Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994
MYNPLIST
Listasafn Akurcyrar
LJÓSMYNDIR
Klaus Pieter Franche. Opið 14-18,
lokað mánudaga. Til 31 maí.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er einstakt samsafn ljós-
mynda sem prýðir austursal Lista-
safns Akureyrar um þessar mundir.
Er um að ræða þverskurð af mynd-
um sem hinn þekkti ljósmyndari
Klaus Pieter Franche, frá Hamborg,
hefur tekið úr lofti og þá aðallega
af hálendi og óbyggðum íslands, þó
stundum glitti í mannabyggð. Þeir
sem flogið hafa yfir landið hafa
fengið ríkuleg tækifæri til að virða
fyrir sér stórbrotna eldíjallanáttúru
landsins, og einkum er hún sýnileg
í hinum minni tegundum flugvéla,
þegar menn hafa.allt landið í beinu
sjónmáli svo og til beggja hliða, en
ekki einungis mjög þrönga sjónvídd
eins og í hinum stærri farþegaflug-
vélum.
Myndefnið er ótakmarkað og ætti
að vera mikill lærdómur fólginn í
því fyrir myndlistarmann, að rann-
saka form og litbrigði landsins úr
lofti, því þau eru snökktum önnur
en á jörðu niðri.
Utlendir tóku snemma eftir þess-
ari sérkennilegu fegurð og er
skemmst að minnast ágætrar sýn-
ingar á loftmyndum eftir Franz-
Karl Freiherr von Linden í Norræna
húsinu fyrir tveimur árum. Von
Linden heimsótti ísland mörgum
sinnum og fýrst 1959. 0g auðvitað
hafa Islendingar uppgötvað þessa
fegurð og hefur t.d. Bjöm Rúriksson
sérhæft sig í töku mynda úr lofti.
Klaus Pieter Franche staðfestir
svo þann grun margra, að myndefn-
ið sé ótæmandi náma fyrir hugvit-
sama ljósmyndara og hinar Qölþættu
og frábæm myndir á sýningunni
vekja upp áleitnar spumingar um
algjöra sérstöðu landsins í heimslist-
inni.
Á ég hér við að landið sjálft sé
náma viðfangsefna fyrir hugmynda-
ríka listamenn af öllum stærðum og
gerðum, og kannski lærðu myndlist-
amemar eins mikið og jafnvel meira
af því að fljúga yfir landið en að
sækja söfn heimsborganna.
Maður spyr sjálfan sig að því
hvort mikið annað sé hægt að gera
á slíkri sýningu, en að dást að mynd-
unum og taka þátt í teik ljósmyndar-
ans ipeð linsuopið. En uppgötvar svo
að hægt væri að skrifa heilu bæk-
umar um fjölbreytileikann sem við
blasir.
Fyrir skömmu festi ég mér bók
nokkra sem tekur til meðferðar litina
í Rómarborg, en hvar er jafn skil-
virkar upplýsingar að fínna um litina
á Islandi? Og er til rannsóknarrit
um form og liti óbyggða íslands?
Það þarf næmt auga til að miðla
slíkri fegurð og ekki uppgötvar
maður hana nema leggja eitthvað á
sig, og slíkar sýningar em liður í
þeím mikilsverða lærdómi. Og það
þarf að kenna íslendingum að lesa
landið, en slíkur sjónrænn lestur lyft-
ir undir anda mannsins ekki síður
en lestur góðra bókmennta. Að vissu
marki má segja að myndir Klaus
Pieter Franche séu sjónrænar heims-
bókmenntir.
Á leiðinni heim tók ég enn betur
en áður eftir landslaginu fyrir neðan
og í tærri sólbirtu vorkvöldsins vom
formanir landsins svo skýrar og fjöl-
þættar að engu er við að jafna, en
um leið var þetta sem viðbót og
framlenging sýningarinnar. Og hví-
lík framlenging!
TONLIST
Bústaöakirkja
BÁSÚNULEIKUR OG
SÖNGUR
Einleikur á básúnu; Carsten Svan-
berg orgelleikari, Guðni Þ. Guð-
mundsson, kór- og einsöngvarar
kirkjunnar. 19. maí 1994.
