Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 29

Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 B 29 TÍSKA Létt og meöfærileg sölutjöld. Pallar hf. Pallar hf., Vesturvör 6, Kópavogi, símar 42322 og 641020 eftir Bergljótu Ingólfsdóttur EINS og þeir vita sem með tískufréttum fylgjast hafa þekktir kvenfatahönnuðir þann háttinn á að halda sýningar til að kynna sumar- og vetrartísk- una, leggja línumar fyrir komandi árstíð. Stundum era flíkur á slíkum sýningum engan veginn ætlaðar venjulegum konum, sem lifa venjulegu lífi og sjást því tæpast utan sýningarpallanna. Tískan er harður húsbóndi eins og glöggt má sjá þegar skoðaðar eru mynd- ir af kvenbúningum fyrri tíma. Það er hreint ótrúlegt hvað konur hafa látið yfir sig ganga í þeim efnum. Tískufatnaður síðari tíma hefur þó ekki verið heilsuspillandi, eftir því sem best er vitað, ef undanskildir era kvenskór sem stundum hafa verið með öðra lagi en fóturinn, t.d. þeir támjóu sem vora í tísku um árið. Þótt konur í hinum vestræna heimi lýsi yfir eigin sjálfstæði við hvert tækifæri sem gefst, hlíta þær í auðmýkt tilskipunum úr tísku- heiminum, láta hönnuðina segja sér hvernig þær eiga að líta út til að vera gjald- gengar hveiju sinni. Er ekki þversögn þama einhvers staðar? Það segir sig sjálft að það hafa ekki allir efni á að skipta út fatnaði sínum við _ .. . „ , .. , hveija breytingu tískunnar. Því er Svort ullarpeysa með rond- það heilmikil kúnst að velja sér fatn- um’fra arinu 1980- að til að hann endist. Lík- ast til er ekki gáfulegt að þjóta og kaupa eitthvað, aðeins af því að það er í móð, án þess að hafa í huga hvort eitthvað sam- stætt er fyrir í klæða- skápnum. Mikilvægt er að velja sér flík úr góðu efni og áreið- anlega betra að velja ein- falt snið og fremur mildan lit en æpandi. Þetta vita auðvitað hugsandi konur. Þær konur era til sem af smekkvísi hafa skapað sinn eigin fatastíl og taka svona hæfilegt tillit til tískustrauma hveiju sinni. Hátískufatnaður á sjaldnast langt líf fyrir höndum, smekkur breytist og stundum era tekin slík heljarstökk í hönnun, að fyrram hæstmóðins flíkur verða fljót- lega beinlínis hjákátlegar útlits. Meðal tískhönnuða hefur hin franska Coco Chanel algjöra sér- stöðu, hún kom fram með sinn „Chanel“-jakka árið 1927 og hefur hann verið í móð allar götur síðan. Pilsin við jakkann hafa síkkað og styst á víxl en jakkinn að mestu haldið sinni framhönnun. Coco Chan- el tjaldaði því ekki til einnar nætur með hönnun sinni, jakkinn er löngu orðinn „klassiskur", alltaf jafn falleg- ur og hæfir flestum tækifæram. Eft- ir lát Coco Chanel hafa aðrir hönnuð- ir verið fengnir til að halda hefðinni við og nú síðast Karl Lagerfeld. Jakk- ann vantaði heldur ekki á sýningu hans fyrir skömmu þar sem vetrar- tískan var kynnt í París. Sýningar- stúlkan var tágrönn en dragtin stóð henni á beini, engu var líkara en stúlkan væri að vaxa upp úr fiík- inni. Pilsið var þröngt og stutt og sýningardaman var með ullarpeysu bundna um sig miðja, líkt og hin ís- lenska Björk þegar hún tók á móti verðlaununum í London á dögunum. Hvort þeirra skyldi nú eiga upptökin Björk eða Karl Lagerfeld? Sonia Rykiel í 25 ár Hönnuðurinn Sonia Rykiel hélt nýlega upp á 25 ára starfsafmæli sitt með sýningu í París. Sýndar voru 70 flíkur auk teikninga og bóka, hún mun hafa gefið út þijár eða fjór- ar bækur. Einkennismynd sýningar- innar var plakat