
arra mikilvægra mála eins og um-
bóta í skattamálum og frumvarps
um aukinn aðgang erlendrar vöm
að japönskum markaði. Þau verður
þó að afgreiða fyrir leiðtogafund
Sjö-ríkja-hópsins í Napólí í júní. Þá
segjast sumir hagfræðingar óttast,
að pólitísk óvissa í Japan muni
verða til þess, að gengi dollarans
fari undir 100 japönsk jen en það
þýddi, að í stað hugsanlegs bata í
japönsku efnahagslífi myndi sam-
drátturinn aukast vemlega.
Kosið í fyrsta sinn
SAMANE Selina, sem þykir góður grasalæknir meðal síns fólks í Suður-Afríku, er hér að kjósa í fyrsta
sinn og stingur að því loknu höndinni inn í kassa, sem merkir hana með ósýnilegu bleki. Er það gert til
að koma í veg fyrir, að sami maðurinn kjósi oftar en einu sinni.
Fyrstu kosningarnar með þátttöku allra kynþátta í Suður-Afríku
Mandela hvetur kjósend-
ur til að kjósa í þágu friðar
Skorar á landsmenn að gefa sig ekki fyrir morðingjum
Kreppan í japönskum sljórnmálum
Minnihlutastj ór n
virðist eina leiðin
Jóhannesarborg. Reuter.
BLÖKKUMENN í Suður-Afríku kusu í fyrsta sinn í
þingkosningum í gær eftir fjögurra áratuga kynþátta-
aðskilnað. Blökkumenn voru himinlifandi yfir þessum
tímamótum en sprengjutilræði hvítra öfgamanna
vörpuðu skugga á fyrsta kjördaginn af þremur. Nel-
son Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC),
sem verður líklega fyrsti svarti forseti landsins eftir
þessar sögulegu kosningar, hvatti landsmenn til að
neyta atkvæðisréttar síns í þágu friðar og föðurlands-
ins og láta ekki undan þrýstingi hermdarverkamanna
og morðingja.
Reuter
Næsti forseti?
NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðs-
ins, tekur hér við árnaðaróskum frá stuðnings-
manni sínum en hann skoraði í gær á landsmenn
sína að flykkjast á kjörstað og láta ekki hermdar-
verkamenn hafa áhrif á framgang lýðræðisins.
Mannréttindi
Frakkar for-
dæmdir fyr-
ir seinagang
Strasbourjj. Reuter.
MANNRETTINDADÓMSTÓLL
Evrópu fordæmdi í gær frönsk
yfirvöld fyrir að láta rúmlega
fjögmr ár líða án þess að ljúka
máli blóðþega, sem smitaðist af
alnæmi við blóðgjöf. Maðurinn,
Alain Vallee, er nú með alnæmi
á lokastigi og telur dómstóllinn
að allt of langur tími hafi liðið
án þess að hann hafi fengið bæt-
ur.
Mannréttindadómstóllinn dæmdi
frönsk yfirvöld til að greiða hinum
þrítuga Valle um 260.000 franka í
bætur, um 3,2 milljónirkr. Um 400
slík mál bíða franskra dómstóla.
Vallee smitaðist um miðjan síð-
asta áratug, en á þeim tíma vissu
frönsk stjómvöld að hluti þess blóðs
sem var geymt í blóðbönkum, var
sýkt af HlV-veirunni, en gerðu ekki
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
að blóðþegar sýktust.
Haglund myrti fyrst öldruð hjón
með hnífí á heimili þeirra í septem-
ber 1991 og ári síðar aidraðan eftir-
launaþega, næsta nágranna sinn.
Frá honum stal Haglund hagla-
byssu, sem hann notaði síðan í des-
„Framtíðin er í ykkar höndum
og nú er komið að ykkur að reyn-
ast vandanum vaxin,“ sagði Mand-
ela, sem var í 27 af 75 árum ævi
sinnar í fangelsi vegna baráttu sinn-
ar gegn aðskilnaðarstefnunni. „Við
látum ekki nokkra morðingja stela
frá okkur lýðræðinu.“
Mandela skoraði á Suður-Afríku-
menn að standa saman og senda
tilræðismönnunum skýr skilaboð í
kosningunum sem binda enda á 350
ára yfírráð hvíta minnihlutans í
landinu. „Langir fangelsisdómar
urðu ekki til þess að bæla niður
þann ásetning okkar að öðlast
frelsi. Áralangar ofsóknir og ofbeldi
urðu ekki til þess að stöðva okkur
og við látum ekki stöðva okkur
núna. Við sýnum umheiminum að
við erum staðráðin í að gefa okkur
ekki fyrir ofbeldisseggjum.“
ember sama ár þegar hann myrti
og rændi verslunareiganda. Átti það
morð sér stað í aðeins 50 metra
fjarlægð frá húsi Haglunds.
