Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SAMTOL VIÐ BRESKA
STJÓRNMÁLAMENN VII
eftir Jokob F. Ásgeirsson
„RÁÐUNEYTI Harolds Wilsons var ungt, sjálfsöruggt og málgefið,"
segir Annan lávarður á einum stað. Hann bætir við að Barbara Castle
hafi verið einn af þeim ráðherrum Wilsons sem hafi verið málgefinn
um of. Rikisstjórnarfundir stóðu tíðum í þijár klukkustundir og ekki
vegna þess að sérstaklega örðug úrlausnarefni steðjuðu að heldur sök-
um þess að ráðherrunum lá svo margt á hjarta. Og eftir þriggja tíma
fund í ríkisstjórninni um morguninn fóru Barbara Castle og Tony
Benn iðulega á fund í framkvæmdastjórn landsnefndar Verkamanna-
flokksins (NEC) til að ræða um hvort ríkisstjórnin hefði farið útaf lín-
unni. En ráðherrarnir í stjórn Wilsons voru ekki aðeins málglaðari en
ráðherrar flestra ríkissljórna annarra, þeir voru jafnframt ritglaðari,
en það fer sjaldan saman. Þrír ráðherranna, Richard Crossman, Bar-
bara Castle, og Tony Benn, hafa birt ítarlegar dagbækur frá ráðherra-
tíð sinni. Frægastar eru sjálfsagt dagbækur Crossmans, en dagbækur
Castle þykja áreiðanlegastar.
Dick Crossman sagði jafnan sína
dagbók fyrir vikulega á
sunnudagsmorgnum og end-
urspeglaði frásögnin tíðum
hvemig lá á honum í það og
það skiptið. Auk þess blundaði í hon-
um fræðimaðurinn, en hann hafði
kennt í Oxford á árum áður og hann
langaði til að feta í fótspor Walters
Bagehots sem túlkandi bresku
stjórnarskrárinnar. Bagehot sýndi
sem kunnugt fram á það uppúr miðri
nítjándu öld að framkvæmdavaldið
væri í raun í höndum ríkisstjómar-
innar en ekki kóngsins. Crossman
taldi að nú væri svo komið að fram-
kvæmdavaldið væri í höndum forsæt-
isráðherrans eins en ekki ríkisstjóm-
arinnar allrar, því hann hefði hið
pólitíska veitingarvald og aðrir ráð-
herrar yrðu að lúta vilja hans. En
„vald“ forsætisráðherrans getur
aldrei orðið föst stærð, heldur breyti-
leg eftir aðstæðum í tímanum og
styrk og manngerð þess sem emb-
ættinu gegnir. Greining Crossmans
er því fyrst og fremst lýsing á mögu-
leika sem í embættinu felst og átti
raunar miklu fremur við stjómar-
hætti Thatchers en Wilsons.
í sinni dagbók er Tony Benn mjög
umhugað að sýna hvemig „göfug“
áform útvatnast í höndum embættis-
manna og ístöðulausra ráðherra. En
hann athugaði ekki að hin „göfugu
áform“ voru tíðum loftkastalasmíð
og þar sem hann þóttist sjá samsæri
var oft einungis um að ræða nauð-
synlega aðlögun að vemleikanum.
Ólíkt þeim Benn og Crossman
hafði Barbara Castle engin yfirlýst
markmið með sínum dagbókarfærsl-
um önnur en að segja frómt frá því
sem á daga hennar dreif. Hún þykir
greina samviskusamlega frá því hvað
gerðist og ekki gera sig seka um að
skramskæla staðreyndir til að þjóna
einhveijum annarlegum tilgangi.
Hún þykir jafnframt mjög hreinskil-
in. Hún lýsir hvað henni fannst á
hveijum degi og dregur enga dul á
að henni fannst, eins og gengur, eitt
í dag og annað á morgun.
Barbara Castle las P.P.E. (heim-
speki, stjómmálafræði og hagfræði)
i Oxford. Að loknu námi var hún
blaðamaður, m.a. á vinstri blaðinu
„Tribune" þar sem hún komst i kynni
við Sir Stafford Cripps, sem seinna
varð fjármálaráðherra Attlees, og
Aneuran Bevan, höfund bresku heil-
brigðisþjónustunnar sem varð öðrum
þjóðum fyrirmynd á eftirstríðsáran-
um. í seinni heimsstyijöldinni vann
hún um skeið í matvælaráðuneytinu.
