Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Ferðamannaversl-
un er framtíðin
FRÍDAGUR versl-
unarmanna hefur frá
upphafi tengst ferða-
lögum og verslunar-
mannahelgin er
löngu orðin þjóðar-
eign sem mesta
ferðahelgi ársins.
Það er því ekki úr
vegi einmitt nú að
velta fyrir sér hug-
taki sem kalla má
„ferðamannaversl-
un“ (travel shopping)
og mun á næstu
árum hafa afgerandi
áhrif á möguleika til
atvinnusköpunar og
verðmætaaukningar á Islandi.
Verslun er í víðum skilningi
stundum skilgreind sem fundur þar
sem finnast framleiðandinn, varan
sjálf og svo kaupandinn. Ferða-
mannaverslun er í tölfræðilegum
samantektum skilgreind sem inn-
kaup ferðamanns sem hefur búsetu
í öðru landi en því sem kaupin fara
fram í. Ferðamannaverslun innifel-
ur því ekki kaup innlendra ferða-
manna í sínu eigin heimalandi.
Árið 1992 voru heildartekjur af
alþjóðlegri ferðamannaverslun um
3.500 milljarðar króna, sem nam
um 1,5% af heimsviðskiptum með
vöru og þjónustu. Það ár var áætlað
að um 20 milljónir manna hafi haft
lífsviðurværi sitt af ferðamanna-
verslun.
Ferðamannaverslun er meðal
þeirra atvinnugreina sem vaxa
hraðast í heiminum í dag. Frá 1950
til 1992 hefur þessi grein 250-fald-
ast í tekjum og fram til aldamóta
er reiknað með að umsetning ferða-
mannaverslunar muni a.m.k. tvö-
faldast. Einn milljarður ferðamanna
fór milli landa árið 1992
og íjöldinn mun halda
áfram að aukast, einkum
í flugi þar sem flugtími
mun styttast, flugvélar
stækka og fargjöld
lækka. Afnám landa-
mærahindrana, aukinn
frítími, breytt lífsviðhorf
og lengri ferðir, ásamt
með frjáisari viðskiptum,
ekki síst vegna GATT-
samninganna, munu
stórauka möguleika og
tækifærí á sviði ferða-
mannaverslunar.
Ein athyglisverðasta
breytingin í ferða-
mannaverslun er minnkun verslun-
ar „án gjalda" (Tax Free), en í
upphafi sjötta áratugarins, þegar
ferðamannaverslun fór að eflast,
var nær öll verslunin í þeim flokki.
Við næstu aldamót er áætlað að
aðeins fjórðungur ferðamannaversl-
unar verði án gjalda vegna sam-
ræmingar gjalda og skatta milli
landa, en einnig vegna áhrifa af
einkavæðingu flughafna, ríkisflug-
félaga og minnkandi þátttöku hins
opinbera í verslunarrekstri eins og
t.d. áfengiseinkasölu. Afleiðing af
þessu verður m.a. að ferðamanna-
verslunin mun dreifast frá flughöfn-
um, flugvélum og skipum til al-
mennra verslana í miðborgum, út-
hverfum og dreifbýli.
Athyglisvert fyrir okkur íslend-
inga er að lítil lönd eiga ekki síður
möguleika í samkeppni um ferða-
mannaverslun en stór lönd. Þannig
eru Singapore og Hong Kong með-
al fimm stærstu tekjuaflenda í
ferðamannaverslun, miðað við íbúa-
ljölda, á undan margfalt stærri
löndum eins ogt.d. Þýskalandi, ítal-
Lítil lönd eiga ekki síður
möguleika í samkeppni
um ferðamannaverslun,
segir Birgir Rafn Jóns-
son, en stór lönd.
íu og Spáni. Einnig er áhugavert
fyrir okkur að stærsti hluti ferða-
mannaverslunarinnar fer fram í
okkar heimsálfu, Evrópu, u.þ.b.
50%.
