Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 1994 Berjast hesta- menn í hlekkj- um hugarfars? Hestar Valdimar Kristinsson NÚ ÞEGAR keppnistímabil hestamanna er að komast i full- an gang er ekki úr vegi að líta örlítið til framtíðar því fastlega má gera ráð fyrir róttækum breytingum á núverandi fyrir- komulagi móta og á keppniregl- um á næstu árum. Upphaf keppnistímabils er góður tími til að leiða hugann að þessum málum. Vel flestir hestamenn viður- kenna þá staðreynd að stöðugt styttist í að móta- og keppnisfyrir- komulagið lendi í öngstræti, sumir vilja meina að þangað sé nú þegar komið. Er þá verið að tala um stöðugt minnkandi aðsókn að mótum bæði hvað varðar áhorf- endur og keppendur. Að vísu er afstætt að tala um að keppendum fækki því tölulega hefur þeim fjölgað flest árin, sbr. íslandsmót- in. Hins ber að geta að iðkendum hestamennskunnar hefur fjölgað verulega síðustu árin og má ætla að hlutfallslega hafi keppendum fækkað miðað við iðkendafjöld- ann. Að margra áliti má rekja ástæður minnkandi aðsóknar til þess hversu fáir leggja fyrir sig keppni í einni eða annarri mynd. Er talið að með fjölgun keppenda i mismunandi styrktarflokkum muni áhugi fyrir keppni hinna bestu aukast og þar með aðsókn um leið. Vandamálið er í stórum drátt- um tvíþætt, þ.e. of fámennur hóp- ur úr röðum hestamanna leggur stund á keppni og of mikið er af lokuðum félagsmótum. Telja má eðlilegt að hvert félag haldi eitt lokað félagsmót í stað tveggja nú en þess í stað geti félag eitt og sér eða í samvinnu við önnur hald- ið opin mót í ýmsum styrkleika- flokkum. Telja má að lykillausnin að aukinni þátttöku sé að skapa sem flestum réttan vettvang til að keppa á. En til þess að svigrúm skapist fyrir þessar breytingar þarf að einfalda keppnisfyrir- komulagið og það í orðsins fyllstu merkingu. Er hér komið að nokkuð viðkvæmum punkti sem er sam- eining íþrótta og gæðingakeppni. Til eru menn sem segja að slíkt megi aldrei gerast því þar með sé verið að forsóma íslenska gæðing- inn, þessa skaparans meistara- Á hættuslóðum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Er yfir Vesturlandsveginn kom var áð gegnt Laxalóni og tekin fram harmonikka og sungið við raust. Hestamót helgarinnar Skeifukeppni, Reykjavíkur- mót o g fjöldi firmakeppna Á KOMANDI helgi ber hæst Reykjavíkurmót í hestaíþróttum sem er að heita má félagsmót Fáks. Mótið byrjar á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudag en þá fara fram úrslit. Á Bændaskólanum á Hólum fer fram lokaspretturinn í keppni nem- enda um Morgunblaðsskeifuna. Þar munu nemendur þreyta próf í gangtegundum, fjór- og fimm- gangi. Keppnin hefst klukkan 13 og úrslit verða um 15.30 og verð- launafhending klukkan 16.30. Það verða tvær skeifukeppnir á Hólum þetta árið þar sem verið er að breyta náminu úr tveggja vetra námi í eins árs samfellt nám. Þeir sem þreyta próf á laugardag eru í síðasta tveggja vetra árgangnum en þeir sem þreyta seinna prófið sem verður fyrri partinn í júní eru ÞAÐ fylgir þvi nokkur hætta að ríða yfir Vesturlandsveg við Grafargil þar sem liggur ein fjölfarn- asta reiðleið landsins. Hér fer formaður Fáks, Viðar Halldórsson, fyrir hópreið Harðarfélaga sem heimsóttu Fáksmenn um helgina. Mikil þátttaka var enda veður eins og best var á kosið. Fáksmenn tóku á móti Harðarmönnum við Korpúlfsstaði og fylgdu þeim niður á svæði sitt, Víðivelli, þar sem biðu gestanna veglegar veitingar. hvað sé nefnt tvö dómarafélög sem misjafnlega vel hefur gengið að reka. Fjallað er um keppnisreglur á tveimur þingum sem er tvímæla- laust óhagræði. En