Morgunblaðið - 27.04.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI
Tillögur Ingxi Jónu veruleg-
ur ávinningTir fyrir borgina
þar sem þessi rekstrarþáttur er
boðinn út. Mjög vaxandi þörf hef-
ur verið fyrir almenningssalerni í
borginni, einkanlega í miðborginni
um helgar. Tillaga var gerð um
að leita leiða til að fá einkaaðila
til að bæta við þá þjónustu. Það
hefur verið gert og tekist mjög vel.
Bílastæðasjóður
eftirMarkús Örn
Antonsson
Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar
þarf að vera reglubundið til
skoðunar í því skyni að koma við
sparnaði í rekstri. Borgarstjóri er
í raun framkvæmdastjóri í mjög
stóru fyrirtæki á íslenskan mæli-
kvarða. Reykjavíkurborg veltir
12-14 milljörðum króna á ári og
hefur um 5000 manns í vinnu.
Miklu skiptir að með fjármuni sé
þannig farið á hverjum tíma, að
þeir nýtist eins vel og kostur er.
Liður í því er gagnrýnin, regluleg
skoðun á viðteknum starfsháttum
og kostnaðareftirlit. Rekstrarfyr-
irkomulag og stjórnunarhættir
þurfa að vera þannig, að skilvirkni
sé tryggð og hagkvæmni.
í ársbyijun 1992 fékk ég Ingu
Jónu Þórðardóttur, viðskiptafræð-
ing, til að vinna athugun á ýmsum
stærri þáttum í rekstri borgarinn-
ar og ákveðinna minni eininga
innan hans. Verkið fór þannig
fram, að Inga Jóna kynnti sér
náið flestar hliðar á rekstri
Reykjavíkurborgar, stofnana og
fyrirtækja hennar, með viðtölum
við yfirmenn einstakra stofnana
og stjórnendur deilda eftir því sem
við átti hveiju sinni. Upplýsinga
var aflað úr bókhaldsgögnum og
öðrum heimildum, sem máli skiptu
fyrir framvindu verkefnisins.
Á reglulegum fundum okkar
lagði Inga Jóna fram minnisblöð
og greinargerðir sem vinnuplögg
fyrir mig sem borgarstjóra að
vinna frekar úr í samráði við emb-
ættismenn borgarinnar og for-
stöðumenn á viðkomandi rekstrar-
sviðum. í þessum gögnum var að
finna greiningu á viðfangsefninu,
hugmyndir um valkosti eða beinar
tillögur um aðgerðir. Síðan var það
mitt að ákveða um framhaldið.
Sumu vísaði ég áfram til frekari
úrvinnslu og framkvæmda í stjórn-
kerfinu, annað var ákveðið að
skoða nánar eða hafnað strax.
í fyrsta lagi var fjallað um
ýmis konar þjónustu, sem tengist
eigin starfsemi borgarinnar, svo
sem akstur eigin bifreiða og leigu-
akstur, ræstingu, öryggisvörslu,
ræktun, þvotta, viðhald fasteigna,
lóða og gatna o.s.frv.
I öðru lagi var fjallað um þjón-
ustu sem snýr beint að borgarbú-
um, svo sem sorphirðu, rekstur
þjónustumiðstöðva, sundstaða,
íþróttamála, þjónustu við einstaka
hópa borgarbúa, dagvistarmál,
skólamál o.fl.
í þriðja lagi var síðan fjallað
um skipulag og rekstur hjá ein-
stökum stofnunum.
Helstu niðurstöður voru þær,
að í flestum tilfellum yrði bestum
árangri náð með auknum og vel
skipulögðum útboðum en breyt-
ingar á rekstrarfyrirkomulagi
kæmu vissulega til greina í
ákveðnum tilvikum.
Um framvindu nokkurra ein-
stakra viðfangsefna Ingu Jónu
skal eftirfarandi tilfært:
Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar
* Borgarstjóri ritaði fjármálaráð-
herra bréf og óskaði eftir því að
gerð yrði úttekt á stöðu þessa
fyrírtækis með tilliti til breyttra
aðstæðna á markaðnum, m.a. vax-
andi samkeppni innlendra hugbún-
aðaríyrirtækja. Nýrri stjórn
SKÝRR var falið að gera tillögur
um framtíðarskipan rekstursins.
