Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
LEIKLIST, DANS OG BÓKMENNTIR Á LISTAHÁTÍÐ
Krókódilavegurinn. Breskt farandleikhús meó verk eftir
Pólverjann Bruno Schulz.
Heift,
vonska
— en lika mildara andrúm
MENNING/LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Norræna húsið
Myndskreytingar eftir Hákon
Bleken í anddyrinu.
Kjarvalsstaðir
Skúlptúr - ísl. samtímalist til 24.
júlí.
Listasafn ASÍ
Trygvi Ólafsson sýnir til 23. maí.
Ásmundarsafn
Samsýn. Ásmundar Sveinssonar
og Kristins E. Hrafnssonar
Listhúsið Laugardal
Sýn. á verkum Guðmundar frá
Miðdal til 22. maí.
Snegla listhús
Sýning á slæðum til 20. júní.
Gallerí Fold
Ingibjörg Styrgerður sýnir til 5.
júní.
Nýlistasafnið
Sonný Þorbjömsd. og Haraldur
Jónsson til 5. júní.
Gallerí Greip
Hrafnhildur Amard. sýnir til 1
•júní.
Perlan
Vilhjáimur G. Vilhjálmsson sýnir
til 5. júní.
Gallerí 11
Ella Magg sýnir til 22. maí.
Mokka kaff!
Sýn. Hugarheimur bamanna -
31. maí.
Gallerí Borg
Sýn. á verkum e. Jens Urap til
29. maí.
Listasafn Kópavogs - Gerðar-
safn
Sýn. á verkum Gerðar Helgad.
og úrval verka í eigu safnsins.
Fram í júní.
Stöðlakot
Hlíf Ásgrímsdóttir sýnir til 29.
maí.
Gallerí Onnur hæð
Richard Tuttle sýnir út maí.
Gerðuberg
Hannes Lárusson sýnir til 29.
maí.
Gallerí Sólon íslandus
Sigurður Örlygsson sýnir til 23.
maí.
SPRON, Álfabakka
Þorbjörg Þórðard. sýnir til 26.
ágúst.
Gimli Stokkseyri
Elfar Guðni sýnir til 5. júní.
Eden Hveragerði
Bjami Jónsson sýnir til 29. maí.
TONLIST
Sunnudagur 22. maí
Jazztónleikar í Listasafni ASÍ
kl. 16.
Mánudagur 23. maí
Tónleikar Kórs Ytri-Njarðvíkur-
kirkju í kirkjunni kl. 17.
Þriðjudagur 24. maí
Vortónleikar Drengjakórs Laug-
arneskirkju í kirkjunni kl. 20.
Lúðrasveitatónl. í Listasafni
Kópavogs kl. 20.
Fimmtudagur 26. maí
Svava Bemharðsd., Elín Guð-
mundsd. og Matej Sarc á tón-
leikum í Norræna húsinu kl.
20.30. Lúðrasveitatónl. í Bú-
staðakirkju kl. 20.
Laugardagur 28. maí
Lúðraveitatónl. á Ingólfstorgi
kl. 13.
Lúðrasveitatónl. í Þorlákshöfn,
Þorláksvaka kl. 20.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Gleðigjafarnir kl. 20; fim. 26.
maí, lau.
Þjóðleikhúsið
Gauragangur kl. 20; lau. 28.
maí., fös.
Kæra Jelena kl. 20.30; Þri. 31.
maí.
Leikfélag Akureyrar
Óperudraugurinn kl. 20.30; lau.
21. maí, fös.
Bar Par kl. 20.30; mán. 23. maí.
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í
þessum dálki verða að hafa bor-
ist bréflega fyrir kl. 16 á mið-
vikudögum merktar: Morgun-
blaðið, menning/ listir, Kringl-
unni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
91-691181.
EINS OG fram hefur komið er lögð
mikil áhersla á tónlist á Listahátíð
í Reykjavík 1994 og líka myndlist
s’em sækir á. Þar er einnig að finna
leiklist og listdans og er boðið upp
á Macbeth, Theatre de Complicité,
bamaleikrit og lýðveldisdansa Is-
lenska dansflokksins auk annars.
Bókmenntir koma lítillega við sögu.