DANSKI básúnuleikarinn, Carst-
en Svanberg, kom fram á tónleikum
við undirleik orgelleikara kirkjunnar,
Guðna Þ. Guðmundssonar. Kór
kirkjunnar og einsöngvarar kórsins,
Erla Þórólfsdóttir, Guðrún Jónsdótt-
ir og Kristín Sigtryggsdóttir sungu
og í Lautade Dominum, eftir Moz-
art, lék Laufey Sigurðardóttir á
fiðlu.
Tónleikamir hófust á Sónötu í
g-moll, eftir J.B. Loeillet de Gant
f. 1688, sem var nafni og frændi
hins fræga Loeillet (1680-1730).
Hann samdi nokkrar sónötur fyrir
blokkflautu og þverflautu og mun
þessi í g-moll vera umrituð fyrir alta-
básúnu, sem fór verkinu vel, enda
mjög vel flutt af Svanberg, sem er
frábær básúnuleikari.
Romansa, eftir Weber, er líklega
einnig umritun en tvö verk eftir
hann em nefnd rómönsur og er
annað þeirra fyrir hljómsveit og alt-
flautu. Hvort sem hér er um að
ræða nefnda umritun eða þátt úr
öðm verki, þá hefði mátt geta þess
í efnisskrá ásamt ópusnúmeri verks-
verð umferð fólks er og helst fara
sem víðast og þá einnig á höfuð-
borgarsvæðið.
Innkaup
safnsins
I MIÐSAL eru sýnishorn verka
í eigu safnsins, en rýmið leyfír hér
ekki mikil umsvif og pyngjan ber-
sýnilega enn minni. Jafnframt ligg-
ur frammi á einblöðungi skýrsla um
innkaup safnsins á árunum 1990-
1994, sem gæti svo að sjálfsögðu
orðið vísir að árbók í framtíðinni.
Kennir ýmissa grasa og fer ég ekki
í neina samanburðarfræði, en helst
vekja tvö stór málverk eftir þau
Kristínu Gunnlaugsdóttur (1991)
og Sigurð Áma Sigurðsson (1994)
athygli. Ekki fyrir stærð þeirra
heldur tæknilega útfærslu, því að
auðséð er að hér eru á ferð einstakl-
ingar sem hafa getað helgað sig
málverkinu óskiptu um árabil og
notað tímann vel. Þetta er góða
hliðin á námslánum að segja má,
því að þau gefa metnaðargjörnum
tækifæri sem menn dreymdi ekki
einu sinni um í gamla daga. Jafn
hnitmiðuð vinnubrögð nást ekki
með íhlaupum, og svo er grunn-
menntun þeirra líka meiri og skipu-
legri en gerðist hér áður fyrr. Má
óska Akureyringum til hamingju
með þessa „alvörumálara" sem þeir
hafa eignast í þessu fólki og von-
andi fær það tækifæri til að halda
sem lengst áfram á markaðri braut.
Um sjálf innkaupin er ekki margt
að segja, en þau hafa þó full mikinn
svip af innansveitarkróniku, eins
og það nefnist, en síður af lista-
safni á landsvísu. Mætti minna á
að listasöfn eru ekki alfarið byggða-
söfn eins og einhverjir virðast halda.
Þarf ekki annað en að fara til borga
á Norðurlöndum, annarra en höfuð-
borganna, til að ganga úr skugga
um það, og mæli ég með að hinum
unga forstöðumanni safnsins og
innkaupanefndinni, verði véittur ríf-
legur styrkur til að kynna sér sem
flest slík söfn.
Bragi Ásgeirsson
ins. Hvað sem þessu líður var leikur
Svanbergs glæsilega útfærður, þar
sem saman fer fullkomið vald á tón-
myndun og mótun tónsins, svo unun
var á að hlýða.
