Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 5 SÁMW&l A la g S ý s i n g Spurning dagsins Hvernig fannst þér myndin? Spurt á myndinni Ace Ventura Pet Detective Aslaug Hólmgeirsdóttir, nemi: Hún er mjög góð. Hallgrímur Beck, nemi: Hún er fín. Jón Guðjónsson, nemi: Hún er geðveikislega góð. Guðrún Pétursdóttir, nemi: mjög góð. Ólöf Gunnarsdóttir: ógeðs- lega góð. Jóhannes Sverrisson: Hún er góð. HOFUNDUR FÓLKSINS Eftir Arnald Indriðason Bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru í því að leggja snörurnar fyrir hann en írski rithöf- undurinn Roddy Doyle komst eftirminnilega að því að hvorki rithöfundar né handritshöfund- ar eru hátt skrifaðir í Hollywood í dag og hef- ur það lítið breyst frá í gamla daga. Þegar haldin var heimsfrumsýning í draumaverk- smiðjunni á tónlistarmynd Alan Parkers, „The Commitments“, sem byggir á samnefndri skáld- sögu Doyles, en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar, var honum ekki boðið. Einhver gleymdi að hann væri til. Samkvæmt þeirri reynslu finnst Doyle engin ástæða til að taka gylliboðum framleiðendanna með neinum hraði. Eg hef enn ekki fengið neina skýringu á þessu eða afsökunarbeiðni eða neitt,“ er haft eftir honum i Dyflinni. „Ég fór í viðtal í sjónvarpsþátt hér heima og hann var fullur af fréttum af frumsýningunni, hversu vel hefði gengið í Bandaríkj- unum og að Kevin Costner hefði sagt að þetta væri frá- bær mynd og allt það. Ég hafði ekki hugmynd um að búið væri að frumsýna myndina. Ég hefði ekki far- ið en það hefur lítið uppá sig að ákveða að fara ekki í partý ef enginn býður þér. Það svona tekur bitið úr ákvörðuninni, ekki satt?“ Tiu ára sögumaóur Roddy Doyle er 35 ára gamall og sögur hans, sem njóta mikilla vinsælda á Ír- landi sérstaklega, gerast allar á meðal verkalýðsins í Dyflinni. Tvær fyrstu bæk- urnar hans hafa orðið að bíómyndum, „The Commit- ments" og „The Snapper“ eða Króginn. Báðar hafa verið sýndar hér á landi í Háskólabíói og gefa talsvert góða mynd af því verka- mannaumhverfi sem Doyle fjallar um í bókum sínum enda gerðar af meistara- höndum, Parker í fyrra til- vikinu og Stephen Frears í því síðara. Bók hans númer þijú, „The Van“, var út- nefnd til helstu verðlauna breska bókmenntaheimsins, Booker-verðlaunanna, árið 1991. Nýjasta bók hans, „Paddy Clarke Ha Ha Ha“, hreppti þau á síðasta ári. Svo Roddy Doyle getur ekki kvartað undan velgengn- inni. Hann hefur frá því „The Commitments" var gefin út árið 1987 komist í röð fremstu rithöfunda ír- lands. „Paddy Clarke Ha Ha Ha“ gerist í norðurhluta írski rithöfundurinn Dyflinnar árið 1966 og seg- ir sögu tíu ára stráks, Paddy Clarke, frá hans sjónarhóli eingöngu. Paddy rekur fyrir lesandanum með sínum hætti allt sem fyrir hann og fjölskyldu hans kemur. Mestanpart eru það hvers- dagslegir viðburðir úr hverfi verkamanna í „Barrytown", en þeir lýsa því tímabili 1 lífi stráksins þegar allt gekk á afturfótunum. Það sem mestu máli skiptir er að faðir hans, góðhjartaður maður í byijun, þrjátíu og þriggja ára, giftur og flög- urra barna faðir, sem hefur einhverskonar vinnu í borg- inni, bregst. Fjölskyldan er ekki fátæk en það er eitt- hvað að. Paddy langar að fá föður sinn til að hætta að rífast við móður sína. Hann reynir að sjá það fyr- ir þegar faðir hans fer í vont skap og reynir að hressa uppá hann með sögu eða brandara en til einskis. Áður en líkur er faðir hans farinn að heiman. Skóla- bræðurnir hrópa á Paddy: Paddy Clarke Paddy Clarke Has no da. Ha Ha Ha! Verkamanna- hverfió í nýlegu hefti „The New York Review of Books“ er ítarlegur ritdómur um bæk- ur Doyles og þar er lýst því umhverfi sem hann hefur skapað með verkum sínum í hinu skáldaða verkalýðs- hverfi „Barrytown". Þetta er staður þar sem fjölskyld- an er miðpunktur tilverunn- ar, þótt hún geti tvístrast. Jafnvel hverfiskráin skipar ekki jafnmikinn sess í lífi fólks. Ungt fólk og feður þess fara á krána til að drekka og tala saman og hlæja og rífast þar til er lokað og hafa auga með sjónvarpinu úti í horni. Ef unga fólkið vill skemmta sér fer það á diskótek. Foreldr- ar sem eru heimavið horfa á sjónvarpið en ef ekkert skemmtilegt er í því les það bækur. En heimsmyndin er að mestu mótuð af sjón- varpinu, fótbolta og rokki. Mæður eru oft heima og horfa á sjónvarpið, Flótta- manninn, Austurbæinga eða „thirtysomething". Feð- urnir vilja frekar horfa á gamla spennuþætti eins og „Hawaii Five-0“ og „The Man From U.N.C.L.E.