svo vikið sé að áhorfendum á mótum þá telja ýmsir að ein ástæða sé of flóknar keppnisreglur þar sem alltaf sé verið að hugsa um keppendur en sjónarmið eða óskir hins almenna áhorfanda hafi orðið undir. Full ástæða er til að hvetja hestamenn til að hugleiða og ræða sín á milli þær hugmyndir sem fram kunna að koma um þessi efni á komandi keppnistímabili. Það gæti alltaf gerst að góðar hugmyndir kvikn- uðu í brekkunni á einhveiju hesta- móti sumarsins. Þessi mál hafa verið til skoðun- ar hjá samtökum hestamanna og nú er starfandi nefnd á vegum Landssambands hestamannafé- laga sem er ætlað það hlutverk að skyggnast inn í framtíðina og gera tillögur um breytingar sem leitt gætu til lausnar þessara vandamála sem hér hefur verið fjallað um. Mun nefndin standa fyrir opnum pallborðsumræðum að kvöldi sunnudagsins 8. maí að loknum hestadögum í reiðhöllinni. Að sögn formanns nefndarinnar, Atla Guðmundssonar, verða þar fengnir landskunnir menn til að flytja framsöguerindi um þessi mál og mun þar vafalítið bera á góma hugmyndir um sameiningu íþrótta og gæðingakeppni og sömuleiðis sameining Landssam- bands hestamannafélaga og Hestaíþróttasambandsins. Verður þetta án efa áhugaverður fundur fyrir þá sem láta sig varða fram- tíðarskipulag hestamennskunnar á íslandi. mynd. Timamir breytast og menn- irnir með, segir máltækið, og vissulega á það einnig við um hestana. Spurningin stendur um það hvort hestamenn beri gæfu í fyrsta árgangi heilsársnema. Þá verða haldnar einar fimm firmakeppnir á laugardeginum nánar tiltekið hjá Gusti í Glaðheim- um, Sörla á Sörlavöllum, Herði á Varmárbökkum, Dreyra á Æðar- odda og Sleipni á Selfossi. Á sunnu- deginum se'm er 1. maí verður Smári með firmakeppni á Murneyri og Glaður með íþróttamót í Búðar- dal. til að sníða sitt eigið kerfi að sín- um þörfum en þurfí ekki að beygja sjálfa sig að þörfum kerfisins og verða þrælar þess. Með öðrum orðum þá verður ekki betur séð en hestamenn hafi síðustu árin verið að beijast í hlekkjum hugarf- arsins. Þegar vandamál steðja að mannskepnunni hafa þau verið leyst með hugmyndaauðgi fyrst og fremst. Þeim vegnar best sem geta slitið sig örlítið frá raunveru- leikanum eins og hann er og geta opnað hug sinn og séð framtíðina út frá nýjum formerkjum. Ef hug- myndin um sameinaða gæðinga og íþróttakeppni er skoðuð án allra fordóma er þá svo mikil hætta á að ímynd hins íslenska gæðings bíði stóran skaða af? Með rökum má sýna fram á að þessi tvö keppnisform hafa nálgast hvort annað ótrúlega mikið í gegnum tíðina og telja margir að lítill munur sé þar á í raun. Benda má á margháttaða óhag- kvæmni í þessu tvöfalda kerfi og kemur þá upp í hugann svo eitt- TIL SÖLU Til sölu trjáplöntur Til sölu eru ýmsar tegundir af trjáplöntum í eigu Garðshorns, einkafyrirtæki, dánarbús Magnúsar Sigurjónssonar. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan skiptastjóra dánarbúsins í síma 622024. Steinunn Guðbjartsdóttir, hdl. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500. Söluíbúð fyrir aldraða Til sölu er vandað parhús við Hjallasel. íbúðin er rúmgóð 2ja herb. íbúð, rúmlega 70 fm að stærð. íbúar eiga kost á þjónustu frá vistheimili aldraðra í Seljahlíð. Nánari upplýsingar um verð og kjör gefur skrifstofustjóri Félagsmálastofnunar í síma 678500. __________Brids____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 21. apríl mættututt- ugu pör til leiks, og spilað var í tveim- ur tíu para riðlum: A-riðill. Sigurleifur Guðjónsson/Eysteinn Einarsson 136 ÞórarinnÁmason/BergurÞorvaldsson 126 Helga Helgadóttir/Kristrún Kristjánsdóttir 113 