Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 15: MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og ienni Ljóska Ferdinand Smáfólk LOOK, I B0U6HT MY 006 A MEIaí 5UPPER 0I5H.. Sjáðu, ég keypti nýjan matard- all handa hundinum mínum ... you 5P0IL THAT 5T0PIP D06! NEXTTHIN6 YOU KNOL) YOU'LL BE BUYIN6 HIM A SET OF SILVERWARE... Þú spillir þessum heimska hundi! Næst kaupir þú handa honum silfursett ... uJhere's the butter knife ANP THE S0UP5P00N ? -^ar Hvar er snyörhnífurinn súpuskeiðin? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 ALDAGAMALT hatur sem blundað hefur lengi á milli þjóðanna sem búa á Balkanskaganum hefur því miður tekið völdin og siðmenninguna af fólkinu. Villimennskuna eða siðmenninguna I tilefni réttlætingar á gerðum Serba Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: ÍSLENSKUR Serbi að nafni Pre- drag Dokic sendi mér opið bréf hér í blaðinu þ. 4. maí sl. Tilefni hans eru trúlega samtöl þau sem við höfum átt í síma um harmleikinn á Balkanskaga. Ég get ekki enn fallist á þá rök- semd Predrags að óhæfuverk mús- lima og Serba í stríðinu sem nú geysar í gömlu Júgóslavíunni séu álíka ljót. Því þótt það sé fremur af skorti á vopnum og hernaðarleg- um styrkleika en af góðmennsku þá breytir það ekki þeirri staðreynd að múslimar hafa ekki á nokkurn hátt drýgt sambærilega stórglæpi gegn Serbum nú, eins og Serbar hafa drýgt gegn múslimum að und- anförnu. Það sem Predrag Dokic er í raun- inni að segja er að múslimar, Tyrk- ir, Króatar og annar yfirgangslýður séu búnir að fara svo illa með Serba í gegnum árin og aldirnar (sem því miður alltof mikið er til í) að þetta sé á vissan hátt bara mátulegt á múslimana nú. Tvær siðferðisspurningar Þessi orðræða leiðir flesta hugs- andi menn að tveimur siðferðis- spurningum sem þarf að svara áður en hægt er að móta sér nokkra sæmilega gegnheila afstöðu í svona erfiðum málum. í fyrsta lagi verða menn að spyija sig grundvallarspurninga á borð við þá hvort ekki verði að vera stefna mannkyns að koma flestum eða öllum nágrannasamfélögum manna upp á slíkt réttíætisstig að engir minnihlutahópar (eða meirihluta- hópar) séu hafðir útundan af gæð- um þess landssvæðis sem fólk býr sameiginlega á. Því sé svo verður ófriðurinn þar varanlegur allt þar til leyst hefur verið úr því með her- valdi og sigri annars aðilans yfir hinum yfirleitt, - með tilheyrandi hörmungum fyrir alla málsaðila. (Nema hjá ungu hraustu hermönn- unum sem í stríði fá flestir hveijir langþráð tækifæri á að styrkja loks- ins almennilega hina lélegu karl- mennskuímynd sína sem með þess- ari miklu vopnameðhöndlun, harðn- eskjulegum árásarferðum og við- eigandi ævintýrum með reglulegum nauðgunum á flestu kvenkyns sem á vegi þeirra verður, - og öðru slíku fíniríi. Af svipaðri karlmennskuí- myndarhijá þurfa karlmenn alltaf að vera að drepa og veiða út um allar trissur hér á landi sem annars staðar.) í öðru lagi þá verða menn líka að taka afstöðu til þess hvort ekki verði einhvern tímann að taka sig til og fyrirgefa syndir feðranna, og ferðra nágranna og annarra þótt stórar séu. Og hefja nýtt og betra líf sem minnst háð fortíðinni. Svipað því sem þessa dagana er að gerast í Suður-Afríku. Hatur hefur tekið völdin Þannig háttar til að hið alda- gamla hatur sem blundað hefur svo lengi á milli þjóðanna sem búa á Balkanskaganum, og hefur því mið- ur tekið völdin og siðmenninguna af fólkinu sem þar býr í dag, er rétt sýnishorn af tugum eða hundr- uðum annarra svipaðra „óupp- gerðra“ dæma í Evrópu. Því skipta tilefnin til stríðs í álfunni líklega hundruðum enn þann dag í dag. Og mörg hver þeirra geta spmngið nær hvernær sem er. Allt er þetta arfleið og syndir feðranna og afanna og kynslóða þeirra. Því hatrið sem ólgar í Serb- um í dag og múslimum á morgun er að rótum til arfleið forfeðranna og vanhugsunar þeirra á menningu og tilfinningum hinna aðilanna í stríðinu, í gegnum aldirnar. Og Predrag hlýtur að vera mér sammála að ætli menn sér að hafa jörðina með öll slík gömul mál óupp- gerð pólitískt - og ófyrirgefin um aldur og æfi, þá verður algjörlega óbúandi í heimi hér. Sópum út úr skúmaskotunum Þannig að það fæst aðeins ein niðurstaða. Krafa allra hugsandi manna er og verður að vera að nú verði að taka stóra kústinn og sópa út úr öllum skúmaskotum heimsins þar sem deilumálin hafa verið vel geymd og óleyst. En það er ekki síst vegna hagsmuna okkar hér fyrir norðan i velsældarklúbbi heimsins sem þessi Balkanmál, sem önnur Balkanmál heimsins í dag eru ekki leyst á mannsæmandi hátt. Það hentar ekki hinum hátimbraða neyslu og bílífisklúbbi Vesturlanda nógu vel ennþá. Meðal annars þess- vegna eru börnin í Bosníu skotin á færi þar daglega nú. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.