Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 4
4 F'ÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
HEIMSÞING FRJÁLSLYNDRA FLOKKA
Halldór Ásgrímsson við setningu þings frjálslyndra flokka
Fátækt og atvinnuleysi
erfiðustu vandamál heims
Frjáls verslun
verður að fá að
dafna
HALLDÓR Ásgrímsson formaður
Framsóknarflokksins setti þing Al-
þjóðasambands fijálslyndra flokka
í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum í
gærkvöldi. Um 300 fulltrúar frá
yfír 60 þjóðlöndum sækja þingið,
sem er það fjölmennasta sem hald-
ið hefur verið á vegum samtak-
anna. Framsóknarflokkurinn er
gestgjafi þingsins.
Halldór Ásgrímsson sagði í setn-
ingarræðu sinni að þjóðir heimsins
lifðu á tímum stórkostlegra breyt-
inga sem ættu sér vart önnur for-
dæmi en hið félagslega og stjóm-
málalega umrót sem átti sér stað í
Evrópu í kjölfar frönsku byltingar-
innar fyrir tveimur öldum. Hann
sagði meðal annars, að framundan
væri stækkun Evrópusambandsins,
en að því er ísland varðaði ríkti
breið pólitísk samstaða um að aðild
Íslands kæmi ekki til greina að
óbreyttri fískveiðistefnu Evrópu-
sambandsins. íslendingar gætu
ekki, og myndu ekki, framselja að
nokkrum hluta eða rýra á nokkum
hátt yfírráð sín yfír fiskimiðunum.
Hann sagði að eftir að kalda
stríðinu lauk, væri Atlantshafs-
bandalagið sú stofnun þar sem
mestur árangur hefði náðst í þeirri
viðleitni að leiða saman fyrrum
fjendur í því skyni að byggja upp
vináttu og traust og styrkja grund-
völl friðar í Evrópu. Halldór sagði
að Atlantshafsbandalagið hefði
gegnt þýðingarmiklu og lofsverðu
hlutverki í alþjóðlegum tilraunum
til að koma á friði í Bosníu-Hersegó-
vínu. íhlutun þess hefði aukið tiltrú
á þann ásetning að binda enda á
stríðið þar. Þess má geta að þingið
sitja fulltrúar frá Bosníu, Króatíu
og Serbíu.
Áhersla á frjálsa verslun
Halldór lagði áherslu á þýðingu
fijálsrar heimsverslunar og sagði
að niðurstaða Úrúgvæviðræðna
FULLTRÚAR á þingi Alþjóðasamtaka fijálslyndra flokka hlýða á ávarp Halldórs Ásgrímssonar,
formanns Framsóknarflokksins, í gær.
GATT hefði aukið bjartýni og flýtt
fyrir alþjóðlegum efnahagsbata.
Enn væri þó verk að vinna og halda
yrði áfram á þessari braut. Hins
vegar stæðu ívilnanir í þágu sér-
hagsmunahópa og ósamkeppnis-
hæfra atvinnugreina í iðnvæddum
löndum í vegi fyrir hagvexti og
baráttunni gegn atvinnuleysi og
fátækt. „Sem fijálslyndir stjóm-
málamenn getum við ekki setið með
hendur í skauti meðan voidugar
iðnþjóðir sniðganga alþjóðlegar
verslunarreglur blygðunarlaust í
þágu eigin stundarhagsmuna,"
sagði Halldór.
Aðalviðfangsefni þingsins er at-
vinnuleysi og fátækt og áhrif þess
á frelsi og lýðræði. Hálldór sagði
að þetta væm erfiðustu vandamál
heimsbyggðarinnar og langvarandi
atvinnuleysi í Evrópu gæti höggvið
að rótum lýðræðishefðarinnar. Að
náð því markmiði að minna hvort
tveggja verulega væri krefjandi við-
fangsefni en það yrði helst leyst í
anda fijálslyndisstefnu með skyn-
samlegri samþættingu þróttmikillar
markaðsstefnu og viturlegrar
stjómarstefnu.