Jafnframt tók hún mikinn þátt í
stjómmálabaráttunni og var m.a.
kjörin í bæjarstjórn St. Pancras í
London. Hún settist á þing 1945 við
hinn mikla sigur Attlees og sat þar
samfleytt til 1979 fyrir kjördæmi
sitt, Blackburn. í stjórnarandstöðu á
sjötta áratugnum gat hún sér orð
sem einn atkvæðamesti stuðnings-
maður Nyes Bevans, sem leiddi hinn
róttæka arm flokksins. Hún var siðan
ráðherra í ríkisstjórnum Harolds
Wilsons 1964-70 og 1974-76.
Barbara Castle vakti þjóðarat-
hygli fyrir framgöngu sína sem sam-
gönguráðherra á sjöunda áratugn-
um. Þá löggilti hún m.a. notkun bíl-
belta, fyrirskipaði lögreglunni að
hafa uppá „drukknum" ökumönnum
með því að mæla alkóhólmagn í blóði
þeirra, og kom á 70 mílna hámarks-
hraða. Þykir víst að á þeim tíma
hefði enginn karlmaður treyst sér til
að gera þessar ráðstafanir. Á sínum
tíma þótti þama um að ræða stór-
kostlega frelsisskerðingu og var Bar-
bara Castle illa þokkuð af þessum
verkum sínum. Enn þann dag í dag
hittir maður menn sem bölva henni.
Ber þá að hafa hugfast að með Eng-
lendingum ríkir sterkari frjálsræðis-
kennd en með nokkurri þjóð annarri
en Bandaríkjamönnum og má þar
t.d. nefna þann óhug sem slær á
þjóðina þegar viðraðar era hugmynd-
ir um útgáfu nafnskírteina.
En það var í embætti vinnu- og
framleiðnimálaráðherra seni Barbara
Castle vakti mestan styrrinn. Ofríki
verkalýðsfélaga hjó orðið að rótum
hins lýðræðislega skipulags í Bret-
landi. Árið 1964 töpuðust þar 2,3
milljónir vinnudaga vegna vinnu-
deilna, en 1969 voru þeir orðnir 6,8
milljónir. Ríkisstjómin gerði sér ljóst
að setja þyrfti nýja vinnumálalöggjöf
ef efnahagsstefna hennar átti fram
að ganga. Castle birti hvítbók um
málið sem hún kallaði „In Place of
Strife" (í stað deilna, 1969) og vís-
aði þar til frægrar bókar átrúnaðar-
goðs síns, Nyes Bevans, „In Place
of Fear“ (í stað ótta, 1954). Nafn-
giftin var skemmtilega út í hött, því
að af hvítbókinni hlutust einhveijar
mestu deilur í manna minnum innan
Verkamannaflokksins. Lá við klofn-
ingi í flokknum og líf ríkisstjómar-
innar hékk á bláþræði í hálft ár.
Verkalýðshreyfingin, sem átti mjög
sterk ítök innan Verkamannaflokks-
ins, snerist öndverð gegn þessum
áformum og á endanum varð Castle
og þeir sem studdu hana innan ríkis-
stjómarinnar, þ. á m. forsætisráð-
herrann sjálfur, að láta undan. Beið
það Thatcher-stjómarinnar tíu áram
síðar að færa starfsemi verkalýðsfé-
laga í nútímahorf.
Castle varð félagsmálaráðherra í
stjóm Wilsons 1974, en fékk pokann
sinn þegar Callaghan varð forsætis-
ráðherra 1976. Þau Callaghan höfðu
löngum eldað grátt silfur og var
Callaghan sá ráðherranna sem harð-
ast barðist gegn tillögum Castles í
hvítbókinni 1969. Það er því kald-
hæðni örlaganna að Callaghan skyldi
sjálfur verða fómarlamb ofríkis
verkalýðshreyfingarinnar, en lang-
vinnar vinnudeilur veturinn 1979
lögðu granninn að kosningaósigri
hans haustið 1979 og upphafi Thatc-
her-byltingarinnar.
Árið 1979 lét Castle af þing-
mennsku til að gefa yngri frambjóð-
anda tækifæri. Hún bjó dagbækur
sínar til prentunar, en settist síðan
á þing Evrópubandalagsins fyrir
stór-Manchestersvæðið. Þar varð
hún brátt einn atkvæðamesti sósíal-
istinn á þingi. Árið 1989 dró hún sig
í hlé, settist í Lávarðadeildina og tók
að skrifa endurminningar sínar „Fig-
hting All the Way“ (Barist til þraut-
ar, 1993).
