Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ yCjCgÍL— BRENNT SÍTRUS 'ARÐVEM lalJARÐVEni I. MATUR OG ri,iVseí?>e hindber brómber SÍTRÓNUR GREIPÁVÖXTUR lakkrís, anis '&$*'*'* BRENNT RISTAÐ KAFFI FÚKKALYKT SVEPP/r Rgf 1®w« shfr $Z* r4f/ Hvar er þessi ^ hrossa- lykt? MARGIR furða sig á þeim orðum sem oft er gripið til þegar lýsa á ilmi eða bragði víns. Getur virkilega verið hrossa-, lakkrís- eða kaffibragð af góðu rauðvíni? Já BRAUÐ og nei. Auðvitað má segja sem svo að ein- úngis sé jarðarberjabragð af jarðarbeijum og kaffílykt af kaffi. En þá má líka spyija á móti hvað er kaffilykt? Hvern- ig skilgreinist hún? Vandinn sem við stöndum frammi fyrir þegar lýsa á bragði og lykt er að um afstæð hugtök er að ræða. Það er ekki hægt að festa hendur á ólíkum brögð- um (fyrir utan grunnbrögð á % borð við súrt, salt og sætt) á sama hátt og hægt er að skil- greina mismunandi liti. Að auki skynjum við bragð og lykt á ólík- an hátt. Þegar reyna á að lýsa ilmi eða bragði með orðum verður því að grípa til einhveija hugtaka, sem við þekkjum og lyktin eða bragð- ið minnir á. Þess vegna reynum við að Iýsa ilmi vína með blóm- um, ávöxtum, reyk og öðrum fyrirbærum. Margt kemur til greina því að efnafræðingar hafa greint allt að fimm hundruð mis- munandi ilmi í vínum. Það flækir svo auðvitað málið að til viðbótar við það að við skynjum ekki þessa hluti á sama hátt þá höfum við ekki heldur upplifað sömu lyktir og brögð um ævina. Einstakling- ur, sem hefur eytt mestum hluta ævi sinnar í sveitinni, myndi Kassar og kjarakaup ÞAÐ KANN að koma furðulega fyrir sjónir að kassavín rati inn á vínsíður dagblaðs. Og þó. Ef litið er á sölutölur á rauðvíni og hvítvíni hér á Islandi undanfarin hálfan áratug kemur í ljós að það vín sem hefur lang mestan hlut sölunnar er einmitt að finna í þriggja lítra kassa. Líklega selst hvergi í heiminum hlutfallslega meira af --------------------------------- kassavíni heldur en hér á Islandi. Astæðan er augljós. Verð- lagning á víni hérlendis gerir það að verkum að neytendur horfa oftast meira í verð en gæði. Og hvergi býðst meira rauðvín/hvítvín fyrir peninginn en einmitt í kössunum. Því miður (í ljósi þessarar miklu sölu) hefur aftur á móti einungis ein kassategund verið á boðstólum í verslunum ÁTVR. Má raunar spyija hvort ekki sé eðlilegt að úrval þessara vína verði aukið verulega i ljósi vinsælda þeirra. Nú hafa tvö ný bæst við og mér skilst að það sé ekki einungis tímabundið. Áður en lengra er haldið verður samt að segja eftirfarandi: Kassa- vín munu seint teljast til merki- legra vína. Þau vín er að finna á flöskum. Þau verða aftur á móti ekki heldur að vera beinlínis ómerkileg. Margir framleiðendur einfaldra magnvína, sérstaklega í suðurhluta Frakklands, eru farnir að bjóða vín sín í þessu formi enda hentar það vel neyslu- munstri þeirra sem vilja fá sér vínglas með matnum án þess þó að verða að opna heila flösku. Kassamir tveir sem hafa bæst við em annars vegar rautt sveita- vín (vin de pays) frá franska Mið- jarðarhafshéraðinu Oc. Oc er þekkt fyrir magn fremur en gæði en á því hefur þó orðið einhver breyting á undanförnum árum og hafa nokkrir franskir gæðafram- leiðendur (s.s. George Duboeuf) séð möguleika á framleiðslu á vín- um í Oc sem geta keppt við Nýja- heimsvin í verði og gæðum. Vínið sem um er að ræða er framleitt úr Bordeaux-þrúgunni Merlot, sem fallið hefur í skuggann af stórabróður Cabernet Sauvignon. Þetta er mjög einfalt og slétt og fellt vín. Óeikað og karakterlítið. Það er hins vegar alls ekki slæmt miðað við verð. í raun em mjög góð kaup í þessu víni. Það kostar 2.800 krónur, sem samsvarar 700 krónum á 75 cl flösku. Sem ein- falt