Morgunblaðið - 08.05.1994, Side 15

Morgunblaðið - 08.05.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ skinheilagar líkingar fyrir fína fólk- ið. Þetta er engin ítölsk eða frönsk rókókó-mygla. Þessir málarar vildu heldur vera einlægir en gáfulegir, eða undirlægjur aðalsins. Hjá þess- um málurum er einhvers staðar hægt að finna bamið. Myndir trúar- legs eðlis, og af vopnum og hljóð- færum, físki og blómum, þjófum og spákonum o.s.frv. Svona var þetta náttúrlega alis staðar, en það hefur sérstaka melódíu þarna niðurfrá. Þar hefur ríkt andlegt frelsi í meira en þrjú hundrað ár.“ En hvað ert þú svo sjálfur að mála? „Ég hef aldrei gert mikið af því að útskýra hvað ég mála. Það er ekki sprottið af neinum merkileg- heitum, heldur eiga myndirnar að standa fyrir sínu og tala. Mér er það býsna óskiljanlegt ef aðrir skilja ekki þessar myndir. Ég hef ekki áhuga á einhverri djúpspeki, eða dulhyggju. En ég færi að vísu hlut- ina til í stærðum og tíma. Sný út úr því sem þykir „rétt“. Reyni að fá skýrari framsögn með því að segja minna. Sumum þykir ég breytast lítið, og segja að ég máli alltaf það sama. Ég er vanur að svara því til, að það geri allir og af eðlilegum ástæðum. Samt er þetta ekki einhlítt, því ég hef breyst með aldrinum og hlutirn- ir líka. Það sagði mér vísindamaður nokkur, að maðurinn nái að þroska allar frumur í heilanum á unga aldri og síðan taka þær engum breyting- um. Ef þær endurnýjuðust, og á þeim yrðu stanslausar grundvallar- breytingar, mundi það kosta mann minnið og þar með sjálfsvitundina. Þetta er hin vísindalega skýring á því, að hver er sjálfum sér næstur. En svo kemur það sem stjórnar öllu: skapgerðin. Ef maður hefur ekki þrautseigju og dugnað og þorir að hugsa sitt, þýðir ekkert að vera að mála. Samhengið, - það að hlutirn- ir eru svona skyldir í langan tíma, stafar af því að það hleypur enginn þroskaður listamaður burt frá sjálf- um sér í einu stökki. Mér finnst ég vera ósköp hæg- þroska í þessu, rétt eins og þeir sem eru svolítið barnslegir að upplagi, kannski er þetta eins og Danir segja um jarðarberin sín, þegar þau eru borin saman við glerhörð jarðarber frá Israel: „Okkar ber eru svo góm- sæt af því þau vaxa hægar!" Mér finnst alveg sjálfsagt að ég máli fyrir ánægjuna, og ekkert ann- að meira að segja. Mér finnst miklu meiru skipta að mála af gleði en vera með margra mánaða harðlífi út af einhverju meistaraverki, sem stendur til að gera. Maður veit aldr- ei hvaða melódía verður góð. Þess vegna finnst mér það vera hláleg fjarstæða, að reyna að vera frum- legur. Þar er maður þó sannarlega kominn á villigötur. Listin er vinna, sagði Kjarval. Hún er einn tíundi hæfileiki og hitt er vinna, sagði Matisse. Að útskýra málverk er sérgrein fólks sem fer í skóla og lærir útskýr- ingar annarra utan að. Svo tekur blessað fólkið próf í þessu og breyt- ist í presta listarinnar. Þessir fræð- ingar vilja gjaman segja þér hveiju þú átt að trúa. En samt langar þá alltaf að barna þessa yngismey, kúnstina. Þeir segja kynjasögur og leggja út fyrir henni hvað' hún eigi að gera. En það er samt eitthvert náttúruleysi í þessu. Þetta þarf ekki að vera vont fólk og eitthvað þarf það að hafa að gera á atvinnuleysistímum. En ef ekki væru til sérvitrir einstaklingar, kallaðir listamenn, gengi þetta út á að þýða texta uppúr alfræðibókum. Það eru til dömur sem hafa fram- færi sitt af, að sitja í útlöndum og þýða greinar úr dagblöðum og senda í íslenzk blöð. Ég er farinn að hlakka til að koma til Fróns og sjá barnabörnin, fara með rútunni norður og austur og skoða moldarbörðin og skiþin og hvernig náttúran býr til fagra Iiti í bárajárninu. Svo þarf ég að fá mér einn lítinn með skáldunum og hitta starfsbræðurna. Og svo verður gott að geta farið að mála aftur eftir Jónsmessuna... ________Brlds________ Umsjön Arnór G. Ragnarsson Ragnhildur og Gissur sigruðu fyrir norðan Norðurlandsmót eystra í para- keppni var í fyrsta skipti haldið síð- astliðinn laugardag í Hamri, á veg- um Bridssambands Norðurlands eystra. Alls mættu til leiks þrettán pör, sem létu blíðviðrið utanhúss ekki trufla sig, enda var þetta mót kærkomin æfing fyrir íslandsmótið í parakeppni sem fer fram í íþrótta- höllinni á Akureyri 12. og 13. maí næstkomandi. Keppnin var spennandi allan tím- ann og úrslit fengust ekki fyrr en í síðustu umferð þegar Ragnhildur Gunnarsdóttir og Gissur Jónasson skutust úr þriðja sæti í það efsta og sigruðu. Röð efstu keppenda var: Ragnhildur Gunnarsd. - Gissur Jónasson 47 Guðbjörg Þorvarðard. - Gaukur Hjartarson 40 Egilína Guðmundsd. - Þórólfur Jónasson 38 Jónína Pálsd. - Anton Haraldsson 33 Ragnheiður Haraldsd. - ValdimarGnmsson 14 Æfingakvöld byrjenda Sl. þriðjudagskvöld, 3. maí, var æfingakvöld byijenda og var spilað- ur Mitchell i tveimur riðlum og urðu úrslit kvöldsins eftirfarandi: N/S-riðill Hallgrímur Markússon — Ari Jónsson 294 Björk Lind Óskarsdóttir - Amar Eyþórsson 266 Hrannar Jónsson - Gísli Gíslason 250 Áróra Jóhannsdóttir - Álfheiður Kjartansd. 