Margir telja að ferðaþjónusta
vaxi hraðast allra atvinnugreina og
sé að verða, eða sé orðinn, stærsta
atvinnugrein heims. Þetta segir
m.a. John Naisbitt í bók sinni „Glob-
al Paradox" (Alheimsþverstæða) og
heldur því fram að ferðaþjónusta
veiti fleirum atvinnu, greiði hærri
skatta, velti meiru og standi fyrir
meiri verðmætasköpun en nokkur
önnur atvinnugrein. Hagstofa Evr-
ópusambandsins telur að hlutur
ferðamannaverslunar í heildartekj-
um af ferðaþjónustu sé 24%. Þar
til viðbótar kemur sala matar- og
drykkjarvöru um 25% og nálgast
þá tekjuöflun verslunar í ferðaþjón-
ustu 50%, sem sýnir glöggt hversu
mikilla hagsmuna verslun hefur að
gæta.
Það má segja að hagsmunir ís-
lenskrar ferðamannaverslunar séu
tvíþættir. Annars vegar að hámarka
sölu til erlendra ferðamanna, en
hins vegar að jeitast við að lág-
marka verslun íslendinga erlendis.
í báðum tilfellum næst þetta mark-
mið helst með því að hér á landi
sé vöruverð lágt og vöruúival fjöl-
Birgir Rafn Jónsson
TEKJUÞROUN I FERÐAMANNAVERSLUN
upphæ&ir i tnilljör&um króna
Me5 gjöldum (Duty Paid)
j An gjalda (Tax/Duty Free)
i Samtals
1950
14 100%
14
1992
2.450 70%
1.050 30%
3.500
2000
5.250 75%
1.750 25%
7.000
■ Heimild: FÍS
FERÐAMANNAVERSLUN 1992 |
effir löndum 1
ÍBÚAFJÖLDI TEKJUR AF FERÐA- ||
LAND MANNAVERSLUN ||
milljónir milljarSar króna 1
Bandarikin 255,0 392,0 1
Frakkland 57,3 231,0 P
Bretland 57,8 227,5 É
Singapore 2,8 224,0 P
Hong Kong 5,8 203,0 É
Þýskaland 80,4 105,2 ii
Ítalía 57,9 185,5
Spónn 39,1 168,0 §
Thailand 57,5 109,2
Austurríki 7,9 87,5 i
Heimíld: FÍS ||
mmmmmMmmmmmmmm ÉÉÉÉSÉÚMÉÉÉÉÉ
breytt miðað við önnur lönd. Banda-
ríkin hafa hæstu tekjur allra landa
af ferðamannaverslun, en þar er
vöruverð einmitt hagstætt og
hvergi meira vöruúrval.
Það sem fyrst og fremst hefur
áhrif á vöxt og viðgang ferða-
mannaverslunar eru opinberar álög-
ur á vörur. Hér á landi eru slíkar
álögur háar miðað við önnur lönd.
Virðisaukaskattur upp á 24,5% er
meðal þess hæsta sem þekkist og
að auki koma til tollar og vörugjöld
sem yfirleitt þekkjast ekki í ná-
grannalöndunum.
Sérstakir skattar á verslun, eins
og skattur á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði og hátt tryggingar-
gjald af launagreiðslum í verslun,
sem er hærra en í t.d. iðnaði og
sjávarútvegi, eru óþolandi mismun-
un. Allt rýrir þetta samkeppnis-
stöðu verslunar og möguleika til
að öðlast hlutdeild í aukinni heims-
verslun og láta gott af sér leiða
með aukinni gjaldeyrisöflun, at-
vinnu- og verðmætasköpun fyrir
þjóðina alla.
Höfundur er formnður Félags
íslenskra stórkaupmanna og
Islcnskrar verslunar.
Rafmagn og* heilsufar
LÍKAMINN er
flókið og furðulegt
apparat. Vísinda-
menn og læknar eru
enn ekki, þrátt fyrir
alla tækni tuttugustu
aldarinnar, komnir
nema áleiðis í rann-
sóknum á starfsemi
og stjórnun manns-
líkamans.
Undanfarin ár
hafa augu almenn-
ings og fræðimanna
beinst æ meira í átt
að því að skoða um-
hverfi okkar til að
komast að hvort or-
sakavaldar að sjúk-
dómum og vanheilsu sé þar að
finna.
Eitt af því sem augu manna bein-
ast æ meira að eru áhrif rafmagns
á heilsufar. Er þá verið að skoða
þá þætti rafmagnsins sem ekki eru
sýnilegir, nefnilega rafgeislun ann-
arsvegar og rafsegulsvið hinsvegar.
Þar er verið að tala um rafsegul-
geislun frá rafmagnstækjum, allt
frá útvarpsviðtækjum til örbylgju-
ofna og jafnframt radíóbylgjur
hverskonar.
Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að
sanna hvernig rafsegulgeislun hef-
ur áhrif á líf okkar og heilsu eru
vísindamenn víðast hvar sannfærðir
um að rafsegulgeislun hafi einhver
áhrif á líkamann og það jafnvel
töluverð. Milljörðum er eytt í rann-
sóknir á þessu sviði og virðast sum-
ar þjóðir hreinlega vera í sam-
keppni um að finna hina raunveru-
legu hættu af rafsegulgeislun. Það
er ekki lengur spurning um að
sanna „hvort“ heldur hvernig.
í nýlegri skýrslu frá Sænska raf-
magnsöryggiseftirlitinu,
sem fjallar um hugsan-
leg tengsl milli rafsegul-
sviðs og krabbameins,
segir að ekki sé sannað
að segulsvið valdi
krabbameini í fullorðn-
um og líkurnar á slíku
séu harla litlar. Hinsveg-
ar hafa faraldsfræðileg-
ar rannsóknir Dana og
Svía sýnt fram á tengsl
milli hvítblæðis í börnum
og búsetu í nálægð við
rafmagnsmannvirki.
Þær rannsóknir eru
nokkurnveginn sam-
hljóða rannsóknum sem
gerðar hafa verið í
Bandaríkjunum.
Við þessar rannsóknir hafa
nokkrar athyglisverðar staðreyndir
komið í ljós. Til dæmis hefur líkams-
klukka okkar, sem stjórnar svefni
og vöku, hormón í sinni þjónustu
sem heitir melatónín. Melatónín
eykst í líkamanum þegar við sofum
en minnkar í vöku. Tekist hefur að
sýna fram á að hormónið minnkar
í líkamanum við áhrif frá rafsegul-
sviði og getur þannig haft áhrif á
svefn. Melatónín hefur áhrif á
myndun annars hormóns sem nefn-
ist serótónín. Serótónín er mikil-
vægt í boðskiptakerfi heilans og
hefur áhrif á líðan okkar. Truflist
melatónínframleiðsla líkamans
truflast einnig serótónínframleiðsl-
an og líðan okkar breytist oftast
til hins verra.
I nýlegu tölublaði tímaritsins
„Traveler" er grein sem fjallar um
svokallaða þotuveiki. Þotuveiki kall-
ast þreyta sem leggst á ferðalanga
sem ferðast gegnum tímabelti og
þurfa .að aðlagast nýjum tíma á
Svo virðist sem segul-
svið, segir Yaldemar
Gísli Valdemarsson,
hafi neikvæð áhrif
á getu líkamans
til að bregðast við
sjúkdómum.
komustað. Það getur tekið þá tölu-
verðan tíma að jafna sig, allt frá
nokkrum tímum upp í viku. Rann-
sóknir hafa leitt í ljós að við það
að fljúga í langan tíma verður lík-
aminn fyrir áhrifum frá breytilegu
segulsviði jarðar og minnkar heila-
köngullinn " við það framleiðslu
melatóníns. Til að vinna upp á
móti flugþreytu er farið að mæla
með inntöku melatóníns. Það hefur
reynst vel og það flýtir töluvert
fyrir að líkaminn jafni sig af flug-
þreytunni. Rannsóknir vísinda-
manna hafa jafnframt leitt í ljós
að melatónín hefur hamlandi áhrif
á skiptingu sumra tegunda krabba-
meinsfruma og getur þannig hægt
á vexti krabbameinsæxla. Sú stað-
reynd að krabbamein er algengt í
hópi flugmanna er e.t.v. tengt
minnkandi framleiðslu melatóníns
við flug.
Hvað varðar tengsl milli líkams-
kvilla og rafsegulsviðs hafa sjónir
manna beinst helst að ónæmiskerf-
inu. Svo virðist sem segulsvið hafi
neikvæð áhrif á getu líkamans til
að bregðast við sjúkdómum. Ónæm-
iskerfið er flókið og sennilega lítið
Valdemar Gísli
Valdemarsson
þekkt en mikilvægi þess er mjög
mikið. Menn hafa jafnvel leitt að
því líkur að áhrif segulsviðs á líkam-
ann virki aðallega á getu ónæmis-
kerfisins til að nema hættuástand,
t.d. byijun óeðlilegrar frumuskipt-
ingar, og hindri þannig að varnar-
kerfi líkamans nái að hefta myndun
æxla.
