Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hin blóðgu
banaráð
Að hluta til tortímingarsaga. Frú Emilía
frumsýnir í kvöld leikrit Shakespeares um
Macbeth, hinn ógæfusama skoska konung.
-------------------------
Einar Orn Gunnarsson kynnir sér stefnuna
sem þríeykið Guðjón, Hafliði og Grétar
hefur markað uppfærslu sinni
LEIKHÚSIÐ Frú Emilía frum-
sýnir í kvöld harmleikinn Macbeth
eftir William Shakespeare í þýð-
ingu Matthíasar Jochumssonar.
Hafliði Arngrímsson dramatúrg,
Grétar Reynisson höfundur leik-
myndar og Guðjón Pedersen leik-
stjóri sáu um leikgerð verksins.
Sjónleikurinn er að nokkru byggð-
ur á sögu konungsins Macbeth
sem braust til valda og réð yfír
Skotlandi á árunum 1040-1057
eftir að hafa myrt Dúnkan fyrir-
rennara sinn. Macbeth er að hluta
til tortímingasaga glæpamanns,
sem telur sér allar leiðir færar
eftir að hafa yfirstigið einu sinni
reynsluna af að myrða. Miskunn-
arleysi konungsins og eiginkonu
hans er algjört, þau leita allra leiða
til að öðlást völd og tryggja sér
þau. Hjónin svíkja og myrða hvern
þann sem þau óttast að geti stað-
ið í vegi þeirra. Með takmarkalaus-
um svikum grafa þau undan til-
veru sinni og þau líða vítiskvalir.
Að endingu tekur Frú Macbeth líf
sitt og nokkru síðar er konungur-
inn sjálfur veginn.
Með hlutverk fara Þröstur Guð-
bjartsson, Þór Tulinius, Edda
Heiðrún Backmann, Kjartan
Bjargmundsson, Helga Braga
Jónsdóttir, Steinn Ármann Magn-
ússon, Ása Hlín Svavarsdóttir og
Jóna Guðrún Jónsdóttir. Höfundur
búninga er Helga Stefánsdóttir og
ljósameistari er Jóhann Bjarni
Pálmason. Greinarhöfundur leit
inn hjá Frú Emilíu á Seljavegi og
forvitnaðist um þessa fjórðu upp-
færslu þremenninganna á verki
Shakespeare.
„Það er alltaf gaman að vinna
Shakespeare,“ segir Guðjón
Pedersen, „hann er hjá okkur og
reynir að passa að allt fari vel.
Það er trú manna að ekki megi
nefna Macbeth á nafn í leikhúsi
og því er hann yfirleitt kallaður
skoski konungurinn. Við hjá Frú
Emilíu ráðumst gegn þeirri hjátrú
og notum nafn hans en Macbeth
er jafnframt þrettánda uppfærsla
leikhússins. I okkar uppfærslu
hvílir áherslan ekki aðeins á sam-
bandi hjónanna eins og almennt
hefur tíðkast. Við leggjum áherslu
á varnaðarorð þau sem fram koma
í verkinu það er að „hin blóðgu
banaráð, sem bruggast öðrum,
ganga einatt aftur og sækja heim
sinn höfund". Að okkar mati á
þessi boðskapur erindi við allt fólk
og með hann að leiðarljósi má
velta fyrir sér hvort mannkynið
ætli aldrei að læra af reynslunni.
Það virðist ekki skipta máli í okk-
ar heimi hvort við köllum samtím-
ann friðartíma eða stríðstíma því
það geisa styijaldir um víða ver-
öld. Þó að við breytum áherslum
þá vonumst við til þess að það
bitni ekki á verkinu með þeim
hætti að það fletjist út á einhvern
hátt.“
„Við unnum saman að leikgerð-
inni,“ segir Hafliði „og verkaskipt-
ing var ekkert skýrt ákveðin. Upp-
færslan er unnin út frá þeim
leikurum sem við höfum og þar
fetum við dáldið í fótspor Sha-
kespeares því að hann vann verk
sín út frá leikhópi sínum sem var
sjö til átta manna. Við erum þó
ekki að nýta okkur starfsaðferðir
hans því að Shakespeare lét hvern
leikara fara með mörg hlutverk
en við tökum aftur á móti nokkrar
persónur og setjum þær í eina.
Þannig gefum við henni meiri lífs-
sögu, meiri ætlun og meira vægi
LISTIR
í verkinu. Shakespeare hefur alltaf
verið með margar persónur sem
gegna því hlutverki að koma með
upplýsingar inn í verkið fyrir aðal-
leikarana. Með því að skeyta
mörgum persónum saman og
fækka þeim þá þéttum við hópinn
og tengjum persónur sterkari
böndum. Morðin verða óhugna-
legri í litlum hópi auk þess sem
við látum Macbeth fremja þau með
eigin hendi. í sambandi við breyt-
ingar okkar og hagræðingar á
verkinu þá gefum við út leikskrá
með upprunalegri þýðingu Matthí-
asar Jochumssonar á texta Mac-
beths en þar eru páraðar okkar
athugasemdir. Þar er auðveldlega
hægt að sjá hvernig við höfum
strikað yfir og breytt verkinu.“
Hversu meðvitaður er Macbeth
um þá illsku sem býr innra með
honum?
