Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAI 1994 eftir Súsönnu Svavarsdúttur RÖDD hennar hljómar sterk og örugg - fyllir andrúmsloftið. Straumar hlýju og gleði streyma með tónunum og þá man ég hvað það var sem mér þótti svo merkilegt við Sigríði Ellu, þegar ég heyrði og sá hana fyrst syngja: Hún syngur brosandi. Jafnvel þegar hún syngur hin dramatísku hlutverk, sem hæfa mezzó rödd hennar, kemst bros- ið og sönggleðin til skila. Kannski er þetta að syngja frá hjartanu, eins og góður söngv- ari orðaði það. Allt um það, Sigríður Ella er komin til landsins --með enga tösku, engan kjól og engar nótur - og ætlar að halda tónleika í íslensku óperunni næstkomandi þriðjudag, 24. maí. E' ; n hvers vegna svona alls- laus? „Taskan mín kom ekki með fluginu," segir Sigríður Ella. „Ég vona bara að hún komi með vélinni í dag. Að vísu hefur þetta komið fyrir mig áður,“ bætir hún við. „Þá var ég að fara héðan til Austurríkis með mjög fína rauða tösku, sem var mjög pempíuleg og að því er mér fannst þá, dálítið smart fyrir söngkonu. En í töskunni var reykt lambslæri og það fór auðvitað á flakk með henni - til Ástralíu. Þar fannst rauða taskan. Ég á hana enn, en hún er ónothæf vegna þess að lyktin af reyktu lambslæri er svo megn.“ Nú eru liðin sex ár frá því að Sigríður Ella hélt hér einsöngstón- leika. Hún kom fram á Ljóðatón- leikum í Gerðubergi fyrir þremur til fjórum árum. Síðast söng hún hjá íslensku óperunni í Rígólettó. En hvers vegna þetta langa hlé? „Ég tók mér hlé í tvö ár, vegna veikinda," segir Sigríður Ella. „Ég var orðin veik þegar ég söng í Rígólettó en vissi þá ekki hvað að mér var. Ég hafði farið í tannholds- aðgerð og upp úr henni fékk ég sýkingu, eða eitrun, og það tók mjög langan tíma að fínna út hvað að mér var. Ég var bólgin í and- liti, húðin flagnaði og augun í mér sukku. En það sást aldrei neitt á raddböndunum. Ég gat sungið - en ekki eins og ég vildi syngja. Ég ákvað því að taka mér frí. Ég var búin að fara til háls- lækna um allan heim og það var búið að gera æði margar sjúkdóms- greiningar. Ein var sú að ég væri með gigt í hálsinum og ætti að taka nógu mikið af aspiríni. Sumir sögðu að ég væri búin að syngja úr mér röddina og enn aðrir að ég þjáðist af síþreytu. Ég var nefni- lega svo magnlaus, sofnaði þegar ég settist niður og gat ekki borið nokkurn skapaðan hlut. Einn hóp- urinn afgreiddi mig bara sem móð- ursjúka. Það fannst mér verst. Það er nefnilega svo auðvelt að af- Sigríður Ella Magnúsdóftir, óperusöngkona, segir ffrá því sem á daga hennar heffur drifið sein- ustu árin greiða söngkonur á þennan hátt og er alls ekki óalgengt. Röddin er atvinnutæki okkar og það er einfalt að segja að hún endist bara ekki lengur. En það er auðvitað tóm vitleysa. Að lokum fór ég í „physio- therapy" sem kallað er og var í þeirri þjálfun í hálft ár. Sá sem meðhöndlaði mig þar, sá strax að bólgan í andlitinu gerði það að verkum að ekki var nægilegt blóð- streymi til andlitsvöðvanna og ég gat því ekki beitt þeim - en það skiptir miklu máli í söngnum. Ég lagaðist heilmikið á þessum tíma en ekki nægilega. Síðan fór ég til kínversks læknis, sem sá um leið að ég var með eitrun. Ég fór strax til mjns læknis og tjáði honum það. Þá fékk ég rétt fúkkalyf og lagaðist á mjög skömmum tíma. Ég fór í söngtíma á meðan á þessu stóð og lærði við þetta mik- ið um röddina og þá sérstaklega mína eigin rödd. Ég hef ekki kennt mikið en ég hef farið að vinna með fólki sem á við raddvandamál að stríða og það er mjög spennandi vettvangur. Síðan ég fór aftur af stað, hef ég verið í alls konar prufusöng - sem tilheyrir - þótt það sé dálítið sérkennilegt að vera á einhvern hátt að kynna sig upp á nýtt. Ég hef sungið mikið með kórum á tónleikum og það er mjög gaman. Þetta eru kórar og kórasamtök sem ég hef sungið með í gegnum árin. Síðan hef ég verið að syngja í Skotlandi og Wales og verið að koma mér af stað aftur í tónleika- haldi og óperusöng. Það hefur gengið vel. Fyrstu opinberu tónleikarnir mínir í London verða svo núna í júní, þegar ég syng í St. John’s