Þar sem ekki hefur tekist að
sanna samhengi milli krabbameins
og segulsviðs hafa sjónir vísinda-
manna beinst að svokölluðum
„gluggaáhrifum“, það er, að ef til
vill sé ekki um að ræða áhrif háð
styrkleika (þ.e. að sterkara segul-
svið kalli á meiri hættu á krabba-
meini), heldur sé um að ræða ákveð-
ið styrkbil sem gæti þess vegna
verið mjög lágt. Svíar íhuga nú að
setja staðal sem segi til um há-
markssegulsvið á svæðum þar sem
börn eru, t.d. á leikskólum, skólum
og dagheimilum, eða um 2,5 mG-
3,5 mG (milli Gauss er mæíieining
á segulsvið). Það vekur eftirtekt
hversu lágur staðallinn er og liggur
í augum uppi að töluverður kostnað-
ur verður þessu samfara, ef af verð-
ur. Svíar taka þessi mál alvarlega
og er kannski full ástæða til. Eins
og áður er getið hafa faraldsfræði-
legar rannsóknir einna helst sýnt
tengsl milli barnahvítblæðis og bú-
setu í nærveru við rafmagnsmann-
virki og flutningslínur.
Rafsegulóþol er fyrirbæri sem
vakið hefur mikla athygli. Það virð-
ist í fljótu bragði fáránlegt að fá
ofnæmi fyrir rafsegulgeislum, en
engu að síður er það staðreynd að
nokkur fjöldi fólks þjáist af þessum
sjúkdómi. Rafsegulóþol lýsir sér
með útbrotum, kláða og sviða í
húð, þreytu, öndunarerfiðleikum,
ásamt svitaköstum. Einkennin
koma fram þegar sjúklingur nálg-
ast rafmagnstæki og verður fyrir
rafgeislun eða segulsviði. Tölvur,
sjónvarpstæki, útvarpstæki og yfir-
leitt öll tæki sem ganga fyrir raf-
magni, eru þá ofnæmisvaldar. Fyrir
stuttu birtist lesendabréf í tímarit-
inu „Journal of Alternativ &
Complementary Medicine", þar sem
nuddari og praktíker í óhefðbundn-
um lækningaaðferðum segir frá því
að hún hafi náð góðum árangri í
meðhöndlun sjúklinga sem þjáðst
hafa af þrálátri bólgu í úlnlið og
olnboga (Repetidive Strain Injury),
sérstaklega í hægri handlegg,
vegna vinnu við tölvu og með mús.
Meðhöndlunin byggðist á því að
eyða allri rafgeislun frá tölvubúnaði
viðkomandi, sértaklega mús og
lyklaborði. Varð í sumum tilfellum
að láta sjúkling hafa fartölvu sem
notaði rafhlöður.
Fjöldi fólks finnur fyrir óþægind-
um frá rafmagni, t.d. rafmagnshit-
un, sjónvörpum, tölvum, vatnsrúm-
um, eldavélum og svo mætti lengi
telja. Óþægindi lýsa sér t.d. í höfuð-
verk, kláða og sviða í húð og sjón-
þreytu. Það er mjög einstaklings-
bundið hvort og hvernig menn finna
fyrir rafsegulgeislun, sumir finna
ekki neitt meðan aðrir eru pirraðir,
eiga erfitt um svefn og finna fyrir
allskonar kvillum sem jafnvel eru
greindir sem ímyndunarveiki. Ein-
faldur hlutur eins og útvarpsvekj-
araklukka getur raskað melatónín-
jafnvægi líkamans, sé hún staðsett
mjög nálægt höfði meðan sofið er.
Hvað svo sem sönnunum líður
þá er það Ijóst að það ber að um-
gangast rafmagn með virðingu og
varast óæskileg áhrif eins og raf-
geislun, t.d. með því að jarðtengja
allt sem hægt er að jarðtengja, sofa
ekki með rafmagnsvekjaraklukkur
nálægt höfði eða önnur rafmagns-
tæki. Því jafnvel þótt ekki sé sann-
að hvort né hvernig rafsegulsvið
veldur krabbameini þá getur það
valdið óþægindum því „fyrr má rota
en dauðrota".
Höfundur er rafeindavirki og
áhugamaður um umbverfismál.