Guðjón verður fyrir svörum:
„Macbeth býr í blóðugum heimi,
þannig að ill hugsun er ekkert
nýtt fyrir honum. Ég held samt
að hann þrái ekki að hugsa ljótt
heldur þveröfugt. Macbeth á sína
fortíð og sínar djúpu sorgir. Hann
er mjög meðvitaður um illskuna
og veit hvert illskan getur leitt
mann. í upphafi er hann hræddur
við illskuna og vill hrinda henni
frá sér. Illska hans er komin af
mótlæti og höfnun. Það er imprað
á því að þau Macbeth hjónin hafi
einhvern tíma misst barn og við
reynum að draga það nokkuð fram
í okkar uppfærslu. Það eru brestir
í því samlaga hjarta sem hjóna-
bandið er og það kemur til meðal
annars að þau geta ekki fjölgað
mannkyninu.“
Er einhver eðlismunur á illsku
þeirra hjónanna?
„Já, ég heid að Macbeth sé
miklu meðvitaðri um hvert illskan
getur leitt hann,“ svarar Guðjón.
„Frú Macbeth uppgötvar það ekki
fyrr en miklu seinna. Margar af
örlagaspám Macbeths, svo sem að
hann komi aldrei til með að geta
sofið aftur eða að hann nái aldrei
að þvo blóð af höndum sér, rætast
ekki hjá honum heldur konu hans.
Um illskuna segir Macbeth þegar
hann hefur þegar framið eitt morð
og kona hans spyr hvort að
Banquo þurfi nokkuð að lifa: „Nú
ganga sifjuð Ijóssins börn frá leik,
en ljótar vættir fara þá á kreik.
Þú undrast orð mín en trúa máttu
mér, ei magnast vonskan nema
af sjálfu sér.“
Eftir að hafa lokið fyrsta morð-
inu af þá treystir hann sér til að
drepa fleiri og þannig vex vonskan
innra með honum. Hann getur
ekki snúið til baka enda segir hann
á einum stað: „í blóði stend ég
djúpt, og jöfn er þraut, að stöðv-
ast nú, ef vildi ég snúa við, og
vaða yfirum þetta glæfrasvið“.“
Hvers vegna var ráðist út í það
að færa verkið í nútímabúning?
„Blóðbaðið í Austur-Evrópu
varð meðal annars hvatinn að því
að við færðum verkið í nútímabún-
ing,“ svarar Grétar. „Við fengum
austantjaldshermannafrakka og
þegar þeir voru komnir inn í verk-
ið þá var sjálfsagt að hafa annan
nútíma klæðnað á sviðinu líka. í
leikhúsinu Frú Emilíu hvílir
áherslan yfirleitt ekki á búningum
heldur á orðum og athöfnum Ieik-
ara.“
Hvert er markmiðið með leik-
myndinni?
„Húsakynnin hér eru sérstök
og þegar Macbeth varð fyrir valinu
hugsaði ég til þess að reyna að
nota salinn sem mest eins og hann
er, reyna að láta það sem fyrir er
njóta sín,“ segir Grétar. „Salurinn
er hijúfur og kaldur þannig að
mér fannst hann bjóða upp á góða
möguleika til dæmis til að undir-
strika óhugnað lét ég fólk vera
að þrífa blóðpolla upp af sviðinu
í upphafi sýningar - eins konar
vígvöllur. Eftir að ég var búinn
að gera módel af sviðsmyndinni
sá ég hversu svipuð hún er leik-
myndum þeim sem Shakespeare
notaðist við. Hann notaði stóran
pall með tjaldi aftast og þaðan
gengu leikarnir inn og út af svið-
inu. Þetta rann ekki upp fyrir mér
fyrr en seinna en ég held að þetta
sé eitt dæmið um að Shakespeare
vakir yfir verkinu og er að minna
á sig.“ Aðspurður um tónlistina
segir Grétar að þeir félagar hafi
haft sama háttinn á og við tónlist-
arval í allar fyrri Shakespeare
uppfærslur þeirra. „Tónlistin er
valin með sérhveija senu verksins
í huga og við bindum okkur ekki
við eitthvert ákveðið tímabil í tón-
listarsögunni. Við blöndum saman
ólíkri tónlist, þama er til dæmis
að fínna dægurlög en þó má segja
að strengjatónlist frá tuttugustu
öld sé mest áberandi.“
!
I
I
í
l
í
í
S.
I
BIÍMIA ■ IiIÍMH - BLÍIDA!
Nýkomið mikið úrval af blúnduefnum og köppum.
Hvít - kremuð - bleik -grœn
Yerð á köppum frá kr. 650 pr/m.
Yerð á efnum frá kr. 590 pr/m.
Álnabúðin
Suðurveri, sími 889440
Opið laugardag frá kl. 10-14
EGGERT Magnússon við eitt verka sinna.
Eggert og Kristín í Galleríi Fold
I GALLERI Fold, Laugavegi 118 d, verður opnuð á morgun, laug-
ardag, sýning á verkum Eggerts Magnússonar listmálara og í ’
kynningarhorni gallerísins sýnir Kristín Geirsdóttir pastelmyndir.