Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 FRÉTTIR Þú þarft ekki lengur að reyna að babbla á Skandinavísku hr. Davíð. . . Varaforseti læknadeildar HÍ um fjölgun erlendra nema Ekkí ástæða til að óttast MIÐAÐ við að erlendu námsmenn- irnir þrettán sem innritast hafa í læknisfræði nái svipuðum árangri og íslendingar í samkeppnisprófum, myndu tveir til þrír erlendir náms- menn komast áfram, segir Einar Stefánsson, yaraforseti læknadeild- ar Háskóla íslands. Engin ástæða sé til að óttast þá fjölgun erlendra námsmanna sem orðið hefur í læknadeild, en formaður Félags læknanema lýsti í Morgunblaðinu í gær yfir áhyggjum margra samnem- enda sinna vegna þeirrar þróunar. „Myndi það hins vegar sýna sig að verulegur fjöldi erlendra náms- manna kæmust í skólann og næðu samkeppnisprófum, yrði að skoða málin að nýju. Þeir 13 sem reyna sig nú eru hins vegar ekki nægjan- lega margir til að kalla á aðgerðir," segir Einar. Einar segir ýmis rök styðja fækk- un þá sem orðið hefur á nemendum sem fá að halda áfram námi eftir fyrsta ár í læknisfræði. Honum sé t.d. ekki kunnugt um annað land sem mennti og útskrifí jafn marga lækna og ísland. Þannig útskrifi allar ná- grannaþjóðir íslands hlutfallslega færri lækna og sumar helmingi færri. „Almennt séð eru því mögu- leikar íslenskra ungmenna á því að verða læknar meiri en ungmenna annarra landa,“ segir Einar. „Ef lit- ið er til þess að þjóðimar í kringum okkur mennta 15-28 lækna miðað við íslensku þjóðina, sem menntaði 36 og nú 30, er óhugsandi að kom- ast að þeirri niðurstöðu að 36 sé sú tala sem á að miða við, hvað sem í skerst. Sú tala byggðist á sínum tíma á mati á því hvað læknadeild gæti menntað marga lækna á ári miðað við aðstæður þess tíma, fyrir u.þ.b. áratug. Þær aðstæður hafa versnað verulega og þess utan er ekki réttur mælikvarði að míni viti að líta á kennslugetu deildarinnar, heldur verðum við líka að líta á þörf þjóðar- innar að einhveiju leyti og þörfin er alls ekki meiri en við önnum nú.“ Ástandið takmarkar Einar segir að háskólaráð hafi tekið ákvörðun um fækkun þeirra nema sem fá að halda áfram í lækn- isfræði hérlendis úr 36 i 30, á grund- velli minnkaðra fjárveitinga og sam- dráttar, sérstaklega í spítalakerfinu í Reykjavík. Núverandi ástand gefi ekki tilefni til að heimila fjölgun að nýju, og óskapleg skammsýni væri að hindra sérstaklega þá tiltölulega fáu erlendu námsmenn sem hingað leita. Ættu menn t.d. að hugleiða hvaða áhrif slíkar skorður erlendis hefðu á íslenska námsmenn. Ákvörð- un að leyfa erlendum nemum að taka jólapróf á fyrsta ári á ensku, segir Einar byggja á kurteisi og gestrisni, enda taki þeir prófin að- eins þremur mánuðum eftir að nám- ið hefst. Öll önnur próf og fyrirlestr- ar fari hins vegar fram á íslensku. Málefnaþing SUS haldið í Kópavogi síðar í mánuðinum Ungum þingmönnum fjölgi MÁLEFNAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið í Kópavogi 24.-25. september næst- komandi. