Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 7
og hann er gripinn upplifir gr-
ípandinn allt sem miðla skal á
augnabliki í myndum. Nú kynnist
Monroe einnig utanaðkomandi
„geimverum“, þ.e. vitsmunaveru
sem var strandaglópur við jörðina.
Hann (hún, það) var frá annars
konar orkukerfi, sem virkar án plá-
netna og án efnislíkama. Hans fólk
vinnur fyrir sér með því að sýna
leiki, en það er erfitt fyrir þá að
taka við borgun (framboð og eftir-
spurn er meginlögmál allra heima,
segir Monroe) án efnislíkama, og
því fá þeir m.a. borgað í ferðalög-
um. Það er ástæðan fyrir stranda-
glópsku hans hér, en besti vinur
hans hafði ákveðið að skella sér
niður í jarðarlífið hér svona til gam-
ans hélt hann. Þessi ákvörðun hef-
ur þó hinar undarlegustu afleiðing-
ar bæði í tíma og rúmi. Skoðun
þessa utanjarðarbúa á jarðlífinu er
ekki uppörvandi fyrir okkur, sem
þó erum hér, en forvitnilegt að
heyra hana samt sem áður.
Monroe er forvitinn um örlög
jarðarinnar bæði í framtíð og nútíð
og fær hann ýmis svör við
spurningum sínum frá vernd-
urum sínum, Inspees. T.d.
eru skýrðir út fyrir hon-
um þeir sérstöku
tímar, sem nú eru í
nánd og gætu leitt
af sér nýja orkuteg-
und fyrir alheimana,
ef vel tekst til (það
mun skýra m.a. all-
an þennan áhuga
utanjarðvera á þess-
ari örsmáu plánetu
nú um stundir). En
einnig er honum sýnd
möguleg framtíðarþróun
jarðarinnar eftir rúm þús-
und ár, en það er jarðlíf án
ytri menningar og án tækni. Ein-
staklingar eru án líkama en hafa
þó aðgang að slíkum sem sameigin-
legu „húsgagni" allra.
Þessir veruleikaheimar Roberts
Monroe mun sennilega flestum í
léttu rúmi liggja og virka í besta
tilfelli eins og vísindaskáldsaga við
fyrstu kynni. En þegar betur er
að gáð, þá er hér á ferðinni mun
rökrænni veruleiki en flest okkar
hafa sæst á. A.m.k. eru lýsingar
hans í samræmi við þá skoðun vís-
indanna, að eftir því sem hlutirnir
eru skoðaðir betur því flóknari
verða þeir. Og sá sem heldur að
hann hafi höndlað allan sannleik-
ann er um leið verulega langt frá
honum.
I rannsóknarstofu sinni í Virgi-
níu aðstoðar Monroe fólk við að
upplifa veröldina „utan-líkamans“
og í því sambandi allt það, sem
lýtur að hugar og líkamstengslum.
Gæti þetta orðið almenningstíska
næstu aldar?
(Robert Monroe: Journeys out
of teh Body-Far Journeys-Ulitmate
Journey.)
ÞfÓÐLÍFSÞANKAR /Er kommúnan þab sem koma skal?
Hagkvæmni
í heimilisrekstri
MER VARÐ um daginn gengið framhjá íbúð sem fyrir margt löngu
hýsti kommúnufjölskyldu sem mynduð var í kjölfar stúdentaóeirð-
anna í Frakklandi 1968. Þá var kommúnubúskapur lifsstíll margs
ungs fólks á samdráttar tímum. í kommúnufjölskyldu gat hver
og einn komist af með lægri leigu og ódýrara heimilishald jafn-
framt því að fá mikinn selskap og tilbreytingu. Þegar frá leið og
betur tók að ára í peningamálunum hurfu kommúnufélagar einn
af öðrum, hver inn í sína kjarnafjölskyldu, keyptu íbúðir sem
verðbólgan hjálpaði þeim að borga og fengu bæði vinnu og auka-
vinnu á útþennslutímum í íslensku samfélagi.
heyrt stungið upp á þvílíkum kost-
um fýrir hinn almenna borgara
þó er það deginum ljósara að hag-
kvæmni í heimilisrekstri verður
því meiri sem heimilin eru stærri.
Það væri rakinn sparnaður fyrir
fólk að taka upp einhvers konar
kommúnurekstur í heimilishaldi,
húsnæðiskostnaður dreifðist á
fleiri aðila, svo og hiti, rafmagn
og sími. Mikið má einnig spara
ef margir slá sér saman um matar-
kostnað og eldamennsku. Samein-
ast má einnig í sparnaðarskyni um
rekstur bíls, barnfóstur má skipta
á heimilisimenn og jafnvel fatnað
má að ákveðnu marki samnýta.