Eins konar sálmforleikur, eftir
Gunnar Hahn, þar sem básúnan flyt-
ur sálminn nær ávallt eins, með
breytilegum samleik á orgelið,
ásamt einleiksverki eftir Erland von
Koch, voru einu norrænu verkin sem
Svanberg lék.- Bæði verkin eru lát-
laus í gerð, en frábær flutningur
Svanbergs nægði samt ekki til að
gera þessi verk áhugaverð. Síðasta
viðfangsefni Svanbergs, var Marce-
au Symphonique op. 88, eftir Alex-
andre Guilmant (1837-1911), sem
var víðsfrægur orgelleikari og sam-
starfsmaður d’Indy við Schola Cant-
orum. Verkið er hárómantískt og
var snilldar vel flutt af Svanberg
og þar gat að heyra þann silfur-
mjúka tón, sem er aðal básúnunnar,
ekki síður en kraftmikill hjómur
hennar.
Kór og einsöngvarar kirkjunnar
fluttu nokkur verk. Kvennakórinn
ásamt Erlu Þórólfsdóttur flutti
ágætt lag eftir Axel Madsen, við
Davíðssálm nr. 121 og mátti heyra
að kvenraddir kórsins eru skipaðar
vel lærðum söngkonum. Tvær ítalsk-
ár cansónettur eftir E.T.A. Hoff-
mann, voru ágætlega sungnar af
Guðrúnu Jónsdóttur og karlakór.
Hér er um að ræða verk eftir tón-
skáldið og rithöfundinn Emst Theo-
dor Amadeus Hoffmann, sem m.a.
lagði til efnið í óperuna Ævintýri
Hoffmanns og Offenbach tónsetti.
Kórinn lauk sínum þætti með þokka-
legum flutningi á Laudate Dominum
eftir Mozart og komu þar fram, auk
kórsins, Kristín Sigtryggsdóttir og
Laufey Sigurðardóttir. Kórinn var
auðvitað undir stjórn Guðna Þ. Guð-
mundssonar orgelleikara kirkjunnar,
sem lék og með Svanberg og fórst
það vel úr hendi.
Jón Ásgeirsson
Ljósmyndað
úr lofti
Hringferð
í óbyggðum
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó
UPP Á LÍF OG DAUÐA -
„ARTIC BLUE“ ★
Leikstjóri: Peter Masterson. Hand-
rit: Ross LaManna. Kvikmynda-
taka: Tom Burstyn. Aðalhlutverk:
Rutger Hauer, Dylan Walsh og Rya
Kihlstedt.
ÓBYGGÐATRYLLIRINN er
vanmetin kvikmyndategund og
hefur hin seinni ár verið í höndum
kvikmyndagerðarmanna af B-
mynda sortinni með einni undan-
tekningu þó; „Cliffhanger" eftir
Renny Harlin. Einn frægasti
óbyggðatryllirinn er „Deliverance"
og hefur hann verið eftirapaður í
ófá skipti af minni spámönnum.
Upp á líf og dauða eða „Artic
Blue“, bein þýðing heitisins er
skammdegisþunglyndi, sem sýnd
er í Háskólabíó, er einn af þessum
ómerkilegu B-tryllum, sem fær
persónumar og kringumstæðumar
lánaðar héðan og þaðan en lendir
í villum þegar hann á að standa á
eigin fótum.
Leikstjórinn, Peter Masterson, á
í mestum brösum með að útbúa
einhverja spennu í sögu úr óbyggð-
um Alaska er segir frá veiðimanni
sem handtekinn er fyrir morð. Fé-
lagar hans em ekki á því að hann
verði færður til yfirvalda í næsta
bæjarfélagi en ungur vísindamaður
og kona hans verður þeim Þrándur
í Götu. Vandamálið sem leikstjór-
inn stendur frammi fyrir þegar
hann ætlar að búa til spennu úr
sögunni er að hann hefur engan
raunverulegan óvin eða illvirkja og
handritið þvælir persónunum fram
og til baka í óvissum tilgangi.
