Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
Farsi
Með
morgunkaffiriu
Góðan daginn, hjartað
mitt. Ertu ekki búin að
gleyma rifrildinu í morg-
un?
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Mennt er máttur, eða hvað?
Frá Ragnari Viktori Karissyni:
Menntamál þjóðarinnar hafa
verið ofarlega á baugi að undan-
förnu og hefur margt borið á góma
í þessari umræðu. Og hafa komið
upp hinar ýmsu spurningar hvað
málefni nemenda snertir. Hvað bíð-
ur t.d. þeirra fjölmörgu nemenda
sem nú eru að útskrifast frá hinum
ýmsu menntastofnunum landsins?
Þeirra flestra bíður atvinnuleysi og
volæði. Þeir sem fara einna verst
út úr þessu eru iðnnemar á verk-
námsbrautum. Þeir klára sitt verk-
nám í skólanum en eiga síðan sjálf-
ir að finna sér vinnu í ákveðinn
tíma til að vinna sér inn rétt á að
fara í sveinspróf. { flestum tilfellum
er enga vinnu að hafa í iðnaðinum
og standa því allmargir iðnnemar
uppi án allra réttinda og ná ekki
að klára sitt iðnnám.
Uppbygging iðnnáms er tvíþætt,
um er að ræða annars vegar samn-
ingsbundið iðnnám og hins vegar
iðnnám á verknámsbrautum. í
samningsbundnu iðnnámi taka
nemendur bóklega námið í skólan-
um og eru með meistara sem sér
þeim fyrir verklegu námi á meðan
á námi stendur og allt þar til nem-
andinn fær sveinsbréf. Þeir sem
velja þessa leið eru svo til full-
tryggðir að fá þá verkkunnáttu sem
þarf til að öðlast þann rétt sem
þarf til að komast í sveinspróf. Og
öðlast þar með réttindi sem sveinar
í iðngrein sinni. Hin leiðin er sú
að fara eftir verknámsbrautum
skólanna, en þá taka nemendur
bæði verklega og bóklega þáttinn
í skólanum. Þegar nemendur hafa
lokið við verknámsbrautir skólanna
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
kemur að þeim að verða sér úti um
atvinnu í iðngrein sinni í tiltekinn
tíma til að öðlast rétt á að fara í
sveinspróf. Það er hér sem óvissan
byrjar því að það er mjög erfitt að
fá vinnu í iðnaði í dag. Menn eru
því sendir frá skólunum án allra
réttinda út í atvinnulífið sem er
ekki upp á marga fiska í dag. En
vilji svo til að nemendur fái vinnu
og nái að safna þeim tíma sem til
þarf til að fara í sveinspróf og nái
prófinu, þá fyrst öðlast þeir fullgild
réttindi sem sveinar í iðngrein sinni.
Nám við verknámsbrautir er því
afar óöruggur kostur með tilliti til
atvinnumála iandsins í dag.
Atvinnumál landsins eru í mikilli
lægð og hafa verið á niðurleið síð-
ustu ár. Og höfum við íslendingar
verið að missa iðngreinar úr landi
á síðustu árum. Sem dæmi má
nefna húsgagnaiðnaðinn sem ekki
er lengur til á íslandi og nú síðast
skipaiðnaðinn sem er á góðri leið
með að hverfa úr líindi. Þessi dæmi
og mörg önnur eru ástæður þeirrar
Frá Ronald M. Kristjánssyni:
Kynferðislegt ofbeldi jafnast á
við glæp gagnvart mannkyninu!
Yfirvöld aðhafast lítið sem ekkert
í þessum málum hér á landi. Þessu
þarf að breyta með því að bæta
réttartöðu fórnarlamba, endurmeta
gildandi kröfur um sönnunarbyrði,
setja reglur um nálgunarbann,
koma á ríkisábyrgð á miskabótum
til fórnarlamba og koma á fordóma-
lausu réttarkerfí, sem verndar
þegna landsins fyrir ofbeldismönn-
um, sem ekki geta hamið sínar
lægstu ómannúðlegu hvatir.
Samfélagið hlýtur að hafna slík-
um misindismönnum og heimta að
þeir verði lokaðir inni til að koma
í veg fyrir að „glæpurinn" endur-
taki sig.
Verst er þó að vita til þess að
saklaus börn eiga sér fáa mál-
svara. Að kæra t.d. fullorðinn
mann, sem gerst hefur sekur um
kynferðisofbeldi gagnvart barni
(neyðir barn til samræðis við sig),
virðist vera tímasóun ein, kvalafull
upplifun aðstandenda, er láta sér
lægðar sem við lifum nú í. Þetta
skapar aukið atvinnuleysi í iðnaðin-
um.
Hvað er til bóta? Atvinnumál
þjóðarinnar verða ekki leyst í einni
svipan, svo stórt er vandamálið
orðið. Er. málefni iðnnema á verk-
námsbrautum mætti bæta með
breytingum á núverandi skólakerfi.