Það væri ekki amalegt að geta
skipt á heimilisfólk brauðbakstrin-
um og heimilsstörfunum. Á síð-
kvöldum mætti svo sitja í rökkrinu
og ræða um hvernig enn mætti
auka hagkvæmnina í heimils-
Fyrir nokkrum árum sló svo í
bakseglin, fyrst kom verð-
tryggin á lán og síðan minnkaði
atvinna. Kjör margra þrengdust
en hinir sem héldu vinnu og áttu
eitthvað afgangs tóku að festa fé
hjá nýstofnuðum
verðbréfafyrir-
tækjum. Sparn-
aðarumræður
urðu áberandi í
ræðu og riti, fólki
var ráðlagt allt
frá því að baka
brauðin sín sjálft
til þess að halda
dagbók yfir hvern eyri sem það
eyddi. Á sama tíma liefur lausnar-
orðið í rekstri fyrirtækja verið
hagræðing, samvinna og samein-
ing fyrirtækja var þar talinn hag-
kvæmur kostur. I sparnaðarum-
ræðunum hef ég hins vegar aldrei
n
eftir Guórúnu
Guðlaugsdóttur
rekstrinum milli þess sem heimilis-
menn tækju í spil eða klóruðu á
gítar og syngju saman.
Ég veit þó nokkur dæmi þess
að einstæðir foreldrar hafa tekið
upp samrekstur heimila, þessi
lausn gæti líka hentað vel öldruðu
fólki sem allt of margt hírist í sínu
horni og kvartar sáran um ein-
semd og kröpp kjör. Hinir ýmsu
aðilar í stórfjölskyldum gætu líka
velt þessum kosti fyrir sér ef
sverfa tekur að í atvinnuleysi eða
veikindabasli. Við ættum ekki að
gleyma málsháttunum sígildu:
Maður er manns gaman. - Marg-
ar hendur vinna létt verk. - Sam-
einaðir stöndum vér, sundraðir
föllum vér.
í stað þess að spara og nurla
hvert í sínu horni ætti fólk í rík-
ara mæli að slá sér saman í barátt-
unni við baslið og einmanaleikann.
Utreikningar og sjálf reynslan
sýnir að sameiginlegur rekstur í
heimilishaldi er bæði hagkvæmari
og betri kostur en einyrkjahokrið.
Umrædd lausn samrýmist ekki
aðeins félagshyggjunni heldur líka
einstaklingshyggjunni. Það er ein-
mitt aðal einstaklingshyggjunnar
að bjarga sér sem best maður get-
I ur við hvers kyns kringumstæður.
SepmbUkspruUe
&&*&$&*«**. Unné
AiL-siti.>lxív<'i ög u' tadfn*
&M*; OfuÍSOo
:
xMÍgsm Lmtnk
í>. u- 'u ■<$'"
rauta. Fer ekki illa á því, þetta er
bókmenntalegt orð og það er papp-
írssnekkja einnig, en svo heitir ein
tegund kolkrabba.
Nú vill svo til að eitthvert frum-
legasta og jafnframt magnaðasta
ástarljóð sem ort hefur verið á
dönsku á síðari árum er Ode til
blæksprutten eftir Henrik Nord-
brandt, titil- og upphafsljóð sam-
nefndrar ljóðabókar frá 1975. Þar
líkir skáldið sinni heittelskuðu við
bleksprautu sem sé kvenlegri en
nokkur kona, augun langtum blíð-
ari og sorgmæddari en augu nokk-
urs guðs eða spámanns sem hann
hafi nokkru sinni séð. Bleksprautan
er síðasta hafmeyjan, segir Nord-
brandt. Þegar ég kjagaði út úr
strætó á Hringbrautinni með prest-
inn á hælunum hafði lakkrísinn
fyrir sitt leyti spúð bleki í maga
minn...
Blessuð séu bleksprautan og
Hashitsume Tsuneo
Eftir að hafa komið færandi
hendi til kattarins og sængur-
kvenna í námunda við Grund hélt
ég niður á Borg til fundar við vin
minn og vinkonur mínar bleksp-
rauturnar sem biðu á hvítum hrís-
gijónabeði ásamt öðru hráu sjávar-
fangi. Ég naut þess að virða fyrir
mér fílabeinshvítt kjötið, taka það
upp með pijónum, stinga því ofan
í sojasósu með örlitlu radísumauki
og upp í munn. Hvílíkur munað-
ur... Reyni að skilgreina það sem
bragðlaukarnir nema og velti fyrir
mér um leið niðurlagsorðunum í
óði Henriks Nordbrandts sem
hljóða svo í lauslegri þýðingu:
Alltaf þegar ég borða blekfisk /
líður mér eins og / ég sé að ijúfa
ævaforna bannhelgi / eins og að
lasta Guð / ræna gröf eða spilla
sifjum. /
Og samt, eða kannski einmitt
þess vegna / bragðast blekfiskur
mér svo vel./
Ef ég á einhvern tíma eftir að
enda / sem dýrafæða / vildi ég
gjarnan vera étinn af blekfiski.
Laugavegi sími 17440
Kringlunni sími 689017
KOOKAÍ
i
- ■■ -i , ;• t „• •. ■: I ■ -■ .. ..
I