Morgunblaðið - 21.05.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.05.1994, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994 i Fáfnisbana, sem í íslenskum heimild- um er alveg sjálfstæð. Hann vefur þessar tvær sjálfstæðu sögur í eina mikla sögu. Tii dærnis lýkur verkinu á því að lík Sigurðar Fáfnisbana er brennt á báli og Brynhildur gengur á bálið eins og í Völsungasögu, en þetta sama bál kveikir í Valhöll og heimurinn ferst eins og í Völuspá. Wagner er að ýmsu leyti braut-' ryðjandi í bókmenntum að því leyti að taka goðsögu og endurskapa hana handa samtíma sínum og síðari kyn- slóðum. Þetta hafa margir höf- undar gert síðan eins og James Joyce með Ódys- seif. Hann tekur gamla gríska hetjusögu og endursegir hana. Sagan eins og Wagner segir hana ber marg- vísleg merki þess að vera nítjándu aldar saga. Eitt er það að hjá Wagner verður saga Brynhildar og Sigurðar að ástarsögu, en ást í nútímaskilningi kemur hvergi fyrir í norrænum heimildum. í Völsungasögu gengur Brynhild- ur á bálið þar sem Sigurður er brenndur vegna þess að sómi hennar krefst þess. Hún hefur ekki staðið við eið sem hún sór og þetta eiðrof veld- ur því að henni ber að deyja sóma síns vegna. Hjá Wagner gengur Brynhild- ur á bálið fyrst og fremst af ódauð- legri ást konu á karlmanni. Hún elsk- ar hann. Ástarþátturinn þarna er verk Wagners og viðbót nítjándu ald- ar höfundar við goðsöguna í gömlu heimildunum. Síðan teflir Wagner saman tveimur höfuðskepnum í verk- inu, sem er annars vegar ástrn og hins vegar valdið, sem á sér Óðinn að málsvara. Þegar Wagner samdi fyrstu drögin að Hringnum var hann mjög róttæk- ur í stjórnmálaskoðunum á sinna tíma vísu, byltingarmaður árið 1848. Margar hugmynda hans um valdið í verkinu bera merki þess að vera hugmyndir róttæks byltingarmanns. Stjórnieysinginn Bakúnín var vinur hans og fróðir menn sjá alls kyns minni frá Bakúnín í Niflungahringn- um. Þannig eru Ragnarökin í verkinu öðrum þræði byltingin; það á að skapa nýjan heim. Mér finnst það svolítið áberandi þáttur í Hringnum að Wagner segir söguna einum þræði eins og nítjándu aldar borgaralega fjölskyldusögu, þar sem Óðinn er ættfaðirinn og á uppreisnargjarna dóttur sem er val- kytjan Brynhildur. Auður hans er byggður á svikum og það sem gildir frá hans sjónarmiði er að bæta ein- hvern veginn fyrir þau brot. Sigurði Fáfnisbana sem er sonarsonur hans er ætlað það hlutverk til þess að hreinsa nafn ættarinnar. Þarna er kominn stofn í til dæmis leikrit eftir Ibsen. Stefin eru eilíf; ástin og valdið. Þetta er örlagasaga um heilt þjóð- skipulag og á endanum um alheim- inn. Wagner gerir þetta leiftrandi vel en fólk skynjar það ekki til fulls með því að lesa textann. Það þarf tónlist- ina til þess að magna hann upp. Niflungarhringurinn er eitt af stór- brotnustu listaverkum sem sögur fara af. Varðandi þýðingu textanna varð niðurstaðan sú að þýða hann í söng- hæft bundið mál. Kannski vilja ein- hveijir íslenskir söngvarar spreyta sig á því að syngja hann á íslensku síðar. Mér fannst að þegar maður á borð við Wagner hefur goldið íslensk- um bókmenntum þá gullhamra að reyna að yrkja þetta mikla kvæði undir ísienskum bragarháttum og undir íslenskum reglum með stuðlum og höfuðstöðvum þá væri það minnsta sem við gætum gert, ef við Þorsteinn Gylfason Sigrún Hjálmtýsdóttir Max Wittges værum að snara þessu á annað borð, að endurgjalda gullhamrana og reyna að gera það á sama máta.“ - Eru þín kynni af Wagner löng? „Ég sá og heyrði tónlist eftir Wagner í fyrsta sinn þegar ég var ellefu ára gamall úti í Þýskalandi. Þá fór pabbi með mig að sjá Tristan og ísold. Sú sýning var eins Jöng og þessi verður, fimm tímar. Ég held að allir hafi átt von á því að ég myndi sofna í miðju kafi, en sannleik- urinn var sá að þessi sýning brenndi sig svo inn í vitund mína að ég man hana nánast í einstökum atriðum frá upphafi tii enda. Síðan hefur Wagner verið með kær.