Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MENIMINGARSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 11
MFinnski hasarleikstjór-
inn Renny Harlin leikstýrir
sjóræningjamyndinni „Cutt-
hroat Island“ með Michael
Douglas og Geena Davis í
aðalhlutverkum. Laun þess-
ara þriggja nema samtals 23
og hálfri milljón dollara, þar
af fær Douglas einar 15 í
sinn hlut.
MÁstralski leikarinn Mel
Gibson mun leikstýra í annað
sinn þegar hann gerir „Brave
Heart“ sem fjallar um upp-
reisn í Skotlandi á þrettándu
öld. Gibson mun einnig fara
með aðalhlutverkið í mynd-
inni.
MHvað gerir Tom Hanks
nú þegar hann hefur hreppt
Óskarinn? Líklegt þykir að
hann muni leika í nýjustu
mynd Rons Howards sem
heitir „Lost Moon“ og fjallar
um geimfarann Jim Lovell.
MÞriðja myndin í „Beverly
Hills Cop“ seríunni verður
frumsýnd í Bandaríkjunum í
þessum mánuði en í ágúst
hér heima. Eddie Murphy
fer með aðalhlutverkið og
með honum er Judge Rein-
hold en leikstjóri er John
Landis.
MVelski Ieikarinn Anthony
Hopkins leikur nú í hverri
myndinni á fætur annarri og
fer m.a. með eitt aðalhlut-
verkanna í nýrri mynd frá
Bretanum John Schlesinger
sem heitir „The Innocent“
eða Sakleysinginn. Mótleik-
arar Hopkins eru Campbell
Scott og Isabella Rossellini
en myndin gerist í Berlín eft-
irstríðsáranna.
MNýr framtíðartryllir, í
þetta sinn með Ray Liotta,
verður frumsýndur vestra í
þessum mánuði. Það er „No
Escape“ í leikstjóm Martin
Campbells en með önnur
hlutverk fara Lance Hen-
riksen og Stuart „Nonni og
Manni“ Wilson. Myndin ger-
ist árið 2022 og segir frá
höfuðsmanni í bandaríska
landgönguliðinu sem dæmd-
ur er til dvalar á fangaeyju.
ÍBÍÓ
Agætt framboð er nú á
listrænu menningar-
efni í kvikmyndahúsum
Reykjavíkur fyrir þá sem
vilja. Hafa sumar mynd-
imar verið lengi á boðstól-
um en aðrar eru nýrri og
skal hér bent á þær helstu.
Laugarásbíó hóf sýningar
á áströlsku myndinni Ögr-
un eða „Sirens" með Sam
Neill og Hugh Grant um
síðustu helgi, sem fjallar
um umdeildan ástralskan
málara. Tvær franskar
myndir hafa byrjað með
stuttu millibili í Regnbog-
anum; Trylltar nætur, sem
fjallar um eyðnismitaðan
mann, og IP5, sem er síð-
asta mynd Yves Montand.
í Háskólabíói byijaði Nak-
in eftir Mike Leigh um
síðustu helgi þar sem
David Thewles fer á kost-
um og þar er einnig Þrír
litir: Blár eftir Krzysztof
Kieslowski. í Sambíóunum
byijaði Líf þessa drengs
með Robert De Niro um
síðustu helgi. Þar er einnig
sýnd nýjasta mynd Steven
Soderbergh, Konungur
hæðarinnar.
16.000 manns hafa
séð Lista Schindlers
Kurt Russell í
öðrum heimi
essar vikumar er unnið
að vísindaskáldskapar-
mynd með Kurt Russell í
aðalhlutverki í Arizona-eyði-
mörkinni í Bandaríkjunum.
Heitir hún „StarGate" en
aðrir leikarar eru James
Spader og Jaye Davidson,
sem hefur ekki leikið í mynd
síðan hann var hinn eftir-
minnilegi klæðskiptingur í
„The Crying Game“. Leik-
stjóri er Roland Emmerich
en Mario „Rambó" Kassar
framleiðir.
Spader og Russell eru við
fomleifarannsóknir í
Vonandi engin „Dune“; úr „StarGate“.