Morgunblaðið/Þorkell
HALLDÓR Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er gest-
gjafí þings Alþjóðasamtaka fijálslyndra flokka. Hjá honum sitja
Otto Lambsdorff forseti samtakanna og Julius Maaten fram-
kvæmdastjóri samtakanna.
Fulltrúar frjálslyndra í Serbíu um afnám viðskiptabanns SÞ
Milosevic vill
frið og verður því
að fá stuðning
Morgunblaðið/Kristinn
RADIVOJE Lazerevic (l.tv.), Zarko Jokanovic og Tahir Has-
anovic, fulltrúar serbneska flokksins Nýtt lýðræði.
SLOBODAN Milosevic Serbíufor-
seti vill nú að samið verði um frið
í Bosníu, hver sem afstaða hans
hefur verið áður, og þess vegna
verða Vesturlönd að styðja hann
og afnema viðskiptabann SÞ á land
hans. Þetta kom fram í máli full-
trúa serbneska stjómmálaflokksins
Nýtt Lýðræði sem eru á heimsþingi
frjálslyndra flokka í Reykjavík.
Flokkurinn á sæti í ríkisstjóm en
var áður í stjómarandstöðu og barð-
ist gegn forsetanum.
Fulltrúarnir telja að allt að helm-
ingur landsmanna vilji styðja áfram
þjóðbræðurna í Bosníu með vopn-
um. Milosevic verði að geta sýnt
fram á að sú ákvörðun hans að
styðja friðaráætlun fímmveldanna,
sem kveður á um skiptingu Bosníu
milli stríðandi aðila, verði til þess
að viðskiptabanninu verði aflétt.
Ella muni örvænting almennings
vaxa enn og margir leita á náðir
enn verri öfgamanna.
Fulltrúar flokksins, þeir Zarko
Jokanovic, Tahir Hasanovic og
Radivoje Lazarevic, em allir ungir
að árum. „Fyrir þrem ámm var ég
stúdentaleiðtogi og stóð fyrir
stærsta mótmælafundi sem haldinn
hefur verið í Belgrad gegn forsetan-
um, um hálf milljón manna tók þátt
í honum,“ segir Jokanovic sem er
þingmaður. „Við mótmæltum Mi-
losevic og stefnu hans.
Flokkurinn okkar vill koma á
markaðsbúskap og lýðræði. En
núna getur Milosevic gert gagn með
því styðja friðarviðleitnina".
Hasanovic og Laarevic sögðu að
það sem máli skipti núna væri að
friður kæmist á í „þessu skelfilega
stríði og blóðsúthellingum Iinni. Ef
það er nauðsynlegt að styðja Mi-
losevic til að friður komist á verður
það svo að vera“.
Mistök Vesturveldanna
Þremenningamir segjast ekki
vera hrifnir af forsetanum og geta
viðurkennt að hann hafí gert mörg
mistök. Á hinn bóginn hafí Vestur-
lönd einnig gert slæm mistök og
ýtt undir átök með því að viður-
kenna þegar sjálfstæði Slóvenfu,
Króatíu og Bosníu í stað þess að
reyna að halda sambandsríkinu
saman. „Stuðningur vestrænna
ríkja við einingu Júgóslavíu hefði
getað nægt til að koma í veg fyrir
klofninginn", segir Lazerevic. Hann
segir öfl á Vesturlöndum hafa viljað
skipta Júgóslavíu en vill ekki nefna
hvaða öfl hafí verið að verki.
Fijálslynd viðhorf
Alþjóðasamtök fijálslyndra
flokka voru stofnuð árið 1947 í
Oxford í Bretlandi og höfuðstöðvar
samtakanna eru í London. Nú eiga
73 stjórnmálaflokkar frá 46 löndum
aðild að samtökunum og síðan síð-
asta þing þeirra var haldið fyrir
tveimur árum hafa yfír 50 flokkar
sótt um aðild til viðbótar.