Barbara Castle er nú almennt álit-
in einn af bestu ráðherram Wilson
stjómanna. Hún var harðdugleg,
samviskusöm, og barðist hart fyrir
málstað sínum. Stjórnmál vora henni
köllun. „Henni fannst mig skorta
hugmyndafræði," segir Jim Callag-
han í endurminningum sínum, „og
mér fannst hún stundum láta hug-
myndafræðina ráða jafnvel þegar
skynsemi hennar og eðlisávísun
hefðu átt að segja henni annað."
Bemard Ingham, harðjaxlinn frá
Yorkshire sem var blaðafulltrúi Mar-
grétar Thatchers, var á fyrri tíð
vinstri sinnaður embættismaður og
á sjöunda áratugnum um skeið náinn
samstarfsmaður Barböru Castle.
Ingham hreifst mjög af henni og
sagði í samtali við Morgunblaðið sl.
sumar að ef Verkamannaflokkurinn
hefði haft hugrekki, hefði Barbara
Castle getað orðið fyrsti kvenforsæt-
isráðherra Breta. Þessi ummæli segja
þó kannski meira um Ingham sjálf-
an, þ.e. hversu hann laðaðist að þess-
um konum með hinar afdráttarlausu
skoðanir, en um kjark Verkamanna-
flokksins. Á þeim tíma var Verka-
mannaflokkurinn mun betur mann-
aður en íhaldsflokkurinn. Roy Jenk-
ins, James Callaghan, Anthony
Crossland og Denis Healey voru t.d.
allir mikil leiðtogaefni og á vinstri
vængnum innan flokksins, þar sem
Castle hefði notið mests stuðnings,
voru menn eins og Michael Foot og
Tony Benn sem ávallt hefðu komið
fyrr til greina sem leiðtogaefni en
hún. Barbara Castle var því ekki
raunhæfur valkostur í leiðtogasætið.
Hún býr í Buckinghamshire, miðja
vegu milii Oxford og London, á býli
sem ber það dularfulla nafn „Hell
Comer Farm“ (Vítishornið). Hún
kann enga skýringu á nafninu, en
segir að þar séu vissulega á sveimi
velviljaðir draugar.
Hún er smávaxin, með rautt liðað
hár og blá augu. Hún er nú 83 ára,
en sýnist við hestaheilsu og iðar af
lífsljöri. Hún segist halda sér ungri
með því að Iifa lífinu eins og ekkert
hafí í skorist.
Einhveiju sinni þegar hún sat á
þingi Evrópubandalagsins var hún
beðin um að setja á fót nefnd um
ellina. „Nei, takk,“ sagði hún. „Ég
hef elst um tíu ár bara við að heyra
spuminguna! Ég skal heldur setja á
fót nefnd um það hvemig eigi að
halda sér ungum.“
Nýverið lýsti hún í blaði dæmi-
gerðum degi í lífí sínu. Hún kveðst
vakna klukkan hálf sjö á hveijum
morgni; drekkur te í rúminu og hlust-
ar á BBC World Service áður en hún
fer á fætur og gerir Iíkamsæfingar.
Yfir morgunmatnum hlustar hún á
fréttaskýringaþáttinn „Today“ á
BBC Radio 4 og les „Guardian", sem
hún segir að sé það blað sem komist
næst skoðunum hennar. Að loknum
morgunmat fer hún með hundana
sína þijá í göngutúr. Síðan lokar hún
sig af í vinnustofu sinni þar sem hún
undirbýr ræður, skrifar greinar og
svarar bréfum.
Þá daga sem hún fer ekki til Lond-
on að taka þátt í störfum Lávarða-
deildarinnar, tekur hún sér hvíld um
hálf eitt leytið. En áður en hún fær
sér hádegisverð drekkur hún jafnan
glas af gini til að slaka á. Eftir há-
degismat sest hún gjarnan niður fyr-
ir framan sjónvarpið og fær sér lúr
yfir gamalli filmu í klukkustund eða
svo. Þegar hún vaknar fer hún út
aftur með hundana sína á göngu eða
snuddar eitthvað í garðinum, en hann
var stolt mannsins hennar, sem lést
1979. Hún segir að hann sé ennþá
hjá sér og að hún tali við hann sí og
æ með sjálfri sér.
Síðla eftirmiðdags hverfur hún svo
inn í vinnustofu sína á ný og situr
venjulega við uns níu-fréttir hefjast
í sjónvarpinu. Hún borðar ekki kvöld-
verð, en fær sér oftast eitthvert snarl
yfír sjónvarpsfréttunum. Hún les síð-
an jafnan í bók hálftíma eða svo, en
gengur þá til náða og sofnar á auga-
bragði um tíu leytið. Þannig líður
dagur í lífi Barböru Castle 83 ára.
