Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1994 43 FRETTIR AFMÆLI Heimsmeistaramót barna og unglinga í skák Níu kepp- endur frá Islandi Heimsmeistarakeppni barna og unglinga í skák verður haldin í Ungveijalandi dagana 1.—10. ág- úst og taka níu íslendingar þátt í keppninni, sá yngsti fseddur 1985 og sá elsti fæddur 1976. Teflt verður í fimm aldursflokkum drengja og fimm flokkum stúlkna og taka Islendingar þátt í öllum flokkunum nema elsta aldursflokki stúlkna. Tefldar verða níu umferð- ir á mótinu. íslensku keppendurinir eru Magnús Örn Úlfarsson, sem kepp- ir í flokki 17-18 ára, Matthías Kjeld og Anna Björg Þorgríms- dóttir í flokki 15-16 ára, Bragi Þorfinnsson og Berta Ellertsdóttir Morgunblaðið/Golli ÍSLENSKU keppendurnir á heimsmeistararamóti barna og ungl- inga í skák ásamt fararstjóra. í flokki 13—14 ára, Davíð Kjart- ansson og Álfheiður Eva Ólafs- dóttir í flokki 11-12 ára og í flokki 10 ára og yngri Guðjón Heiðar Valgarðsson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Stigahæstur kepp- enda er Bragi Þorfinnsson með 2.100 Elo stig. Fararstjóri er Rík- harður Sveinsson. Viðey um helgina í VIÐEY verður boðið upp á skipu- lagða dagskrá um verslunar- mannahelgina. Á laugardag kl. 14.15 geta menn valið um tvo kosti. Annar er að fara með Örlygi Hálfdánar- syni af Viðeyjarhlaði og austur á Sundabakka, þar sem hann mun fyrst útskýra ljósmyndasýningu sem er í gamla skólanum, en síðan verður farið um Stöðina. Hinn kosturinn er að fara með staðar- haldaranum nýja gönguleið um norðurströnd Viðeyjar frá eystri túngarðinum og vestur á Eiði. Það er um klukkustundar gangur eftir nýlögðum stíg. Á sunnudag messar sr. Þórir Steþhensen í Viðeyjarkirkju kl. 14. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Eftir messu gengur Örlygur með þeim, sem það vilja, austur í skóla og um Stöðina. Sú ferð kemur í stað hefð- bundinnar staðarskoðunar. Á mánudag taka þeir Örlygur og sr. Þórir á móti fólki heima á Viðeyjarhlaði kl. 14.15 og 15.15 og ganga enn með því austur á Sundabakka, sýna skólann, Stöð- ina, Vatnsgeyminn og annað sem fyrir augu ber. Veitingar eru á boðstólum í Viðeyjarstofu alla daga og hesta- leigan opin. Bátsferðir eru á heila tímanum frá kl. 13, en á hálfa tímanum í land. Síðasta eftirmið- dagsferðin í land er kl. 18, og kvöldferir hefjast kl. 19. Upplýsingamiðstöð umferðarmála UMFERÐARRÁÐ mun í samstarfi við lögreglu um land allt starfrækja upplýsingamiðstöð á skrifstofu ráðsins um verslunarmannahelgina. í fréttatilkynningu frá Umferðar- ráði segir að þar verði safnað sam- an upplýsingum um umferðina, um ástand vega og annað það sem al- menningur getur haft gagn af að vita. Útvarp Umferðarráðs verður með útsendingar á öllum útvarps- stöðvum um helgina eftir þörfum. Upplýsingamiðstöðin verður opin sem hér segir: Föstudaginn 29. júlí kl. 9-22. Laugardaginn 30. júlí kl. 10-19 og mánudaginn 1. ágúst kl. 12-19. í fréttatilkynningunni segir að nauðsynlegt sé fyrir ökumenn að hafa ýmis atriði sérstaklega í huga þegar lagt. er af stað út á þjóðveg- ina. Jafn og góður hraði skiptir þar miklu máli. Þá er sérstök ástæða til að hvetja ökumenn til að sýna varúð þar sem malarvegir taka við af vegum með bundnu slitlagi. Þá verður að draga