Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 6

Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MANNLÍFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Stjómmál og stjömur Flestir stjómmálablaðamenn hafa engan áhuga á stjórn- málum, þeir hafa áhuga á stjórn- málamönnum," var haft eftir hin- um margreynda breska stjórn- málamanni Tony Benn hér í blað- inu. Hann bætti því við að mikill munur væri á því að hafa áhuga á stjómmálamönnum eins og þeir væru fótboltastjömur og að hafa áhuga á raunverulegri stjórnmálabaráttu. Æ oftar skýt- ur þessu upp í hugann nú á að- faratíma kosninga. Þessi stjömu- leikur virðist markvisst ætla að verða kjami kosningabaráttunn- ar til borgarstjórnar í Reykjavík. Utan frá virðist þessi kosn- ingabarátta á ýmsan hátt vera ólík þeim fyrri. í fyrsta skipti er nú maður á móti manni. Á fund- um og í fjölmiðlum, útvarps- og sjónvarpsþáttum þar sem um- ræður eða kynningar fara fram, hefur alltaf verið einn frá meiri- hlutanum og síðan þrír eða jafn- vel fjórir úr minnihlutanum á móti með jafna aðstöðu og tíma, þ.e. 3-4 á móti einum. Var oft býsna ójafn leikur. Nú verða lín- umar miklu skýrari að þessu leyti. í annan stað er aðstaða kjós- enda nú öðmvísi en í fyrri kosn- ingum. Ekki er lengur neinn Kvennalisti. Óánægðar konur og óþolinmóðar um endurbætur á jafnstöðu kvenna í samfélaginu hafa getað lýst óánægju sinni og frati á gömlu flokkana með því að setja atkvæði sitt þar, burt séð frá skoðunum. Nú era konumar komnar saman við kariaflokka, gömlu flokkana með þeirra stefn- ur og forsendur. Kannski er þetta byijunin á endinum á þessari til- raun til úrbóta fyrir konur, sem vissulega var þess virði að reyna hana. Þótt hægt gangi verður vísast úr að reyna heldur að hafa áhrif innan flokkanna með körlunum, eins og aðrar konur á sameiginlega listanum hafa hing- að til gert. Af þessu sýnist það verða niðurstaðan. Otlendingar hafa stundum fengið það svar við því hvers vegna ekki hafi komið upp umhverfísflokkar á Islandi eins og í flestum löndum, að líklegast sé skýringin sú að óánægjufylgi sem þar fari til umhverfisflokka falli á kvenna- framboð á íslandi. En nú er sem- sagt það fyrir bý í Reykjavík. Ekkert kvennaframboð. Getur þá hver skilað sér til síns heima, þ.e. eftir skoðunum og stefnu flokkanna. Eitt enn virðist áberandi í þess- ari kosningabaráttu í Reykjavík. Hingað til hafa báðir frambjóð- endur, þegar þeir koma fram í fjölmiðlum og era spurðir, aðeins talað um einn flokkanna, Sjálf- stæðisflokkinn, hvað hann ætlar eða er líklegur til að gera á næsta kjörtímabili. Hvernig á kjós- andinn þá að velja? Þar hlýtur hlutverk fjölmiðlafólksins að koma til, að láta frambjóðanda gera grein fyrir sinni eigin fram- tíðarsýn og áformum og engu síður hvernig hann hyggst fram- kvæma þau, m.a. kostnaðarhlið- ina. Enn skortir þar á. Áherslan hefur verið á „stjörnuhliðinni". En á stjörnuhimninum komast fleiri fyrir en tveir, ekki satt? Nú hefur annar aðilinn a.m.k. gert skilmerkilega grein fyrir því hver muni verða í forsvari fyrir hvaða málefni og ætti þá að verða hægt að leiða saman þá, mann gegn manni, sem væntanlega mundu verða í forsvari fyrir hvern málaflokk. Það ætti a.m.k. að vera meira upplýsandi og skemmtilegra fyrir kjósendur, ekki satt? Þá er eitt, sem mér hefur sýnst vera meira áberandi í upphafi þessarar kosningabaráttu en þeim