Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 17
MORfil ÍNRT.AÐIF)
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
SUNNUDAGUR8. MAÍ 1994 B 17
Vindhöllin Hava
Mahal, sljörnuat-
hugunarstööin Jant-
ar Mantar og smá-
þorp I Thar-eyói-
mörkinni
Flestar rútur rétt hanga saman og slys eru
tíð. Indveijar bregðast m.a. við þessu með
því að skreyta mælaborðið með upphöfnum
guðamyndum til verndar og í betri rútum
sefa þeir athygli farþega með söngvamyndum
sem sýndar eru linnulaust í vídeói og eru
stilltar svo hátt að athyglin fer ekki í annað
en að reyna að halda sönsum. í ferðum sem
þessum veitir ekki af liðsstyrk guðanna. Eitt
sinn snarstöðvaði áætlunarrútan á miðjum
ijallvegi og tæmdist af fólki á augabragði.
Eftir sátu tveir íslenskir túristar sem litu í
forundran hvor á annan. Eftir nokkrar mínút-
ur birtist svo fólkið á ný jafn hlutlaust á
svipinn og þegar það gekk út. Svo var ekið
af stað eins og ekkert hefði í skorist. Við
eftirgrennslan var okkur sagt að þarna hefði
verið heilög lind og hof sem menn hefðu
verið að votta virðinu sína og ekki er ólík-
legt að beðið hafi verið fyrir áfallalausri heim-
ferð. I rútuferðum horfir maður semsé ekki
á veginn framundan heldur á sveitirnar til
beggja handa sem eru vel hirtar og blómleg-
ar þar sem úrkomu gætir eða vatn er að
hafa. Flestir íbúar Rajasthan eins og raunar
Indlands alls búa í litlum þorpum í dreifbýli
og stunda landbúnað. Fólkið býr í leirkofum
með stráþaki og á þeim er ein hurð en eng-
inn gluggi. Öll fjölskyldan er í einu herbergi
en hjá þeim efnameiri geta herbergin verið
fleiri. Vélvæðing við landbúnaðarstörf er lítil
sem engin.
Pushkar
Frá Jaipur lá leiðin um fjalllendi til lítils,
kyrrláts bæjar sem nefnist Pushkar og fræg-
ur er um víða veröld vegna kameldýrahátíðar
sem þar er haldin árlega. Þá er slegið upp
tjaldbúðum við bæinn og tugþúsundir manna
frá Rajasthan streyma þangað með kamel-
dýr, nautgripi og hesta til keppni og til að
gera sér glaðan dag. Bærinn stendur um-
hverfis heilagt vatn sem pílagrímar streyma
til að baðast í. Sagt er að vatnið hafi mynd-
ast þegar guðinn Bramha kastaði þar lótus-
blómi af himnum. Kjöt og áfengi er ekki
fáanlegt í bænum en götusalar bjóða ferða-
mönnum gjarnan hass eða ópíum til kaups.
Þarna var gott að koma og hvílast, horfa á
sólarlagið og hlusta á bramínasöngl sem
barst yfir vatnið frá hindúahofi.
f (Jdaipur og Jodhpur
Afram var haldið til hinnar rómantísku
Udaipur í suðri, Feneyja Indlands, þar sem
upplýstir kastalar gnæfa við himin á fjallst-
indum og fallegir vel hirtir garðar minna á
mikilvægi vatnsins. Þessi 300 þúsund manna
borg stendur við Picolavatn. Austantil við
vatnið er Borgarhöllin, gríðarstór og marg-
flókin byggingasamsteypa sem í dag er að
mestu leyti safn. Þaðan er lagt upp í klukku-
stundar siglingu umhverfis eyjarnar tvær á
yatninu, Jagniwas og Jagmandir. Á þeirri
fyrrnefndu er Vatnahöllin sem fyllir út í eyna,
byggð af Maharana Jagat Singh II árið 1754
en margir muna eftir henni úr kvikmyndinni
Octopussy með James Bond. Nú er hún lúxus-
hótel þar sem nóttin kostar um 14.000 krón-
ur í tveggja manna herbergi en það er hátt
verið fyrir hótel á Indlandi. Á slíkum stöðum
er tilvalið fyrir evrópskt millistéttarfólk að
bregða sér í Iíki milljónamæringa, borða af
gulldiskum og láta pijálklædda Indvetja með
vefjarhött og tvær krónur á tímann þjónusta
sig með bugti og beygjum. Einhver takmörk
virtust vera fyrir því hve hægt var að inn-
byrða margar hallir og virki á stuttum tíma
án þess að athyglin færi að sljóvgast. Því
létum við það að mestu eiga sig við komuna
til Jodhpur, næstfjölmennustu borgar Rajast-
han, að undanskildu Meherangarth virkinu
sem er eitt það stórfenglegasta í Rajasthan.