með mynd af hönn- uðinum sjálfum sem Andy Warhol gerði á sínum tíma. Starfsbræður hennar þeir Karl Lagerfeld, Yves Saint Laurent og Christian Lacroix vpra við opnunina auk annarra þekktra einstaklinga í tískuheimin- úm. Einn gestanna var menningar- Sonia Rykiel er rauðhærð og með hvíta húð. Hún klæðist aldrei öðru en svörtu. Hér er hún með orðuna góðu. málaráðherrann Jacques Toubon sem sæmdi hönnuðinn orðu franska ríkis- ins í tilefni afmælisins. Það var samdóma álit þeirra sem fyölluðu um sýninguna, að allt það sem Sonia Rykiel hefði hannað á þessum aldarfjórðungi væri enn í fullu gildi, henni hefði tekist að hanna sígild föt og væri það ekki lítið afrek. Sem dæmi var nefnd svört ullarpeysa sem hún setti fyrst á markað fyrir 25 árum þá skreytt með pallíettum. Árið 1972 var þessi peysa enn á ferðinni, án pallíetta en skreytt með tveimur fuglum, dvergp- áfum. Ári síðar var peysan heldur þrengri í mittið og með hekluðum kraga og uppslögum. Sonia Rykiel er frönsk að þjóð- erni, hún er nú á 64. aldursári og enn á fullu við hönnunarvinnu. Hún á tvö börn, sonur hennar Jean- Philippe er blindur og starfar sem tónlistarmaður. Dóttirin Nathalie vinnur ásamt eiginmanni sínum við fyrirtæki móðurinnar. Fyrirtækið er ekki smátt í sniðum, sérverslanimar era 47 talsins auk 550 sölustaða inn- an stórverslana í 36 löndum. Um það bil 40% framleiðslunnar er seld á innanlandsmarkaði í Frakklandi, veltan árið 1992 var um 5 milljarðar ísl. króna. Nathalie dóttir Sonia Rykiel var til aðstoðar leikstjóranum Robert Altman við töku myndar um „Prét-á-Porter“ tískuheiminn franska, þ.e. þann hlutann af fatnaði sem seldur er tilbúinn en ekki sér- saumaður. Þeirri töku er nú nýlega lokið. Myndatökulið Altmans fékk frían aðgang að tískusýningum hjá flestum hönnuðanna. Þeir Valentino og Karl Lagerfeld harðneituðu þó að láta mynda hjá sér, þeir vora sármóðgaðir yfir því að farið var fram á að föt þeirra væru notuð sem einhver uppfylling í Hollywood- „skrautmynd“. Bjartir og rúmgóöir vinnu-, geymslu- eða sýningaskálar. ÓDÝRIR - VANDAÐIR ÞÝSKIR TJALDSKÁLAR Bjartir og rúmgóðir vinnu-, geymslu- eða sýninga- skálar fáanlegir með stuttum fyrirvara. Henta vel sem samkomuskýli. Einnig getum við útvegað minni sölutjöld. Skálarnir eru úr níðsterkri álgrind klæddir endingargóðum PVC vörðum dúk. Þeir eru fljótlegir og auðveldir í uppsetningu og flutningum. Henta bændum, verktökum, fyrirtækj- um í framleiðsluiðnaði og fleirum. Hafið samband við Palla h/f og fáið sendan ítarlegan bækling um þessa snjöllu lausn. SÍGILD HÖNNUN Skeljungur býður þér að sjá þáttinn í sjónvarpinu kl. 21:40 í kvöld Fjórði þáttur af fimm um íslenska skóga og skógrækt er á dagskrá í Ríkissjónvarpinu í kvöld í boði Skeljungs hf. í þessum þætti erfjallað um skógræktina í Skorradal. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Skógrækt ríkisins, sem leggur áherslu á að sem flestir landsmenn bætist í hóp þeirra sem vilja sinna skógrækt. Skeljungur hf. leggur Skógrækt ríkisins lið meö árlegu framlagi. Þegar þú verslar á bensínstöðvum Skeljungs leggur þú þitt af mörkum til skógræktar á íslandi. Saman getum við lyft grettistaki undir faglegri forystu Skógræktar ríkisins og í samvinnu við alla sem eiga þá hugsjón að klæða landið skógi. Skeljungur leggur rœkt við land og þjóð iððí Skógrækt meö Skeljungi augljós

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.