Egyptalandi þegar þeir fínna
dularfullan grip sem ber þá
yfir í aðra og mjög svo
ókunnuga veröld þar sem
Davidson ræður ríkjum. „Ég
vona að þetta sé ekkert
„Dune“-ævintýri,“ er haft
eftir Spader. „Voru það ekki
hræðileg mistök?"
Líklega. En Spader er ekki
vanur þessum vísindaskáld-
skaparmyndum, ólíkt Russ-
ell, og segist ekki hafa haft
hugmynd um hvernig hann
átti að bera sig að. Kurt
Russell („The Thing“) hefur
eflaust getað gaukað ein-
hveiju að honum.
"""KVIKMYNDIR
Hvererþessi tökumadurf
TÁR ÚR STEINI
^lls hafa um 16.000 manns
séð Lista Schindlers eftir
Steven Spielberg í Háskólabíói.
Þá hafa 20.000 manns séð í
nafni föðurins, 2.000 „Robocop
3“, 2.000 Litla Búddha, 2.500
Þijá liti: Blár og loks byijaði
breska myndin Nakinn ágætlega
um síðustu helgi.
Næstu myndir Háskólabíós eru
bítlamyndin „Backbeat", sem
byijaði fyrir helgi, „Naked Gun
3334, sem einnig verðúr sýnd í
Sambíóunum, Veröld Waynes 2,
körfuboltamyndin „Blue Chips“
með Nick Nolte og Shaq O’Neill,
„Kika“ eftir Pedro Almodóvar
og„The Paper“ eftir Ron Howard
með Michael Keaton.
Þrjár sumarmyndir verða
sýndar í bæði Háskólabíói og
Sambíóunum en það eru„Beverly
Hills Cop 111“ með Eddie Murp-
hy, sem byijar líklega 8. ágúst,
Steinaldarmennirnir með John
Goodman, sem byijar um miðjan
júlí og Sannar lygar með Arnold
Schwarzenegger undir leikstjórn
James Camerons, sem byijar 26.
ágúst.
Tökur hefjast á nýrri mynd Hilmars Oddssonar, Tár
úr steini, í Reykjavík um mánaðamótin júní/júlí nk.
Verður byrjað á innitökum og fara þær fram á sviðinu
í Borgarleikhúsinu að sögn Hilmars. Standa þær lung-
ann af júli en um mánaðamótin júlí/ágúst fer kvik-
myndahópurinn til Þýskalands þar sem tökum mun
Ijúka í endaðan ágúst. Eftirvinnslan fer fram bæði hér
heima og erlendis og verður myndin tilbúin til sýninga
á næsta ári.
Fjögur ár eru síðan Hilm-
ar fór af stað með hug-
mynd að heimildarmynd um
tónskáldið Jón Leifs sem
wmtmmmmmm síðan hef-
ur þróast í
leikna bíó-
mynd með
kostnaðar-
áætlun
uppá 120
milljónir
króna.
Þröstur
Leó Gunnarsson fer með
hlutverk tónskáldsins, Ruth
Ólafsdóttir leikur Annie
Leifs, fyrri konu Jóns, og
Jóhann Sigurðarsson leikur
Pál ísólfsson. Kjartan
Kjartansson sér um hljóð,
Siguijón Jóhannsson um
leikmynd og Helga Stefáns-
dóttir um búninga. Fram-
leiðandi er Jóna Finnsdóttir
eftir Arnald
Indriðason
og handritshöfundar eru
Hilmar, Hjálmar H. Ragn-
arsson og Sveinbjörn I.
Baldvinsson. Myndin verður
að hluta eða öllu leyti tekin
af pólska kvikmyndatöku-
manninum Slawomir Idz-
iak, einum þekktasta kvik-
myndatökumanni Evrópu í
dag, samverkamanni
Andrzej Wajda, Krysztof
Zanussi og síðast en ekki
síst Krzysztof Kieslowski,
en Idziak tók fyrir hann
myndimar Stutt mynd um
morð, Tvöfalt. líf Veroníku
og Þrír litir: Blár, sem nú
er sýnd í Háskólabíói.