Það var í mars í fyrra, að grun-
semdir lögreglunnar beindust að
Tugþúsundir
hermanna á
varðbergi
Suður-Afríku-
stjórn hefur kallað
út tugþúsundir
lögreglumanna og
hermanna, meðal
annars úr varaliði
hersins, til að
hindra ofbeldis-
verk í kosningun-
um. Talsmenn
hersins sögðu
þetta mesta herút-
boð í landinu frá
síðari heimsstyij-
öldinni.
Rúmlega sex
milljónir manna höfðu rétt til að
kjósa í gær, þeirra á meðal aldrað-
Haglund en þá voru aðrir bæjarbú-
ar í Tistedal fyrir löngu vissir um
sekt hans. Hann er fjölskyldumað-
ur, 55 ára gamall. Honum er lýst
sem ísköldum og undirförulum
manni, sem svipti ljórar manneskj-
ur lífí fyrir aðeins tæpar 150.000
ísl. kr., sem var ránsfengurinn. Auk
þess var hann dæmdur fyrir að
ræna sparisjóðinn í Tistedal en þá
hafði hann rúma 800.000 kr. upp
úr krafsinu.
ir, fatlaðir, fangar og Suður-Afríku-
menn sem búa erlendis, auk her-
og lögreglumanna og fyrrverandi
andstæðinga þeirra úr skæruliða-
sveitum blökkumanna. Alls eru um
22,7 milljónir manna á kjörskrá.
Mandela kýs í dag í grennd við
borgina Durban í KwaZulu-Natal,
þar sem 10.000 Zúlú-manna hafa
beðið bana í átökum miili fylgis-
manna ANC og Inkatha-frelsis-
flokksins síðustu tíu árin.
Frænka Mandela með fyrsta
atkvæðið
Frænka Mandela, Nomaza Paint-
in, varð fyrst til að kjósa og þar
með fyrsti suður-afríski blökku-
maðurinn sem kýs í þingkosningum.
„Ég er himinlifandi, í sjöunda
himni,“ sagði Paintin, bróðurdóttir
Mandela, en hún kaus í Wellington
á Nýja-Sjálandi.
Paintin kvaðst hafa kosið flokk
frænda síns, Afríska þjóðarráðið.
„Ég tel að ANC sigri, en ég veit
ekki hversu mikill meirihlutinn
verður."
Einn af þeim fyrstu sem kusu í
Suður-Afríku var Friday Mavuso,
sem býr á heimili fyrir fatlaða í
Soweto, stærstu blökkumannaborg
Suður-Afríku. „Við segjum hall-
elúja, lof sé Drottni. Loksins. Ég
sagði alla mína ævi að við myndum
sigra,“ sagði Mavuso, sem er 45
ára og lamaðist þegar hann var 22
ára þegar hann varð fyrir byssu-
kúlu frá lögreglumanni.
Hafa sprengjutilræðin
þveröfug áhrif?
Sprengjutilræði settu mark sitt á
lokasprett kosningabaráttunnar og
þijú þeirra urðu 21 manni að bana,
auk þess sem 162 særðust. Flest
fórnarlambanna voru blökkumenn.
Tveir menn létu lífið í sprengjutil-
ræði í veitingahúsi blökkumanna í
Pretoríu. Sjónarvottur sagði að
hvítur maður hefði kastað sprengj-
unni úr bifreið og ekið í burtu.
Lögreglan kvaðst hafa skotið hvítan
mann til bana við veitingahúsið
snemma í gærmorgun. Hann hefði
verið að „eiga við sönnunargögn á
vettvangi tilræðisins".
Áður hafði óþekktur maður
hringt í dagblað og lýst öðru
sprengjutilræði sem kostaði tíu
manns lífið á hendur Frelsishreyf-
ingu Búa (BBB). Hann varaði við
frekari sprengjutilræðum.
Wim Booyse, fréttaskýrandi sem
hefur kynnt sér starf suður-afríska
hægriöfgamanna sérstaklega, sagði
að sprengjutilræðin mörkuðu þátta-
skil í baráttu þessara manna gegn
valdatöku blökkumanna og væru
mikið áhyggjuefni. „Þetta er ekki
lengur ofbeldi í áróðursskyni. Þess-
ir menn standa í skefjalausri her-
ferð til að skapa skelfingu í öllu
þjóðfélaginu."
Tilræðin gætu þó haft þveröfug
áhrif, því margir hringdu í útvarps-
stöðvar og sögðu ofbeldisverkin
aðeins styrkja þá í þeim ásetningi
að kjósa. „Því fleiri sem sprengjutil-
ræðin eru því meira styrkjumst við.
Þetta er fyrsta tækifæri okkar til
að kjósa og við verðum að grípa
það,“ sagði 65 ára blökkukona í
Soweto.
Morðingmn frá Tistedal
fékk hámarksrefsingu
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
EINN mesti fjöldamorðingi í norskri sögu, Robert Haglund, var
dæmdur í gær til þyngstu refsingar, sem lög leyfa, 21 árs fangelsis
og fimm ára öryggisgæslu, fyrir morð á fjórum nágrönnum sínum
í bænum Tistedal. Er hann austur af Ósló, rétt við sænsku landamær-
in. Fram kom við réttarhöldin, að Haglund myrti allt fólkið til fjár.