Morgunblaðið - 08.05.1994, Side 30

Morgunblaðið - 08.05.1994, Side 30
30 B SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 SAMSAFNIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON SKIPTAR SKOÐANIR Samtök hemámsandstæðinga létu talsvert að sér kveða hér á árum áður, þegar „kalda stríðið" stóð sem hæst, enda skoðanir skiptar í alþjóðapólitíkinni eins og gengur. Mánudaginn 15. maí árið 1961 boð- uðu samtökin til fundar við Stjórnarráðið þar sem ákveðið var að af- henda Dennison, flota- foringja frá Atlants- hafsbandalaginu, sem staddur var hér á landi, „aðvörunar og mót- mælaorðsendingu" eins og það var orðað. í hópi hernáms- andstæðinga sáust spjöld á lofti með áletrunum svo sem: „Enga kjarnorkukafbáta" og „Gegn afsali Hvalfjarðar" svo dæmi séu tekin. Skömmu eftir að hernámsandstæð- ingar höfðu komið sér fyrir við Stjórnarráðið sást allt í einu hvar tveir piltar drógu ungverska fán- ann í hálfa stöng á hornhúsinu á Lækjargötu og Austurstræti. Var klippt úr fánanum merki kommún- ista, eins og ungverskar frelsissveitir gerðu í byltingunni 1956. Blakti fáninn yfir höfð- um fundarmanna allan tímann og einnig voru þar spjöld sem stóð á : „Lifi NATO“ og „Munið Ungveijaland“. Annars bar það helst til tíðinda á fundi þessum að Ragnar Amalds hélt ræðu á þaki jeppabifreiðar og nefnd hemsám- sandstæðinga afhenti starfsmönn- um utanríkisráðuneytisins áður- nefnda orðsendinu hernámsand- stæðinga. r T; j [ r 1 j f J ' i *'• " 7 j Nefnd hernámsandstæðinga gengur upp að stjórnarráðinu með orðsendinguna til flotaforingjans. Ragnar Arnalds flytur ræðu sína af þaki jeppabifreiðar. Frá fundi hernámsandstæðinga á Lækjartorgi. í myndatexta Morgunblaðsins með þessari mynd stóð: „Á myndinni sjást m.a. rúblupresturinn Siguijón Einarsson og tveir af ritstjórum Þjóð- viljans, þeir Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Olafsson. Ungverski fáninn blakti við hernámsandstæðing- um í hálfri stöng. Á honum miðjum er stórt gat þar sem hin rauða stjarna kommúnista hefur verið klippt burt, en þannig báru ungverskir frelsisvinir fána sinn í byltingunni í Ungveija- landi. MEISTARAKOKKARNIR /ERU INGVAR OG ÓSKAR Ástmlsk lúða og amerískir ávextir ÉG HEITI... BLÆR GUÐMUNDSDÓTTIR NAFNIÐ Blær er fremur sjald- gæft. Það er sérstakt fyrir það að nafnið er borið af báðum kynjum. Ein stúlka er skráð með þessu nafni í þjóðskrá 1989 og er hún viðmælandi okkar. Á sama tíma báru f imm drengir nafnið sem hið síðara af tveim- ur. Nafnið merkir gola eða andvari og kemur stúlka með þessu nafni fyrir í Brekkukots- annál Halldórs Laxness. Halldór Laxness á sinn þátt í því að Blæ Guðmundsdóttur var gefið þetta nafn. „Mamma mín vann sem sjúkraþjálfari á Reykja- lundi og ég var nýfædd," segir Blær. „Hún hitti Halldór og bað hann um tillögu að nafni og hann nefndi nafnið Blær. Mér var gefið þetta nafn og mér hefur oft dottið í hug að hafa samband við Halldór og þakka honum nafngjöfma, en aldrei látið verða af því.“ Blær segist ekki hafa orðið fyrir stríðni vegna nafnsins, fyrr en í menntaskóla. Þá gáfu gárungar henni gælunöfn á borð við „gustur" og „hvirfilbylur". Hún vill ekki meina að hún beri þessi storm- kenndu gælunöfn með rentu. Blær segir algengt að kennarar hafi spurt sig hvemig eigi að beygja nafnið. Kvenmannsnafnið Blær beygist þannig: Blær-Blæ- Blævi-Blævar, en einnig er notað: Blær-Blæ-Blæ-Blær. Karlmanns- nafnið beygist aftur á móti: Blær- Blæ-Blæ-Blæs. „Fólk hváir gjaman þegar ég kynni mig,“ segir Blær. „Nafnið Morgunblaðið/J úlíus Blær Guðmundsdóttir vekur hvarvetna athygli og margir dást að þvi. Ég er mjög ánægð með nafnið mitt og vildi ekki heita algengu nafni.“ Blær hefur dvalið í öðnim löndum, Finnlandi, Kanada og Ástralíu. Hún segist ekki hafa verið í neinum vandræðum með nafnið sitt í enskumælandi löndun- um. Þar var hún skrifuð „Blaer“ sem er ekki ólíkt algengu nafni í enskri tungu sem er „Blair“. Blær segir að ef hún á eftir að eignast bam eða böm þá muni hún fremur velja þeim óvenjuleg og sjaldgæf nöfn en nöfn sem eru mjög algeng. essa helgina förum við í matar- kistu hjá Áströlum og nágrönn- um okkar í Ameríku og drögum upp glóðaðan fískrétt og ijómaböku í eftirrétt. Glóðuð lúðusteik að hætti Ástralíubúa fyrir fjóra 800 g lúðusfeikur (4x200 g) 1 dl sítrónusafi 2 msk. ólífuolía 1 tsk. dijon sinnep 2 tsk. ferskt engifer, saxað 'h tsk. cayanne pipar 1 tsk. svartur pipar salt eftir smekk Blandið saman sítrónusafanum, ol- íunni, sinnepinu, engifernum, cay- anne- og svarta piparnum. Leggið fisksneiðarnar í kryddlöginn í 1 klst. á bakka, snúið a.m.k. einu sinni. Glóðið á útigrilli og penslið öðru hvoru með mareneringunni. Eldun- artími er u.þ.b. 8 mínútur, en fer þó eftir hitanum á grillinu. Meðlæti: Ferskt salat. Amerísk banana-appelsínubaka fyrb* átta Botn: uppskrift fyrir 25 cm form 250 g hveiti 1 tsk. salt 2 msk. sykur 150 g smjör 1 stk. eggjarauða Vi dl vatn Hveiti og kalt smjörið er unnið sam- an, restinni bætt í og hnoðað. Deigið kælt í klukkutíma. Síðan er deigið flatt út og lagt í kökuform. Smjör- pappír er síðan settur ofan á deigið í forminúog hrísgrjónunum eða þurrkuðum baunum hellt ofan á. Þetta er gert til þess að hliðarnar á bökunni leiti ekki niður í bakstri. Bakið í 10-15 mínútur við 180°C með farginu, síðan er það tekið ásamt smjörpappírnum og bakað í 10 mín- útur í viðbót. Kælt. Fylling 3 stk. bananar ________1 bolli sýrður rjómi_____ 1 bolli mjólk 1 pakki Royal-vanillubúðingur 2 msk. appelsínu-marmelaði Appelsínu-marmelaðið er smurt í botninn. Bananamir skornir í sneiðar og dreifl ofan á marmelaðið. Mjólk- inni og sýrða ijómanum er þeytt saman við búðingsduftið og hellt yfir bananana. Kælt. Meðlæti: Þeyttur ijómi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.