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, formanns SUS, munu skoðanaskipti um umsókn um aðild að Evrópusambandinu væntanlega setja svip á þingið, auk þess sem ungir sjálfstæðismenn munu leggja áherzlu á að fleira ungt fólk verði í öruggum sætum á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins en verið hafi. „Við munum leggja áherzlu á að ungum þingmönnum fjölgi. Um 40% kjósenda eru undir 35 ára að aldri, en þessi aldurshópur á aðeins einn fulltrúa í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins," sagði Guðlaugur í samtali við Morgunblaðið. „Hlut- fall ungra frambjóðenda í efstu sætum framboðslista hefur ekki endurspeglað stærð þessa aldurs- hóps, en mörg pólitísk mál brenna á fólki á þessum aldri, ekki sízt skuldasöfnun ríkissjóðs, sem kemur í okkar hlut að greiða til baka á næstu árum og áratugum." Guðlaugur sagði að umræður um umsókn um aðild íslands að Evr- ópusambandinu myndu áreiðanlega setja svip á þingið. „Ungir sjálf- stæðismenn eru langflestir sam- mála um að aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu hafi verið heillaspor, en mismunandi viðhorf eru uppi innan hreyfingarinnar hvaða skref eigi að stíga í framhaldi af EES- aðild. Niðurstaðan kemur ekki í ljós fyrr en á þinginu sjáifu,“ sagði Guðlaugur. Formaður SUS sagði að kjör- dæmamál yrðu eflaust áberandi á þinginu. Jafnframt mætti búast við að ungir sjálfstæðismenn létu til sín taka í málaflokkum, sem þeir hefðu ekki sinnt mikið fram til þessa. Þar mætti nefna starf svo- kallaðs útlagahóps, en hann fjallaði til dæmis um málefni unglinga, sem hafa lent utangarðs. Þá yrði rætt um hvernig bregðast bæri við vax- andi ofbeldi í þjóðfélaginu. Skóla- mál yrðu tekin föstum tökum og meðal annars tekin afstaða til þeirra tillagna að nýrri skólastefnu, sem lægju fyrir. Ráðherrar krafðir svara Málefnaþing SUS í Kópavogi er aukaþing og ekki kosið í nein emb- ætti. Á þinginu munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum. „Ráðherrarnir munu væntanlega verða spurðir hvers vegna ýmis framfaramál í anda sjálfstæðisstefnunnar hafa ekki náð fram að ganga og jafnvel stöðvazt í þingflokki sjálfstæðis- manna,“ sagði Guðlaugur Þór. „Þar má nefna frelsi í olíuviðskiptum og lífeyrissjóðamálum." MORGUNBLAÐIÐ Hættum í umferðinni fjölgar á haustin • • Okumenn verða að drag'a úr hraðanum Það er farið að dimma. Skólar eru hafnir og þúsundir bama eru á ferli í umferðinni allan daginn. Reynslan hefur sýnt að við þessar aðstæður skapast nýjar hættur í um- ferðinni. Það er því brýnt fyrir ökumenn að taka tillit til breyttra aðstæðna og draga úr hraðanum. „Það er staðreynd að óhöppum fjölgar á haustin. Septembermánuður hefur t.d. oft reynst okkur erfiður. Fyrir fáum árum fórust fimm einstaklingar í um- ferðarslysum í Reykjavík í septembermánuði. Það hef- ur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að finna . neina eina ástæðu fyrir þessu, en ég er ekki í vafa um að skammdegið er or- sakavaldurinn. Skyggnið minnkar og veður versnar. Þessi breyting á aðstæðum gerist svo hratt að fólk áttar sig ekki á henni. Það eru tveir aldurshópar sem þurfa sérstaklega að gæta sín á haustin. Það eru böm og ung- menni, sem eru að fara í skóla, og eldri borgarar. Það virðist vera að yngstu bömin eigi erfitt með að meta hraða ökutækja þó að þau fari eftir umferðareglum. Öku- menn verða því að muna eftir því að böm eiga til að hlaupa fyrir- varalítið út á götu. Sama er að segja með gamla fólkið. Það á erfitt með að meta hraða ökutækj- anna.