Forseti Alþjóðsamtaka fijáls-
lyndra flokka, þýski stjórnmála- |
maðurinn Otto Lambsdorff, sagði á
fréttamannafundi í gær, að þessi
mikli áhugi á þinginu sýndi tvennt.
Annars vegar að sífellt fleiri að-
hylltust fijálslynd stjómmálavið-
horf og vægi samtakanna sjálfra í
alþjóðlegu samstarfí ykist stöðugt.
Hins vegar væri sú staðreynd að
síðustu árin hefðu stjómmálaflokk- | i
ar í nýjum lýðveldum gengið í sam-
tökin og þau hefðu því stækkað.
Þessi þróun endurspeglaðist einnig j
í fjölda nýrra .umsókna um aðild
að samtökunum, en margar þeirra
umsókna em frá flokkurn í Austur-
Evrópu.
Þetta er síðasta þing Lambsdrffs
sem forseta samtakanna, en David
Steel, fyrmm leiðtogi breska
Verkamannaflokksins, tekur við
formennsku. Steingrímur Her- I
mannsson seðlabankastjóri og fyrr- )
um formaður Framsóknarflokksins
er einn af varaforsetum samtak- *
anna.
Þrír forsætisráðherrar
Þrír forsætisráðherrar sækja
þingið í Reykjavík: Jean Chrétien
forsætisráðherra Kanada, Esko
Aho forsætiráðherra Finnlands og
Janez Drnovsek forsætisráðherra .
Slóveníu. |
Drnovsek hélt ræðu á þinginu í j
gærkvöldi þar sem hann fjallaði um j
þá hættu sem nýjum lýðveldum í j
Austur-Evrópu er búin vegna upp- ;
gangs þjóðernishreyfinga og j
kommúnisma. Hann sagði að ftjáls- I
lynd lýðræðisstefna þyrfi að vera j
traustur kostur gegn þeim alræðis- j
freistingum og landamærahugsun- j
arhætti sem væm í fyrrum komm- ;
únistaríkjum. Borgarastríðið í fyrr- j
um Júgóslavíu væri forsmekkur ;
þess sem framundan væri ef þetta
markmið næðist ekki.
íjöldi ráðherra og fyrrverandi
ráðherra frá ýmsum löndum er
meðal þátttakenda, þar á meðal
Boris Fedorov fyrrverandi fjármála-
ráðherra Rússlands en hann hefur
nýlega stofnað samband fijáls-
lyndra lýðræðisflokka þar í landi.
Þeir vildu ekki viðurkenna að fjöl-
miðlar í Serbíu væru endilegá holl-
ari stjórnvöldum og hlutdrægari en
tíðkaðist í öðmm lýðveldum gömlu
Júgóslavíu, t.d. í Króatíu.
Þeir sögðu að leiðtogar Serbíu,
Króatíu og Bosníu væm af sama
toga spunnir, þeir hefðu allir leikið
á sömu strengi ofstækis og þjóðem-
isstefnu til að ná völdum.
„Þeir em allir sekir“, sagði Has-
anovic en fulltrúamir vou sammála
um að fyrst yrði að koma á friði
og bjarga efnahag Serbíu, síðan
leyfa fólkinu að dæma í frjálsum
kosningum.
Vill ijúfa ríkjasamband
Leiðtogi Fijálslynda flokksins í
Svartfjallalandi, Slavko Perovic,
segir að samkvæmt nýjum könn-
unum hafí flokkur hans nú yfir 20%
fylgi en hann er í stjórnarandstöðu.
Perovic, sem styður eindregið frið-
aráætlun fímmveldanna, segir að
orsök átakanna í gömlu Júgóslavíu
sé skortur á lýðræðishefðum og
þjóðakrytur sem eigi sér langa
sögu.
Perovic er spurður hvort hann
styðji ríkjasambandið við Serbíou j
en löndin kalla samband sitt Júgó-
slavíu. „Nei ég vil rjúfa það en að i
sjálfsögðu hafa góð samskipti við
Serba. I þjóðaratkvæðinu [um ríkja- j |
sambandið] var beitt aðferðum sem ! |
gera það nánast marklaust".