Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 3
FRETTIR
Æm STUTT
Framfærslu-
vísitalan
0,7%
hækk-
un síðasta
árið
VÍSITALA framfærslukostn-
aðar í september er 171 stig
og hækkar um 0,3% frá ág-
ústmánuði samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofu íslands.
Samsvarandi hækkun vísitölu
vöru og þjónustu nemur 0,4%
frá ágústmánuði.
Hækkun framfærsluvísi-
tölunnar síðustu tólf mánuði
er 0,7% og vísitölu vöru og
þjónustu 1%.
Mat- og drykkjarvörur
hækkuðu um 0,7% frá ágúst
til september og olli það
0,12% hækkun vísitölunnar.
Verð á bensíni hækkaði um
3% og hafði það í för með sér
0,12% hækkun.
Vístala framfærslukostn-
aðar hefur hækkað um 0,5%
síðustu þrjá mánuði og jafn-
gildir það 2,1% verðbólgu á
ári.
Sambærileg hækkun vísi-
tölu vöru og þjónustu svarar
til 2,8% árshækkunar.
Prests-
kosningar
á Selfossi á
morgun
Selfossi, Morgimblaðið.
SELFOSSBÚAR ganga að
kjörborði á morgun, laugar-
daginn 10. september, og
kjósa sér sóknarprest. Þrír
eru í kjöri, sr. Gunnar Sigur-
jónsson, sr. Haraldur M.
Kristjánsson og sr. Þórir Jök-
ull Þorsteinsson.
Kosið verður á tveimur
stöðum, í stjórnunarálmu
Sandvíkurskóla og í Sólvalla-
skóla eins og gert var við síð-
ustu bæjarstjórnarkosningar.
Á kjörskrá eru eru þeir sem
voru í íslensku þjóðkirkjunni
og áttu lögheimili í presta-
kallinu 1. desember síðastlið-
inn og náð hafa 16 ára aldri
þegar kosning fer fram. kjör-
fundur hefst klukkan níu að
morgni og honum lýkur
klukkan 22.00 að kvöldi laug-
ardagsins.
Hólmavíkur-
vegur sam-
þykktur
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins
hefur fallist á endurbyggingu
Hólmavíkurvegar í vestan-
verðum Hrútafirði, frá Valda-
steinsstöðum, um Borðeyri,
að Laugarholti og vegteng-
ingu Borðeyrarvegar frá
Hólmavíkurvegi niður á Borð-
eyri.
Úrskurðinn má kæra til
umhverfisráðherra og rennur
kærufrestur út 7. október.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Nýtt fang-
elsi rís við
Litla-Hraun
FRAMKVÆMDIR við Nýju
fangelsisbygginguna sem áætl-
að er að taka í notkun á Litla-
Hrauni á næsta ári eru nú
komnar vel á veg og vinna
sunnlenskra verktaka við að
steypa upp húsið er langt kom-
in. I nýbyggingunni verður
fangelsisálma fyrir 55 fanga
og mun hún koma í stað hús-
næðis sem löngu er talið úr sér
gengið.
Esther Helga Guðmundsdóttir.
SÖNGSMIÐJAN
A HÓTEL ÍSLANDI
Miða- og borðapantanir alla daga á Hótel íslandi
í síma 687111 og hjá Söngsmiðjunni í síma 612455.