“ Má þá segja að ökumenn átti sig ekki á því að það er komið haust með nýjum aðstæðum? Hraðinn er lykilatriði „Það má segja að ökumenn átti sig ekki á því að þeir verða að minnka hraðann þegar skamm- degið gengur í garð. Þeir verða að gefa sjálfum sér tíma til að bregðast við vandanum. Ökumenn eiga auðveldara með að sjá vand- ann og bregðast við honum yfir sumartímann. Hraðinn er því lyk- ilatriði í þessu máli. Menn verða að gefa sér meiri tíma yfir vetrar- mánuðina. Aðstæðumar krefjast þess.“ Geta haustrigningamar ekki valdið ökumönnum erfiðleikum? „Jú, það myndast oft rásir í götunum sem geta verið hættuleg- ar þegar rignir. Vatnið sest í hjól- förin og ef ökumenn ---------- aka hratt mega þeir ekki gleyma því að bíll- inn getur flotið. Það minnkar viðnám í hjól- börðunum og hemlun tekur lengri tíma. Þetta eykur lík- ur á að menn missi stjórn á bílnum og hann fari út af veginum. Þess vegna er nauðsynlegt, þegar rign- ir, að aka ekki í hjólförunum eða aka hægar. Aðeins eitt dauðaslys Hafa mörg dauðaslys orðið í umferðinrii í Reykjavík það sem af er árinu? „Nei, sem betur fer hefur aðeins eitt banaslys orðið í umferðinni í Reykjavík það sem af er árinu. Það eru margir samverkandi þætt- ir sem valda því að færri hafa dáið í umferðaróhöppum. Lækn- arnir geta bjargað miklu, en ég held þó að ástæðan fyrir þessu sé ekki síst sú að við höfum gengið mjög hart fram í því að ná umferð- arhraðanum niður. Það hefur verið brýnt fyrir ökumönnum að virða Magnús Einarsson ►EINN maður hefur látið lífið í umferðinni í Reykjavík það sem af er þessa árs. Banaslys- in urðu talsvert fleiri á sama tíma í fyrra. En öðrum slysum og umferðaóhöppum hefur ekki fækkað milli ára. Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir að þó árangur hafi náðst sé engin ástæða til að slaka á. Reynslan sýni að slysum fjölgi á haustin. Öku- menn verði því að halda vöku sinni. Magnús er 57 ára gam- all og hefur starfað sem lög- reglumaður í 36 ár. Hann varð varðstjóri 1967, aðalvarðstjóri 1972 og aðstoðaryfirlögreglu- þjónn 1977. Magnús var yfir- lögregluþjónn á ísafirði 1986- 1987 og varð stöðvarstjóri hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1987. Magnús er kvæntur ÓI- öfu Erlu Hjaltadóttur. Þau eiga þrjú börn hraðamörkin og ég helda að mér sé óhætt’ að segja að það hafi borið árangur. Umferðaróhöppin eru samt ekki mikið færri en undanfarin ár, en tjón á bílum er minna. Trygginga- félögin hafa greitt minna í tjóna- bætur en áður. Þegar hraðinn er minni verður tjón minna og slys á fólki ekki eins alvarleg.“ Fer lögreglan eitthvað í skólana til að kenna bömunum hvernig þeim ber að haga sér í umferðinni? --------- „Það eru tveir lög- reglumenn hjá lögregl- unni í Reykjavík í fullu starfi við að sinna um- ferðarfræðslu skóla- barna. Þeir fara í skól Alvarleg slys á börnum á haustin ana á vetuma, fara á bamaheim- ili á vorin og taka á móti bömum sem koma í heimsókn á lögreglu- stöðina." Er meira um slys á börnum á haustin þegar skólar byija? „Nei, sem betur fer fjölgar slys- um ekki. Við höfum hins vegar orðið varir við aukningu á vorin. Þá fara bömin af stað á hjólum án þess að ráða almennilega við að stjórna þeim. Þau slys sem verða á bömum á haustin eru hins vegar oft alvarleg. Það er mjög brýnt að foreldrar, forráðamenn barna og kennarar leiðbeini börn- um í umferðinni fyrstu dagana. Það þarf að benda bömum á ör- uggustu leiðina og hvað það er sem þarf helst að varast. Eg held að foreldrar og kennarar geri þetta og þess vegna hefur náðst árang- ur í þessu efni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.