Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 19 ERLENT Jeffrey Archer sýknaður London. The Daily Tclegraph. ARCHER lávarður, betur þekktur sem Jeffrey Archer, hefur verið sýknaður af grun um innheijavið- skipti í tengslum við sölu á Anglia sjónvarpsfyrirtækinu. Breska við- skiptaráðuneytið upplýsti fyrir skömmu að verið væri að rannsaka þátt Archers í málinu og er það talið hafa orðið til þess að hann kom ekki til greina sem ráðherraefni, er John Major forsætisráðherra stokk- aði upp í stjórn í síðustu viku. Archer, sem er einn þekktasti metsölurithöfundur Bretlands, gegndi ráðherraembætti í tíð Marg- aretar Thatcher og var einnig vara- formaður íhaldsflokksins. Varð hann að segja af sér í kjölfar þess að blaðið New of the World greindi frá viðskiptum hans við vændis- konu. Er hann talinn hafa mikinn áhuga á að hefja á ný afskipti af stjórnmálum og nú er fátt talið standa í vegi fyrir því að hann fái veigamikið embætti á vegum Ihalds- flokksins. Eiginkonan hjá Anglia Archer var grunaður um inn- heijaviðskipti sökum þess að eigin- kona hans, Mary, er í yfirmanns- stöðu hjá Anglia. Er tilkynnt var um að fyrirtækið MAI hygðist taka yfir Angiia hækkuðu hlutabréf í síð- amefnda fyrirtækinu úr 180 pens- um í 664 pens. Hafði verið nokkuð um viðskipti með hlutabréf áður en tilkynnt var um samrunann og beindist rannsókn viðskiptaráðu- neytisins að þeim. Yfirheyrslur vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á Whitewater-málinu BERNARD Nussbaum ber vitni fyrir bankanefnd Bandaríkjaþings. Ráðgjafi Clintons játar mistök Washington. The Daily Telegraph. BERNARD Nussbaum, sem var helsti lögfræðiráðunautur bandarísku forsetahjónanna þegar Whitewater-málið skaut fyrst upp kollinum, neitaði við yfirheyrslur að hafa reynt að hlífa Clinton-hjónunum við armi laganna. Hann viðurkenndi þó að hafa „gert mistök". Hann var kallaður fyrir bankanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til þess að gera grein fyrir hlutdeild sinni i Whitewater-málinu. Fjórða mannránið í Suður-Rússlandi á átta mánuðum Fimm létust í árás á mannræningja Moskvu. Reuter. FJÓRIR menn að minnsta kosti týndu lífi þegar rússneskir lögreglu- menn létu til skarar skríða gegn mannræningjum í gær en þeir höfðu upphaflega tekið 41 gísl. Átti at- burðurinn sér stað í Suður-Rúss- landi, í Kákasushéruðunum, en þar ríkir mikil óöld og mannrán og alvar- iegir glæpir algengir. Þrír gíslanna, þijár konur, og einn mannræningjanna létu lífið þegar lögreglumenn réðust inn í þyrlu, sem komið hafði verið með til bæjarins Míneralníje Vody að kröfu mann- ræningjanna. Sprengdi einn þeirra handsprengju inni í þyrlunni en áður höfðu þeir stöðvað langferðabíl og tekið 41 gísl og voru að reyna að flýja með nokkra þeirra. Þetta var fjórða mannránið á þessum slóðum á átta mánuðum. Fréttir al' atburðinum eru fremur óljósar vegna þess, að lögreglan setti á fréttabann þar sem ræningjarnir, sem allir voru frá Tsjetsjníju, voru með fjarskiptatæki. Alls slösuðust 19 manns í sprengingunni og fjórða konan liggur enn þungt haldin. Undir áhrifum eiturlyfja Mannræningjarnir, sem voru fjór- ir, voru með svartar grímur fyrir andliti, vopnaðir skammbyssum og handsprengjum. Höfðu þeir fengið rúman milljarð ísl. kr. í lausnargjald og tvær þyrlur til afnota. Talið er, að sá þeirra, sem sprengdi hand- sprengjuna, hafi verið undir áhrifum eiturlyfja. Tsjetsjeníja er hluti af Rússlandi en lýsti sig sjálfstætt ríki 1991. Leið- togi þess, Dzhokhar Dúdajev, hefur skipað iögreglunni að hafa samstarf við Rússa í málum af þessu tagi en völd hans sjálfs eru mjög ótrygg. í Tsjetsjeníju ríkir lögleysan ein og menn þaðan hafa látið mikið til sín taka í glæpastarfseminni í Rússlandi. Þingið stendur nú fyrir rannsókn á meintri, óviðurkvæmilegri íhlutun starfsmanna í Hvíta húsinu í alrík- isrannsókn á gjaldþroti sparisjóðs í Arkansas, og tengslum Clinton- hjónanna við það mál. Ber við skyldu sinni Nussbaum sagði sér hafa borið skylda til að vara Clinton við yfir- vofandi rannsókn á gjaldþroti sparisjóðsins, og að sú rannsókn gæti beinst að forsetanum sjálfum, til þess að fjölmiðlar hefðu ekki komið að honum óvörum vegna málsins. Nussbaum neyddist til að láta af störfum ráðunautar fýrir fjórum mánuðum, vegna ásakana um emb- ættisafglöp, en hlutverk hans var meðal annars að gefa forsetanum ráð í lagalegum efnum er vörðuðu embættisfærslur Clintons. Þrír aðrir ráðgjafar hafa verið yfirheyrðir, George Stephanopou- los, Bruce Lindsay og Thomas McLarty. Báru þeir allir að ekkert hefði verið aðhafst til þess að hafa áhrif á rannsóknina. Reyndar hefðu menn í Hvíta húsinu litið á White- water sem smámál á þeim tíma. HDNDA CIVIC Ott farþegarými rum Að utan sem innan er Honda Civic lagaður að þínum þörfum. Sportlegur, rúmgóður og öruggur smábíll. Verð frá kr. 1.127.000 MÁTTUHINN S. DÝRÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.