Smith Square á Northern Lights hátíðinni. Undirleikari minn verður Jónas Ingimundarson, sem leikur einnig með mér á tónleikunum á þriðjudaginn. Þessir tónleikar eru skipulagðir af Jakobi Magnússyni og eru liður í þeim hátíðahöldum sem hann skipuleggur allt árið vegna lýðveldisafmælisins. Hann er alveg ótrúlega duglegur og ég veit að næstu tveir mánuðirnir eru þaulskipulagðir. Það verða tónleik- ar, myndlistarsýningar, leiklist og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ég hlakka mikið til þessara tón- leika og vinir mínir í tónlistarlífínu í London eru mjög glaðir yfir því að ég skuli koma fram aftur á ein- söngstónleikum.“ Hvað með frekari tónleika hér heima? „Veistu, ég varð dálítið undrandi þegar ég var að skrifa niður feril minn í efnisskránni fyrir tónleik- ana í London. Það kom í ljós að ég hef sungið með flestum hljóm- sveitum í London á seinustu árum - en ekki á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands frá því á árun- um 1972-74. Ég söng að vísu með hljómsveitinni á ljóðatónleikum um 1980 og ferðaðist með henni um landið á þessu tímabili. En ég hef ekki sungið einsöngstónleika með henni - eða í Reykjavík - á þessu tímabili. Ég hef alltaf verið svo upptekin af því sem ég er að gera hveiju sinni að ég hafði ekki velt þessu fyrir mér fram að þessu.“ En skiptir það þig einhveiju máli? „Mér er mjög mikilvægt að halda tengslum við ísland og þess vegna hef ég lagt áherslu á að syngja hér heima. Ég hef alltaf verið með annan fótinn hér og tel mig eiga heima á íslandi. Krakk- arnir mínir - tvíburarnir fjórtán ára, dóttirin að verða sextán - tala íslensku, því ég vil að þau telji sig íslendinga.“ Komu þau með þér hingað núna? „Nei, um þessa helgi þurfa þau að bjarga sér hressilega, því pabbi þeirra er í Brighton að syngja í Rakaranum í Sevilla. Að vísu eru afí og amma í næsta húsi, en þau verða engu að síður að sjá um sig sjálf. Við höfum alltaf reynt að vera ekki bæði í burtu á sama tíma en það tekst ekki alltaf. Svo finnst mér dálítið leiðinlegt að hann verð- ur einhvers staðar annars staðar að syngja fleiri Rakara af Sevilla, þegar ég verð með tónleikana mína í London. En það verður ekki á allt kosið. Það er mikil samkeppni í London, sem er miðdepill alls tónlistarlífs í Evrópu, en okkur hefur vegnað mjög vel. Það er síð- ur en svo að við þurfum að kvarta." Ætlarðu að sjá Niflungahring- inn á meðan þú staldrar við hérna? „Nei, ég næ því ekki. Ég þarf að fara aftur til London á föstudeg- inum, vegna þess að ég er að syngja á fjáröflunartónleikum á sunnudag. Það er verið að safna peningum fyrir þroskaheft börn. Þetta verða miklir tónleikar með sinfóníuhljómsveit, fiðlukonsert og hvaðeina. Ég syng þar tvær aríur; aríu Jóhönnu af Ork og Ösku- busku.“ Nú hefur þú sungið æði mörg óperuhlutverk. Áttu þér eitthvert draumahlutverk? „Já, ég er búin að syngja allan Verdi. Ég held ég geti þó sagt að mig langar, á þessari stundu, mest til að syngja hlutverk Dehlilu. Hlutverk hennar og Carmen hef ég sungið mjög oft og vona að ég eigi eftir að syngja þau oft til við- bótar - og öll hlutverk Verdis. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér... Jú, það er eitt hlutverk sem mig langar mikið að syngja. Það er Italska stúlkan í Alsír eftir Ross- ini. Það er svo hollt að syngja svona kólóratúr hlutverk, sem mótvægi við allt hitt; allan Verdi sem reyn- ir svo mikið á röddina. Þar að auki er þetta eina óperan sem ég og maðurinn gætum sungið saman í. Hann er bassabaritón og ég mezzó og það eru almennt ekki skrifuð hlutverk fyrir þessar raddir saman í óperu. Við höfum sungið aríu úr henni á tónleikum - en ekki tekið þátt í uppfærslu á henni saman. Það væri skemmtilegt,“ segir Sigríður Ella Magnúsdóttir, stendur upp og segir frísklega að nú verði hún að athuga farangur- inn sinn hjá Flugleiðum. Það sé allt í lagi að vera í sömu dragtinni og hún flaug heim í, það megi allt- af finna annan kjól fyrir tónleikana - en hún verði að fá nóturnar til að hún og Jónas geti æft saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.