Skýrsla hennar iiggur fyrir.
Jarðboranir hf.
Ákveðið í samvinnu við iðnaðar-
ráðuneytið að selja hluta af hluta-
bréfum borgarinnar í fyrirtækinu.
Borgarritari annaðist fram-
kvæmdina.
Pípugerðin
Gerð tillaga um að fyrirtækinu
yrði breytt í hlutafélag. Sérstakur
ráðgjafi fenginn til að gera úttekt
á fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri
lögfræði- og stjórnsýsludeildar
annaðist frekari meðferð málsins.
Pípugerðin h.f. tók til starfa um
áramótin 1992-93.
Malbikunarstöð og Grjótnám
Tillaga um að vinna að samein-
ingu þessara tveggja fyrirtækja
og stofna um þau hlutafélag.
Framkvæmdastjóra þeirra falið að
vinna að nánari tillögugerð. Hún
er fyrirliggjandi en afstaða hefur
ekki verið tekin til málsins.
Ræstingar
Tillaga um útboð ræstinga í
stofnunum borgarinnar og að auki
tillaga um reynsluútboð vegna nýs
afkastahvetjandi kerfis sam-
kvæmt samningum við Verka-
kvennafélagið Framsókn. í grunn-
skólum borgarinnar hefur verið
tekið upp nýtt kerfí, sem leiðir tii
spamaðar í rekstri. Hið eldra upp-
mælingarkerfí var 20 ára gamalt
og miðaðist við miklu lakari tækni
við þrif og ræstingar en nú hefur
rutt sér til rúms. Stefnt að því að
bjóða út ræstingar í nýjum stofn-
unum. Svo hefur verið gert í hinni
nýju Árbæjarsundlaug en mjög
hagstæð tilboð fengust í verkið.
Einnig hefur útboðsleiðin verið til
athugunar hjá Félagsmálastofnun.
Leiguakstur
í framhaldi af athugun á leigu-
bílaakstri á vegum Reykjavíkur-
borgar var ákveðið að bjóða út.
akstur vegna skólanema.
Eldsneytiskaup
Tillaga um útboð á eldsneyti og
fleiri rekstrarvörum vegna bifreiða
og vélakosts borgarinnar, svo sem
hjá SVR, slökkviliði og Vélamið-
stöð. Forráðamönnum viðkomandi
stofnana falið að vinna að fram-
gangi málsins.
Oryggisvarsla
Tillaga gerð um breytt fyrir-
komulag öryggisvörslu hjá borgar-
stofnunum. Jafnframt að öryggi-
svarslan skyldi boðin út. Svo hefur
verið gert.
Viðhald fasteigna
Tillaga um að auka verulega
útboð í viðhaldsverkefni á vegum
byggingardeildar. Þau hafa farið
fram m.a. vegna atvinnuskapandi
verkefna síðustu tvö ár.
Viðhald lóða
Tillaga um breytta verkaskipt-
ingu gatnamálastjóra og garð-
yrkjustjóra. Skipulaginu breytt í
ýmsum atriðum. Aukin áhersla á
frumkvæði hverfamiðstöðva varð-
andi hreinsun og viðhald lóða við
borgarstofnanir. Samkvæmt því
hefur verið unnið nú í rúmt ár.
Viðhald gatna
Tillaga um frekari vinnu og
kostnaðargreiningu einstakra
verkþátta í undirbúningsskyni
vegna útboða. Ennfremur að hefja
undirbúning að útboðum vegna
snjómoksturs og gatnahreinsunar.
Útboð hafa verið aukin hjá gatna-
málstjóra vegna malbikunar, m.a.
á nýjum göngustígum.
Ræktunarstarf
Tillaga um útboð á plöntukaup-
um. Matjurtir vegna skólagarð-
anna boðnar út. Ennfremur gerð
áætlun um útboð á tijáplöntum í
samræmi við vaxandi samkeppni
á þeim markaði.