Barónessa Castle er ómyrk í máli
um samtíma sinn:
„Ég verð svo reið þegar ég lít í
kringum mig og sé þetta hirðuleysis-
lega kaupahéðnaþjóðfélag sem við
búum í, þorrið hugrekki og siðferðis-
þreki. Verkamannaflokkurinn verður
að fínna leið til þess að gera þjóðina
umhyggjusama á nýjan leik og vera
nógu hugrakkur til að segja að það
muni kosta peninga. En ég er ekki
viss um að núverandi forysta í
flokknum sé fær um það. Ég dáist
að raunsæi hennar, en hana skortir
ástríðu og reiði, hún er of upptekin
af því að sýna fram á hversu sann-
gjöm hún sé.“
Þrátt fyrir þann mikla skoðana-
ágreining sem er með ykkur Mar-
gréti Thatcher, kemur fram í ævibók
þinni að þú gladdist yfír sigri hennar
í leiðtogakjöri íhaldsflokksins og þú
berð lof á hugrekki hennar.
„Já, ég dáist að hugrekki hennar.
Ég held að hugrekki sé mjög mikil-
vægt í stjórnmálum. Og hún er frá-
bærlega öragg með sjálfa sig. En
sjálfsþótti hennar er yfirþyrmandi.
Hvenær sem skarst í odda með henni
og samstarfsmönnum hennar hafði
hún sjálf alltaf rétt fyrir sér og þeir
rangt fyrir sér. Slíkir stjórnmála-
menn verða ekki langlífír. En hún
hafði heppnina með sér. Hún naut
þess að fá allar tekjumar af olíunni
í Norðursjó. Þar fékk hún 118 billjón-
ir punda að leika sér með og fjár-
magna skattalækkanir til hinna efna-
meiri. Hún var líka heppin í Falk-
landseyja-stríðinu. Ef t.d. eldflaug
hefði grandað skipinu sem Andrew
prins var um borð í, hefði hún ekki
staðið uppi sem vinsæll sigurvegari
að stríðinu loknu. Hún var mjög
heppin á ferli sínum, en hún var
sannarlega hugrökk."
Á sínum tíma réttlættir þú birt-
ingu dagbóka þinna með því að segja
að almenningi myndi fínnast hann
standa nær stjómmálabaráttunni, ef
hann fengi að vita hvað gerðist á
bak við tjöldin. En núna virðist jafn-
vel vera breiðara bil milli stjórnmála-
manna og almennings en nokkru
sinni á þinni tíð. Hvers vegna held-
urðu að svo sé?
„Það er vegna þess að það er enn-
þá alltof mikil leynd yfír stjómarat-
höfnum. Ef fólki væri trúað fyrir
hvað verið er að gera, en ekki alltaf
reynt að setja eitthvað á svið og láta
eins og hlutimir séu öðruvísi en þeir
raunveralega eru, væri öðravísi
ástatt. Mér finnst það eigi ávallt að
halda fundi með blaðamönnum eftir
ríkisstjórnarfundi þar sem greint sé
frá því hvað hafí verið til umræðu,
hvers vegna, hvaða rök hafi komið
fram, o.s.frv. Þannig myndi fólki
fínnast það vera þátttakendur í stjóm
landsins. Það er í raun ekkert leynd-
ardómsfullt við það sem fram fer á
ríkisstjórnarfundum. Vandamálin
hrúgast upp — og við sitjum og
ræðum mismunandi leiðir til að reyna
að greiða úr þeim.“
Finnst þér stjómmálabaráttan
vera óheiðarleg?
„Fólk getur gert stjómmálin
óheiðarleg og gerir það tíðum. Ég
álít .t.d. að núverandi ríkisstjórn sé
ekki vönd að virðingu sinni og ófyrir-
leitin. Hún hefur falsað staðreyndir
og snúið við stefnumálum til að villa
um fyrir fólki. Þar að auki vann hún
síðustu kosningar á lygi. íhaldsflokk-
urinn sakaði okkur um að ætla að
hækka skatta um einhver reiðinnar
ósköp sem engu tali náði. Þeir
hengdu upp veggspjöld þar sem
sagði: Ef þú kýst Verkamannaflokk-
inn muntu borga 1.250 pund á ári
meira í skatta. Þetta var náttúrlega
út í hött. Sjálfir lofuðu þeir að lækka
skatta. Samt var þeirra fyrsta verk
að hækka þá og það urðu þeir að
gera vegna ástandsins í efnahags-