240 Kolbrún Thomas - Einar Pétursson 227 A/V-riðill SævarHelgason-BergþórBjarnason 268 Siguijón Guðröðarson - Jensína Stefánsd. 267 Hekla Smith - Bjöm Sigurðsson 238 Baldur Garðarsson - Steindór Grétarsson 225 Helga Haraldsdóttir - Sigriður Lúðvíksdóttir 224 A hveiju þriðjudagskvöldi er æfingakvöld byrj- enda og er spilað í húsi BSl. Húsið er opnað kl. 19.00 og spilamennskan hefst kl. 19.30. SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 15 okkur. ■ tilefni dags*ns »0°/o ablaR1** 30 „^ttaolöntuni af nllum pottap Opið frá kl. 8-21 alla daga. Næg bílastæbi (bílastæbahúsib Bergstabir) Ekkert stöbumælagjald um helgar. Alla blómaskreytingar unnar af fagmönnum. e 01) blómaverkstæði "NNA Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag 4. maí vora spil- aðar níu umferðir í aðaltvímenn- ingnum og er staðan eftir fjórða kvöldið þannig: Björn Eysteinsson - Aðalsteinn Jörgensen 546 Matthías Þorvaldsson - Jakob Kristinsson 535 Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Amþórsson 431 Sigurður Sverrisson - Hrólfur Hjaltason 384 Guðm. Páll Arnarson - Þorlákur Jónsson 344 Eirikur Hjaltason - Oddur Hjaltason 340 Hæstu skor fyrir kvöldið fengu: Jónas P. Erlingsson - Ragnar Hermannsson 17 3 Björn Eysteinsson - Aðalsteinn Jörgensen 169 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 128 Hróðmar Sigurbj. - Gunnlaugur Kristjánss. 99 Nk. miðvikudag verður spilað í Aðaltvímenn- ingnum vegna íslandsmóts í parakeppni á Akur- eyri. Þess í stað verður spilaður einskvölds tvímenn- ingur og era allir spilarar velkomnir. Spilað er í húsi BSI að Sigtúni 9 og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudagskvöld 2. maí lauk Stefánsbarómeternum og urðu úr- slit eftirfarandi: Jón Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 262 Ingvar Ingvarsson - Sigurður Sigurjónsson 218 Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurbss. 162 Hjálmar S. Pálsson - Sveinn R. Þorvaldsson 159 Sigurberg H. Elentínusson — Karl Bjamason 152 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 148 Hæstu spor fjórða kvöldið fengu: Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurb. 64 Sigurberg H. Elentínusson - Karl Bjamason 62 Jón Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 56 Guðrún Jóhannesdóttir - Gísli Hafliðason 54 Þar með lauk vetrarstarfinu og einungis er eftir að halda aðalfund og afhenda verðlaun. Það verður gert á Veitingahúsinu A. Hansen föstudaginn 25. maí nk. kl. 19.00. Þeir félagar sem eiga eftir að til- kynna þátttöku geta gert það í síma 50275 (Steinþórunn). Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst þriggja kvölda tvímenningur hjá félaginu sem jafn- framt er lokakeppni á þessu spilaári. Staða efstu para er þannig: Karólína Sveinsd. - Hildur Helgadóttir 329 Magnús Sverrisson - Óskar Karlsson 328 Nanna Ágústsd. - Sigurður Ámundason 323 Lilja Halldórsdóttir - Anne M. Kokholm 311 Guðrán Erlendsd. - Laufey Barðadóttir 301 Ingunn Bemburg - Gunnþórunn Erlingsd. 300 Ólína Kjartansdóttir - Hanna Friðriksd. 296 Inga L. Guðmundsd. -Unnur Sveinsdóttir 292 Nýkomið! □ Skyrtur í úrvali frá kr. 990 □ Dömublússur, fínni frá kr. 2.990 □ Big One” gallabuxurnar komnar aftur kr. 2.990 □ Dömu, herrapeysur, bolir o.m.fl. Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin) SAUMASTOFA—HEILDVERSLUN KÓpQVOg I, milliliðalaus viðskipti Simi 45800 æsssœ-- Kiarabót! Við bjóðum fatnaðúr fyrsta flokks hráefni, framleiddan af fagfólkimeð mikla reynslu á verði, sem er öllum viðráðanlegt. frá kr. 15.800 frá kr. 10.900 frá kr. 4.900 frá kr. 15.890 frá kr. 10.990 frá kr. 4.900 □ Herraföt □ Stakir jakkar □ Stakar buxur □ Dömudraktir □ Dömujakkar □ Dömubuxur □ sportfatnaðurinn kominn □ úlpurnar komnar □ Gallabuxur □ Köflóttar skyrtur □ Bakpokar, tjöld, svefnpokar □ Klæðskeraþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.