“ Skemmtiiegl að flytja efnið til föðurhúsanna Kraftaverkakonan í íslensku leik- hús- og óperulífi, Þórhildur Þorleifs- dóttir, var tekin tali í örstuttri stund milli stríða. Hún var innt eftir fyrstu viðbrögðum þegar henni var falið að sviðsetja stærstu óperu sem samin hefur verið. „Ég neita því ekki að auðvitað varð ég mjög glöð. Beiðnin virtist koma frá Bayruth. Mér skilst að þeir hafi fengið upplýsingar um ís- lenska leikstjóra með myndböndum og fleiru og í kjölfar þess vildu þeir mig. Ég lít ekki endilega á það sem upphefð heldur afleiðingu af vinnu minni. Ég kýs frekar að líta á það sem viðurkenningu en einhvern óvæntan sóma.“ - Fyrri kynni þín af meistaranum? „Ég var ekki handgengin Wagner fyrir, þó ég hafi séð til hans og hlust- að hér og þar. Það er nánast klisja að segja eins og margir að þegar maður er kominn í Wagner verði ekki aftur snúið. Nú er ég búin að lifa og hrærast í þessum óperum í heilt ár og ég sekk æ dýpra og þær verða æ betri. Ég fór til Bayruth á Wagnerhátíðina í fyrra og var þar í sex vikur. Það var auðvitað ómetan- leg reynsla að jifa og hrærast í því andrúmslofti. Ég sá fjölda sýninga, sótti æfingar og heimsótti söfn þar sem hægt var að gleyma sér. Þó stóð eitt upp úr og það var hve allir gengu að óperustarfinu með mikilli alvöru, alúð og vissu um að þetta skipti máli. Við erum orðin svo vön því andrúmslofti hér að listamenn þurfi í sífellu að biðjast afsökunar á sér; að þeir skuli vera að leika sér á kostn- að skattborgaranna. Og þeir fara að líta á það sem skyldu sína að lofa því að áhorfendum skuli ekki leiðast heldur verði þeim skemmt. Þama gekk fólk aftur á móti verkefnunum á hönd í fullvissu um að þau ættu fullt erindi. Þetta heillaði mig mest.“ - En hver var svo reynslan hér heima, þegar þessi föngulegi söng- hópur kom saman? „Það ríkir einstakt andrúmsloft meðal íslenskra söngvara. Þetta fólk er búið að taka þátt í mjög merki- legu uppbyggingarstarfi, sem að vísu er byggt á gömlum grunni. Við höf- um átt mjög góða söngvara, sem aldrei hafa þó getað unnið í samfellu að sinni list. En síðastliðin tólf ár hefur þetta allt saman vaxið og blómgast. Þó er eins og söngvararn- ir varðveiti ennþá í sér vitundina um að baráttunni er enn ekki lokið og að hún er upp á líf og dauða. Það er eins og þau setji alltaf verkefnin í forgrunn og þeirra sé að þjóna þeim. Ég get ekki hugsað mér betra andrúmsloft en það sem ríkir hjá íslenskum söngvurum og er ekki ein um að segja það. Útlendingar sem koma hingað dást endalaust að þessu og segjast ekki þekkja svona and- rúmsloft samvinnu, samheldni og jákvæðni. Þegar þau eru að horfa og hlusta á hvert annað á æfingum eru þau óspör á að láta í ljós ánægju með hvert annað. Þau eru svo örlát. Allir eru að ýta og draga sama vagn- inn en enginn að stökkva upp á vagn sem er á ferð.“ - Hvað finnst þér á vanta til að stuðla að íslenskri óperumenningu? „Þrátt fyrir áratuga starf búa ís- lenskir söngvarar við ótrúlega þrðng- an kost. Enginn hefur af því fasta atvinnu að vera óperusöngvari. Það vantar húsnæði og að tryggja það að við höldum söngvurum hér með því að jgera þeim kleift að lifa af þessu. Ég tel það mistök að ætla að blanda saman óperu- og tónlistar- húsi. Ég vona að tónlistarhús rísi sem fyrst, en ég vona líka að óperan fái sitt húsnæði þar sem hún ein ræður Höfundur leikmyndar- og búninga, Sigurjón Jóhannsson og leik- stjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir aó störfum. Andras Molnár sem Siguróur Fáfnisbani og Lia Frey-Rabine. Elin Ósk Óskarsdóttir í hlutverki Geirhildar. Ingveldur Ýr Jónsdóttir sem Valþrúóur. ríkjum og hugsanlega einnig íslenski dansflokkurinn sem líka er húsnæðis- laus. Það eru möguleikar á að gera hús Islensku óperunnar að mjög góðu leikhúsi og væri það miklu ódýrari og betri kostur en að útbúa enn eitt leikhúsið inni í tónlistarhúsi, þar sem hætta yrði á hálfkaraðri aðstöðu. Islenskir tónlistarmenn eiga að fá tónlistarhús og Islenska óperan á að fá sitt hús.