“. Ömmur horfa á „The Virg- inian“. Foreldrar horfa á fréttir ekki til að fylgjast með heldur til að hæðast að fréttamönnunum og sér- fræðingum í sjónvarpssal. Mest áberandi einkenni á lífinu í „Barrytowne" eins og því er lýst í bókunum „The Commitments", „The Snapper“ og „The Van“ eru þættir eins og dvínandi áhrif kaþólsku kirkjunnar^ al- mennt áhugaleysi um Irland nútímans og um baráttu- sögu fortíðarinnar og ekki síst það sem mæður gjarna kalla ljótt orðbragð. Prestar eru hvergi inni í myndinni. Fá sóknarbörn fara í kirkju. Kristur sjálfur er oft kallað- ur til sögu en aðeins sem upphrópun: Djísis. Og synd- in er hvergi til staðar. Éng- inn þjáist af sektarkennd. Bækur Doyles eru ekki sjálfsævisögulegar. Hann fæddist í Dylfinn árið 1958 og gerðist kennari í bók- menntum og landafræði ár- ið 1980 í grunnskóla í Kil- barrack, einu af úthverfun- um í norðurhluta Dyflinnar, sem að líkindum stendur fyrir „Barrytown“-hverfið. Foreldrar Doyles eru fyrir það fyrsta enn í hjónabandi og hann kemur ekki úr verkalýðsstétt heldur úr miðstétt. Hann þekkir mest til verkalýðsstéttarinnar í gegnum störf sín sem kenn- ari. Aðferð hans hefur verið að hlusta á nemendur sína í skólanum og á feður þeirra á bjórstofum staðarins. En Roddy Poyle skrifar söqur úr verkamannahverfum Dyflinnar og hlaut Booker-Iiók- menntaverðlaunin bresku fyrir nýjustu sögu sína, „Paddy ClarkéWHa Ha“ hann leggur áherslu á að hann sé ekki að skrifa um sjálfan sig í „Paddy Clarke“ og að þessi nýjasta saga hafi beint honum inná nýjar bautir. „Bakgrunnurinn og landslagið er mitt en ekki búðarhnuplið í bókinni því ég stundaði það ekki svo mjög og kennaraofbeldið er ekki byggt á minni reynslu. Ég þekkti ekki slíkt fól í skóla,“ segir hann í samtali við bandaríska vikuritið „Time“. Og áfram. heldur hann: „„Paddy Clarke" hef- ur sýnt mér að ég þurft.i ekki að vera í daglegu sam- bandirvið líf verkalýðsins í Dyflinni til að skrifa. Bókin er sprottin af allt öðrum grunni. Hluti af ögruninni og ánægjunni er að vita hvort ég get núna haldið áfram á andagiftinni.“ Eyra fyrir tungumálinu Einhveijum mun hafa þótt „Paddy Clarke Ha Ha Ha“ of dægurbókmenntaleg til að hljóta Booker-verð- launin en hvorki sögumaður hans, hinn tíu ára gamli Paddy, né umhverfi persón- anna er sérstaklega bók- menntalegt. Sagt hefur ver- ið að Doyle hafi sérstakt eyra fyrir tungumáli og að því leyti hefur hann verið borinn saman við landa sína James Joyce og Sean O’Cas- ey. Sögur hans byggjast eingöngu á samræðum og einræðum á þeirri skemmti- legu tungu sem kann ekki að skafa utanaf hlutunum og er alveg laus við skáld- lega mærð. „Nærbuxur Ke- vins voru skítugar. Brún lína lá beint niður eftir miðj- unni. Hún varð daufari á utanverðunni." Roddy Doyle er sagður hinn dæmigerði rithöfundur fólksins. Hann er með eyrn- arlokk í vinstra eyra; krakk- arnir í skólanum hans - hann tók að helga sig rit- störfum alfarið fyrir rúmu ári - kölluðu hann pönkara. En landar hans í gagnrýn- endastétt hafa ekki allir tek- ið honum fagnandi. „Þeir hafa margir látið mig í friði í seinni tíð vegna þrýstings frá fjölda annarra gagnrýn- enda og vegna þess að mér er lýst sem bókmenntaleg- um snillingi," segir hann. „Ég fékk fáránlegt póstkort frá einum, guð blessi hann. Hann hakkaði í sig „Brownbread", fyrsta leik- ritið mitt (Doyle hefur skrif- að tvö, hitt heitir ,,War“), í morgunblaðinu í Dyflinn. Nú hefur hann skipt um skoðun. Og hann skrifaði til að árna mér heilla og lýsti sjálfum sér sem „helsta aðdáanda þínum“. Bíómyndirnar tvær, „The Commitments" og „Snap- per“ miklu frekar, hafa náð eftirminnilega að fanga lífið í „Barrytown" eins og Roddy Doyle lýsir því með brakandi raunsæi og helling af írskum húmor og lífs- speki og samkennd. Þær hafa ekki síst vakið athygli á þessum írska rithöfundi fólksins fyrir utan að vera bráðgóð skemmtun og gefa innsýn i þá Dyflinni sem túristarnir aldrei sjá. Þess vegna er vonandi að Doyle sé ekki of langrækinn þótt bíómyndafólkið hafi gleymt honum. Rithöfundurinn og handritshöfundurinn hafa hvort eð er aldrei notið fullr- ar virðingar í heimi þar sem kvikmyndaleikstjórinn er sagður eini höfundurinn. En það þarf engan snilling til að benda þeim á að orð eru til alls fyrst. íi mi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.