fyrri, markvisst persónuníð. Vonandi er þetta bara byrjunar- taugaveiklun, en það geta bæði fréttafólk og væntanlegir kjós- endur lagt hömlur á með van- þóknún sinni. Nýtt fólk sem var að koma inn á lista og enginn hafði heyrt um eða látið í ljós að væri ekki sæmilega heiðar- legt, sumt valið á lista af 8.000- 9.000 manns, varð allt í einu fyrir nafngreindu persónulegu níði. Ætli nýliðunum bregði ekki við? Og varla er það væn- legt til þess að fá heiðarlegt fólk til að taka þátt í pólitík. Lúmskur grunur um að markvisst persónu- níð sé nú meira á dagskrá efldist yfir 11-sjónvarpsfréttum í fyrri viku. Aðal- og fyrsta frétt var um eitthvert bílastæði sem hús- eigandi hafði ekki gengið frá eins og hann átti að gera, sem auðvit- að er ekki mælandi bót. Fulltrúi eins minnihlutaflokksins í bygg- inganefnd hafði krafíst þess að sá yrði sektaður og dagsektum beitt. Fleiri höfðu raunar ekki staðið sig að hans dómi og honum þótt mönnum sýnt of mikið lang- lundargerð. Ágætt að fulltrúar reki á eftir. En þarna blasti við dulítið skrýtið sem varla hefði orðið nema í svona kosningabar- áttu, eða hvað? Þegar þessi póli- tíski fulltrúi hikaði við að nafn- greina sökudólg, var fréttamaður til taks og spurði eitthvað á þá leið hvort það gæti ekki verið af því að þetta tiltekna hús og bíla- geymsluna ætti nafngreindur maður og fleiri með þessu ættar- nafni ættu kannski í húsinu, að ekki hefði verið gengið betur eft- ir þessu. Við hveiju pólitíski full- trúinn kinkaði kolli. Það sem var verið að koma á framfæri í aðal- fréttinni þetta kvöld var að þessi vondi eigandi bflageymslunnar væri ættingi eiginmanns eins frambjóðanda andstöðuflokksins, sem slíkum spjótum hefur mjög verið beint að. Sýnir hve við fréttamenn, og fréttastjórar sem leggja línurnar, þurfum að vara okkur á markvissu persónuníði þegar komið er út í kosningabar- áttu af þessari gerð. Svo og væntanlegir kjósendur! Gárur eftir Elínu Pálmadóttur VERALDARVAFSTVR Eru skynjanasvibin óteljandi? Reynsluheimur Roherts Monroe MAÐUR er nefndur Robert Monroe og býr í Virginíu í Bandaríkjun- um. Fram á miðjan aldur var hann starfandi við útvarpstækni og uppfinningamaður á því sviði. Þá var hann einnig útvarpsmaður og sjónvarpsþáttagerðarmaður ogþekktur sem slíkur. Sem sagt líf hans var venjulegt í flesta staði og lítið fréttaefni svosem. En skömmu áður en hann varð fimmtugur varð hér heldur betur breyting á. Hann segir frá því hvernig hann vaknar einn morguninn, við það að annar hand- leggur hans fer í gegnum rúmið og gólfið og hann getur fundið hvað er undir gólfinu. Honum bregður nokkuð við þetta, en áttar sig fljót- lega á því að það er ekki efnislíkam- inn, sem skynjar þetta, heldur ann- ar Iíkami, sem að öllu jöfnu sams- amar sig efnislíkamanum. í stuttu máli sagt: Robert Monroe fór að geta farið útúr efnislíkamanum stutta stund í einu. Venjulegur maður hefði ef til vill látið hér við sitja og ekki sagt nema sínum nán- ustu frá þessu, en Monroe er vís- indalega þenkjandi og hóf nú að gera tilraunir á þessari nýju skynj- anaveröld og skrásetja reynsluna kerfísbundið. í framhaldi af því fann hann upp hljóðtækni, sem gerir það að verkum að unnt er að stilla saman (sinka) heilahelm- ingana, en þeir starfa venjulega með nokkurra tíðna millibili. Þetta hjálpar fólki til þess að ná nýju vitundarástandi. Til marks um það að hér sé ekki á ferðinni