borðvin slær það kassavíninu sem fyrir er algjörlega út. Þetta er milt rauðvín með léttu betja- bragði, sem ætti að falla flestum í geð. Hvitvínið er heldur ekki slæmt en nær samt ekki rauðvíninu. Þetta er Chardonnay frá Piemont á Norður-Ítalíu þó að hann sé settur „á kassa“ af sama fyrir- tæki og Merlotvínið. Tískuþrúgan Chardonnay getur gefið af sér unaðsleg vín, s.s. Chablis, góð Búrgúndarvín og ávaxtasprengj- urnar frá Kaliforníu. Vinsældir hennar hafa hins vegar gert að verkum að hana er farið að rækta nær alls staðar. Með árangri sem stundum er rétt í meðallagi. Þetta er eitt þeirra vína. í upphafi minnti ilmur þess fýrst og fremst á þurrkaða, sykraða ávexti. Það var lokað og óspennandi. Eftir að fýrsta glasið hafði verið tekið úr kassanum var hins vegar eins og lifnaði aðeins yfir því og agnar ögn af ferskum ávexti smaug í gegn. Þetta er ekki hágæða Char- donnay. En þó að vinið hafi ekki mikinn persónuleika þá er hann samt mun meiri en í því hvítvíni sem fyrir var á markaðinum í kössum. Það kostar 3.000 krónur, sem samsvarar 775 krónum á flösku. Ekki slæmt. En snúum okkur loks að alvöru flöskum. Undanfarið hefur mátt sjá margt nýtt í búðum ÁTVR í Reykjavík. Vegna óvissunnar um framtíð sérlistans hefur vínum á hóflegu verði sem voru eða áttu að fara á sérlista verið dreift á allar búðir. Þar er því hægt að finna spennandi nýjungar. Til dæmis portúgalska hvítvínið Pasmados. Þetta er vín úr portúg- ölskum þrúgum með 10% viðbót af Chardonnay. Ferskt vín í góðu jafnvægi sem sýnir og sannar að það blása ferskir vindar um vín- iðnað Portúgals. Það sama er aftur á móti ekki hægt að segja um ástralska rauð- vinið Kingston Cabernet Sauvign- on/Shiraz/Merlot 1992. í fyrsta lagi flaskan sjálf. Myndskreyting miðans minnir helst á auglýsingu fyrir ódýran bar á sunnanverðum Flórídaskaga. „Cheesy" - myndu Bandaríkjamenn kalla þetta lit- skrúðuga fyrirbæri. En vínið er ástralskt og sett á flöskur í Sví- þjóð af einkasölunni þar. Þetta er vín sem veldur von- brigðum. Það er flatt og bragðlít- ið. Allt það sem góð Ástralíuvín eru ekki. Það er helst að örlítill shiraz stingi við og við upp kollin- um en að öðru leyti er þetta flatn- eskja, sem ekki er hægt að mæla með. Merlotinn í kassanum er meira að segja betri. eltir Steingrím Sigurgeirsson þannig líklega nota orð sem tengdust búskap (t.d. fjós, nýs- legið gras, súrhey eða mykja) miklu frekar en borgarbúinn, sem kannski hefur aldrei fundið mykjulykt. Sama mun má einnig finna milli landa. Suðrænarþjóðir lýsa vínum miklu frekar með ýmsum ávöxtum, jurtum og blómum sem eru norðlægari þjóðum kannski framandi. Norrænar þjóðir nota á móti orð úr sínum reynsluheimi er tengjast t.d. skóginum og skógarbeijum. Við Islendingar gætum nefnt krækiber, fjallagrös eða eitthvað annað sem fæstar aðrar þjóðir myndu kannast við. Taflan hér á síðunni er byggð á svipaðri töflu, sem unnin var af sérfræðingum víndeildar Kali- forníuháskóla í Davis, sem er leiðandi í heiminum á sviði vín- rannsókna. Það svipar líka til kerfis franska prófessorsins Em- ile Peynaud í Bordeaux en hann vill flokka ilm víns niður í tíu flokka. Þar með er þó ekki sagan öll því einungis í ávaxtaflokknum hefur fundist 51 ávöxturtil þessa. Þessi tafla hér er því alls ekki tæniandi heldur sýnir ein- ungis meginflokkana. Ilmur er heldur ekki það eina sem lýsa verður, þegar Iýsa á víni. Einnigkemurtil uppbygg- ing vínsins, umfang, jafnvægi, bragðstyrkur og fleira. Með aðstoð töflunnar er þó hægt að skemmta sér við það að skilgreina ilm ólíkra vína og því fleiri sem taka þátt og koma með tillögur, þeim mun árangurs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.