Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Pressan og Eintak
Leitað eftír
auknu hlutafé
UNNIÐ hefur verið að því að und-
anförnu að endurskipuleggja fjárhag
útgáfufyrirtækja vikublaðanna
Pressunar og Eintaks sem bæði hafa
átt við rekstrarerfiðleika að etja um
hríð. Þannig hefur Friðrik Friðriks-
son, útgefandi Pressunnar, að und-
anförnu kannað hug nokkurra fjár-
sterkra aðila með það fyrir augum
að fá inn nýtt hlutafé til að styrkja
grundvöll útgáfunnar. Svipaðar
þreifingar hafa átt sér stað hjá út-
gefendum Eintaks og jafnvel hefur
verið rætt um sameiningu biaðanna.
Meðal þeirra sem komið hafa við
sögu í þessu máli er Jóhann Oli
Guðmundsson, forstjóri Securitas,
-en honum hafa bæði borist boð frá
útgefanda Pressunar og Eintaks um
þátttöku í útgáfu blaðanna. Jóhann
Óli kvaðst í samtali við Morgunblað-
Mestur hag-
vöxtur í
Kanada
Ottawa. Reuter.
HAGVÖXTUR í Kanada var 6,4% á
öðrum fjórðungi ársins, sá mesti í
sjö ár og jafnframt sá mesti í nokkru
iðnríki. Kemur þetta fram í nýjum
tölum frá kanadísku hagstofunni en
búist er við, að hagvöxtur í Kanada
verði sá mesti í iðnríkjunum næsta
eina eða hálfa annað árið.
Útlit er fyrir, að hagvöxtur verði
4% á öllu árinu en OECD hafði spáð,
að hann yrði 3,7% í Kanada en 4%
í Bandaríkjunum. Spáin fyrir næsta
var hins vegar um 4,3% hagvöxt í
Kanada, 3% í Bandaríkjunum og
3,2% í Bretlandi.
ið ekki hafa áhuga á þátttöku í út-
gáfu þeirra að óbreyttu þegar horft
væri til stöðu þessara fyrirtækja.
Hins vegar væri hann tilbúinn að
skoða málið aftur ef útgefendur
vildu reyna að breyta stöðu þeirra.
Andrés Magnússon, stjórnarmað-
ur í Eintaki, sagði viðræður hafa
átt sér stað við hóp manna um að
leggja nýtt hlutafé í útgáfufyrirtæk-
ið en engin niðurstaða lægi fyrir.
Þessir aðilar hefðu sett mjög ströng
skilyrði fyrir þátttöku sinni sem
unnið væri að því að uppfylla. Þeir
hefðu hins vegar veitt fyrirtækinu
ákveðna fyrirgreiðslu til að koma
greiðslustöðunni í viðunandi horf.
Þetta hefði jafnframt gert kleift að
hefja markaðsátak í því skyni að
auka útbreiðslu blaðsins en ýmsar
aðrar breytingar væru einnig fyrir-
hugaðar. Andrés kvaðst eiga von á
því að það skýrðist um næstu mán-
aðamót hvort samningar tækjust við
þessa aðila um að þeir legðu fram
nýtt hlutafé og kæmu að fullum
þunga inn í reksturinn.
Hafnaði sameiningu
Pressunnar og Eintaks
Friðrik Friðriksson, útgefandi
Pressunnar, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að hann ætti í viðræð-
um við aðila um að styrkja blaða-
og tímaritaútgáfu sína en ekki væri
unnt að nafngreina þá á þessu stigi.
Viðræðurnar væru komnar alllangt
og kvaðst hann bjartsýnn á að já-
kvæð niðurstaða fengist á næstu
vikum. „Þessi viðleitni mín miðar
að því að styrkja grunninn þannig
að blaðið geti staðið af sér sam-
keppni þó það kalli á taprekstur um
einhvern tíma.“ Aðspurður um hvort
til greina kæmi að sameina Pressuna
og Eintak sagði Friðrik að það hefði
staðið til boða en hann hefði ákveð-
ið að hafna þeim kosti.