^flL-öal þess sem hlýtur að vekja
athygli er alþjóðlegt farandleikhús
sem menn hafa hrifist mjög af.
Theatre de Complicité
Sýning Theatre de Complicité á
Listahátíð nefnist The Street of
Crocodiles eða Krókódílavegurinn
og er byggt á sögum eftir Bruno
Schulz. Bruno Sehulz var pólskur
gyðingur, fæddur 1892 í Dro-
hobycz, sem þá tilheyrði austurrísk-
ungverska keisaradæminu. Þjóð-
verjar hertóku Drohobycz 1940.
Þeir fólu Schulz, sem hafði fengist
við kennslu, að flokka bókmenntir
í því skyni að senda þær sem væru
þóknanjegar nasistum til Þýska-
lands. Átök milli þýskra yfirmanna
ollu því að Schulz var skotinn til
bana. Fimmtán árum síðar voru
sögur hans endurútgefnar í Póllandi
og þýddar á þýsku og frönsku.
Krókódílavegurinn er leikrit í súr-
realískum anda. Hlutir öðlast líf,
fólk breytist í fugla. Samband föður
og sonar er dregið fram og skoðað
í draumkenndu Ijósi.
Sýningar verða í Borgarleikhús-
inu 25., 26. og 27. júní.
Barnaleikhúshátíð
í Möguleikhúsinu við Hlemm
verður efnt til bamaleikhúshátíðar.
Möguleikhúsið er atvinnuleikhópur
sem hefur starfað í fjögur ár sem
ferðaleikhús, en hefur nú fengið
fast aðsetur. Leikhúsið sýnir á Lista-
hátíð Mókoll umferðarálf, sem er
kennsluleikrit fyrir börn á aldrinum
þríggja til átta ára. Gunnar Helga-
son leikur Mókoll, handrit og söng-
texta samdi Pétur Eggerz, sönglög
eru eftir Bjama Ingvarsson, Stefán
Sturla Siguijónsson leikstýrir og
Hlín Gunnarsdóttir er höfundur leik-
myndar.
Litla nomin (Den lille heks) fjallar
um stríð og frið og er ætluð þriggja
til átta ára bömum. Leikhópurinn
Mariehonen frá Randers í Danmörku
kemur með nomina til íslands. Hóp-
urinn hefur starfað um árabil og
fékk nýlega viðurkenningu sem
besta bamaleikhús í Danmörku.
íslenska brúðuleikhúsið undir
stjóm frumkvöðulsins Jóns E. Guð-
mundssonar efnir til kabarettsýning-
ar með ýmsum kunnum persónum
brúðuleiksýninga, eingöngu
strengjabrúðum. Kerling, sem leikin
er af Sigríði Hannesdóttur, segir
sögur af Snæfellsnesi.
Helga Amalds stofnaði brúðuleik-
húsið Tíu fingur síðastliðinn vetur.
Hún hefur unnið handrit, brúður og
leikmynd Englaspils, sem greinir frá
telpu sem finnur kjól sem breytist í
engilinn Gabríel. Meðal annarra í
sýningunni éru púkinn Lúsifer og
gólftuskan Grámygla. Helga leikur
sjálf öll hlutverkin. Leikstjóri er Ása
Hlín Svavarsdóttir.
Ævintýri Trítils er framlag Frú
Emilíu til þessarar bamaleikhúshá-
tíðar. I því kynnast áhorfendur Trítli,
sem er ekki stærri en litli fingur,
en getur talað og lendir í ýmsum
ævintýrum. Ása Hlín Svavarsdóttir
sér um leikstjóm og handritsgerð,
Guðrún S. Haraldsdóttir um leik-
mynd og grímur era eftir Ólaf Engil-
bertsson.
Félagið Augnablik kemur með
Dimmalimm á Bamaleikhúshátíð-
ina. Sýningin er unnin upp úr sögu
Muggs og tónlist er eftir Atla Heimi
Sveinsson.
Sýningamar verða í Möguleikhús-
inu við Hlemm 1. júní til 5. júní.
BarPar
I BarPar, sem er eins konar ka-
barett fyrir tvo leikara, segir frá
pari sem rekur bar og gestum
þeirra. Höfundur verksins er ungt
breskt leikskáld, Jim Cartwright.