Myndin virðist gefa sér það að
veiðimenn í Alaska séu morðhund-
ar upp til hópa um leið og hún
reynir að vekja athygli á að þeir
séu að deyja út vegna umhverfis-
vemdarsinna. Einhvem veginn
eykst ekki samúðin með þeim
vegna þess. Rutger Hauer leikur
handtekna veiðimanninn og er
býsna illvígur til að byija með en
svo er eins og brái af honum án
þess maður verði var við neina
sérstaka ástæðu fyrir því og áður
en lýkur er hann farinn að hlaupa
undir bagga með hugprúðu vísinda-
hjónunum, sem reyna hvað þau
geta að koma honum undir lás og
slá. Á meðan falla vinir hans einn
af öðrum á alveg sérstaklega
óspennandi hátt.
Myndin tekur langt hliðarhopp
uppi á flöllum þegar vísindamað-
urinn reynir að koma Hauer í
manna hendur á flugvél sinni en
Hauer lætur hana brotlenda. Þeir
göslast um dögum saman á Qöllum
áður en þeir lenda aftur á byrjunar-
reit í sama þorpinu og þeir lögðu
upp frá búnir að fara í hring. Til
hvers?
Alvöru B-myndir eru fullar af
svona gátum en það er ekki ólík-
legt að kvikmyndagerðarmennimir
hafí fengið einhvem snert af
skammdegisþunglyndi þarna í Al-
askarökkrinu.
LJÓSMYND eftir Klaus D. Franche; „ Mælifell og Mýrdalsjökull".
Hin
mannlega
mósaik-
mynd
í VESTURSAL safnsins er sýn-
ing er byggist á þeirri hugmynda-
fræði; að fegurð mósaikmyndar í
heild sinni sé mörgum sinnum meiri
en fegurð hvers og eins hluta henn-
ar. Samlíkingin getur síðan opnað
leið inn í heim þar sem allir kunna
að meta hin einstæðu sérkenni ná-
granna sinna og mynda í samein-
ingu friðsama íjölskyldu mann-
kynsins. Hin mannlega mósaik-
mynd er sú fjölskylda.
Uppruni hugmyndarinnar var að
borgarstjóri New York borgar lýsti
eitt sinn íbúum hennar sem „litfag-
urri mannlegri mósaikmynd“.
Myndlistarkennari einn við gagn-
fræðaskóla í Harlem notaði þessa
samlíkingu til að forma myndlistar-
verkefni. Þetta verkefni sem var í
upphafí eingöngu bundið við skól-
ann hefur síðan þróast og breiðst
út um Bandaríkin og til margra
annarra landa. Nú einnig til ís-
lands, því allir grunnskólar á Eyja-
íjarðarsvæðinu tóku þátt í hinu
markaða verkefni. „Þótt við séum
öll einstök og frábær, þá jafnast
það ekkert á við heildina. Ef við
leggjum öll saman þá erum við stór-
kostleg!"
Flestir nemendurnir gerðu fleiri
en eina mynd, sjálfsmyndir, myndir
af vinum og félögum eða bara
myndir af einhveijum krökkum.
Myndirnar voru teiknaðar með
svörtum penna og litaðar með túss-
litum.
Þessar upplýsingar eru sóttar í
einblöðung á sýningunni, og útkom-
an er sannast sagna skemmtileg.
Er ég gekk inn í austursalinn og
leit sem snöggvast í átt til vestursal-
arins hélt ég að myndin sem við
blasti á endavegg væri heljarfleki
eftir Erró, og það var ekki fyrr en
ég seinna kom í salinn að ég upp-
götvaði að svo var ekki!
Svona getur ein snjöll samlíking,
sem kveikir í heilabúi opins og hug-
myndaríks myndmenntakennara
haft farsælar afleiðingar, því að
verkefnið er ekki einungis stórbrot-
ið frá myndrænum sjónarhóli heldur
líka hreint mannlegum. Mynd-
menntakennarar grunnskólanna á
Eyjarfjarðarsvæðinu eiga skilið rós
í hnappagatið og krakkamir aðdáun
fyrir íjölbreitt safn andlitsmynda.
Myndverkin þyrftu á næstu miss-
erum að hanga uppi þar sem tölu-
GUÐRÚN Jónsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Erla Þórólfsdóttir,
Guðni Þ. Guðmundsson og Carsten Svanberg..
Silfurmjúkur
básúnulilj ónnir