“ - Hefur vinnuferlið við Niflunga- hringinn reynst erfitt? „Auðvitað er þetta gríðarlega umfangsmikið verk í hugsun, efni og formi. Við það bætast þeir erfið- leikar að við erum því miður bara að sýna brot úr fjórum verkum og það er mjög erfitt að reyna að koma því saman í eitt þannig að úr verði samfelld sýning. Auðveldara hefði verið að setja upp eina óperu en að reyna að gera fjórar að einni. Mesti höfuðverkurinn hefur verið að reyna að fá samfellu í þetta. Því miður höfum við lítinn tíma fengið á sviði Þjóðleikhússins vegna þess hve áset- ið það er, svo nú er lögð nótt við dag að koma þessu saman. Ég hef trú á að það takist en til þess þarf mikið átak hér innanhúss allt frá kjallara og upp í ijáfur." - Og þú telur Wagner eiga erindi við íslendinga? „Ja, ekki nema Islendingar telji sig svo sérstaka að enginn geti átt erindi við þá! Hann á það sérstaka erindi við Islendinga að hann sækir efni Niflungahringsins í okkar bók- menntaarf. Þess vegna er mjög skemmtilegt að flytja þetta til föður- húsanna, þ.e.a.s. loka hringnum og koma aftur heim. Þar að auki er efni Hringsins þess eðlis að þessar óperur eiga erindi við heiminn allar í dag eins og þegar Wagner skrifaði þær. Grunnefnið í Niflungahringnum eru átök valds, sem leiðir til ofbeldis og dauða gegnt ástinni í víðfeðmustu merkingu þess orðs, þ.e.a.s. lífinu. Valdið, ástin, dauðinn, lífið. Lífið er fólgið í ástinni, dauðinn í valdinu og græðginni. Síðan má heimfæra það á allan mögulegan máta. Okkur eru þrengri skorður settar hér en við hefðum kosið til ákveðinnar túlkunn- ar vegna þess hve við sýnum lítið af þessu stórbrotna verki, en erindi þess er brýnt.“ - Wagner skrifaði Niflungahring- inn fyrir nítjándu aldar áhorfendur. Stígið þið skrefið enn lengra fyrir okkar samtíma? „Já, við höfum ýtt því meira inn í okkar tíma ekki síst til þeirrar árétt- ingar að það sé eins nútímalegt í dag og það var fyrir einni öld. Sú spurn- ing hlýtur að vakna hvenær maður er Wagner trúr. Hann átti sjálfur brýnt erindi við sína samtíð. Væru það ekki svik við hann að eiga ekki sama erindi við okkar samtíð eins og hann þá? Við reynum þó að halda vissri forneskju sem vísar langt aftur fyrir Wagner. Tími goðsagna og ’fornra ljóða mætir nútímanum og að auki færum við verkið nær ís- landi með ýmsum tilvísunum í leik- mynd.“ Þarf að byggja heimsmynd á leiksviðinu Siguijón Jóhannson er höfundur leikmyndar og búninga. „Þegar manni býðst verkefni á borð við Niflungahringinn vakir helst fyrir manni að leysa það á verðugan hátt þannig að efnið og erindið komi yfir. Efnið er ærið víðfeðmt því þetta er ekki einungis saga guða og hetja heldur heims og veraldar frá upp- hafi til enda.“ - Hvernig timasetur þú verkið? „Ég reyni að staðsetja það í eld- fornu núi. Guðdómurinn hlýtur að vera tímalaus á öllum tímum. Saga heims er kannski eitt andartak miðað við alheiminn. Ég er pínulítið að leika mér að stærðum með því sem ég geri í sýningunni. I átt frá forneskju til nútíðar og til baka aftur. Við erum gjörn á að líta á tímann sem eina samfellda rás fram á við, en það er tiltölulega nýr skilningur því tíminn var endalaus hringur og endurtekn- ing. Ekkert endurtekur sig nákvæm- lega eins. Hvar stendur veröld sem ferst? Kannski á upphafspunkti? Að minnsta kosti mjög nærri honum.“ - Áhrif tónlistarinnar á sköpun leikmyndarinnar? „Þær hugmyndir sem Wagner vek- ur hjá manni hljóta að rekja sig að miklu leyti til tónlistarinnar, því hún leggur grunninn að öllu verkinu. Til dæmis er valkyijureiðin svo stórbrot- in í tónlistinni að það er ekki hægt að eiga von á öðru en að þessar striðsbúnu konur komi fljúgandi inn á leiksviðið. Þar sem þetta er saga heims þarf ég að byggja heimsmynd á leiksviðinu. Heimsmyndin byggir fyrst og fremst á höfuðskepnunum fjórum, eldi, vatni, jörð og lofti. Éimmta höfuðskepnan er lífsandinn sém eru flytjendur verksins. Þeir búa í jörðu, eru í vatninu, hafna í eldi og fljúga um loftið. Óneitanlega hlýt- ur efnið sjálft að veita innblástur. Heimildir Wagners eru okkur mjög nákomnar. Þess vegna höfum við leikið okkur að því að fara svolítið beint í Eddurnar." Valkyrjan Brynhildur Lia Frey-Rabine syngur príma- donnuhlutverk Hringsins, hið drama- tíska sópransönghlutverk Brynhildar í Valkyijunum, Sigurði Fáfnisbana og Ragnarökum. Hún er fædd í Minnesota í Bandaríkjunum, lauk meistaraprófi í söng og leikstjórn frá Indiana University og stundaði jafn- framt söngnám í Þýskalandi. Hún 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.