Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 9/5-15/5. ► Morg-unblaðið og út- gáfufyrirtækið Smekk- leysa s.m. hf. hafa gengið frá samn- ingum um að standa sameigin- lega að tónieikum Bjarkar Guð- munds- dóttur í tengslum við Lista- hátíð í Laugardalshöll 19. júní. Tónleikarnir verða fyrstu tónleikar Bjarkar á íslandi frá því hún hóf sólóferil sinn og einu fyrir- huguðu tónleikar hennar hér á landi á þessu ári. ► Samtök fiskvinnslu- stöðva áætlað að 2,5 millj- arða halli hafi verið á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja á siðasta ári. Sú nið- urstaða er byggð á rekstr- arreikningum 32 fyrir- tækja í öllum landshlutum. Halli á rekstri þeii^ra var um 960 miRjónir í fyrra og útflutningsverðmæti um 29 milljarðar. Bjðrk Guðmundsdóttir Bilun á Grundartanga ANNAR af tveimur ofnum Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga bilaði á sunnudagskvöld. Glóandi kísiljám brenndi sér leið gegnum eins metra þykka einangrun í ofninum og flaut út á gólf. Talið er að um 10 tonn af málmi hafí lekið úr ofninum áður en tókst að stöðva lekann um kl. 3 um nóttina. Við Hvítá TUTTUGU og níu ára gömul kona féll 8 til 10 metra niður hamrastál og flaut nokkra metra nið- ur Hvítá á laugar- dag. Hún var stödd við Bama- fossa ásamt þremur vinkonum sínum og sex ára syni einnar þeirra þegar slysið átti sér stað. Meiðsl hennar voru minniþáttar. Stolin hönnun FUNDIST hafa á Spánarmarkaði gull- og silfurpeningar með verðgildi ECU, merktir Island og ártalinu 1993. Á peningnum er stæling af skjaldarmerki tíu krónu penings frá árinu 1930. ís- lenskir aðilar kannast ekki við að hafa komið að gerð peningsins. ► Formaður utanríkis- málanefndar er þeirrar skoðunar að Bandarikja- menn séu að breyta um stefnu í hvalamádum og muni styðja takmarkaðar hvalveiðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar i framtiðinni. Hann segir að hagsmunum íslendinga sé betur borgið innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins en utan þess. Smugudeila harðnar TSJERNOMYRDIN, forsætisráðherra Rússlands, sendi Davíð Oddssyni, for- sætisráðherra, bréf vegna veiða ís- lenskra fískiskipa í Smugunni þann 20. apríl. í bréfínu segir að hagsmunir íbúa norðurhéraða Rússlands kalli á að Rússar grípi til tafarlausra aðgerða til þess að tryggja efnahagslega hags- muni rússneskra borgara. Rússar og Norðmenn hyggast senda varðskip í Smuguna. Mandela kjörinn forseti NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, var á mánudag kjörinn forseti Suður-Afríku, fyrstur þeldökkra manna. Daginn eftir sór hann embætti- seið forseta. í ræðum sínum af þessu tilefni lagði Mandela áherslu á nauðsyn þess að ailir kynþættir gætu lifað í sátt og samlyndi í hinni nýju Suður- Afríku og að landsmenn þyrftu að yfir- vinna þann biturleika sem áratuga að- skilnaðarstefna hvita minnihlutans hefði kallað fram. Á miðvikudag kom ríkisstjóm Mandela saman til fyrsta fundar og var þá skýrt frá því að Winnie, fyrrum eiginkona hans, yrði aðstoðarráðherra og Mangosuthu But- helezi, leiðtogi Inkhata-hreyfínga Zúlú- manna, innanríkisráðherra. John Smith látinn ► Eldflaug var skotið á íbúðahverfi í Sanaa, höfuð- borg Jemens, á miðvikudag og síðar um daginn hæfði önnur hverfi í borginni Taiz í norðurhluta lands- ins. Ekki færri en 23 týndu lífi í árásinni sem her Suð- ur-Jemens stóð að baki. Ráðamenn í suðurhlutan- um vi^ja aðskilnað frá Norður Jemen. ► Mikill fögnuður braust út á Gaza-svæðinu á mið- vikudag er fyrstu palest- ínsku Iögreglusveitirnar birtust í samræmi við sam- komulag ísraela og PLO. Á föstudag tóku Palestínu- menn síðan yfir stórn borg- arinnar Jeríkó á Vestur- bakkanum sem ísraelar JOHN Smith, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, lést úr hjartaáfalli á fimmtudag, 55 ára að aldri. Smith varð leið- togi flokksins árið 1992, tók þá við af Neil Kinnock, sem sagði af sér eftir ósig- ur Verkamanna- flokksins í þingkosn- ingum þá um vorið. Smith var ákaft syrgður í Bretlandi og var það samdóma álit bæði samherja hans og andstæðinga að með honum væri genginn merkur stjómmálamað- höfðu ráðið í 27 ár. ► Harðir bardagar geis- uðu í Kigali, höfuðborg Afríkuríkisins Rúanda