úr hraða ef ekki á illa að fara. Um verslunarmannahelgi eru margir að skemmta sér og því fylg- ir oft áfengisneysla. Fólk er hvatt til að blanda alls ekki saman akstri og áfengisneyslu. Það er lífshættu- legt. Almenn varúð og tillitssemi verð- ur að vera í hávegum höfð um helg- ina. Ef allir leggja sig fram, aukast líkur á að vel gangi. Helgin í fjölskyldu- og húsdýragarðinum DAGSKRÁ verður um verslunar- mannahelgina alla daga í fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Laugardag, sunnudag og mánu- ag kemur Hrói hrakfallabálkur í heimsókn og meðal annarra atriða verða hestar frá Fáki teymdir und- ir börnum. trönuþrautir eru fyrir klifurkettina og ef aðstæður leyfa verða farnar lesta- og hestakerru- ferðir um garðinn. Fuðurdýraleik- ur verður fyrir börn á aldrinum 5-10 ára og fjölskyldur þeirra. GISLI KRISTJÁNSSON 2. ágúst nk. verður afi okkar, Gísli Krist- jánsson, Sæviðarsundi 68, sjötíu ára. Okkur afastrákana langar til að senda honum af- mæliskveðju í tilefni dagsins og segja hon- um og öllum sem þetta lesa hvað hann sé frá- bær afi. Fyrsta yfirsýn okkar yfir heiminn var frá öxlinni hans. Hann hélt okkur yfir öxlina og gekk um, sagði okkur frá því sem fyrir augu bar og útskýrði alla hluti fyrir okk- ur, sem aðeins vorum nokkurra mánaða. Seinna fór hann með okk- ur yfir hafið til að sýna okkur Evr- ópu. Afi hefur alltaf sett börn í heið- urssæti. Hann segir sögur — bullu- sögur og brandara - og gerir grín að sjálfum sér. Hann er töfrakarl, listamaður og bjartsýnismaður. Hann getur allt — hann er einn af okkur. Hann er alltaf tilbú- inn tif að útskýra og kenna okkur um lífið, tilveruna og tæknina. Afi skammar okkur aldrei. Hann talar ró- lega við okkur og þess vegna hlustum við á hann. Hann segir okk- ur hvað er rétt og hvað er rangt. Afi hvetur okkur til að sinna áhugamálum okkar enda á han%— mörg sjálfur, sem halda honum ungum. Við ætlum að reyna að feta í fótspor afa. Það tekst ef við æfum okkur vel. Afi verður ekki heima á afmælis- daginn, hann verður með okkur strákunum á Hótel Örk. Þar ætlum við að synda, spjalla og spila golf. Elsku afi — okkar hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Jökull, Gísli, Baldur, Árni, Þórður og Gísli Darri. Innihátíð á Hótel Sögu Innihátíð verður í kvöld á Hótel Sögu og hefst klukkan 22. Þar spila Aggi Slæ og Tamlasveitin og gamanleikararnir Sigurður Sigurjónsson, Þórhallur Sigurðsson og Orn Árnason skemmta. Tamlasveitina skipa Egill Ólafsson, Ásgeir Óskarsson, Björn Thor- oddsen, Eiríkur Orn Pálsson, Gunnar Hrafnsson, Jónas Þórir og Stefán S. Stefánsson. Athugasemd GREIN Gunnlaugs Þórðarsonar, Skrattinn úr sauðarleggnum, sem birtist í Morgunblaðinu 29. júlí, knýr mig til að óska birtingar á eftirfarandi: Þótt ég hafi á sínum tíma verið til þess fenginn að gefa ráð um endurbætur á Iðnó, á Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar allan heiður af hönnun endurbyggingar og glerskála. Eins og margir aðrir stóð ég í þeirri trú að nota ætti í skálann venjulegt gagnsætt gler og áleit að þannig þyrfti viðbygg- ingin ekki að skemma húsið, en spegilglerið, sem nú klæðir skál- ann, hefur gert þær vonir mínar að engu. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Hver tekur við af Karpov? SKAK Ijórðungsúi-slit FIDE heimsmeist- arakeppninnar hófust í Sangi Nag- ar á Indlandi 24. júli. Heimsmeistarakeppni FIDE er langt komin og sex skákmenn berj- ast nú innbyrðis í Sanghi Nagar á Indlandi um það hverjir þrír komist í undanúrslitin með Karpov, heims- meistara. Það er augljóst af hveiju Indverjar sóttust eftir að halda keppnina. Þeir gera sér vonir um að stórstjarna þeirra Anand verði næsti heimsmeistari. Hann hefur ekki brugðist vonum þeirra í erfiðu einvígi við Gata Kamsky. Eftir tvö jafntefli vann Anand þriðju skákina og tók forystu. Sama varð upp á teningnum í ein- vígi Rússans unga Vladímirs Kramn- iks og Hvít-Rússans Boris Gelfands. Eftir tvö bragðdauf jafntefli vann Kramnik þriðju skákina örugglega. Fresta þurfti fyrstu skákinni í ein- vígi Timmans, Hollandi, og Rússans Valerys Salovs, sem nú teflir fyrir Spán. Timman kom beint frá al- þjóðamóti í Dortmund þar sem hann stóð sig illa. Bjuggust tnargir við að hann yrði auðveld bráð fyrir Salov í fyrstu skákinni, en það fór á annan veg. Timman sneri á andstæðinginn í tímahraki og á vænlega biðstöðu sem tefld verður áfram í dag, laug- ardag. Hún lítur þannig út: Svart: Jan Timman samtaka í New York og lagði sjálfan Kasparov að velli í úrslitum. Nú hefur hann svo tekið forystuna í ein- víginu við Hvít-Rússann sterka, Bor- is Gelfand. í þriðju skákinni beitti Kramnik afbrigði sem hingað til hefur verið. álitið meinlaust. I mið- taflinu sneri hann laglega á Gelfand sá greinilega mun fleiri leiki fram í tímann en Hvít-Rússinn: Hvítt: Vladímir Kramnik Svart: Boris Gelfand Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. Bb5+ - Bd7 4. Bxd7+ - Dxd7 5. c4 - Rf6 6. Rc3 - Rc6 7. 0-0 - g6 8. d4 — cxd4 9. Rxd4 — Bg7 10. Rde2 - 0-0 11. f3 - a6 12. a4 - Hfc8 13. b3 - Dd8 14. Khl - Rd7 15. Bg5 - Da5 16. Dd2 - Rc5 17. Habl - e6!? 18. Hfdl - Hab8 19. Bh4 - Db6? 20. Dxd6! Kramnik þurfti að reikna mjög langt til að sjá að hann mætti hleypa taflinu upp. 20. - Be5 21. Dd2 - Rxb3 22. Db2 — Rca5 Hvítt: Valery Salov Hvítur á leik. Svartur hótar 61. — Rc5+, svo Salov hlýtur að hafa leik- ið 62. Kf3 eða 62. Ke3. í fréttaskeyt- um hefur staðan verið talin unnin fyrir Timman, en málið er engan veginn svo einfalt. Til að vinna peð- ið á b7 þarf svarti kóngurinn að yfirgefa kóngsvænginn og erfitt er að halda þeim hvíta úti á meðan. Kramnik varð fyrir miklu áfalli í júní þegar Kamsky burstaði hann í fjórðungsúrslitum PCA. En síðan vann hann fyrst atskákmót sömu 23. Rd5! - exd5 24. Dxe5 - Rxc4? Eftir þetta fer hallar strax undan fæti hjá Gelfand. Nauðsynlegt var að leika 24. — dxe4. Hvítur kemur þá til með að fá hættuleg sóknar- færi fyrir peð, en úrslitin eru ekki ráðin. 25. Dxd5 - De3 Gelfand hefur líklega séð of seint að 25. — Re3 gengur ekki vegna 26. Dd3 — Rxdl 27. Dxdl og svarti riddarinn á b3 fellur. 26. Hel - Rbd2 Gelfand tekur nú þann pól í hæð ina að reyna að ná gagnsókn hvað sem það kostar. Hvítur hótaði bæði að vinna lið með 27. Rcl og einnig 27. Bf6 með óstöðvandi sókn. 27. Hxb7 - Hxb7 28. Dxb7 - He8 29. Dd7 - Hb8 30. Bg3 - Rxf3 31. Bxb8 — Dxe4 32. gxf3 — Dxf3+ 33. Kgl - De3+ 34. Kg2 - De4+ 35. Kh3 og svartur gafst upp. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.