Morgunblaðið - 09.09.1994, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Hin eldfima blanda
trúar og sögn
Spenna í samskiptum
Albana og Grikkja fer
vaxandi með degi hverj-
um. Asgeir Sverrisson
hefur kynnt sér baksvið
þessarar deilu sem er
svo lýsandi fyrir það
ótrygga ástand sem rík-
ir á Balkanskaga.
ENN á ný vofa hörmungar þjóð-
ernisofsans yfír Balkanskaga.
Spennan í samskiptum Grikkja og
Albana fer vaxandi með degi hverj-
um en á miðvikudag voru fímm Alb-
anir af grískum ættum dæmdir í sex
til átta ára fangelsi fyrir njósnir í
þágu Grikkja. Grikkir hafa kallað
heim sendiherra sinn í Tirana, höfuð-
borg Albaníu, og hyggjast beita Alb-
ani þrýstingi á vettvangi ýmissa al-
þjóðastofnana og sambánda og hafa
m.a. þegar beitt fyrir sig Evrópusam-
bandinu (ESB). A yfírborðinu snýst
deila þessi um hagsmuni minnihluta-
hópa, í þessu tilfelli gríska minnihlut-
ans í Albaníu. Rætur þessarar deilu
liggja hins vegar í Kosovo, sjálfs-
stjórnarheraðinu sem áður heyrði
Júgóslavíu til og talið er hið eldfím-
asta á þessu svæði, auk þess sem
trúarbrögð koma við sögu.
Grikkir hafa fjölgað í herliði sínu
á landamærum ríkjanna og gerst sí-
fellt afdráttarlausari í yfirlýsingum
sínum. Stjóm hins aldurhnigna for-
sætisráðherra landsins, Andreas
Papandreou og eiginkonu hans Dmi-
tra, telur dómana yfír Grikkjunum
fimm vera pólitíska og til þess fallna
að hræða líftóruna úr gríska minni-
hlutanum í landinu. Talsmenn grísku
ríkisstjómarinnar segja að um
300.000 manns af grísku bergi búi
í Albaníu en albanska ríkisstjómin
vill aðeins kannast við að þeir séu um
60.000.
Trúarbandalag Grikkja og
Serba
Hinn pan-helleníski Sósíalista-
flokkur Papandreous hefur alltaf
verið ágætlega þjóðemissinnaður,
líkt og nafnið gefur til kynna, auk
þess sem viðtekin era þau sannindi
á vettvangi stjómspeki að heppilegt
sé að skapa sameiginlegan óvin þeg-
ar illa árar í þjóðarbúskapnum og
stöðu hinnar ráðandi stéttar er ógn-
að. Þessi lýsing á ágætlega við um
Grikkland og Papandreou nú um
stundir. Auk þess að sýná Albönum
fjandskap hafa Grikkir átt í útistöð-
um við ráðamenn í Makedóníu-lýð-
veldinu, sem þeir væna um útþenslu-
Reuter
„Hry ðju verkamenn “
LÖGREGLUMAÐUR aðstoð-
ar einn „hryðjuverkamann-
anna“ grisku sem dæmdir
voru á miðvikudag í fangelsi
fyrir njósnir og undirróðurs-
starfsemi. Maðurinn, sem er
61 árs gamall, féll í öngvit er
dómurinn var kveðinn upp.
stefnu og vanvirðingu við gríska
menningarsögu.
Mikið hefur verið fjallað um út-
þenslustefnu Serba í lýðveldum fyrr-
um Júgóslavíu og vísað hefur verið
til hugmynda þeirra um nýja Stór-
Serbíu. Minna hefur farið fyrir þjóð-
ernisofstækismönnum sem verið
hafa að treysta stöðu sína í Albaníu
og virðast nú hafa umtalsverð áhrif
á stjórnarstefnuna. Forseti landsins,
Sali Berisha, fyrrum líflæknir ein-
ræðisherrans Envers Hoxha, hefur
neyðst til að láta undan þrýstingi
þjóðernissinna og raunar kemur það
sér ágætlega fyrir hann að freista
þess að sameina þjóðina gegn utan-
aðkomandi óvini. Ekki þarf að fara
mörgum orðum um lífskjör þau sem
almenningi í Albaníu era búin.
Engu er líkara en að ofsóknar-
bijálæði hafi gripið um sig í Tirana
ef marka má ummæli Berisha og
undirsáta hans. Þeir fullyrða að
Grikkir og Serbar, hafí á grundvelli
réttrúnaðar, sameinast gegn Albön-
um. Vísað hefur verið til þess að
grískar hersveitir hafí hemumið suð-
urhluta-Albaníu á áram síðari heims-
styijaldarinnar og minnt hefur verið
á Balkanskagastríðið 1912-1913.