í vikunni og virðist ekkert lát á vargöldinni í landinu. Á föstudag bárust fréttir þess efnis að 80 skólanem- ar hefðu verið myrtir en talið er að um 200.000 manns hafi verið drepnir frá því borgarastríðið braust út. Þá er talið að um 850.000 manns hafi flú- ið yfir til nágrannaríkj- anna. Berlusconi forsætisráðherra SILVIO Berlusconi, tók á miðvikudag við embætti forsætisráðherra Ítalíu. Stjóm hans mynda þrír fiokkar, Áfram Ítalía, flokkur Berlusconis, Norðursam- bandið og flokkur ný-fasista. Þetta er 53 ríkisstjórn Ítalíu frá stríðsiokum og þykir sýnt að Berlusconi eigi. erfítt verkefni fyrir höndum. ► Óp, listaverk norska málarans Edward Munchs, og einn af þjóðardýrgrip- um Norðmanna, fannst á laugardag í síðustu viku en verkinu var stoiið úr Ríkis- listasafni Noregs í febrúar. Verkið fannst fyrir tilstilli bresku lögreglunnar Scot- land Yard og voru tveir menn handteknir. FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Um 420 milljónir í Suður- landsveg MIKLAR framkvæmdir verða við Suðurlandsveg á þessu ári. Þegar þeim líkur verður Suðurlandsveg- ur tveggja akgreina vegur frá Rauðavatni niður á Vesturlands- veg. Við þetta minnkar mikið umferð um Árbæjarhverfi, en öll umferð um Suðurlandsveg hefur farið um hverfið. Byggð verða tvenn undirgöng undir Suður- landsveginn, annars vegar fyrir bíla inn á golfsvæðið við Krók- háls og hins vegar fyrir gangandi vegfarendur við Rauðavatn. Þá verða gerð mislæg gatnamót við Bæjarháls. Þessar framkvæmdir kosta 420 miHjónir og gert er ráð fyrir að þeim ljúki í október. Á næsta ári er fyrirhugað að tvöfalda Vesturlandsveg frá Höfðabakka norður fyrir nýju gatnamótin við Suðurlandsveg. Einnig verða byggð undirgöng fyrir bíla við Viðarhöfða. Þessar framkvæmdir kosta um 100 m.kr. Vegna framkvæmdanna verður Suðurlandsvegi lokað í september f hálfan mánuð. Ennfremur verð- ur Selásbraut lokað í þrjár vikur í september. Að öðru leyti segjast forsvars- menn Vegagerðar ríkisins vonast til að vegfarendur verði ekki fyr- ir miklum óþægindum vegna f ramkvæmdanna. Jens Ingólfsson framkvæmdastjóri Kolaportsins Lifandi markaðstorg KOLAPORTIÐ flytur í hús Tollvörugeymslunnar sunnudaginn 15. maí og segir Jens Ingólfsson framkvæmdasi,jóri að nýja húsnæðið sé hrátt en hreint, eins og komist var að orði. Því verði hægt að selja á nýja staðnum alls kyns fersk matvæli og viðkvæm sem ekki mátti á þeim gamla. Segir hann að þótt dvölin þar hafi verið ánægjuleg sé gott að losna við bílamengunina og hvetur alla velunnara Kolaportsins og gamla vini til þess að taka þátt í skrúðgöngunni frá gamla staðnum klukkan 16 á sunnudaginn kemur. Jens segir að það sem helst lifi í minningunni um Kolaport síðastlið- inna fímm ára sé hversu hver helgi hafi komið á óvart. „Kolaportið er svo síbreytilegt. Það er eins og það sé lifandi, ekki hús eða steinkassi heldur mannlíf," segir hann. Andrúmslofti frá gamla staðnum verður tappað á flösku, ryki safnað í poka og nágrönnum úr Arnarhól, álfum, huldufólki og öðrum vættum boðið að slást í för með skrúð- göngunni í Tollvörugeymsluna að sögn Jens. Mála þurfti húsnæðið, leggja nýja raflögn og byggja hrein- lætisaðstöðu og segir hann að mesta breytingin á starfseminni sé sú að nú uppfylli markaðurinn skilyrði heilbrigðiseftirlitsins. Jens segir einnig að til að byrja með verði opið um helgar eins og á gamla staðnum en enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við ætlum að læra á húsnæðið og þróa starfsemina eftir þeim möguleikum sem það býður upp á.“ Að hans sögn var tilgangur borg- arinnar með því að útvega þetta húsnæði meðal annars sá að reyna að nýta húsnæðið á hveijum degi í framtíðinni. Til dæmis mætti vel hugsa sér leiksýningar, tónleikahald og íþróttaviðburði í húsinu, sem er 3.000 m2. „Þarna eru engin fínheit, þetta er hrátt en hreint," segir Jens að lokum og bætir við ummælum frá föstum viðskiptavini sem segist koma í Kolaportið til þess að kaupa vönduð matvæli. Þar selji framleið- endurnir sína vöru beint og hlaupið sé að því fyrir óánægðan viðskipta- vin að koma aftur um næstu helgi og skammast, því geti hann treyst því að fá góða vöru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.