Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 9 FRÉTTIR Jónas R. til Filmnet JÓNAS R. Jónsson hefur verið ráð- inn til starfa hjá svissneska eignar- haldsfélaginu Nethold, eiganda holl- ensku sjónvarpsstöðvarinnar Film- net. Hann mun sinna ráðgjafarstarfi og samningsgerð fyrir fyrirtækið, a.m.k. næstu 6 mánuði og m.a. gera samninga fyrir hönd Filmnet um kaup á sjónvarpsefni. Filmnet er hollensk áskriftarsjón- varpsstöð með um 1,6 milljónir áskrifenda í Evr- ópu og Afríku. Jónas R. Jóns- son sagðist í sam- tali við Morgun- blaðið mundu sinna ráðgjafar- störfum fyrir aðal- forstjóra eignar- haldsfélagsins sem auk sjónvarps- stöðvarinnar á m.a. vörumerkið Cartier. Hann sagði að um nýtt starf að ræða. Höfuðstöðvar Filmnet eru í Amst- erdam og þar mun Jónas hefja störf á mánudag. Hann sagði að fyrst um sinn væri um að ræða samning til 6 mánaða og kvaðst hann mundu verða með annan fótinn hér á landi á þeim tíma. Jónas sagðist ekki eiga von á því að í starfi sínu fyrir Filmnet mundi hann eiga samskipti við íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Aðspurður hvernig þetta starf hefði rekið á fjörur sínar sagði Jónas R. Jónsson að skilaboð frá fyrirtæk- inu hefðu verið komin á símsvara sinn tveimur dögum eftir að hann var rekinn úr starfi á Stöð 2 skömmu fyrir mánaðamót. „Sjónvarpsheim- urinn er svo þröngur að breytingar eins og þessar spyijast fljótt út,“ sagði Jónas R. Jónsson. ------» ♦--------- Hagkaup og Levi’s gera sátt HAGKAUP og gallabuxnaframleið- andinn Levi Strauss & Co. í Banda- ríkjunum hafa náð sáttum um lok máls sem bandaríska fyrirtækið höfðaði vegna innflutnings Hag- kaups á gallabuxum með nafni fyr- irtækisins í október 1992. Eftir rannsókn komust dómkvaddir mats- menn að því að ekki væri um ekta Levi’s buxur að ræða. Aðilar höfðu samvinnu um að upplýsa hver raunverulegur uppruni buxnanna væri. í kjölfarið hefur Levi Strauss & Co. nú höfðað mál í Bandaríkjunum á hendur aðilum sem taldir eru viðrinir málið. Hag- kaup mun greiða Levi Strauss & Co. málskostnað og bætur, eftir því sem segir í fréttatilkynningu aðila málsins. ------» ♦ ♦------- Riðuveiki skýtur upp kollinum Egilsstöðum - Riðuveiki greindist í rollu á bænum Desjamýri í Borgar- firði eystra nú nýlega. Veikin kemur upp í fjárskiptafé sem flutt var aust- ur í kjölfar niðurskurðar á stóru svæði fyrir nokkrum árum. Búið er að farga öllu fé á bænum, tvö hundr- uð fimmtíu og tveimur að tölu og er það í annað sinn á fáum árum sem það er gert. Sauðburður var ekki hafinn. Jón Pétursson héraðsdýralæknir segir riðuveikina vera alvarleg tíð- indi. Óvíða hafi verið staðið betur að hreinsun en á Desjamýri. Hins vegar kom fjárskiptaféð árinu fyrr þangað en á aðra bæi. Desjamýri var fjárlaus í tvö ár, en aðrir bæir í þijú. Að sögn Jóns kann það hugs- anlega að vera skýringin á þvi að veikin skjóti nú aftur upp kollinum. Eingöngu er búið með fé á Desja- mýri og er því tilkoma veikinnar mikið áfall fyrir ábúendur. Jónas R. Jónsson VOLVO 400 LÍNAN '94 ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT EN SATT AÐ ÞÚ GETUR KEYPT FRAMHJÓLADRIFINN VOLVO HLAÐINN BÚNAÐI Á 1.519.000 KR. KOMINN Á GÖTUNA. 1.519.000 kr. KOMINN Á GÖTUNA! Vökvastýri • samlæsing • veltistýri • rafknúnir speglar 2,0 lítra vél • plussáklæöi • fellanlegt sætisbak bílbeltastrekkjarar • sjálfvirk aðlögun belta • fjölmargar stillingar á framsætum ásamt mörgu fleiru! A BETRA VERÐI FYRIR ÞIG! FAXAFENI 8 • SÍMI f 1- 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.