Hvernig væri að lengja nám á
verknámsbrautum um eina önn og
láta nemendur vinna að lokaverk-
efni sem spannaði þá þætti sem
koma fyrir á sveinsprófi og láta
nemendur útskrifast með sveins-
próf út úr skólunum? Og þannig
hefðu þeir fullgild réttindi þegar
þeir útskrifuðust af verknáms-
brautum. Þetta myndi ekki bæta
atvinnumál iðnnema en þetta
tryggði þeim fullgild réttindi eftir
nám í stað óvissunnar sem nú er
ríkjandi.
RAGNAR VIKTOR KARLSSON,
Vesturbraut 18,
Hafnarfírði.
annt um börn sín og hrein og bein
vanvirðing gagnvart smáfólkinu.
Vægir áfellisdómar, sýknudómar
og niðurfellingar bera þess merki,
svo ekki sé minnst á það atvik, er
átti sér stað hinn 8. mars sl. þegar
forseti Hæstaréttar sýndi málpíp-
um fórnarlamba kynferðisofbeldis
þá óvirðingu, að taka ekki við
mótmælabréfi þeirra. Þegar glæpur
er framinn eins og kynferðisof-
beldi, verða dómarar að beita hörð-
ustu refsingu sem mögulegt er, eða
loka sakboming inni á stofnun, svo
að hann verði ekki samfélaginu til
frekari ama.
Eða er litið á kynferðisofbeldi
sem eitthvert grín? Eru allir svo
nátengdir málinu, eða með eitthvað
óhreint í pokahorninu, að hætta sé
á að okkar ástkæra fóstuijörð verði
að fanganýlendu? Gerum þá kröfu
til yfirvalda, að mannréttindabrot
verði ekki látin viðgangast undir
skugga vængja þeirra sem ráða.
RONALD M. KRISTJÁNSSON,
Reynimel 47,
Reykjavík.
Kynferðislegt ofbeldi
Víkveiji skrifar
egar komið er fram á þennan
árstíma, leggur Víkveiji
gjarnan leið sína um Elliðaárdal-
inn, því þar er gott að ganga. Um
síðustu helgi, bæði laugardag og
sunnudag, var margt göngufólk á
stígunum meðfram Elliðaánum,
enda veður dásamlegt og þótt
norðangolan hafi verið heldur nöp-
ur, þá var ótrúlega skýlt í dalnum
við árnar. Þær geta vart verið
margar höfuðborgirnar sem státa
af jafn ósnortinni náttúruperlu,
nánast í hjarta sér, eins og Reykja-
vík gerir, með þessari útivistarvin.
Því getur maður ekki annað en
undrast þá fólsku sem í því felst,
að ráðast að gróðrinum við Elliða-
árnar, bijóta tré, rífa upp hríslur
og valda óbætanlegum umhverfis-
spjöllum, eins og gert var í Elliða-
árdalnum í síðustu viku. Það er
eitthvað meira en lítið bogið við
fólk, sem haldið er slíkri skemmd-
arfýsn og veitir henni útrás með
svo lágkúrulegum hætti.
Annað sem vekur athygli, þegar
göngustígar Reykjavíkur og
nágrennis eru kannaðir, nú þegar
snjóa hefur leyst, og jörð er orðin
auð, er óheyrilegt magn af hvers-
konar rusli, sem hlaðist hefur upp
í ókræsilegar hrúgur, í moldar-
börðum, görðum, grassverði og
raunar hvar sem er. Eru Reykvík-
ingar meiri sóðar en gengur og
gerist? Það getur vart annað ver-
ið, en þeim sem stunda útivist
yfir vetrarmánuðina, láist í allt of
mörgum tilvikum að minnast þess,
að það sem þeir henda frá sér í
snjóinn, mun koma upp aftur, þeg-
ar snjóa leysir, bara í ógeðslegra
formi. Kókómjólkurfernur, trópí-
fernur, tómar öldósir, gosflöskur,
sælgætisbréf, sígarettustubbar og
annar óþverri, er ekki til þess fall-
ið að prýða umhverfið. Væri nú
ekki vitinu nær að hafa með sér
plastpoka í vasa, til þess að geyma
rusl í, þar til komið er að næstu
sorptunnu, eða geyma ruslið ein-
faldlega í vasanum, þar til heim
er komið? Þessa virðist útivistar-
fólk alla jafna gæta í góðu meðal-
lagi, yfir sumartímann, því þá sjást
ekki í sama mæli þeir ruslahaugar
úti um víðan völl, og á vorin, þeg-
ar snjóa leysir.
XXX
Hreinsunardagar á vorin, sem
ýmis félagasamtök, íbúar
heilu gatnanna, fjölbýlishúsanna
og jafnvel hverfanna, standa fyrir
víða um borgina, eru augljóslega
hið mesta þarfaþing, auk þess sem
þeir í félagslegu tilliti eru af hinu
góða fyrir unga sem aldna. Borgin
tekur jafnan miklum stakkaskipt-
um eftir slíka daga og nú hlýtur
senn að líða að því að hin margvís-
legu samtök standi fyrir slíkri vor-
hreingerningu á henni Reykjavík,
enda veitir ekki af.