Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 25
FRETTIR
Lýðveldis- __
hlaup UMFÍ
hefst í dag
UNGMENNAFÉLAG íslands
gengst í sumar fyrir Lýðveldis-
hlaupi, í samvinnu við samtökin
íþróttir fyrir alla og Heilsueflingu,
sem er samstarfsverkefni heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytis og
landlæknisembættisins. Hlaupið
fer fram á landsvísu og stendur
yfir í 99 daga; hefst í dag, sunnu-
dag 15. maí, með pomp og prakt
á vegum Ungmennafélagsins
Fjölnis í Grafarvogi og lýkur 21.
ágúst. Tilgangurinn með hlaupinu
er að minnast lýðveldisstofnunar
1944 og stuðla að hollri hreyfingu
meðal almennings.
Lýðveldishlaupið er þriggja kíló-
metra hlaup, skokk eða ganga, þar
sem hver ræður sínum hraða og
allir eiga möguleika á verðlaunum.
Þau eru veitt fyrir þátttöku, bæði
einstaklingum og félögum. Þeir
einstaklingar fá verðlaun sem taka
þátt í hlaupinu ákveðið marga daga
af þeim 99 sem það stendur yfir.
Þeir sem ná að eru þátttakendur
í 30 daga fá bronsverðlaun, 40
daga fá silfurverðlaun og þeir sem
eru þátttakendur 60 daga fá gull-
verðlaun.
íslenskar sjávarafurðir hf., sem
eru aðal styrktaraðili Lýðveldis-
hlaupsins, veita sérstök verðlaun,
ferð fyrir tvo til Bandaríkjanna og
verður dregið um ferðina úr nöfn-
um þeirra sem hljóta gullverðlaun
í hlaupinu. Tvö félög fá verðlauna-
bikar ásamt 100 þúsund króna
peningaverðlaunum, annars vegar
það félag sem fær flesta til að
taka þátt í hlaupinu og hins vegar
það sem fær flesta til þátttöku
miðað við fólksfjölda á viðkomandi
félagssvæði.
Skráningarbók
Framkvæmd hlaupsins verður í
höndum íþrótta- og ungmennafé-
laga um allt land og verður m.a.
hægt að hlaupa/skokka/ganga frá
tjaldstæðum, sundlaugum og
íþróttahúsum. Þátttakendur fá sér-
staka skráningarbók, sem skrá
skal í þátttöku hvern dag og fram-
kvæmdaraðili stimplar svo í bókina
til staðfestingar þátttöku.
Lýðveldishlaupið hefst með
formlegum hætti í dag, sem fyrr
segir, við íþróttamiðstöðina í Graf-
arvogi, Dalhúsum 2. Ungmennafé-
lagið Fjölnir sér um opnunarhátíð-
ina, sem hefst kl. 14.30 er lúðra-
sveit nemenda í Grafarvogi leikur.
Dagskrá hefst kl. 15 með ávarpi
Þóris Jónssonar, formanns UMFÍ.
Þá verður glímusýning, íslenskir
þjóðdansar verða sýndir og síðan
verður fjöldasöngur. Forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir, Ólaf-
ur G. Einarsson, menntamálaráð-
herra, og Guðmundur Árni Stef-
ánsson, heilbrigðisráðherra, verða
viðstödd.
Safnaðarheimili
Laugarneskirkju
Erindi um
dauðann
KARL Sigurbjörnsson fjallar
um efnið Dauðinn! Hvað svo?
á fundi hjá Kristilegu félagi
heilbrigðisstétta mánudaginn
16. maí kl. 20 í Safnaðarheim-
ili Laugarneskirkju.
í fréttatilkynningu segir, að
Karl muni koma inn á tog-
streitu manna gagnvart dauð-
anum, svör trúarbragðanna,
ýmis álitamál í sambandi fram-
liðinna og lifenda, miðla, end-
urholdgun og fleira.
Morgunblaðið/Þorkell
NOKKRIR aðstandenda hlaupsins, f.v.: Sigrún Stefánsdóttir; for-
maður íþrótta fyrir alla, Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefn-
isstjóri hlaupsins, Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, Sigrún Gunnars-
dóttir frá Heilsueflingu og Elín Þ. Þorsteinsdóttir frá Islenskum
sjávarafurðum, aðal styrktaraðila Lýðveldishlaupsins.
Rítvi
Spjalds
IffSi
Umbrot
Teiknivinni
Leitor
Uugarefj
Utreikningar
Heimilisbókhai
Arðsemisútre:
...09 fjölmargt
Of langt yrði að telja upp öll þau
svið þar sem Macintosh LCIII kemur
að notum, því þessi tölva hentar í
næstum alla tölvuvinnslu.
Hún er með mikla stækkunar-
möguleika. Vinnsluminni má auka í
36 Mb og án aukabúnaðar má tengja
við hana ýmiss konar jaðartæki, s.s.
prentara, mótald, harðdisk, mynd-
skanna og geisladrif.
Macintosh LCIII er, eins og aðrar
Macintosh-tölvur, með innbyggt net-
tengi og því má með sáralitlum til-
kostnaði tengja hana við aðrar
Macintosh-tölvur og á þann hátt vinna
í sameiginlegum gögnum, senda skjöl
upplýsingar og skilaboð á milli tölva,
auk þess að samnýta t.d. prentara.
Og svo er stýrikerfi Macintosh-
tölvanna auðvitað allt á íslensku !
Aukalega má íá Apple CD300-geisladrif
á 13.579,- kr. eða aðeins 12.900,- kr. stgr.
ogeinnig Apple Stylé^fiter II-bleksprautu-
prentara með 360 x 360 punkta upplausn
á 39.000,- kr. eða aðeins 37.050,- kr. stgr.
Sértilboð á Macintosh LCIII-
tölvunni er 113.684,- kr. eða aðeins
108.000,
kr. stgr.
InnifalicVí verði tölvunnar:
4 Mb vlnnsluminni, 80 Mb harödiskur, liljcjðúttak, hljóðnemi, SCSI-tengi, nettengi, prentaratengi,
mótaldstengi, 14” Performa Plus-litaskjár, hnappabctrð, mús, ritvinnsluforrit og 5 skemmtilegir leikir.
Umboðsmenn:
Haftækni, Akureyri
PóUinn, ísafirði
U. Apple-umboðið hf.
A A Skipholti 21, sími: (91) 624800 Fax: (91) 624818