neitt rugl, má nefna að hann hefur starfað árum saman með bandarískum hernaðar- og njósnastofnunum, sem vilja geta nýtt sér þessa nýju tækni. Til að bytja með var könnun þessa nýja „utan-líkama“-veruleika nokkuð fálmkennd. En fljótlega náði Monroe þó nokkru valdi á henni. Hann gat þannig komist í dagvitund á ýmsa „staði“ með því að hugsa til þeirra, en þó kom fyr- ir að hann álpaðist inn á „víddir" sem hann vissi ekki að væru til. í stuttu máli voru nokkrir þessir „staðanna": Hvar sem var á jarðar- kringlunni, en yfirleitt þó hjá fólki sem hann þekkti, þá veröld þeirra sem brottkvaddir eru héðan (látnir) en þeir eru að sögn hans í annarar tíðnar líkamsveröld, sem teygir sig í allt að sjö lögum út frá plánet- unni: Neðst, eða í jarðvegshæð, eru þeir, sem ekki átta sig á því að þeir eru ekki lengur á „lífi“, og upp í ystu lögin þar, sem „fólk“ er að hyggja að endurtekningu jarðvistar eða á leið burtu. Þar á milli eru ótrúlegustu „hugsanaveraldir" eða svið, einkum mótaðar í hugum fólks í lifanda lífí, t.d. eins og himnaríki með gullnuhlið og dyraverði, mótað af aldalangri trú manna á því fyrir- bæri. í þriðja lagi var svo spegilver- öld við okkar plánetu, en þar var Monroe annar maður á sama tíma og hann var hér. Sá maður virtist verða nokkuð undarlegur, þegar Monroe birtist í honum og gerði þá mörg axarsköft. Spegiiveröldin var með nokkuð líkri eðligfræði og hér er, en öll tækni var mjög frábrugðin. T.d var þar fararskjóti samsvarandi við reiðhjól sem við teljum nánast full- komna ..uppgötvun, sá var mjög ólíkur í þessar veröld, en virkaði þó eins í að færa fólk úr stað, með nokkurri æfingu. Eftir árabil fékk Monroe leið á þessari skoðun og varð ekki mjög ágengt, þó hann upplifði fleira en hér er nefnt. En einn dag dettur honum í hug að ákveða ekki sjálfur hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur í „ut- an-iíkama“-ástandinu, heldur vísar ákvörðuninni til undirmeðvitundar- innar. Þá opnast enn nýr heimur upp fyrir honum. Hann fer þá að spyija út úr um tilverana. Þær kallar hann „Inspec“ (stytting úr intelligent species eða vitsmuna- vera) og þær gerast leiðbeinendur hans smám saman. Monroe býr til nokkuð mörg ný orð til þess að geta skýrt út þessa veröld, þar sem að hlutir gerast ekki eins og hér. Sem dæmi má nefna að enginn talar, en skipst er á upplýsingum á þann hátt að „orkuboltum“ er hent á milli „manna“ og um leið eftir Einar Þorstein MATIUUÍBAN/M er sameiginlegt med japönsku sushi og ítölskugœludýri? Kringlan og kolkmbbinn Á föstudagseftirmiðdögum er Kringlan sannkölluð banakringla. Ekki á maður fótum fjör að launa innan um útkeyrða, organdi smákrakka sem foreldrarnir keyra hring eftir hring eftir hring í þessari mjög svo „fjölskylduvænu“ verslunarmiðstöð. Einn föstudaginn var ég komin með dúndrandi verk í höfuðið og hvítan, kínverskan björn (úr Hagkaupum) með slaufu i íslensku fánalitunum (úr Rammagerðinni) og gular rósir (úr Sólblómi) í fangið og rauðvín (frá Chile) í bakpok- ann þegar ungur maður á hjóla- skautum keyrði mig um koll, setti skrámu á hægri fótlegg og gat á svörtu Oroblu- sokkabuxumar (jafnvel þótt þær væru Intense). Fyrir kraftaverk urðu blómin, bangsinn og rauðvínið ekki fyrir teljandi hnjaski og ég skjögraði með þau í Ingólfsapótek og keypti hausverkjatöflur, eyrna- tappa og Oroblu-intense (svartar að sjálfsögðu). Tilboð og ofboð