Margrét Björnsson/Guðrún Þórðardóttir 119 Meðalskor 108 B-riðill. Lárus Amórsson/Ásthildur Sigurgísladóttir 196 Haukur Guðmundsson/Ásta Erlingsdóttir 185 Guðmundur Samúelsson/Bragi Melax 182 Theodór Jóhannesson/Steinunn Jónsdóttir 175 Meðalskor 165 Sunnudaginn 24. apríl .var spilað í tveim tíu para riðlum. Og þar með úrslitadaginn í 3. daga keppni. A-riðill. Þórarinn Ámason/Bergur Þorvaldsson 141 Eysteinn Einarsson/Jón Stefánsson 118 Ingibjörg Stefánsdóttir/Fróði B. Pálsson 118 Gunnþómnn Erlingsdóttir/Inga Bemburg 110 Baldur Helgason/Haukur Guðmundsson 110 Eftir þessa- þijá sunnudaga urðu þessi þijú pör efst. Sigurleifur Guðjónsson/Þorleifur Þórarinsson 365 ÞórarinnÁmason/BergurÞorvaldsson 363 BaldurHelgason/HaukurGuðmundsson 358 Bridsklúbbur Fél. eldri borgara, Kópavogi Föstudaginn 22. apríl sl. var spilað- ur tvímenningur. 16 pör mættu. Úr- slit urðu: Cyras Hjartarson - Siguijón H. Siguijónsson 276 Jón Friðriksson - Kristinn Jónsson 254 Sigriður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson 238 Eysteinn Einarsson - Garðar Sigurðsson 234 Meðalskor 210 Næst verður spilað föstudaginn 29. apríl kl. 13.15 að Fannborg 8 (Gjá- bakka). Bridsfélag Tálknafjarðar Firmakeppni Bridsfélags Tálkna- fjarðar er hafin og eftir 1. umferð af þremur er staðan þessi. Jón Ámason, Eik 86 Brynjar Olgeirsson, Þórsberg 81 Guðlaug Friðriksdóttir, Ragnari Jónss. 78 Egill Sigurðsson, Skanda 75 Jökull Kristjánsson, EssoNesti 68 Þá er nýlokið 3 kvölda hraðsveita- keppni. Lokastaðan. Sveit Guðnýjar Lúðvígsdóttur 1550 Sveit Snæbjöms Geirs Viggóssonar 1500 SveitBrynjarsOlgeirssonar 1480 Með Guðnýju í sveit voru: Birgir Lúðvígsson, Jón H. Gíslason, Ævar Jónasson. Bridsfélag Húnvetninga Miðvikudaginn 20.4. var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátt- töku 16 para. Meðalskor 210. Úrslit: Halldór M agnússon/Eyjólfur Ólafsson 251 Baldur Ásgeirsonn/Hermann Jónsson 246 Þórarinn Ámason/Þorleifur Þórarinsson 228 Hákon Stefánsson/Bergþór Ottósson 226 Guðjaugur Sveinsson/Róbert Siguijónsson 224 I kvöld hefst 2 kvölda firmakeppni. Spilaður er tvímenningur. Þátttaka tilkynnist til Valdimars í síma 37757. Bridsfélagið Muninn í kvöld hefst tveggja kvölda tví- menningur, Landsbankamótið, og eru veitt peningaverðlaun fyrir 3 efstu sætin og verðlaun í 5 efstu sæti. Spilað er í húsi björgunarsveitarinn- ar og hefstkeppnin kl.20. Bridsfélag Suðurnesja Hörkukeppni er um meistaratitil félagsins í tvímenningi en nú er lokið 21 umferð af 27. Spilaður er baromet- er sem gefur mikla möguleika til svipt- inga. Staðan er nú þessi: Karl Hermannsson - Amór Ragnarsson 198 Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 197 Pétur Júlíusson - Heiðar Agnarsson 184 Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson 147 Garðar Garðarsson - Eyþór Jónsson 125 GunnarGuðbjörnsson - Stefán Jónsson 119 V alur Símonarson - Kristján Kristjánsson 96 Spilaðar voru 7 umferðir sl. mánu- dagskvöld og fengu eftirtalin pör hæstu skorina: Þórður Kristjánsson - Gísli Davíðsson 91 Gísli Torfason - Birkir Jónsson 83 Amór Ragnarsson - Karl Hermannsson 69 Sigurður Steindórss. - Jón Ólafur Jónss. 68 Keppnin er jafnframt spiluð með forgjöf og eru sviptingarnar ekki minni þar. Staðan: Pétur Júlíusson - Heiðar Agnarsson 343 Valur Símonarson - Kristján Kristjánss. 337 Elías Guðmundsson - Kolbeinn Pálsson 316 Gunnar Guðbjörnsson -Stefán Jónsson 296 Síðustu 6 umferðirnar verða spilað- ar nk. mánudagskvöld í Hótel Kristínu og hefst spilainennskan kl. 19.45. Keppnisstjóri er ísleifur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.