Að virkinu liggur bugðóttur vegur upp 125
metra háa hæð. Við innganginn situr hópur
hljóðfæraleikara sem „setja í gang“ þegar
gestir nálgast. Innan virkisveggjanna eru
fjöldinn allur af höllum og hallargörðum.
Hallirnar bera rómantísk nöfn svo sem Moti
Mahal eða „perluhöllin11, Sukh Mahal eða
„unaðshöllin" og Phool Mahal eða „blóma-
höllin“. Þarna er að finna ótrúlegt safn gripa
frá hirðinni. Útsýnið af virkisveggnum yfir
borgina fyrir neðan er töfrandi, einkum
bramínahverfið þar sem öll húsin eru máluð
ljósblá.
Jaisalmer
Síðasti viðkomustaður okkar í Rajasthan
var Jaisalmer, „gullna borgin" sem svo er
nefnd vegna bjarmans sem slær á sandsteins-
byggingarnar við sólarlag. Þessi 25 þúsund
manna borg er eins og klippt út úr sögusviði
Þúsund og einnar nætur þar sem hún blasir
við úr Thar eyðimörkinni skammt frá landa-
mærum Pakistan. Fyrrum var hún viðkomu-
staður kameldýralesta sem fluttu vaming
milli Indlands og Mið-Asíu og á því auðguð-
ust borgarbúar og byggðu fagurlega skreytt
hús eða havelí eins og þau heita. í dag er
þessi afskekkta borg ótrúlega heilsteypt og
óspillt þrátt fyrir að ferðamannaiðnaðurinn
hafi hafið innreið sína eins og við fengum
að kynnast. Utan
borgarmúranna
voktú menn yfir
ferðamönnum til að
grípa þá glóðvolga og
flytja hver á sitt hót-
el. Ein helsta
skemmtun ferða-
manna í Jaisalmer er
að fara í útreiðatúr á
kameldýrum um eyði-
mörkina. Ekki dugði
annað en að skrá sig
úr túristabragur værí og glæstri menningu
á öllu því umstangi.
Ferðin var þónokkur upplifun, einkum vegna
þess að gist var eina nótt í eyðimörkinni
undir berum stjörnuhimni meðal aðstoðar-
manna og kameldýra. Árla morguns var lagt
á þessi brosmildu dýr og riðið um sandöldur,
hæðir og hóla í kæfandi hita og áð í forsælu
yfir heitasta tímann. Kamelferð er náttúrlega
besta leiðin til að kanna eyðimörkina sem
er furðanlega lífleg þrátt fyrir allt því inn á
milli eru lítil þorp og þorpsrústir, kornakrar
og smalar með hjörð af geitum og kindum.
I Rajasthan stendur maður andspænis
menningu sem stenst ekki bara samanburð
við það besta í menningu Evrópu heldur tek-
ur henni oft fram, eins og til að mynda í
byggingalist. Það er annars vegar þessi
glæsilega menningararfleifð sem ýtir við
þeirri sjálfhverfu Evrópusýn á heiminn sem
maður er haldinn og svo hins vegar fólkið í
Rajasthan sem hefur í fari sínu einhvern
þokka og lífsneista sem er vandfundinn í
Evrópubúanum.