Sunna Borg og Þráinn Karlsson em
í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Há-
var Siguijónsson, höfundur leik-
myndar Helga I. Stefánsdóttir og
Ingvar Bjömsson annaðist lýsingu.
Þýðandi er Guðrún J. Bachmann.
BarPar er gestaleiksýning Leik-
félags Akureyrar á Listahátíð. Leik-
ið verður í Lindarbæ 6., 7., 8. og
9.júní.
Macbeth
Macbeth Williams Shakespeares,
í þýðingu Matthíasar Jochumssonar
og leikgerð Hafliða Amgrímssonar,
Guðjóns Pedersens og Grétars
Reynissonar, verður leikinn á Lista-
hátíð. Macbeth er eitt kunnasta
leikrit Shakespeares og af ýmsum
talið hið besta og áhrifamesta.
(„Blóðugu banaráðin, sem bruggast
öðrum, ganga einatt aftur og sækja
heim sinn höfund.") Skilningur á
verkinu liggur ekki í augum uppi
heldur era túlkunarleiðir þess
margar. Meðal leikara eru Þröstur
Guðbjartsson, sem leikur Duncan
Skotakonung, Þór Tulinius í hlut-
verki Macbeths og Edda Heiðrún
Backman sem er frú Macbeth.
Það er leikhúsið Frú Emilía sem
stendur að sýningunni og verður
frumsýnt í Héðinshúsinu við Selja-
veg 7. júní.
Sálarlíf systra
Sannar sögur af sálarlífi systra
er leiktexti sem unninn er upp úr
skáldsögum eftir Guðberg Bergsson
af Viðari Eggertssyni. Það eru hin-
ar svokölluðu Tangasögur Guð-
bergs sem efnið er sótt í og er lof-
að íslenskum veruleika „í öllum sín-
um grodda og slori“ og hann sagð-
ur „fyndinn, furðulegur, fáránlegur,
fjarstæðukenndur — og fársjúkur".
Forsýning verður í Þjóðleikhús-
inu 2. júní.
Lýðveldisdansar
íslenski dansflokkurinn frumflyt-
ur á Listahátíð ný verk eftir Hlíf
Svavarsdóttur, Maríu Gísladóttur
og Nönnu Ólafsdóttur. Þá koma
gestir frá San Francisco-ballettin-
um, þau Anthony Randazzo og EI-
isabeth Loscavio, og sýna tvídans
úr Þymirósu eftir Helga Tómasson.
Dansamir eftir þær Maríu, Hlíf
og Nönnu eru allir samdir sérstak-
lega fyrir dansara íslenska dans-
flokksins. Hlíf Svavarsdóttir nefnir
sitt verk Fram, aftur til hliðar —
og heim og er það samið við tónlist
eftir Snorra Sigfús Birgisson og Jón
Leifs. Verk Nönnu Ólafsdóttur er
samið við ljóðaflokkinn Tímann og
vatnið eftir Stein Steinarr. Þar flétt-
ast saman dans og upplestur Hjalta
Rögnvaldssonar á Ijóðinu. María
Gísladóttir er höfundur Sumar-
mynda við tónlist eftir sænska tón-
skáldið Lars Erik Larsson.
Sýningar verða í Borgarleikhús-
inu 11. og 12. júní.
Bókmenntir
Ýmislegt á Listahátíð má flokka
undir bókmenntir, þótt ekki sé lík-
legt að það heyri beinlínis undir
bókmenntasköpun dagsins í dag.
Stofnun Áma Magnússonar sýnir
íslensk handrit sem Richard Wagn-
er leitaði til við samningu Niflunga-
hringsins og málþing verður um
Tilraunina ísland í 50 ár. í tengslum
við Wagner-daga í Reykjavík 23.
maí til 4. júní verða haldin mál-
þing, í senn innlend og alþjóðlegj
og fyrirlestrar eru á dagskrá. I
þeim verður m.a. grafíst fyrir um
rætur Niflungahringsins í islensk-
um fombókmenntum.
Böm í Grunnskólum Reykjavíkur
kynna Ijóð og stuðla þannig að
ljóðahátíð barna og fullorðinna með
því að flytja ljóð á götum úti.
Samantekt/J.H.