Osta- og
smjörsalan
fær vottun
á gæðakerfi
OSTA- og smjörsalan sf. hefur
tekið upp gæðakerfið ISO 9002
og fékk nýlega staðfestingu þar
um frá úttektarfyrirtækinu Vott-
un hf. Unnið hefur verið að upp-
byggingu kerfisins undanfarin
misseri og er fyrirtækið fyrsta
íslenska matvælafyrirtækið inn-
an landbúnaðargeirans sem tek-
ur upp vottað gæðakerfi. Stefnt
er að því að mjólkurbúin taki
einnig upp ISO-kerfið og byggi
þá m.a. á þeirri reynslu sem feng-
ist hefur hjá Osta- og smjörsöl-
unni sf. Ljóst er að með væntan-
legum milliríkjaviðskiptum með
búvörur mun samkeppni harðna
og nauðsynlegt að íslenskur
mjólkuriðnaður standi sem best
að vígi og sé með viðurkennt
gæðakerfi sambærilegt og notað
ÚTGÁFA sveitarfélaga á lang-
tímaskuldabréfum það sem af er
þessu ári nemur um 2,5 milljörðum
króna og stefnir í að verða 4-5
milljarðar á árinu i heild. Þetta er
veruleg aukning frá árinu 1993,
en þá var áætlað að útgáfa slíkra
bréfa hafi numið um 2-3 milljörð-
um, að því er fram kemur í frétta-
bréfi Landsbréfa.
Skuldabréfaútgáfa sveitarfé-
laga hefur vaxið jafnt og þétt frá
miðju sl. ári og ýtti vaxtalækkunin
í nóvember enn frekar undir að
sveitarfélögin leituðu á þennan
markað. Bæði stór og smá sveitar-
félög hafa nýtt sér markaðinn til
að fjármagna stór og smá verkefni
eða til endurfjármögnunar. Hafa
smærri sveitarfélög með færri en
2 þúsund íbúa nýtt sér tækifæri
sem bjóðast á markaðnum í vax-
SAMVINNUFERÐIR-Landsýn
hafa náð samvinnu við írska flug-
félagið Air Lingus um flug til
nokkurra borga í Evrópu um
Dyflinnarflugvöll. „Við náðum
verulega góðum samningi við Air
Lingus sem skilar sér í því að
þessar ferðir eru á verulega lægra
verði en áður hefur verið í boði,“
sagði Helgi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-
Landsýnar, í samtali við Morgun-
blaðið. „Einu skilyrðin eru þau að
flogið sé út á mánudegi og heim
aftur á fimmtudegi eða föstudegi.“
Samvinnuferðir-Landsýn eru
með 3-4 flug í viku til Dyflinnar.
Samkvæmt samningnum við Air
Lingus verða sértilboð á flugi
áfram til London á 29.900 krónur,
Parísar á 35.600 krónur, Brusseí
á 29.900 krónur, Frankfurt á
34.900 krónur og Mílanó á 45.200
krónur. Miðað er við flug frá
Keflavík til áfangastaðar en um
er í mjólkuriðnaði í nágranna-
löndunum, segir í frétt frá fyrir-
tækinu.
Myndin var tekin við áfhend-
ingu staðfestingarskjalsins. Frá
vinstri eru Gunnar H. Guðmunds-
son, ráðgjafi Ráðgarðs hf., en
andi mæli, en einstakar útgáfur
hafa verið á bilinu 10 til 400 millj-
ónir króna.
í fréttabréfi Landsbréfa segir
jafnframt að fjármögnun sveitarfé-
laga á verðbréfamarkaði geti í
mörgum tilfellum verið ódýrari en
aðrir valkostir sem þeim bjóðist á
lánamarkaði og því sé hægt að
lækka fjármagnskostnað í mörgum
tilvikum. Þannig er bent á að
ávöxtunarkrafa hjá stærri sveitar-
félögum, að Reykjavíkurborg frá-
talinni, hafi verið á bilinu 5,5-6,5%.
Þetta séu betri kjör en þau hafí á
sama tíma getað fengið annars
staðar og hagstætt hafi verið fyrir
sveitarfélög að afla fjárma'gns með
þessum hætti.
Sveitarfélögin hafa einnig leitað
eftir fjármagni til skamms tíma á
verðbréfamarkaði og telja Lands-
er að ræða sértilboð sem gildir frá
byijun október fram undir miðjan
desember nk.