„Fimmta herdeildin"
Hafa ber í huga að fyrir árið 1946
er hið kommúníska alþýðulýðveldi
Altíanía leit dagsins ljós var mikill
meirhluti íbúanna múhameðstrúar-
menn. Rómversk-kaþólskir menn
bjuggu þó í norðurhluta landsins en
grísk-kaþólskir í suðurhlutanum.
Sögulegar rætur þessarar deilu liggja
því í suðurhluta landsins þar sem
trúbræður Grikkja búa enn.
„Grikkir hafa ásamt Serbum sett
sér það markmið að grafa undan
stöðugleika í landi voru,“ hefur þýska
tímaritið Der Spiegel eftir forseta
Albaníu. Grísku „hryðjuverkamenn-
irnir“ sem nú hafa verið dæmdir séu
til marks um þetta. Þeim hafi verið
gert að dreifa vopnum til gríska
minnihlutans og hvetja hann þannig
til að heQa vopnaða baráttu fyrir
sameiningu við Grikkland. Áhyggjur
sem þessar era kunnuglegar og oft-
lega hafa slíkar samsæriskenningar
um „fímmtu herdeildina“ reynst rétt-
ar. Sömu sjónarmið hafa m.a. komið
fram í Eystrasaltsríkjunum þar sem
margir líta rússneska minnihlutann
sömu augum og Albanir þann gríska.
Der Spiegel rekur með sannfær-
andi hætti rætur þessara ýfínga til
Kosovo-héraðs í Júgóslavíu, sem Iýt-
ur stjórn Serba, og til ótta albönsku
þjóðarinnar við útlend áhrif, sem
rekja megi til einangrunarhyggju
kommúnistastjórnar einræðisherrans
fallna. í Kosovo eru Albanir í meiri-
hluta en þeir eru um tvær milljónir.
Á síðustu tíu árum hafa rúmlega 100
albanskir þjóðernissinnar fallið í
átökum sem blossað hafa upp í kjöl-
far fjöldafunda þar sem aukinnar
sjálfsstjórnar hefur verið krafíst.
Þúsundir manna hafa „horfið" og
þar, líkt og í Vojvodina-héraði þar
sem Ungveijar eru ljölmennir, háfa
Serbar beitt þrýstingi af ýmsum toga
m.a. svipt Albani atvinnu sinni. Al-
banir telja þetta framferði í engu
greina sig frá „þjóðernishreinsunum"
þeim í Júgúslavíu sem heimsbyggðin
hefur fordæmt. Líkt og Bosníu-
múslimar og fleiri smáþjóðir standi
Albanir frammi fyrir ofsóknum sem
runnar séu undan rifum hins van-
helga bandalags hinna rétttrúðu
Grikkja og Serba. Nokkur hundruð
albanskir þjóðernissinnar beijast nú
með múslimum í Bosníu og eru, að
sögn, tilbúnir til að veija þennan
helga málstað verði ráðist á Albaníu.
Hvatt til skyndiárásar
Áhyggjur Albana verða ef til vill
skiljanlegar þegar hafðar eru í huga
lítt grundaðar yfirlýsingar grískra
ráðamanna. Stjórnmálamennimir
era þó ekki einir um að kynda bál
þjóðernisofsans. Þannig sagði í grein
í vikuritinu gríska Ikonomikos Tac-
hydromos nú nýverið að Grikkir
gætu auðveldlega hertekið suður-
hluta Albaníu með skyndiárás:
„Fómirnar verða ekki miklar og
Evrópuríkin munu taka því þegj-
andi.“
Þjóðernishyggjan virðist hafa náð
heljartökum á ráðamönnum jafnt í
Belgrad sem Aþenu og Tirana. Án
utanaðkomandi íhlutunar er veruleg
hætta á að upp úr sjóði og heiftarleg
átök bijótist út með litlum fyrirvara.
FBI mælir hættulegt magn arseniks í fyrrum Frakklandskeisara
Drap eitrað vegg-
fóður Napóleon?
London. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR bandarísku al-
ríkislögreglunnar (FBI) hafa komist
að þeirri niðurstöðu að mjög mikið
magn af arseniki hafí verið í líkama
Napóleons Bonaparte er hann dó
árið 1821. Hins vegar taka þeir ekki
afstöðu til þess hvort hann hafí ver-
ið myrtur af útsendurum Bourbon-
ættarinnar, dáið fyrir mistök lækna
eða láfíst vegna gaseitranar frá
veggfóðri.
Napóleons-félagið í Bandaríkjun-
um fól FBI að rannsaka níu hár úr
höfði franska keisarans. Roger
Matrz, yfírmaður eiturefnadeildar
rannsóknarstofu FBI, staðfesti nið-
urstöðuna en sagði að ekki væri
hægt að segja afdráttarlaust hvort
um morðtilræði hafí verið að ræða.
