Morgunblaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 52
varða
víðtæk
fjármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
SÍM 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Lánin greidd að fullu
1.200 þús.kr.
1.100
900
800
Verðtryggt lán.
Nafnverð
1.000- Samtals greltt
kr. 1.154.490
áverðlagi 1994
Óverðtryggt lán.
Nafnverð kr. 30.000.
Samtals greitt
kr. 703.755
áverðlagi 1994
0 --------------——
■ ’80 '82 '84 ’86 '88 '90 '92 '94
Verðtryggð lán
64% meira
greitt
SÁ SEM tók þriggja milljóna
gamalla króna verðtryggt lífeyr-
issjóðslán árið 1979 til fimmtán
ára á síðasta gjalddaga í dag
hefði greitt samanlagt 64%
hærri upphæð á lánstímanum
en sá sem valdi að taka óverð-
tryggt lán. Lánsupphæðin á
verðlagi nú er tæplega ein millj-
ón króna og sá fyrrnefndi hefur
með vöxtum og verðbótum
greitt til baka 1.154.490 kr. eða
16% umfram upphaflega lánsfj-
árhæð en sá síðarnefndi
703.754 krónur eða um 70%.
Síðasta afborgun verðtryggða
lánsins nemur 67.677 kr. en
óverðtryggða lánsins 2.265 kr.
Munurinn er þrítugfaldur.
Á þessum tíma árið 1979 var
verðtrygging að ryðja sér til
rúms og fólk átti þess kost að
velja á milli óverðtryggðra og
verðtryggðra kjara. Greiðslu-
byrði lánanna er mjög ólík.
Munur á hæstu og lægstu af-
borgun verðtryggða lánsins er
um 20 þúsund krónur en á
óverðtryggða láninu nær 230
þúsund. Verðtryggða lánið er
verðtryggt miðað við bygging-
arvísitölu með 2% vöxtum en
hæstu leyfílegir vextir eru á
óverðtryggða láninu.
■ Skuldirnar... /10-11
Morgunblaðið/Júlíus
Vornætur-
stemmning í
miðbænum
ÞVERT á það sem ætla mætti
er myndin að ofan ekki tekin á
sólbjörtum sumardegi heldur
árla í gærmorgun, eða rétt fyrir
kl. 5 í miðborg Reykjavíkur.
Ógerningur var að sjá í gegnum
þvöguna, sem náði svo langt sem
augað eygði í Austurstræti og
Lækjargötu, og taldi lögregla
að þar hefðu verið um 5.000
manns þegar mest var. Ekki
urðu alvarleg meiðsl á fólki.
Aftur á móti bar á smápústrum
þegar líða tók á morgun.
Sjálfvirk tilkynninga-
skylda fyrir íslensk skip
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra, Ólafur Tómasson póst- og
símamálastjóri og Einar Siguijóns-
son forseti Slysavamafélagsins und-
irrituðu um hádegi í gær samning
um tilhögun sjálfvirkrartilkynninga-
skyldu íslenskra skipa. Kerfið bygg-
ist á íslenskri uppfinningu og mun
ekki eiga sinn líka í heiminum. Bún-
aðurinn byggist á staðsetningar-
tækjum um borð í skipum og land-
stöðvum sem taka við skeytum um
staðsetningu. Póstur og sími mun
annast uppsetningu og viðhald land-
stöðvanna og SVFÍ annast rekstur
á tilkynningaskyldunni.
Vonast er til að kerfið komist í
gagnið á næsta ári og uppsetningu
landstöðva kringum landið Ijúki á
næstu þremur til fjórum áram, að
sögn Halldórs. Landstöðvar era tald-
ar veita meira öryggi og vera hag-
kvæmari í rekstri en gervihnettir,
en sá möguleiki mun hafa verið skoð-
aður. Stefnt er að því að sjálfvirkur
tilkynningabúnaður verði kominn í
öll íslensk skip um aldamót. Halldór
sagðist gera ráð fyrir því að skylt
yrði að hafa þennan búnað um borð.
Búnaðurinn sendir boð um stað-
setningu á 15 mínútna fresti. Ef
skipinu hlekkist á berast boð um það
samstundis og jafnframt um öll skip
sem stödd eru í nágrenninu.