„Þetta er frægasti töku-
maður Póllands og einn
virtasti tökumaður í heimi,“
sagði Hilmar aðspurður um
Idziak. „Ég komst í sam-
band við hann fyrir algera
tilviljun. í fyrstu átti þýskur
tökumaður að vera við
myndina en þýsk kona
kynnti mig fyrir Idziak og
seinna hringdi ég í hann og
bauð honum upp til íslands.
Hann var þá nýbúinn að
taka Þijá liti: Blár fyrir
Kieslowski og ég hitti á
hann í fríi og hann sló til.
Hann vann með mér í hand-
ritinu í nokkra daga hér og
leið vel og ákvað að gera
það sem hann gæti til að
taka þessa mynd. Hann
fékk ákveðna tilfinningu
fyrir henni en ég mundi
aldrei hafa efni á honum í
gegnum umboðsmanna-
kerfið. Þetta er allt á per-
sónulegum nótum,“ sagði
Hilmar.
Hilmar, sem vinnur nú
við að finna stúlku til að
leika dóttur Jóns Leifs, lýsir
Tári úr steini (heitinu hefur
verið breytt úr „Vita et
mors“) sem „dæmisögu með
víða skírskotun er gæti
gerst í hvaða landi á hvaða
tíma sem er. Þetta er saga
listamanns í fjandsamlegu
þjóðfélagi og dramatísk til-
fínningasaga," Myndin seg-
ir frá lífi Jóns Leifs í Þýska-
Einn af þeim bestu; Hilmar Oddsson óræður á svip
í nepjunni á íslandi með pólska kvikmyndatökumanninum
Slawomir Idziak.
landi nasismans þar sem
hann var kvæntur gyðinga-
konu og sá á eftir tengda-
móður sinni í útrýmingar-
búðir.
Mikil umræða hefur
sprottið undanfarið um
sannfræði leikinna mynda
sem byggjast á raunveru-
legum atburðum, sérstak-
lega í tengslum við írsku
myndina I nafni föðurins
en aðrar myndir eins og
Amadeus eftir Milos Form-
an hafa dregist inn í um-
ræðuna. Hvar stendur Tár
úr steini í þessum efnum?
„Það er engin leið að end-
urskapa persónulega at-
burði svo öllum líki,“ sagði
Hilmar. „Það verður hver
að fmna sína persónulegu
leið að því og það er gífur-
lega erfitt. Þetta er alltaf
spuming um túlkun. Saga
Jóns Leifs er nálægt okkur
í tíma og margir eru á lífi
sem þekktu hann og munu
ekki upplifa í myndinni það
sem þeir lifðu. ísland er lít-
ið land þar sem allir þekkja
alla og það er kannski mun
viðkvæmara að fjalla um
persónur hér en erlendis.“
Stúrinn stein-
aldarmaöur;
John Goodman í
hlutverki Freds
Flintstones í
myndinni Stein-
aldarmennirnir.
Eg gœti alveg hugsað mér þetta oftar, Hopkins,
Broderick og Fonda í mynd Alans Parkers um morgunkorns-
kónginn Kelloggs.
Vegurinn til
Welluille
Það vekur alltaf athygli
þegar ný mynd kemur
frá breska leikstjóranum
Alan Parker („Mississippi
Burning", „The Commit-
ments“) en hann sendir bráð-
lega frá sér nýjasta verk sitt,
„The Road to Wellville" eða
Veginn til Wellville.
Með aðalhlutverkin fara
Anthony Hopkins, Matthew
Broderick og Bridget Fonda
en myndin segir frá morgun-
kornsmillanum Dr. John
Harvey Kellogg, sem Hopk-
ins leikur, og heilsuhæli því
sem hann rak í Michigan. Þar
var beitt ýmsum tækjum og
tólum sem Kelloggs hafði
fundið upp, sum minntu á
pyntingartól miðalda, í leit-
inni að heilsusamlegra lífi en
myndin er byggð á bók T.
Coraghessan Boyle.
Með önnur hlutverk í
myndinni fara m.a. John
Cusack, Dana Carvey, Colm
Meaney og Lara Flynn Boyle.