Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 19
LISTIR
EITT verka Péturs Gauts.
Pétur Gautur
PÉTUR Gautur Svavarsson
opnar sýningu í Gallerí Borg
við Austurvöll, laugardaginn
10. september kl. 16.
Pétur Gautur stundaði nám við
Myndlistaskóla Reykjavíkur og
málaradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands. Undanfarin ár
hefur Pétur búið í Kaupmannahöfn
þar sem hann hefur stundað nám
í Gallerí Borg
í leikmyndamálun við Statens Te-
aterskole. Þetta er þriðja einka-
sýning Péturs, en áður hefur hann
sýnt í Borgarkringlunni 1993 og
í Portinu í Hafnarfirði sama ár.
Að þessu sinni sýnir Pétur Gaut-
ur um 25 ný olíumálverk. Sýning-
in er opin alla virka daga frá kl.
12 til 18 og um helgar rá kl. 14-18,
en henni lýkur 25. september.
Haustlaufin gulu
féllu í Kvosinni
TONLIST
Fógctinn, Kaffi
Rcykjavík og Djúpið
JAZZSVEITIN JAMM,
FLOKKUR TÓMASAR R.
EINARSSONAR
OG JJSOULBAND
Djasstónleikar á RúRek-djasshátíð-
inni 7. september. Flytjendur:
Ómar Einarsson gítar, Kjartan
Valdimarsson pianó, Einar Sigurðs-
son kontrabassiog Pétur Grétars-
son trommur. Óskar Guðjónsson
saxófónn, Guðmundur R. Einarsson
básúna og trommur, Þórir Baldurs-
son píanó, Tómas R. Einarsson
kontrabassi og Guðmundur Andri
Thorsson söngur. J.J. Soul söngur,
slagverk og munnharpa, Ingvi Þór
Kormáksson píanó, Þórður Arna-
son gitar, Stefán Ingólfsson
rafbassi og Trausti Ingólfsson
trommur.
JAZZSVEITIN Jamm lék í Fóget-
anum á fjórða degi RúRek-hátíðar.
Félagamir studdust við raunverulegu
bókina (Real Book) og því var flest
því sem næst fyrirséð. Byijað var á
Autumn leaves. Þetta ágæta lag á
áreiðanlega vel við þegar degi er
tekið að halla en öllu má nú ofgera.
Þetta er líklega ofspilaðasta lag
djassbókmenntanna. Nálgun Jamms
var engan veginn fersk en þó var
allt hnökralaust. Umhverfíshljóðin
settu hins vegar strik í reikninginn
á Fógetanum því í fremri salnum
voru sænskar fótboltabullur að fagna
sigri og í gangi inn af salnum glamr-
aði í tíkallagleypinum. Ómar Einars-
son er lipur gítarleikari og fór vel
með So What í Ronnie Jordan tempó-
inu, hröðu og afslöppuðu. Einar er
ungur og upprennandi kontrabassa-
leikari með þýðan hljóm sem heyrist
út í sal. Þetta var því hreint ágætur
dinner en metnaðurinn mætti vera
öllu meiri þegar svo færir spilarar
eiga í hlut.
Á Kaffí Reykjavík var bókmennta-
gengið mætt til að hlusta á Flokk
Tómasar. Flokkurinn flutti m.a.
Mood Indigo í hægu tempói eins og
á að gera það og Guðmundur R.
Einarsson stóð upp frá settinu og
blés í básúnu í samhljóm með Ósk-
ari Guðjónssyni. Mingusarstandard-
ar voru einnig á efniskránni svo og
lög eftir Tómas. Guðmundur Andri
Thorsson söng sumarsmell Tómasar
Þú ert og þá hélt rýnir í nóttina og
staldraði næst við í Djúpinu.
í Djúpinu lék ein heitasta soul-
og blússveitin í bænum, JJ Soul
Band, en það gekk allt á afturfótun-
um því míkrófónn hafði gefíð upp
öndina. Foringinn og söngvarinn J.J.
Soul, orðinn heitur og svalur, var því
í slæmum málum. En þeir félagar
dóu ekki ráðalausir heldur spiluðu
bara instrumental ljúfa latín-tónlist
og allir voru ánægðir.
I kvöld verður mikið um að vera
á RúRek því á Hótel Sögu leikur
Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn
Bobs Grauso, Kombó Ellenar Krist-
jánsdóttur og Jazz of Copenhagen,
Oslo, Reykjavík og Stokkholm, en
sveitina skipa sjö norrænir djassleik-
arar frá fjórum Norðurlandanna, Ulf
Adáker, Fredrik Lundin, Sigurður
Flosason og Eyþór Gunnarsson,
Bjarne Roupé, Carl Morten Ivarsen
og Jikkis Uotila.
Guðjón Guðmundsson
Leikferð
með verkið
um Leif
Muller
ÍSLENSKA leikhúsið er að hefja leik-
ferð um landið með verkið Býr ís-
lendingur hér? Það var sýnt í Tjamar-
bíói síðasta vetur við góðar viðtökur
gagnrýnenda og gesta. Leikferðin
nýtur styrks menntamálaráðuneytis.
Sýningin er unnin upp úr sam-
nefndri bók Garðars Sverrissonar.
Þar segir frá því hvernig Leifur
Muller hélt fullur bjartsýni til náms
í Noregi árið 1938 og varð þar inn-
lyksa þegar Þjóðverjar hemámu
landið. Hann var svikinn í hendur
Gestapó og sendur í útrýmingarbúðir
í Þýskalandi. í stríðslok komst Leifur
að lokum aftur til íslands, þá 24
ára. Mörgum árum síðar sagði hann
sögu sína.
Leikarar í sýningunni eru tveir.
Pétur Einarsson leikur Leif Muller
og Halldór Bjömsson leikur lækni
hans. Leikgerðin er eftir Þórarin
Eyíjörð sem einnig leikstýrir verkinu.
Leikmynd er eftir Gunnar Borgars-
son, lýsing Elfar Bjarnason og hljóð
eftir Hilmar Öm Hilmarsson.
í kvöld kl. 20.30 verður sýnt á
Húsavík, á Egilsstöðum á sunnudag-
inn, og á Höfn föstdaginn 16. sept-
ember.
------» ♦-------
Asgeir Lárusson
sýnir í ÁT VR
NÚ stendur yfír sýning á verkum
eftir Ásgeir Lárusson í ÁTVR í
Kringlunni. Sýninguna nefnir hann
Svipir 1994.
Asgeir hefur haldið margar einka-
sýningar og tekið þátt í samsýning-
um.
Öll verkin á þessari sýningu eru
unnin á bómullardúk með akrýlefn-
um og eru til sölu. Sýningin stendur
út septembermánuð.
Helstu hlutverk: Kristján Jóhannsson, Elín Ósk Óskarsdóttir,
Trond Halstein Moe, Keith Reed, Viðar Gunnarsson,
Magnús Baldvinsson, Elsa Waage, Inaveldur Yr Jónsdóttir,
Bergþór Pálsson, Tómas Tómasson orl.
Frumsýning 17. september
II. sýning 20. september IV. sýning 27. september
III. sýning 25. september V. sýning 30. september
i|i Ath. Kortasala heldur áfram!
&mi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
: Sími 11200