Hundaeftirlit
Gerð var tillaga um útboð á
hundaeftirliti, en sú starfsemi hef-
ur haft í för með sér síaukinn
kostnað og hækkun hundaleyfís-
gjalda, sem mælist mjög illa fyrir.
Tillagan hefur ekki náð fram að
ganga en til athugunar er nýtt
fyrirkomulag.
Markús Örn Antonsson
„Það er því afar ómak-
legt af Sigrúnu Magn-
úsdóttur, borgarfull-
trúa og frambjóðanda
R-listans, að halda því
fram, að Inga Jóna hafi
ekki unnið fyrir kaup-
inu sínu við þessa um-
fangsmiklu úttekt.“
Þjónusta í stofnunum aldraðra
Tillögur um útboð ýmissa
rekstrarþátta, svo sem mötuneyt-
is, hárgreiðslu og fótsnyTtingu
hafa verið til meðferðar hjá Fé-
lagsmálastofnun og verður sumu
væntanlega hrundið í framkvæmd
með tilkomu þjónustumiðstöðvar-
innar við Vitatorg.
Hreinsunardeild
Gerður var samanburður á ríkj-
andi fyrirkomulagi við sorphirðu
hjá Reykjavíkurborg og hjá sum-
um nágrannasveitarfélögunum,
Tillaga um að stofna fyrirtæki
með sérstakri stjórn um þennan
rekstur, sem farið hefur mjög vax-
andi vegna tilkomu nýrra bíla-
stæðahúsa í borginni. Aðaláhersla
í starfseminni yrði lögð á markaðs-
setningu. Sérstakur framkvæmda-
stjóri var ráðinn og starfsemin
heyrir undir fjármáladeild í stað
borgarverkfræðings áður.
Rafmagnsveita og Hitaveita
Tillaga um að sérstakur starfs-
hópur yrði skipaður til að kanna
hagkvæmni þess að fyrirtækin
sameinist með það að markmiði
að mynda eitt öflugt orkufyrirtæki
borgarinnar, sem tæki aukinn þátt
í þróunarverkefnum tengdum
orkuframleiðslu. Óafgreitt.
Reykjavíkurhöfn
Tillaga um starfshóp til að fjalla
um framtíðarþróun á hafnarsvæð-
inu og frumkvæði Reykjavíkur-
hafnar varðandi þróun nýiðnaðar-
svæða í tengslum við hafnarað-
stöðu. Þetta verkefni er nú unnið
af hálfu Aflvaka Reykjavíkur h.f.
Ekki er unnt að gefa fyllilega
tæmandi greinargerð um öll ein-
stök atriði, sem á ýmsum stigum
máls var fjallað um meðan Inga
Jóna Þórðardóttir vann að verkefni
sínu. En eins og framangreind
upptalning sýnir var þar víða kom-
ið við og hefur sú vinna orðið
grundvöllur að ákvörðunum um
breytta tilhögun í rekstri borgar-
innar, sem þegar hefur skilað mik-
ilsverðri hagræðingu, og hefur án
efa þegar leitt til sparnaðar er
nemur milljónatugum fyrir borg-
arsjóð og borgarbúa.
Það er því afar ómaklegt af
Sigrúnu Magnúsdóttur, borgar-
fulltrúa og frambjóðanda R-list-
ans, að halda því fram, að Inga
Jóna hafi ekki unnið fyrir kaupinu
sínu við þessa umfangsmiklu út-
tekt.
Höfundur er fyrrverandi
borgarstjóri.
Orð og efndir á Hjallasvæðinu
eftir Guðnýju
Aradóttur
Einn af eiginleikum Sjálfstæðis-
flokksins er að geta brugðið sér í
líki félagshyggjuflokks fyrir kosn-
ingar en starfa öll árin á milli í
þágu sérgæskunnar. í Kópavogi
hefur þetta meðal annars birst í
framgöngu eða afskiptaleysi núver-
andi meirihluta í málefnum ungl-
inga, skóla og leikskóla. Ekki hvað
síst bitnaði þetta á Hjallahverfínu
enda enginn bæjarfulltrúa þaðan
þó svo þetta sé eitt fjölmennasta
hverfi bæjarins.