„í kjölfar þess að Flugleiðir
hafa verið með sértilboð á Banda-
ríkjaflugi þótti okkur tilvalið að
freista þess að ná samningum um
sértilboð á flugi til Evrópu í miðri
viku,“ sagði Helgi. „Þessar ferðir
eru líklegar til þess að verða fyrst
og fremst nýttar af fólki í við-
skiptaerindum og þeim sem þurfa
að sækja stutta fundi eða ráðstefn-
ur á þessa staði.“
Helgi sagði að með þessu sértil-
boði væri ekki ætlunin að keppa
við þjónustu Flugleiða á Saga
Class enda væri sú þjónusta sem
Fiugleiðir byðu á viðskiptafarrými
sínu sú besta í heiminum. „Við
erum eingöngu að koma til móts
við þá aðila sem þurfa að komast
til útlanda á þessum tíma og vilja
gera það á sem ódýrastan hátt.“
hann aðstoðaði við uppbyggingu
gæðakerfisins, Kjartan J. Kára-
son, framkvæmdastjóri Vottunar
hf., Oskar H. Gunnarsson, for-
stjóri OSS, Þorsteinn Karlsson,
framkvæmdastjóri tæknisviðs
OSS.
bréf að veltan á þeim markaði
hafí numið vel á annan milljarð á
fyrri hluta ársins. Þessi skamm-
tímafjármögnun felst í útgáfu víxla
eða endurkaupasamninga um verð-
bréf. Ávöxtunarkrafa á þessum
bréfum lækkaði verulega í kjölfar
vaxtalækkunarinnar í nóvember
og geta stærri sveitarfélög nú selt
3 mánaða víxla á verðbréfamark-
aði með 5,9-7,5% ávöxtunarkröfu.
Til samanburðar er nefnt að vextir
af yfirdráttarlánum séu á bilinu
13-15%. Einnig hafa endurkaupa-
samningar verið að ryðja sér til
rúms, en þeir fela í sér að viðkom-
andi sveitarfélög gefa út skulda-
bréf með eingreiðslu til 5-10 ára
og föstum vöxtum en gerir síðan
sérstakan samning um endurkaup
þeirra allt frá 3-12 mánaða.
Hljómbær í
Skeifuna?
BJARNI Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Hljómbæjar hf.,
segir að áhugi sé fyrir því að
flytja starfsemi fyrirtækisins í
Skeifuna, en húsnæði Hljómbæj-
ar við Hverfisgötu 103 var ný-
lega auglýst til leigu eða sölu.
Helsta ástæða væntanlegs flutn-
ings Hljómbæjar er að sögn
Bjarna sú að fyrirtækið hefur
einangrast mikið eftir nýlegar
framkvæmdir við Skúlagötuna
sem gerðu að verkum að erfitt
væri að komast að húsnæðinu
við Hverfisgötu.
Bjarni sagði að áætlað væri
að um 60-70 millj. króna fengj-
ust fyrir húseignina við sölu. Um
er að ræða 432 fm verslunarhús-
næði og 332 fm lagerhúsnæði á
1. hæð og 125 fm skrifstofuhús-
næði á 2. hæð auk lagerrýmis.
Lóðin er 1.604 fm.
Bjarni sagði aðspurður að ekk-
ert ákveðið húsnæði væri komið
til sögunnar í Skeifunni. Þar
væri hins vegar töluvert framboð
af álitlegu húsnæði. „Það er ekk-
ert fastákveðið enda viljum við
fyrst kanna hvaða möguleika við
eigum á að koma okkur héðan.
Síðan getur þetta allt breyst
þannig að við verðum áfram hér
á Hverfisgötunni," sagði Bjarni,
en Hljómbær hefur verið þar til
húsa frá 1981.
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefurfarið fram útdráttur húsbréfa í
eftirtöldum flokkum:
16. útdráttur í 1. flokki 1989
13. útdráttur í 1. flokki 1990
12. útdráttur í 2. flokki 1990
10. útdráttur í 2. flokki 1991
5. útdráttur í 3. flokki 1992
1. útdráttur í 2. flokki 1993
Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1994.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess verða númer úr fjórum fyrsttöldu
flokkunum hér að ofan birt í Tímanum föstudaginn
9. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf
liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á
Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
C&] húsnæðisstofnun ríkisins
LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00
Sveitarfélög leita í vaxandi mæli á verðbréfamarkað
Skuldabréfaútgáfa stefnir
í 4-5 milliarða á árinu
Samvinnuferðir-Landsýn semja
við írska flugfélagið Air Lingus
Sértilboð á flugi
til Evrópuborga