Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 1
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 BLAÐ'
Fjórai ðperur
Hiflungahrings-
ins eftir Richard
Wagner frum-
sýndar í sér-
stakri útgáfu á
Listahátíð í
Þjóðleikhúsinu
næstkomandi
föstudagskvöld
UPPFÆRSLAN er samvinnu-
verkefni Þjóðleikhússins, ís-
lensku óperunnar, Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands og Wagnerhátíð-
arinnar í Bayruth. Listræna yfir-
umsjón hafði Wolfgang Wagner,
hljómsveitarstjóri er Alfred Walt-
er, leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir, höfundur leikmyndar
og búninga er Siguijón Jóhanns-
son, lýsingar Páll Ragnarsson og
tengitexta og þýðingar Þor-
steinn Gylfason. I helstu hlut-
verkum eru Lia Frey-Rabine,
Andras Molnár, Max Wittges,
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Garðar Cortes og Viðar
Gunnarsson. Auk þeirra
taka tólf íslenskir einsöngv-
arar þátt, kór íslensku óp-
erunnar og Sinfóníuhljóm-
sveitíslands.
Eflir Signýju
Pólsdóttur
HRIHGUR
KIFUMU
Þegar blaðamaður leit inn á
æfingu . á miðvikudags-
kvöldið var Sigurður
Fáfnisbani í þann mund
að leggja að velli drekann Fáfni,
ógnarstórt skrímsli sem skreið upp
úr sviðsgólfi Stóra sviðs Þjóðleik-
hússins. Með sverðið Gram að vopni
særði hann Fáfni banasári. Hann dró
blóðugt sverðið að sér og bragðaði
á blóði drekans. Við það fékk hann
skilið fuglamál og rödd Igðunnar
sagði honum þá frá gullinu, hringn-
um og ægishjálminum, sem honum
bæri að taka úr hellinum. Við erum
stödd í ævintýri ævintýranna,
stærsta listaverki óperusögunnar,
Niflungahringnum. Þegar Wagner
samdi textann að óperunum fjórum,
Rlnargullinu, Valkyrjunum, Sigurði
Fáfnisbana og Ragnarökum gerðist
hann fijóasti goðsagnasmiður seinni
tíma. Tilraunir til að sýna Niflunga-
hringinn á einu kvöldi eiga sér nán-
ast engin fordæmi nema í formi kon-
sertuppfærslu en sonarsonur Wagn-
ers, leikstjórinn Wolfgang Wagner,
er upphafsmaður þeirrar styttu gerð-
ar sem hér verður sýnd.
Það minnsta sem við getum
gert er að endurgjalda Wagner
gullhamrana
Hlutverk Þorsteins Gylfasonar í
uppsetningu Niflungahringsins eru
tvö. Annars vegar að semja það sem
hann kallar „framsögu“ og hins veg-
ar að þýða allan söngtextann. Söng-
textanum er varpað er upp á texta-
skjá og jafnframt er hann prentaður
í leikskrá. Framsagan er stuttir leik-
þættir, sem koma á milli söngatrið-
anna í sýningunni og þjóna þeim til-
gangi að hnýta atriðin saman þannig
að heildarhugsunin í verki Wagners
komist til skila. Framsagan var mik-
ið verk þar sém söngatriðin sem hér
verða sýnd eru aðeins fjórðungur af
heildinni.
„Með hjálp framsögunnar," segir
Þorsteinn, „er leitast við að varðveita
þessa miklu heild sem er á endanum
saga heimsins frá upphafi til enda,
í þessu tilfelli sögð á einu kvöldi.“
- Hvaða erindi á Niflungahringur-
inn við okkur í dag?
„Þau era margvísleg. Eitt er að
hann á sérstakt erindi til íslendinga
vegna þess að þetta er eina dæmi
þess að útlendur rnaður í frenistu röð
setur saman stórkostlegt íistaverk
næstum alfarið upp úr íslenskum
heimildum. Og með íslenskum að-
ferðum að auki, því hann yrkir í stór-
um dráttum undir bragarháttum
Sæmundar-Eddu. Hann stuðlar sinn
þýska texta eins og gert er í íslensk-
um kveðskap. Svo á Niflungahring-
urinn erindi við alla heimsbyggðina
eins og öll mikil listaverk. Wagner
tekur tvær meginsögur úr norrænni
goðafræði og hetjusögum, annars
vegar söguna af upphafi og endi
veraldar, sem er varðveitt í Völuspá,
og hins vegar söguna um Sigurð