Þegar ég hafði skolað niður verkjatöflu, troðið í mig eyrnatöpp- um og skipt um sokkabuxur á slysavarðstofunni á efri Ffæðinni hætti ég mér inn í matvöradeild Hagkaupa. Eiginlega ætlaði ég bara að kaupa mat og sand handa kettinum, en til að komast að gælu- dýrahillusamstæðunni sem er stað- sett innarlega í stórmarkaðinum þurfti ég að ganga með bangsann, blómin og rauðvínið framhjá sæg sölumanna að kynna vörar á til- boðsverði. Ég komst ekki hjá því að smakka reykt kindabjúga, norð- lenska skinku, dansk-ítalskan pastarétt og alsunnlenskan lakkrís og þar sem parasetamólið (bestu kaup) hafði linað hausverkinn til muna komst ég heldur ekki hjá því að kaupa norðlenska sperðla, dansk-ítalskt pasta og alsunn- lenska lakkrísbita (volga úr vél- inni). Á útleið tryggði ég mér ein- tak af Corríere della sera í Ey- mujidsson og tvær happaþrennur. ) Áður en ég yfirgaf þessa verslunarfjandsamlegu byggingu hringdi ég í vin minn úr krónusíma framan við slysavarðstofuna í æp- andi krakkageri. í Kringlunni! öskraði ég í tólið. í geimfari? garg- aði hann á móti. Ég gafst upp við að útskýra í hvaða fari ég væri og hann sagði heilan helling sem ég ekki nam, en þóttist þó hafa náð töfraformúlunni: Hashitsume Tsuneo + sushi + Hótel Borg + klukkan átta = japanskt vorblót. Þá var komið að þeirri þrekraun að komast með klyfjarnar í sjöunni vestur í bæ. Meðan ég beið eftir vagninum ásamt átta unglingum og einum presti skóf ég silfurhúð- ina af happaþrennunum - bara til að komast niður á núllpúnkt. Ég hreint og beint neyddist til þess að opna lakkríspokann, vitandi vel að lakkrís er eitur á fastandi maga og í hróplegu ósamræmi við jap- anskan þokka sushisins sem ég mundi brátt láta inn fyrir mínar kuldabólgnu varir. En hvað gerir ekki aum konukind norpandi í gjól- unni með bangsa, blóm og sand á einhverri stoppistöð ásamt átta unglingum og presti? Er skemmst frá því að segja að biðin eftir vagn- inum varð löng og lakkrísbitarnir margir. Ég hafði því miður ekki uppburð í mér til að bjóða hinum þótt þau gæfu mér fleira en eitt hornauga. Hausfætla eða hafmeyja? Á þeim tuttugu mínútum sem það tók vagninn að silast i bílalest vestur á Elliheimilið Grund las ég grein í Corriere della sera um nýj- ustu gæludýrin í Mílanó og ná- grenni, nefnilega smokkfíska og kolkrabba. Nú er enginn maður með mönnum nema hann geti boð- ið samkvæmisgestum sínum að svamla í sundlaug innan um smokkfiska og/eða kolkrabba af ýmsum stærðum. Þykir ítölum afar erótískt að láta átta arma eða tíu stijúkast við sig með tilheyrandi sogblöðkum; sumir lenda í marg- földum fangbrögðum við þessi skemmtilegu dýr og er þá ekki allt- af spurt að leikslokum. ítalirnir þurfa sína attrazione fataie í smokkfiskveislum sem í pólitík. Flokkun smokka er reyndar mjög á reiki eins og hugur manns í strætó. Til smokka teljast m.a. kuggar, kolkrabbar, smokkfiskar og blekfiskar. Allt eru þetta haus- fætlur, sælindýr með griparma kringum munn og tvö vel þroskuð augu. í sjónum í kringum ísland þrífast t.a.m. um fímmtán tegundir kolkrabba, þeirra á meðal vörtu- smokkur sem getur orðið um 50 sm að lengd. Margar smokkateg- undir hafa blekkirtil og spýta bleki ef hætta steðjar að. Danir hafa eitt og sama orðið yfir áttarma kolkrabba og tíarma smokkfisk, nefnilega blæksprutte. bleksp- eftir Jóhönnu Sveinsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.