Það vantaði svo sem ekki fögur
fyrirheit fyrir síðustu kosningar.
Bragi Michaelsson skrifaði greinar
í Voga og Morgunblaðið og lofaði
öllu fögru i skólamálum ef Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi tækifæri til.
Það átti að ljúka við Hjallaskóla á
kjörtímabilinu (sjá t.d. Voga 6. tbl.
40. árg. maí 1990).
En orð eru ódýr ein og sér. Hvað
hefur nú Bragi og meirihluti hans
og Framsóknar afrekað í málefnum
Hjallaskóla á kjörtímabilinu? Ein
álma hefur verið byggð en það dug-
ar skammt. Enn vantar að minnsta
kosti níu almennar kennslustofur
og fjórar sérkennslustofur til að
skólinn geta talist fullfrágenginn.
Og þrátt fyrir mikinn dugnað skóla-
stjóra og kennara má ljóst vera að
við slíkar aðstæður nýtist börnum
skólagangan ekki sem skildi.
Bragi bætti því við í grein sinni
að ef þáverandi meirihluti fengi að
halda áfram væri Iangt „í land með
einsetinn grunnskóla í Kópavogi".
Nú meirihlutinn féll, þökk sé fram-
boði Kvennalistans, og Bragi og
félagar hafa því haft fjögur ár til
að þoka áfram því markmiði að
skólar í Kópavogi verði einsetnir.
Og hefur eitthvað miðáð? Auðvitað
ekki, það hefur allt fé farið í að
grafa holur og malbika götur sem
enginn býr við. Það sem að skóla-
málum, bömum og unglingum snýr,
hefur mátt bíða.
Og þó. Þetta er nú víst ekki al-
veg rétt hjá mér. Það var ekki beð-
ið með að loka félagsaðstöðu ungl-
inganna við Digranesskóla. Og það
var heldur ekki beðið með að leggja
niður útideildina. Raunar rakst ég
hvergi á loforð um þessar fram-
kvæmdir í bæjarblöðunum fyrir síð-
ustu kosningar. Nema um sé að
ræða uppfyllingu loforðsins um að
efla baráttuna gegn fíkniefnum.
Sjálfsagt hefur þetta þó verið nauð-
synlegt til að bæjarstjóri Framsókn-
arflokksins gæti haft sæmileg laun.
Fleiri voru holurnar raunar sem
unnt var að sækja í matinn. Nú er
svo komið í Kópavogi að lítil börn
eru rukkuð um 50 krónur ef þau
vilja fara á róló. Fimmtíu krónur
eða þú mátt standa fyrir utan og
horfa á aðra krakka vega salt og
moka í sandkassanum. Svona er
nú komið fyrir Kópavogi, þeim bæ
sem fólk flutti einu sinni til vegna
þess að svo vel var búið að börnum.
Enda hefur stöðugt dregið úr fjölg-
un í bænum á þessu kjörtímabili.
Þannig er nú mat fólks á félags-
málapólitík Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks.
Og meðal annarra orða. Hvar er
unglingaleikhúsið sem Sjálfstæðis-
flokkurinn lofaði hátíðlega fyrir síð-
ustu kosningar að koma á fót í
Kópavogi? Er það ef til vill það sem
við sjáum á kvöldin og um helgar
fyrir utan verslunarmiðstöðina í
Engihjalla? Ég hef nú nokkuð aðrar
hugmyndir um leikhús hvort heldur
er fyrir unglina eða fullorðna.
Það er lítill vandi að halda þann-
ig áfram að telja hvernig orð fyrir
kosningar er allt annað en efndir
eftir að menn hafa raðað sér á kjöt-
katlana. Allur Kópavogur hefur
Guðný Aradóttir
„Enn vantar að minnsta
kosti níu almennar
kennslustofur og fjórar
sérkennslustofur til að
skólinn geta talist
fullfrágenginn.“