Sagnfræðingar hafa almennt. lagt
trúnað á samtímaskýrslur um niður-
stöður krufninga sem sögðu að Bona-
parte hefði látist af völdum maga-
krabba. Hafa þeir haldið því fram
að tilvist mikils arseniks megi rekja
til þess að það hafí verið algengt í
lyfjum frá þessum tíma.
Lítinn en aðsópsmikinn hóp sagn-
fræðinga hefur þó lengi granað að
dauðdaga keisarans hefði ekki borið
að með eðlilegum hætti. Grunsemdir
þeirra um að brögð hefðu verið í
tafli jukust eftir að vísindamönnum
við Oxford-háskólann tókst 1964 að
mæla arsenik í hári með nifteinda-
greiningu.
Napóleon var útlegðarfangi Breta
á eynni Sankti Helenu eftir ósigurinn
gegn flota Wellingtons hertoga við
Waterloo árið 1815 en fékk þó að
hafa þar eigin föruneyti.
Niðurstöður FBI varpa ekki nýju
ljósi á kenningar um dauðdaga Napó-
leons, ekki heldur þá sérkennilegustu
sem kveður á um að Bonaparte hafí
dáið vegna eitraðs veggfóðurs í vist-
arverum hans, eins og breskir vís-
indamenn héldu fram opinberlega
árið 1982. Þeir sögðu að eiturefni í
líkama Napóleons mætti rekja til
arsengas sem gufað hefði upp úr
veggfóðrinu. Uppgufunin hefði átt
sér stað við efnaskipti, sem hið raka
sjávarloft á Sankti Helenu stuðlaði
að, er sveppir gengu í samband við
arseníumklóríð sem notað var í litar-
efni fyrir veggfóður.
Hryðju-
verkí
Moskvu
YFIRVÖLD í Rússlandi sögðu
í gær, að sprengingarnar, sem
gjöreyðilögðu lögreglustöð í
Moskvu í fyrrakvöld, hefðu lík-
lega verið af völdum hryðju-
verkamanna. Sex manns létust
og 21 slasaðist þegar bygging-
in, sem var tvær hæðir, hrundi
til granna. Á stöðinni voru
gefín út vegabréf vegna ferða-
laga innanlands og er ekki vit-
að hvers vegna _hún var höfð
að skotmarki. Árásir glæpa-
mannasamtaka á lögregluna
verða hins vegar æ algengari.
SÞ aðstoðar
Georgíumenn
SAMEINUÐU þjóðirnar ætla
að veija 21 milljón dollara til
aðstoðar við 500.000 manns í
Georgíu en það er fímm sinn-
um fleira fólk en áætlað var
fyrir ári. Er um að ræða fólk,
sem missti heimili sín í átökun-
um í landinu, einkum í Abk-
haziu-héraði. Georgía var eitt
mesta velmegunarríki Sovét-
ríkjanna meðan þau voru við
lýði en nú svelta margir heilu
hungri og verða að betla sér
til matar.
Ekki samið
um Castro
STAÐA Fidels Castros sem
leiðtoga Kúbu er ekki samn-
ingsefni sagði Roberto Roba-
ina, utanríkisráðherra lands-
ins, í gær í Madrid á Spáni.
Kom hann þangað til viðræðna
við Felipe Gonzalez, forsætis-
ráðherra Spánar, um hugsan-
lega samninga Bandaríkja-
manna og Kúbveija. sagði
hann, að kúbanska þjóðin
myndi aldrei leyfa það. þar sem
Castro væri holdgervingur
hinnar þjóðlegu reisnar íbú-
anna.
„Djarfar“
myndir fyrir
górillur
KYNDAUFU górillupari í
breskum dýragarði hafa að
undanförnu verið sýndar
„djarfar" myndir af ástalífi
apa í þeirri von, að náttúran
kviknaði hjá þeim. Það hefur
að vísu ekki haft nein áhrif
enn en górillurnar hafa þó
gaman af sjónvarpinu og eink-
um dýralífsmyndum. Górill-
urna, Nico og Samba, hafa
verið saman í átta ár en aldrei
sýnt neinn sérstakan áhuga
hvor á annarri.
Zhírínovskíj
vill milljónir
RÚSSNESKI þjóðernisöfga-
maðurinn Vladímír Zhír-
ínovskíj höfðaði í gær mál á
hendur einu leikhúsi sænsku-
mælandi Finna, sem hann seg-
ir hafa jafnað sér við Adolf
Hitler í leikriti, sem heitir
Mein Kampf eins og bók ein-
ræðisherrans. „Við munum
krefjast milljóna finnskra
rnarka," sagði lögfræðingur
Zhírínovskíjs en hann ætlar
einnig að stefna dagblaði, sem
sænski minnihlutinn gefur út,
fyrir að hafa kallað skjólstæð-
ing sinn „vitleysing".