Kerfísverkfræðistofa Háskóla ís-
lands hefur unnið að hönnun búnað-
arins frá árinu 1983, að sögn Hálf-
dáns Henrýssonar deildarstjóra hjá
SVFÍ. Fyrir tveimur árum voru sett
tæki til reynslu í nokkur skip. Áætl-
að er að búnaður af þessu tagi kosti
svipað og farsími, auk þess sem
GPS-staðsetningartæki þurfa að
vera um borð.
Davíð Qddsson um bréf forsætisráðherra Rússlands og Noregs
Bersýnilega um samráð
á milli ríkjanna að ræða
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að
ástæða sé til að taka alvarlega bréf þau sem
forsætisráðherra Rússlands og forsætisráðherra
Noregs sendu honum í seinasta mánuði vegna
veiða íslenskra skipa í Smugunni. Hann segir að
bréfin hafi borist með eins eða tveggja daga
millibili og það sé bersýnilegt að samráð hafi
verið milli ríkjanna um að senda þessi bréf. „Þetta
er mjög vandmeðfarið mál og erfitt og afskap-
lega óskemmtilegt að vera í deilum við þjóðir
eins og Noreg og Rússland, sem við höfum átt
ágæt samskipti við á mörgum sviðum,“ segir
Davíð Oddsson.
Davíð segist hafa svarað Gro Harlem Brundt-
land, forsætisráðherra Noregs, með bréfi, sem
hafi verið gert í samráði við úthafsnefnd Alþing-
is og með fullu samþykki hennar. Einnig sé búið
að semja svarbréf til Tsjernomyrdins, forsætisráð-
herra Rússlands, sama efnis.
Mjög- vandmeðfarið og-
óskemmtilegt mál
„Við lýsum réttarstöðunni eins og hún er hérna,
hvaða möguleika stjórnvöld hafi en jafnframt að
við séum reiðubúin til að ræða málin við báða
þessa aðila með opnum huga,“ segir hann.
„Við leggjum áherslu á að við séum ekki í
neinni deilu við Norðmenn, það gildi ákveðinn
réttur að alþjóðalögum og að íslensk stjórnvöld
hafi ekki leyfi til að banna íslenskum ríkisborg-
urum að notfæra sér þann rétt, nema þá því
aðeins að samningur sé í gildi milli landanna.
Við nefnum það í þessu bréfi að við séum tilbún-
ir til þess að ræða þann möguleika," sagði Davíð.
Davíð sagði það hafa komið íslenskum stjórn-
völdum mjög á óvart að fá þessi bréf því ákveðn-
ar óformlegar þreifingar hefðu verið í gangi en
þegar bréfin bárust hefði málið færst á annað stig.
Erum ekki í styrjöld
Davíð var spurður hvort ekki mætti reikna
með að Rússar og Norðmenn myndu grípa til
aðgerða gegn veiðum íslensku skipanna; „Þetta
er alþjóðlegt hafsvæði og ég hygg að norskir
fræðimenn viðurkenni það en á hinn bóginn þá
má búast við því að það verði að minnsta kosti
amast við þessum skipum svo maður segi ekki
meira,“ svaraði hann. Davíð sagði að engin tök
væru á því fyrir íslensk stjórnvöld að veita skip-
unum vernd. „Það á ekki að vera ástæða til þess,
Við erum ekki í styijöld við Noreg eða Rússland.
Þetta er ekki íslenskt hafsvæði, heldur alþjóðlegt
hafsvæði og við hljótum að ganga út frá því sem
gefnu að norsk og rússnesk stjórnvöld fari að
alþjóðalögum í þeim efnum,“ sagði Davíð.
Kjaradeila
meinatækna
Tilboð við-
semjenda
í skoðun
SÁTTAFUNDI meinatækna og við-
semjenda þeirra var frestað eftir
19 tíma fundarsetu kl. 4.30 í fyrri-
nótt. Framhaldsfundur var boðaður
kl. 13.30 í gær. Edda Sóley Óskars-
dóttir, formaður Meinatæknafé-
lagsins, sagðist ekki geta svarað
því hvort líkur væru á að samið
yrði í gær.
Ekki mikil bjartsýni
Hún sagði að verið væri að ræða
tilboð viðsemjenda um 6% launa-
hækkun meinatækna á höfuðborg-
arsvæðinu. „En ég er ekkert voða-
lega bjartsýn. Eftir er að ræða mik-
ilvæg atriði eins og endanlega nið-
urröðun í starfsheiti," sagði Edda
Sóley í samtali við Morgunblaðið.